Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HAGRÆÐINGI BANKAKERFINU BIRGIR ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka íslands, gerði hagræðingu í bankakerfinu að umtalsefni á aðalfundi Seðlabankans í fyrradag. „Þrátt fyrir bætta afkomu árið 1995 er ljóst að arðsemi eigin fjár viðskiptabankanna er of lítil. Sú spurning er mjög áleitin hvernig unnt sé að bæta stöðu bankanna," sagði seðlabankastjóri. „Enginn vafi [er] á því að breyting ríkisbanka í hiutafé- lög getur orðið til þess að auðvelda þá hagræðingu sem nauðsynleg er,“ sagði bankastjórinn. „Vandséð er og hvernig bankarnir geta í harðnandi samkeppni haldið uppi jafnöflugu og dýru útibúaneti og þeir gera nú. Þá er einnig mjög brýnt að jafna starfsskilyrði íslenzkra banka og tryggja að þau séu sambærileg við þau kjör sem erlend- ir bankar búa við.“ Sjónarmið seðlabankastjórans fer saman við þau rök Morgunblaðsins, að breyting ríkisbankanna í hlutafélög og einkavæðing í framhaldi af því sé forsenda þess að þeir geti staðið sig í alþjóðlegri samkeppni, sem fer sívax- andi. Bankar þurfa nauðsynlegt sjálfstæði til ákvarðana, eigi þeir að standast keppinautum snúning. Ein röksemdin fyrir því að fresta einkavæðingu ríkis- bankanna á kjörtímabili síðustu ríkisstjórnar var að við slíkt myndu lánakjör íslendinga erlendis lækka. í þessu ljósi er athyglisvert að skoða álit bandaríska matsfyrirtæk- isins Standard & Poor’s, sem Finnur Ingólfsson viðskipta- ráðherra vitnaði til á aðalfundi Seðlabankans. Þar kemur fram að lánshæfiseinkunn íslands séu skorður settar vegna víðtækrar þátttöku hins opinbera í fjármálalífinu, sem bandaríska fyrirtækið telur leiða af sér óhagkvæmar að- ferðir við úthlutun lánsfjár. Hlutafélaga- og einkavæðing ríkisbankanna er orðin brýn og ætti að vera forgangsatriði í stefnu ríkisstjórnar- innar. Ríkisfyrirtæki eru alls staðar á fallanda fæti, en einkafyrirtæki hafa sýnt frumkvæði og sveigjanleika til að bregðast við breyttum aðstæðum. STARFSAÐSTAÐA SIN- FÓNÍUHL J ÓMS VEIT AR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands hefur verið sagt upp húsnæði því í Háskólabíói, sem hún hefur haft til afnota í 35 ár. Uppsögnin tekur gildi 1. júlí næstkom- andi. Hljómsveitin hefur ekki í önnur hús að venda sam- kvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra hennar, enda um mjög sérhæfða og sérstaka starfsemi að ræða. Allar breyt- ingar á öðru húsnæði í tónleikahús kosta að sjálfsögðu stórfé verði að grípa til þess ráðs. Ástæðan fyrir uppsögn- inni er, að Háskólabíó vill fá meiri leigutekjur en nemur þeirri milljón króna á mánuði sem nú er greidd. Að sjálfsögðu er fráleitt, að Sinfóníuhljómsveitinni verði vísað á brott úr húsnæði, sem er í eigu Háskóla Islands. Ekki verður séð, að kvikmyndasýningar geti haft forgang umfram tónlistina. Málið snýst um peninga og ekki skal dregið í efa, að Háskólinn þurfi á auknum tekjum að halda, m.a. vegna ófullnægjandi framlaga til starfsemi sinnar. Hann er því í sama báti og margar aðrar stofnan- ir vegna niðurskurðar á útgjöldum ríkisins. Sinfóníuhljóm- sveitin hefur ekkert fjármagn aflögu heldur háir fjárskort- ur miklu fremur starfsemi hennar. Geti þessar tvær menn- ingarstofnanir þjóðarinnar ekki komið sér saman um eðli- lega húsaleigu þarf atbeina menntamálaráðuneytisins til að leysa deiluna í þeim tilgangi, að starfsemi hljómsveitar- innar geti haldið áfram áfallalaust. Þessi uppákoma sýnir hins vegar Ijóslega, að brýn nauð- syn er á því að hafist verði handa hið fyrsta um byggingu tónlistarhúss, sem verði nýtt aðsetur Sinfóníuhljómsveitar- innar. Tónlistarhúsið á að verða næsta stórvirki í menning- arframkvæmdum þjóðarinnar. