Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ GREINARGERÐ SKYRSLUR ALMANNA- VARNA RÍKISINS MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi greinargerð frá sex Súðvíkingum: í janúar sl. kom út skýrsla á vegum Almannavarna ríkisins um snjóflóðin í Súðavík og Reykhóla- sveit. í formála skýrslunnar segir Guðjón Pedersen, fyrrverandi framkvæmdastjóri, að í kjölfar náttúruhamfaranna á Vestfjörðum í janúar 1995, sem leiddu til mann- og eignatjóns í Súðavík og á Grund í Reykhólasveit, hafi verið talið brýnt að taka saman heildar- skýrslu um framkvæmd þeirra að- gerða sem gripið var til, aðdrag- anda að þeim og viðbúnað. A öðr- um stað í formálanum segir að ekki leiki vafi á því að sá mikli hraði sem hafður var á við að ganga frá skýrslunni komi að ein- hvetju leyti niður á gæðum henn- ar. Gagnasöfnun hafi farið fram á þremur mánuðum og frágangur skýrslunnar á næstu átta mánuð- um. Til samanburðar bendir fram- kvæmdastjórinn á að gagnasöfnun og skýrslugerð vegna feijuslyssins Estonia í Austursjó fyrir um ári og flóðanna í Noregi í vor séu í báðum tilfellum talin taka a.m.k. eitt og hálft til tvö ár með gagna- söfnun og frágangi. Undirrituðum, sem öll misstu ástvini sína í þessu snjóflóði í Súða- vík, þykir ekki óeðlilegt að það taki einhvern tíma að afla gagna og ganga frá skýrslu sem þessari. Hins vegar eru nú liðnir fjórtán mánuðir frá þessum hörmulegu atburðum og þess vegna ekki ljóst hver sá mikli hraði er sem fram- kvæmdastjórinn ber fyrir sig, en það er hins vegar alveg augljóst að þessi svokallaði hraði hefur komið mjög niður á gæðum skýrsl- unnar og er það einmitt tilefni þessa bréfs. Aður en þessi nýja skýrsla var gerð höfðu aðrar skýrslur verið gerðar um þessa atburði. Ein hét Greinargerð Almannavarna ríkis- ins um snjóflóðin í Súðavík 16. janúar 1995 og gefin út af Al- mannavörnum ríkisins 28. apríl sl. Að tilhlutan Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands var gerð önnur skýrsla um snjóflóðin í Súða- vík, gefin út á sl. ári. Þar komu fram athugasemdir við fram- kvæmd og ábendingar um atriði sem hugsanlega hefðu mátt betur fara. Þar að auki hefur ýmislegt verið um atburðina ritað og margt komið fram, sem varpað hefur ljósi á viðbúnað og aðgerðir og margt sem miður fór. í þessari greinar- gerð viljum við undirrituð beina athyglinni að því sérstaklega, sem snýr að viðbúnaði og atburðum næturinnar fyrir hinn hörmulega atburð. í fyrri greinargerð Almanna- varna ríkisins sem gefin var út 28. apríl sl. koma fram ýmsar gagnleg- ar upplýsingar. Þar kemur fram að samkvæmt lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum hafi verið gert hættumat fyrir Súðavík árið 1989, fyrsta snjó- flóðahættumat á Islandi. I kjölfar hættumatsins létu Almannavarnir ríkisins gera frumathugun á kort- um til snjóflóðavarna í Súðavík með gerð mannvirkja og var skýrsla Almannavarnanefndar rík- isins lögð fyrir Almannavarna- nefnd Súðavíkur í mars 1990. Samkvæmt fundargerð af öðrum fundi Almannavarnanefndar Súða- víkur, sem undirrituð hafa undir höndum, fór þessi fundur fram 9. febrúar 1990. Þar kemur fram að forstjóri Almannavarnanefndar ríkisins lýsir þeirri skoðun ofan- flóðanefndar að ekki sé mögulegt til að bytja með að hanna og byggja varnarmannvirki nema að því leyti sem svarar brýnustu þörf- um. A þessum