Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR LESBOK/C/D tvgunMiifeife STOFNAÐ 1913 76. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Glæpaflokkur upprættur BELGISKA lögreglan yfirbugaði í gær franskan glæpamann, sem hélt tveimur konum í gíslingu í húsi við hraðbrautina inilli belg- ísku borgarinnar Gand og frönsku borgarinnar Lille. Gafst hann upp mótþróalaust enda særður eftir tvo skotbardaga fyrr um daginn þar sem fimm félagar hans féllu. Lét franska lögreglan til skarar skríða gegn vel vopnuðum glæpa- flokki manna af arabískum upp- runa skammt frá Lille í gærmorg- un. Fjórir féllu, en tveimur tókst að flýja til Belgíu þar sem annar féll í skotbardaga við lögreglu. Hinn var yfirbugaður um síðir. Bófaflokkurinn hafði nokkur morð á samviskunni eftir vopnuð rán á peningaflutningabílum. Rússland, Hvíta-Rússland, Kasakstan og Kírgístan semja Mynda sameigin- legt efnahagssvæði Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR Rússlands, Hvíta- Rússlands, Kasakstans og Kírgíst- ans undirrituðu í gær samning um frekari samruna ríkjanna og fögn- uðu honum sem nýju skrefi í átt að nánari samvinnu en lofuðu að standa vörð um sjálfstæði ríkjanna. „Samfélagið sem við erum að koma á verður miklu traustara en heimsveldið," sagði Borís Jeltsín, forseti Rússlands, í ávarþi á fundi leiðtoganna í Moskvu sem var sjón- varpað í beinni útsendingu. „Við erum að skrifa undir samning um fnálst flæði vinnuafls, þjónustu, vöru og fjármagns." Jeltsín bætti við að samningurinn gæti einnig leitt til þess að ríkin semdu um sameiginlega mynt. Hann tók þó fram að ríkin legðu höfuð- áherslu á að standa vörð um sjálf- stæði sitt. „Sá maður sem harmar ekki upp- lausn Sovétríkjanna er hjartalaus. En sá sem vill endurreisa þau að fullu er höfuðlaus," hafði Jeltsín eft- ir einum forsetanna. Samningurinn byggist að mörgu leyti á samrunaþróuninni í Vestur- Evrópu og þykir líklegur til að styrkja stöðu Jeltsíns í kosningabar- áttunni heima fyrir. Fréttaskýrendur sögðu að samningurinn hljómaði „eins og fallegur óskalisti" en of snemmt væri að fullyrða um hvort hann væri aðeins orðin ein eða upp- hafið að náinni samvinnu. Fréttastofan Interfax sagði að samningurinn fæli í sér að ríkin fjög- ur yrðu eitt efnahagssvæði, sem byggðist á frjálsu flæði varnings, þjónustu, vinnuafls og fjármagns, auk þess sem stefnt væri að sameig- inlegu samgöngu- og orkukerfi. Leiðtogarnir Iofuðu að samhæfa stefnu ríkjanna í verðlags- og félags- málum en áhersla væri þó lögð á að ekkert ríkjanna mætti hafa af- skipti af innanríkismálum hinna. ¦ Segir kommúnista/19 Mótmæli gegn Kína í Hong Kong Hong Kong. Reuter. LÝÐRÆÐISÖFLIN í Hong Kong hafa hvatt fólk til að rísa upp og berjast gegn þeim fyrirætlunum kín- versku stjórnarinnar að leysa upp þingið í krúnunýlendunni þegar hún hverfur aftur undir kínversk yfirráð um mitt næsta ár. Hafa stjórnmála- flokkar og verkalýðsfélög boðað til mótmæla við höfuðstöðvar Peking- stjórnarinnar í borginni. „Við hvetjum fólk til að rísa upp og berjast fyrir lýðræðinu," sagði í yfirlýsingu lýðræðisaflanna en kín- verska kommúnistastjórnin hefur til- kynnt, að hún ætli áð leggja löggjaf- arþingið niður og skipa sjálf nýtt. Þá hefur hún einnig krafist þess að fá að ráða næstu fjárlögum Hong Kong þrátt fyrir fyrri loforð um að héraðið muni njóta mikils sjálfræðis í hálfa öld eftir yfirtökuna. ----------? ? ?