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra hefur sýnt byggingu tónlistarhúss mikinn áhuga og hefur á prjónunum áætlanir um að hrinda verk- inu í framkvæmd. Uppsögnin á húsaleigusamningnum í Háskólabíói sýnir hins vegar, hvílíkt öryggisleysi Sinfóníu- hljómsveitin býr við. Bygging tónlistarhússins þolir því ekki lengri bið. OVENJU hait er tekist á um leikreglur vinnumarkaðar- ins í kjölfar þess að félags- málaráðherra lagði fram frumvarp um breytingar á lögunum frá 1938 um stéttarfélög og vinnudeil- ur. Hefur það mætt mikilli ’andstöðu forystu stéttarfélaga. I gagnrýni sinni á undanförnum dögum hafa forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar sakað stjórnvöld um að hafa einhliða rofið áratuga hefð fyrir þríhliða samstarfi og sátt um samskiptareglur á vinnumarkaði með grófri íhlutun í innri málefni ftjálsra félagasamtaka, sem sagt er skýlaust brot á samþykktum Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar. Staðhæft er að verði frumvarpið að lögum muni það leiða til þess að stéttarfélögum fjölgi verulega og skærur á vinnumarkaði margfaldist. Ráðherrar hafa aftur á móti lýst því yfir að meginmarkmið breyting- anna sé að auka áhrif almennra félags- manna og stuðla að auknu lýðræði í verkalýðshreyfingunni sem og meðal samtaka atvinnurekenda. Fámennir hópar knýja fram sérhagsmuni sína Markmiðið með fyrirhuguðum laga- breytingum kemur fram í greinargerð þar sem segir: „Lög um stéttarfélög og vinnudeilur hafa staðið óbreytt frá því að þau voru sett fyrir tæpum sex- tíu árum að frátöldum reglum um sáttastörf í vinnudeilum. Sérstök lög um sáttastörf í vinnudeilum voru sett árið 1978. Frá árinu 1938 hafa orðið gagngerar breytingar á atvinnuhátt- um. Sérhæfing hefur aukist og starfs- stéttum fjölgað til muna en stéttarfé- lög eru enn í flestum tilvikum byggð á starfsstétt. Einstakir atvinnurekend- ur eru þannig bundnir kjarasamning- um við fjölmörg félög sem hvert fyrir sig fer með samnings- og verkfallsrétt samkvæmt lögum. Mjög fámennir hópar geta knúið fram sérhagsmuni sína í krafti lykilaðstöðu. Þá skortir á að tiyggt sé að vel sé vandað til af- greiðslu kjarasamninga og ákvarðana um vinnustöðvanir. Á það bæði við um samtök atvinnurekenda og stéttar- félög,“ segir í greinargerðinni. „Það er staðreynd að það hefur að jafnaði verið vel innan við 7% af heild- arfjölda félagsmanna Alþýðusam- bandsins sem hafa raunverulega tekið afstöðu til kjarasamninga sem gerðir hafa verið. Það hlýtur að vera verka- lýðshreyfingunni mikið áhyggjuefni," segir Þórarinn V._ Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSI. Talsmenn stéttarfélaganna mót- mæla því að lýðræði sé ekki virkt í hreyfingunni. „Hvað er að núverandi fulltrúalýðræðiskerfi stéttarfélag- anna? Er afgreiðslukerfið þar eitthvað verra en gengur og gerist innan ann- arra félagasamtaka, svo sem stjórn- málaflokka? Af hveiju eru gerðar aðr- ar og miklu stífari kröfur til af- greiðslu launafólks á eigin málum en til afgreiðslu mála sem eru svo mikil- væg að þau eru borin undir þjóðarat- kvæði?