sama fundi er bók- að að nefndin sé sammála um að ytra svæðið (ofan Nesvegar) hafi forgang. Telur nefndin að garður komi fyllilega til greina þó ekki sé lokað á aðra möguleika. Þetta er eins og áður segir á árinu 1990 og vitað að málefnið um hættuna á ytra svæðinu var tekið fyrir oft- ar og síðar á fundum Almanna- varnanefndar Súðavíkur. Meðal þeirra sem áttu sæti í Almanna- varnanefnd Súðavíkur á árinu 1990 voru Elvar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri, Gunnar Finnsson, hreppstjóri, og Sigríður Hrönn El- íasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri. Þau voru sammála því á árinu 1990 í febrúar að ytra svæðið ofan Nesvegar skyldi hafa forgang og þau sátu enn í Almannavarnanefnd Súðavíkur á árinu 1995 eins og fram kemur í hinni nýju skýrslu á bls. 3. í báðum skýrsium Almanna- varnanefndar ríkisins kemur fram að í Súðavík hafi ekki starfað at- hugunarmaður með snjóflóða- hættu samkvæmt lögum um snjó- flóð og skriðuföll nr. 28/1985. Samkvæmt lögunum á sveitar- stjórn að annast ráðningu þessa manns og það er brot á 6. gr. lag- anna að ráða hann ekki. Hins veg- ar kemur í Ijós að Heiðar Guð- brandsson, sem sæti á í Almanna- varnanefnd Súðavíkur, mun hafa tekið að sér snjóaathuganir án ráðningar. í eldri skýrslu Al- mannavarnanefndar kemur fram á bls. 5 að það mun hafa verið úrn kl. 20.30 kvöldið fyrir hinn örlaga- ríka atburð að umræddur Heiðar varð var við að vindur hafði snúið sér og telur að stefna muni í óefni ef veðurspá rætist. Hann mun hafa haft samband við slökkviliðsstjóra, sem einnig á sæti í nefndinni, og tjáð honum áhyggjur sínar. Kl. 23.59 hringir hann í sýslumann og lýsir yfir áhyggjum af snjóflóða- hættu. Sýslumaður mun hafa sagt heimamönnum að þeir skyldu meta hættuna og grípa til viðeigandi ráðstafana þar sem hann væri fjar- staddur og ætti ekki góðan kost á að leggja mat á aðstæður. í skýrslu hreppstjóra kemur fram að rétt um miðnætti hafi hann verið í sam- bandi við sveitarstjóra sem tjáði honum að hún væri stöðugt í sam- bandi við Veðurstofu íslands og að menn þar teldu að ekki væri hættuástand í Súðavík. Sveitar- stjóri viðurkennir hins vegar að hún hafi fyrst verið í sambandi við yfirverkefnastjóra Veðurstofunnar um kl. 1.00, en heldur því hins vegar fram að hann hafi ekki talið hættu á snjóflóðum í Súðavík þá, en fylgjast þyrfti vel með. Á bls. 7 í þessari skýrslu kemur hins vegar fram að yfirverkefnastjóri snjó- flóðavarna Veðurstofu Islands hafi í síðasta samtali sínu við Heiðar Guðbrandsson látið ótvírætt í ljós að ekki væri síður ástæða til að hafa áhyggjur af ytra svæðinu. Ekki hafi verið rætt um rýmingu, en rætt um að hugsanlega ætti að hafa samband við íbúa og t.d. koma fram tilmælum um að fólk héldi sig neðantil í húsum sínum. Þar kemur einnig fram að þessi sami yfirverkefnastjóri hafði sam- band við þáverandi sveitarstjóra og tjáði henni að hann og Heiðar Guðbrandsson hefðu ekki síður áhyggjur af ytra svæðinu (svæðinu ofan byggðar, svæðinu ofan Tún- götunnar), er hún spurði um snjó- flóðahættuna í Traðargili. Sveitar- stjórinn svaraði því til að hún áliti það svæði í lagi og fyrst Heiðar Guðbrandsson og yfirverkefna- stjóri Veðurstofunnar hefðu ekki bráðar áhyggjur af Traðargili væri þetta „líklega í lagi“. Eftir þetta svar lagði yfirverkefnastjóri