“ segir i gögnum sem ÁSÍ hef- ur tekið saman vegna frumvarps fé- lagsmálaráðherra. Benda talsmenn samtakanna á að í sumum tilvikum yrði vald samninganefnda stóraukið á kostnað einstakra félaga. „Við sjáum ekki framar stóru Dagsbrúnarfundina í Bíóborginni ef frumvarpið verður að !ögum,“ sagði viðmælandi. Hver sleit samstarfi aðila vinnumarkaðarins? I raun byggist frumvarpið að ýmsu leyti á hugmyndum og tillögum vinnu- hóps aðila vinnumarkaðarins um sam- skiptareglur á vinnumarkaði sem fé- lagsmálaráðherra skipaði 1994. Skil- aði hópurinn áfangaskýrslu um hug- myndir sínar í nóvember. Hópurinn var skipaður fulltrúum ASÍ, BSRB, VSÍ og VMS, auk starfsmanna ráðu- neyta. Hafði hann haldið 48 fundi um samskiptareglur á vinnumarkaði þeg- ar viðræðunum var hætt. Hópurinn lagði áherslu á að kannaðar verði leið- ir til að skipuleggja kjaraviðræður þannig að þær taki sem skemmstan tíma og að allir meginhópar undirbúi gerð kjarasamninga samtímis. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar saka stjórnvöld um að hafa slitið þessu samstarfi með framlagningu frum- varpsins. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, lítur svo á að störfum vinnuhópsins sé lokið og full- yrðir að samþykkt formannafundar Alþýðusambandsins 8. febrúar sl. hafi slitið viðræðunum.. Frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur hefur vakið hörð viðbrögð og hávær mótmæli verkalýðshreyfingarinnar GRÓF ÍHLUTUN EÐA VIRKARA LÝÐRÆÐI? Hvorki forysta verkalýðshreyfingar né sanítök vinnuveitenda styðja ákvæði um vinnustaðar- félög í stéttarfélagafrumvarpinu. ASÍ hefur snúist af hörku gegn efni frumvarpsins. í samantekt Omars Friðrikssonar kemur fram að ágreiningur er um hver sleit viðræð- um um samskiptareglur á vinnumarkaði. Félagsmálaráðherra fullyrti á fréttamannafundi í seinustu viku að frumvarpið byggðist að stórum hluta á hugmyndum vinnuhópsins og komið hefði verið að mörgu leyti til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar. I sama streng tekur Þórarinn sem seg- ir: „Allur lunginn úr frumvarpinu er byggður á beinum tillögum og hug- myndum sem urðu til í þessu starfi nefndarinnar.“ Þessu eru forystumenn ASÍ ósam- mála. Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri ASÍ, segir að ýmsar ágætar hugmyndir hafi verið lagðar fram í viðræðunum og ekki sé allt ómögulegt í frumvarpi ráðherra, en margt sé þar gagnrýnivert. Verkalýðshreyfingin sé algerlega mótfallin sumum ákvæðum og í nokkrum tilvikum hafi frumvarps- höfundar beinlínis skemmt hugmyndir sem vinnuhópurinn vann að. Fyrst og fremst séu menn þó að mótmæla vinnubrögðunum. Bendir Ari á að í skýrslu vinnuhópsins sé tekið fram að ýmis atriði hafi ekki ver- ið rædd til hlítar og engin ákveðin niðurstaða legið fyrir um mikilvæg atriði s.s. miðlun sáttasemjara, fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um hana, boðun verkfalls og verkbanns, hlutverk ríkis- sáttasemjara í vinnudeilum og um vinnustaðafyrirkomulagið. Sjö umdeildar atkvæðareglur í raun eru settar fram sjö reglur í frumvarpinu um afgreiðslu kjara- samninga, miðlunartillögu sáttasemj- ara og um boðun vinnustöðvana: 1. Við afgreiðslu heildarkjarasamn- inga skal viðhafa leynilega atkvæða- greiðslu þar sem meirihlutinn ræður en þó þurfa 20% félagsmanna hið minnsta að vera á móti til að hægt sé að fella samninginn. 2. Heimilt er að láta fara fram aI- menna póstkosningu um afgreiðslu kjarasamnings án skilyrða um lág- marksþátttöku og ræður þá meirihluti atkvæða. 3. Ef samningur nær aðeins til hluta félagsmanna eða starfsmanna í fyrirtæki þarf meirihluta þátttakenda í leynilegri atkvæðagreiðslu til að fella samning og minnst þriðjungur allra atkvæðisbærra félagsmanna að greiða atkvæði gegn samningi. 4. Almenna leynilega atkvæða- greiðslu þarf um boðun verkfalls og þurfa að lágmarki 20% félagsmanna að taka þátt og einfaldur meirihluti þátttakenda ræður niðurstöðunni. 5. Heimilt verður að viðhafa leyni- lega póstatkvæðagreiðslu um vinnustöðvun og ræður þá einfaldur meirihluti óháð þátttöku. 6. Ef vinnustöðvun tek- ur einungis til ákveðins hóps eða starfsmanna á til- greindum vinnustað þurfa a.m.k. 50% félagsmanna að taka þátt og meiri- hluti þeirra að styðja tillöguna til að vinnustöðvun geti hafist. 7. Til að fella miðlunartillögu sátta- semjara þarf annars vegar meirihluti þeirra sem greiða atkvæði að vera á móti og hins vegar minnst þriðjungur allra atkvæðisbærra félagsmanna að fella tillöguna. „Með reglu frumvarpsins um að fimmtungs þátttöku þuríi til að ákveða Samninga inn á vinnu- staðina UMRÆÐUR um að færa samn- ingsgerð inn á vinnustaðina hafa sprottið upp af og til á undan- förnum áratugum. Mikil um- ræða varð um málið þegar Vil- mundur Gylfason flutti á árun- um 1980 og 1981 frumvörp um starfsgreinafélög sem hlutu þó lítinn hijómgrunn. Hugmynd Vilmundar var sú að gera vinnustaði að grunnein- ingu þegar samið væri um kaup og kjör. Lagði hann til að heim- ilt yrði að setja á fót starfs- greinafélög, þar sem 25 laun- þegar eða fleiri störfuðu hjá sama atvinnurekanda og fengju þau sömu réttarstöðu og önnur stéttarfélög. Studdi hann þessar breytingar m.a. þeim rökum að í heildar- samningum á vinnumarkaði væru sáralítil tengsl á milli af- komu fyrirtækis og framleiðslu- greinar annars vegar og samn- inga um kaup og kjör hins veg- ar. „Það er gersamlega útilokað, að fáeinir samningamenn, sem fyrir þessu samfloti standa, geti haft tilfinningu fyrir afkomu ein- stakra fyrirækja eða framleiðslu- greina,“ sagði í greinargerð Vil- mundar með frumvarpinu. verkföll heilla félaga en helmings þátt- töku til að boða verkföll hluta félags- manna er augljóst að stefnir í að verk- föll verði almennt víðtækari," segja talsmenn ASÍ. Meðal opinberra starfsmanna gilda þær reglur um vinnustöðvun að a.m.k. helmingur félagsmanna sem eiga í hlut hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslu og þarf meirihluti þeirra að sam- þykkja vinnustöðvun. í frumvarpi fé- lagsmálaráðherra segir að óvarlegt sé að ganga svona langt á einkamarkaði. Núgildandi reglur kveða á um að unnt sé að taka ákvörðun um verkföll með almennri leynilegri atkvæða- greiðslu sem þarf að standa í a.m.k. 24 klst. Eru takmarkaðar kröfur gerð- ar um lágmarksþátttöku þegar verk- fall er boðað eins og málum er háttað í dag. Algengast er að samninga- nefnd, félagsstjórn eða trúnaðarráði sé falið umboð til að taka ákvörðun um vinnustöðvun. Ef trúnaðarmanna- ráð tekur ákvörðun þarf að samþykkja vinnustöðvunina með % hlutum greiddra atkvæða á trúnaðarmannar- áðsfundi. Heimildir sljórna og trúnaðarráða afnumdar Samkvæmt frumvarpi ráðherra eru heimildir samninganefnda, stjórna eða trúnaðarmannaráða, meðal stéttarfé- laga eða samtaka atvinnurekenda, til að ákveða vinnustöðvun, felldar niður. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var upphaflega hugmyndin sú að setja að skilyrði að þriðjung félagsmanna þyrfti til að samþykkja vinnustöðvun en frá því var horflð til að koma til móts við sjónarmið verkalýðsfélaganna. Innan við 7% ASÍ-félaga hafa afgreitt samninga í frumvarpinu segir að markmið reglnanna sé að tryggja að raunveru- legur stuðningur sé við svo mikilvæga ákvörðun sem boðun vinnustöðvunar sé. Ekki sé ætlunin að torvelda félög- um boðun vinnustöðvana heldur að tryggja lýðræðislega umfjöllun um slíka tillögu. Sérstök áhersla er lögð á að sambærileg skilyrði verkfalla séu gerð gagnvart almenna vinnumarkað- inum og opinberum starfsmönnum. Hér er þó munurinn ekki jafnaður því skv. frumvarpinu þarf minnsti mögu- legi stúðningur fyrir verkfalli að vera 10,1% félagsmanna á almenna vinnu- markaðinum samanborið við 25% fé- lagsmanna meðal opinberra starfs- manna. „Við höfum gagnrýnt sérstaklega að skortur á reglum hefur valdið því að örlitlir hópar hafi getað haldið uppi verkföllum langtímum saman til gríð- arlegs tjóns fyrir þjóðarbúið sem hefur aftur leitt til þess að ríkisvaldið hefur þráfaldlega gripið inn í með löggjöf. Það er minnisstætt þegar einn stýri- maður hélt Vestmannaeyjafeijunni Heijólfi í herkví í sjö vikur eða þar til gjövallt Alþingi þurfti til að setja lög um málið," segir Þórarinn V. Þór- arinsson. Það sætir harðri gagnrýni af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að í frum- varpinu sé miðað við að atkvæði um boðun verkfalis verði greidd á ákveðn- um degi og halda talsmenn þeirra því fram að ákvæði um afboðun verkfalla feli í sér verulega hættu á að allar viðræður sem eiga sér stað eftir að tii verkfalls hefur verið boðað verði mjög erfiðar. Félögin verði tregari en elía til að fresta eða aflýsa verkfalli. Þriðjung félagsmanna þarf til að fella miðlunartillögu Það atriði frumvarpsins sem hefur valdið hvað mestri óánægju eru ákvæði um að minnst þriðjung félags- manna þurfi til að fella miðlunartillögu sáttasemjara. ASI hefur sett upp dæmi til að sýna hvemig þessi regla myndi verka í raun. Ef t.d. um 5.000 manna félag væri að ræða, kosningaþátttaka væri 30% og 1.500 félagsmenn höfn- uðu miðlunartiliögu en þrír væru henni fylgjandi, teldist hún engu að síður samþykkt, þar sem ákvæði um lág- marksfjölda mótatkvæða er ekki upp- fyllt. Skv. núgildandi reglum teldist tillagan hins vegar felld. Gildandi lagaákvæði um afgreiðslu miðlunartillögu eru í raun svipuð til- lögum frumvarpsins þótt „þröskuldur- inn“ sé til muna lægri en hann er miðaður við 20% mótatkvæði félags- manna að lágmarki. Lögin kveða á um að miðlunartillaga sé felld í at- kvæðagreiðslu ef meirihluti greiddra atkvæða er á móti henni enda hafi minnst 35% atkvæðisbærra manna greitt atkvæði. Ef þátttakan er minni en 35% þarf mótatkvæðafjöldi að hækka um einn af hundraði fyrir hvern hundraðshluta sem vantar upp á 35% til að fella miðlunartillöguna. Tillagan telst svo ætíð samþykkt ef mótat- kvæði eru undir 20% af fjölda atkvæð- isbærra félagsmanna hvernig svo sem atkvæðagreiðslan fer. Þátttaka var undir tilskildum mörkum 1988 og 1992 Vorið 1992 náðust heildarkjara- samningar aðila vinnumarkaðarins með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. í flestum stærri verkalýðsfélögum varð tillagan sjálfkrafa að kjarasamn- ingi þar sem í flestum félaganna tóku innan við 20% þeirra sem voru á kjör- skrá þátt í kosningu um tillöguna. I atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur árið 1988 gerðist það að miðlunartil- laga taldist samþykkt þrátt fyrir að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði hafnaði henni. Voru 1.925 á móti til- lögunni og 1.885 meðmæltir henni, en hún skoðaðist samþykkt, þar sem kjörsókn náði ekki 35% af félögum VR. 3.842 greiddu atkvæði af 11.565 félögum á kjörskrá eða 33,2% félags- manna. Valdsvið sáttasemjara þrengt eða aukið? Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar fullyrða að sáttasemjara séu færð stór- aukin völd í frumvarpinu og samnings- frelsið tekið af stéttarfélögunum. Fé- lagsmálaráðherra hefur lýst yfir að þvert á móti sé verið að takmarka valdsvið sáttasemjara með skýrari reglum um miðlunartillögur. „Form- lega séð hefur sáttasemjari samkvæmt gildandi löggjöf allar þær heimildir Atkvæðagreiðslur í frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur Atkvæðagreiðslur geta farið fram með þrennskonar hætti: Aðferð 1 a) a.m.k. 20% félagsmanna þurfa að greiða atkvæði og meirihluti þeirra þart að vera á móti samningi til að fella hann. b) ef viðhöfð er póstatkvæðagreiðsla ræður einfaldur meirihluti samþykkt eða höfnun samnings. Aðferð 2 a.m.k. 1/3 félagsmanna þarf að fella miðlunartillögu og meirihluti þeirra sem þátt tekur í atkvæðagreiðslu. Aðferð 3 a.m.k. 50% þeirra sem samningur nærtil þurfa að taka þátt í atkvæðagreiðslu og meirihlutl þeirra að samþykkja vinnustöðvun. Hverjir greiða atkvæði? Atkvæðagreiðsla Allir í viðkomandi stéttarfélagi "Vinnustaða- stéttarfélag" Hluti félagsmanna eða starfsmenn fyrirtækis innan stéttarfélags Samþykkt eöa höfnun samninga Aðferð 1 Aðferð 1 Aðferð 2 Samþykkt eða höfnun miðlunartillögu sáttasemjara Aðferð 2 Aðferð 2 Aðferð 2 Samþykkt vinnustöðvunar Aðferð 1 Aðferð 1 Aðferð 3 „Þrælalöggjöfin“ 1938 „ÆTLA íslenskir verkamenn að una því, að yfirstéttin geri þá að þrælum enn á ný og steypi þeim niður á þjóðfélagsstig hinna her- teknu réttleysingja, sem þjáðust hér á landi fyrir 1000 árum?“ Þann- ig var komist að orði í grein í Þjóð- viljanum árið 1938 en þá voru uppi mjög harðar deilur í þjóðfélaginu um setningu laganna um stéttarfé- lög og vinnudeilur en lögin hafa staðið nær óbreytt síðastliðin tæp 60 ár. Lögin voru sett í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks. Voru lögin nefnd „þræla- löggjöf" af andstæðingum málsins, einkum talsmönnum Kommúnista- flokksins, sem lýstu frumvarpinu sem beinni árás og steyttum hnefa gegn alþýðusamtökunum. A Alþingi voru þingmenn Fram- sóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Bændaflokks hlynntir frumvarpinu svo og þingmenn úr Alþýðuflokki að undanskildum Héðni Valdimars- syni. Einar Olgeirsson, forystumaður Kommúnistaflokksins, sagði við umræður um frumvarpið á Al- þingi: „I öðru lagi er með þessu frumvarpi verið að stofna til ófrið- ar í landinu. Verkalýðurinn mun verja frelsi sitt. Hann mun ekki virða þræla- og þvingunarlög; hann mun vernda rétt sinn og samtök, fjör sitt og frelsi. Og þeim, sem nú ætla að knýja þessi lög gegnum þingið á móti vilja verkalýðssam- takanna, er best að athuga áður, hvort þeir ætla sér að vera með því að útbúa þann ríkisher, sem Olafur Thors var að heimta hér á dögunum og tvímælalaust muyn þurfa að framkvæma þessa lög- gjöf.