Veð- urstofunnar á það áherslu að kall- aður yrði saman fundur í Almanna- varnanefnd Súðavíkur til að fleiri aðilar athuguðu málið og ræddu það, en sveitarstjóri svaraði því til að það væri ekki hægt, „það væri ekki hundi út sigandi". Ýfirverk- efnastjóri Veðurstofunnar spurði þá hvort hún gæti ekki haldið síma- fund, en sveitarstjórinn sagðist ekki vita hvernig ætti að gera það og spurði hann hvort hann vissi það, en hann vissi það ekki. Niður- staða samtalsins var sú að sveitar- stjóri hefði samband við sýslu- mann, en yfirverkefnastjórinn hefði samband við vaktmann Al- mannavarnanefndar ríkisins og til- kynnti viðkomandi niðurstöðu þessa samtals. í þessari skýrslu kemur fram að yfirverkefnastjór- inn hafi ekki nefnt „ytra svæðið“ sérstaklega í samtali sínu við vakt- mann Almannavarnanefndar ríkis- ins um kl. 2.25. í greinargerð sveit- arstjóra um þetta atriði segir að yfirverkefnastjóri Veðurstofunnar hafi hringt í hana og tjáð henni að aðstæður væru þannig að snjó- flóðahætta gæti skapast en ekki væri bráð hætta á Traðargilssvæð- inu. Strax að þessu símtali loknu hringdi sveitarstjóri í sýslumann og gerði honum grein fyrir samtal- inu við yfirverkefnastjórann. Nið- urstaðan af því símtali var sú að sveitarstjóri lét strax rýma hús á Traðargilssvæðinu og hringdi í alla Almannavarnanefnd og gerði þeim grein fyrir því að rýma svæðið og fundur yrði haldinn í nefndinni kl. 8 morguninn eftir. Einnig kemur fram í skýrslunni að í samtali sveit- arstjóra og sýslumanns kl. 2.30 um nóttina hafi niðurstaðan orðið sú að í Traðargili væri álitin hætta á snjóflóðum. Þetta hlýtur að byggjast á persónulegu mati sveit- arstjórans vegna þess að sýslumað- ur hafði enga aðstöðu til að meta ástandið og þetta varð niðurstaðan þrátt fyrir greinilegar áhyggjur annarra af ytra svæðinu og þrátt fyrir aðvörun yfirverkefnastjóra Veðurstofunnar til sveitarstjóra um þetta sama atriði. í þessari fyrri skýrslu Almanna- varnanefndar kemur einnig fram að sveitarstjóri segi að aldrei hafi komið fram hjá Heiðari í samtali sem þau áttu þarna um nóttina að snjóflóðahættan væri á ytra svæðinu fyrst og fremst. Þetta segir sveitarstjóri þrátt fyrir það að skömmu áður hafi yfirverkefna- stjóri Veðurstofunnar rætt einmitt um áhyggjur sínar út af ytra svæð- inu. Hins vegar stendur uppúr í skýrslunni að sveitarstjóri neitaði þrátt fyrir þetta að hafa fund fyrr en kl. 8 um morguninn vegna veð- urs. í skýrslu þessari kemur fram að samkvæmt skipulaginu fari lög- reglustjóri með framkvæmd við- vörunar til íbúa og hreppstjóri i umboði hans í tilfelli Súðavíkur. Viðvörun til íbúa vegna snjóflóða- hættu byggist á mati Veðurstofu íslands og staðlægu mati athugun- armanns og Almannavarnanefndar á hættum sbr. neyðaráætlun Al- mannavarna Súðavíkur. Sam- kvæmt skýrslunni bárust engar upplýsingar Almannavörnum ríkis- ins um snjóflóðahættu í Súðavík fyrr en kl. 2.25 og þá frá yfirverk- efnastjóra Veðurstofunnar. Er í þeirri tilkynningu eingöngu talað um snjóflóðahættu neðan Traðarg- ils. Þar kemur fram að ekki er annað að sjá en að hreppstjóri hafi verið tiltölulega aðgerðalaus þessa nótt. Hann hafi beðið eftir viðbrögðum Almannavarnanefnd- ar og sætt sig í raun við það að fundi nefndarinnar yrði frestað til kl. 8 um morguninn að eindregnum tilmælum sveitarstjóra, þ.e.a.s. það