“ Stuðningsmenn frumvarpsins sökuðu andstæðinga þess um að beita blekkingum. I frumvarpinu væru viðurkennd og staðsfest ýmis réttindi sem verkalýðsfélögin hefðu barist fyrir, samtakamáttur- inn væri viðurkenndur og verka- lýðsfélögin viðurkennd sem lög- formlegur samningsaðili um kaup og kjör. sem frumvarpið færir honum. Þær hafa hins vegar ekki verið nýttar með þeim hætti og mætti færa rök að því að þær væru orðnar ryðgaðar," segir Þórarinn V. Þórarinsson. Ari Skúlason fullyrðir að frumvarp- ið færi sáttasemjara aukin völd, fyrst og fremst vegna þeirra heimilda sem hann fær til að tengja saman hópa sem eru með lausa samninga við at- kvæðagreiðslur, jafnvel þótt viðkom- andi félög eigi ekki í kjaradeilu. Þarna rekist einnig á ákvæði um að aðilar geti með samningum um viðræðuáætl- un takmarkað möguleika sáttasemjara til að tengja hópa saman við af- greiðslu miðlunartillögu. Afleiðingin gæti þá orðið sú að slíkt yrði aðaldeilu- atriðið um viðræðuáætlun sem aftur myndi leiða til þess að sáttasemjari yrði að grípa í taumana og gefa sjálf- ur út viðræðuáætlun. Núgildandi lög um sáttastörf í vinnudeilum, frá árinu 1978, veita sáttasemjara víðtækt vald til að bera fram miðlunartillögur. Er honum heimilt að bera fram eina miðlunartillögu til lausnar vinnudeilu sem taki til fleiri en eins deiluaðila. Er það þó skilyrði að tvö eða fleiri félög eða félagasambönd eigi saman í deilu og að samráð sé haft við samninganefnd- ir. 1 skýrslu vinnuhóps aðila vinnu- markaðarins segir um það fyrirkomu- lag sem er í lögum í dag: „Samkvæmt framangreindum ákvæðum laga um sáttastörf í vinnudeilum eru engin formleg takmörk við því hvenær sátta- semjari getur tengt lausnir mismun- andi deilna saman með einni sameigin- legri miðlunartillögu eða mismunandi tillögum sem samt eru afgreiddar í einni sameiginlegri atkvæðagreiðslu," segir í skýrslunni. Vinnustaðarfélög í stað stéttarfélaga í frumvarpinu er veitt heimild til starfsmanna í fyrirtækjum með a.rn.k. 250 starfsmenn að stofna vinnustað- arfélög sem geri vinnustaðasamninga fyrir hönd starfsfólks. Þurfa þó 75% starfsmanna að samþykkja stofnun vinnustaðarfélags en skv. frumvarpinu nýtur slíkt félag Véttarstöðu sem stétt- arfélag og fer eitt með samnings- umboð starfsmanna. Fyrirtæki af þessari stærð eru nú um 50 talsins hér á landi. Hér er um grundvallarbreytingu að ræða á vinnumarkaði þar sem á und- anförnum tæplega 60 árum hefur ver- ið byggt á þeirri grundvallarreglu að samið sé í kjarasamningum um forgangsrétt félagsmanna stéttarfélaga til starfa hjá at- vinnurekendum. „Eitt af vandamálum ís- lensks vinnumarkaðar hefur verið fjöldi viðsemjenda. Sama fyrirtækið getur verið bundið af kjarasamningum við allt að tuttugu eða fleiri félög með mismunandi regl- um og óvissu um vinnufrið,“ segir í greinargerð frumvarpsins og eru þær röksemdirnar færðar fyrir stofnun vinnustaðarfélaga að raunveruleg áhrif starfsmanna sjálfra muni auk- ast, lýðræðið verði virkara og valdið færist nær þeim sem hafa beinna hagsmuna að gæta. ASI hefur brugðist illa við þessari Um 50 fyrir- tæki með fleiri en 250 starfsmenn hugmynd og haldið því fram lögveija eigi eina tegund stéttarfélaga umfram önnur og það bijóti í bága við sam- þykktir Vinnumálastofnunarinnar og túlkun mannréttindadómsstóls Evrópu á Mannréttindasáttmálanum. „í frum- varpinu er ekkert sem tryggir jafn- ræði milli aðila eftir að vinnustaðarfé-,. lag hefur verið stofnað. Vinnustaðar- félag gæti ekki gert kjarasamning beint við viðkomandi fyrirtæki heldur yrði það að semja við samninganefnd framkvæmdastjórnar VSI eins og öll önnur stéttarfélög af þeirri einföldu ástæðu að fyrirtæki innan VSÍ hafa ekki samningsrétt. Þau afsala sér samningsréttinum til heildarsamtaka sinna. Á þessu er ekki tekið í frum- varpinu," segir í gögnum sem ASÍ hefur tekið saman um þetta mál. Vinnustaðasamningar og sameiginleg afgreiðsla Þrátt fyrir að hugmynduni um vinnustaðarfélög hafi ætíð verið hafn- að þegar þeim hefur skotið upp á undanförnum áratugum hafa marg- sinnis verið gerðir sérstakir vinnu- staðasamningar eða sérsamningar á tilteknum vinnustöðum á vegum stétt- arfélaga starfsmanna. Þannig hafa verkalýðsfélög hjá ISAL og í ríkisverk- smiðjunum gert sameiginlega vinnu- staðasamninga og nú síðast endurnýj- uðu starfsmenn hjá Slippstöðinni Odda á Akureyri vinnustaðasamning við fyrirtækið. Hafa viðkomandi stéttarfé- lög þó ávallt gætt þess að ekki sé gengið á valdsvið þeirra, þannig að félögin standi áfram sem bakhjarl starfsmanna vinnustaðarins. Fram hefur komið í máli fulltrúa stjórnvalda um viðræður við erlenda fjárfesta að þeim ói við fjárfestingu á Islandi vegna fjölda verkalýðsfélaga. Fleiri vinnustaðasamningar sem yrðu samþykktir í sameiginlegum atkvæða- greiðslum starfsmanna yrðu mikilvæg framför á vinnumarkaðinum. Komið yrði í veg fyrir að ein lítil stétt geti fellt samningana og stöðvað rekstur fyrirtækisins. Við gerð kjarasamninga starfs- manna álversins í júní í fyrra var stig-’’ ið skref í þessa átt. Verkalýðsfélögin, sem eru tíu talsins, gerðu með sér samstarfssamning og gáfu út yfirlýs- ingu þar sem þau lýsa yfir að þau muni semja sameiginlega um einn kja- rasamning fyrir alla félagsmenn í ál- verinu og viðhafa sameiginlega at- kvæðagreiðslu um afstöðu starfs- manna cil verkfalla. Gildir yfirlýsingin til ársloka 1999. Talsmenn stéttarfélaga og vinnu- veitenda eru sammála um að eðlismun- ur sé á vinnustaðasamningum þar sem hvert einstakt verkalýðsfélag þarf að samþykkja samninga og á stofnun vinnustaðarfélaga sem nytu lögvernd- ar sem stéttarfélag. Þórarinn V. Þórar- insson segir að vinnuveitendur hafi' ekki þrýst á um að tekið verði upp samningsform vinnustaðarfélaga eins og heimilað er í frumvarpinu. Ari Skúlason segir verkalýðshreyfinguna hlynnta því að gerðir verði vinnustaða- samningar en hugmyndin um vinnu- staðarfélög sé fráleit. Engar viðræður nema frumvarpið verði afturkallað Félagsmálanefnd Alþingis hefur sent öllum félögum á vinnumarkaði frumvarpið _ til umsagnar. Að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur, formanns nefndarinnar, er það m.a. gert vegna þess að málið snertir öll stéttarfélög og auk þess hafi komið fram að ágrein^ ingur sé innan raða ASÍ um nokkur efnisatriði, m.a. um umboð samninga- nefnda. Þórarinn segir að sér virðist að skiptar skoðanir hafi verið innan ASÍ- hópsins um að slíta viðræðunum í sein- asta mánuði og gera að skilyrði að ekki yrðu sett lög um samskiptaregl- urnar. „Mér finnst það afar misráðið af forystu Alþýðusambandsins að slíta þessum viðræðum. Við hefðum talið miklu æskilegra að geta þróað þetta áfram sem tillögu að löggjöf í sam- ráði við stjórnvöld," segir hann. Ari viðurkennir að mismunandf áherslur séu um einhver atriði innan hreyfingarinnar en menn séu þó á einu máli í andstöðu sinni við málsmeðferð stjómvalda og við alla meginþætti frumvarpsins. Forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar sjái engan tilgang í því að halda viðræðum við vinnuveit- endur áfram ef frumvarpið verður ekki dregið til baka á Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.