kemur greinilega í ljós að sveitar- stjóri leggur þetta mat á hættu- ástandið sjálfstætt hvað varðar ytra svæðið og þvert gegn ráðlegg- ingum og leggst gegn því að halda fund Almannavarna fyrr en um morguninn. Það er ekki annað að sjá en að sýslumaður leggi höfuðá- herslu á Traðargilssvæðið vegna þessarar afstöðu sveitarstjóra enda hafi sýslumaður lýst því yfir áður að hann væri ekki í standi til að meta ástandið sjálfur úr fjarlægð og heimamenn yrðu að gera það. Það er því ákvörðun sveitarstjóra að hafast ekki frekar að þarna um nóttina. I skýrslunni kemur fram að bæði Heiðar Guðbrandsson, eftir- litsmaður og hreppstjórinn, sem samkvæmt skipulagi Almanna- varna á að sjá um framkvæmd viðvörunar í Súðavík og er jafn- framt yfirmaður Almannavarna- nefndar Súðavíkur í umboði lög- reglustjóra, hafi báðum verið kunnugt um það mat Heiðars fyrir kl. 3.00 um nóttina að hættuástand gæti verið á „ytra svæðinu" og samkvæmt skýrslunni ákveði hann og hreppstjóri að kalla nefndina saman, en gera það ekki vegna ágreinings við formann, þrátt fyrir að hreppstjóri hafi æðsta vald til þess sem umboðsmaður lögreglu- stjóra á svæðinu. M.ö.o.: Fyrri skýrsla Almanna- varnanefndar ríkisins gefur svo óyggjandi til kynna handvömm, vanmat og rangfærslur umrædda nótt af hálfu þeirra sem ábyrgð báru á, að það verður aldrei fyrir- gefið. Hins vegar bregður svo við að í hinni nýju skýrslu er talsvert gert af því að reyna að þvo þessa bletti af málinu. Þar að auki eru rangfærslur og ónákvæmni af slík- um toga að augljóst er að málið þarfnast nýrrar rannsóknar og það af hlutlausum aðilum. Á bls. 5 í nýju skýrslunni segir að snjóflóðahættumat fyrir Súða- vík geri ráð fyrir að öll efri húsa- röðin við Nesveg sé innan hættu- svæðis auk leikskólans, en að línan lægi að öðru leyti meðfram efri húsaröðinni við Túngötu. Hættu- svæðið sveigi síðan niður að sjó frá Húseigendur -húsfélög -verkkaupar Samtökum iönaöarins berast reglulega kvartanir vegna óprúttinna viðskiptahátta verktaka sem hafa hvorki fagréttindi né fagþekkingu, bjóöa nótulaus viöskipti og leggja ekki fram verklýsingu eöa gera verksamning. Aö gefnu tilefni vilja Samtök iðnaðarins leggja áherslu á eftirfarandi: Skiptiö viö fagmann. Samkvæmt iðnlöggjöfinni skulu verktakar í löggiltum iðngreinum hafa meistara- réttindi. Foröist ólöglega þjónustu. Nótulaus viöskipti eru ólögleg og gera kaupanda verks eöa þjónustu réttlausan gagnvart verktaka. Gerið ráö fyrir endurgreiöslu viröisaukaskatts. Virðisaukaskattur af vinnu viö nýbyggingar, endur- bætur og viögeröir á íbúðarhúsnæði fæst endur- greiddur hjá skattstjórum. Eyöublöö þess efnis fást hjá skattstjóra og á skrifstofu Samtaka iönaöarins sem jafnframt veita aðstoð viö útfyllingu. Giröiö fyrir hugsanlegan ágreining viö uppgjör. Mikilvægt er aö fá verklýsingu meö tilboði og gera verksamning, aö öörum kosti hefur kaupandi ekkert í höndunum yfir þaö sem hann er aö kaupa. Stööluð verksamningsform fást á skrifstofu Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins ráðleggja fólki að leita upplýsinga um verktaka áður en samningur er gerður. Hjá Samtökum iðnaðarins og meistara- félögum fást upplýsingar um hvaða meistarar og verktakar eru félagsbundnir. SKIPTIÐ AÐEINS VIÐ FAGLEGA VERKTAKA! SAMTOK IÐNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.