--------- Bandaríkin Gagnrýna ofbeldi í Tsjetsjníju Washington. Reuter. BANDARÍKJAMENN hörmuðu í gærkvöldi fregnir af því að Rússar beittu nú auknu ofbeldi í Tsjetsjníju. . Hermt er að þorp í Tsjetsjníju hafi verið girt af og sprengjum varpað á þau án þess að íbúum hafí verið leyft að forða sér. „Þessir verknaðir eru fyrir neðan virðingu þessarar miklu þjóðar," sagði Nicholas Burns, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Skorað var á Rússa að leysa Tsjetsjníjuvandann með friðsamleg- um hætti. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hyggst kynna friðar- áætlun fyrir Tsjetsjníju í sjónvarps- ávarpi á morgun. Ólympíu- kyndillinn tendraður ELDUR verður tendraður í ólympíukyndlinum í dag með viðhöfn í rústum leikvangsins, þar sem Ólympíuleikarnir voru haldnir í Grikklandi til forna. Hillary Clinton, kona Banda- ríkjaforseta, verður viðstödd. Ætlunin er að kveikja eldinn með sólarljósi og sjá konur klæddar klassískum grískum kjólum um athöfnina. Hann verður fluttur til Atlanta í Bandaríkjunum þar sem leikarnir verða haldnir í sumar. Öld er frá því að Ólymp- íuleikarnir voru endurvaktir. Myndin er frá æfingu í gær. Áhersla á atvinnumál í samningsumboði ríkjaráðstefnu ESB í Tórínó Evrópuleiðtogar styðja Major í kúariðumálinu Brussel, London. Reutcr. LEIÐTOGAR Evrópu lýstu við upp- haf ríkjaráðstefnu Eyrópusambands- ins (ESB) í Tórínó á ítalíu yfir stuðn- ingi við John Major, forsætisráðherra Bretlands, og áætlun til að bjarga breskri nautgriparækt, sem á undir högg að sækja vegna óttans við að kúariða geti borist í menn og valdið Creutzfeldt-Jakob-heilahrörnun. Á fyrsta degi ráðstefnunnar var sam- þykkt samningsumboð, þar sem áhersla er lögð á að færa ESB nær almenningi, meðal annars með átakí í atvinnumálum. Douglas Hogg, landbúnaðarráð- herra Breta, og Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál á vegum framkvæmdastjórnar ESB, höfðu ekki gengið frá samkomulagi á fundi í Brussel í gær um það til hvaða aðgerða yrði gripið og hvernig þær yrðu fjármagnaðar, en ljóst var að slátra yrði mörg hundruð þúsund nautgripum. Major sagði í gær að hér væri ekki lengur um breskan vanda að ræða, hann næði til allrar Evrópu. Lamberto Dini, formaður ráð- stefnunnar og forsætisráðherra ítal- íu, tók í sama streng og sakaði fjöl- miðla um að ala á móðursýki. Samningamenn fá umboð Þrátt fyrir stuðninginn átti Major fullt í fangi með að leyna bræði sinni yfir allsherjarútflutningsbanninu, sem framkvæmdastjórn ESB setti á breskt nautakjöt, og sagði að hægt hefði verið að afstýra fárinu með „óskertri dómgreind og viðeigandi aðgerðum". I samningsumboðinu, sem leiðtog- arnir samþykktu fyrir samningamenn sína á ríkjaráðstefnunni, er lögð áhersla á að færa ESB nær almenn- ingi, meðal annars með því að gera atvinnumál að forgangsverkefni. Þá vilja þeir leggja áherslu á baráttu gegn glæpum og hiyðjuverkum, skil- virkari verndun umhverfisins, aukið gagnsæi í ákvarðanatöku sambands- ins og betri framkvæmd nálægðar- reglunnar svokölluðu, þ.e. að ákvarð- anir séu teknar á því stjórnstigi, sem best henti, helst sem næst almenningi. Leiðtogarnir vilja að ráðstefnan athugi hvort einfalda megi stofnsátt- mála ESB. Hlutverk Evrópuþingsins verður tekið til skoðunar og jafnframt athugað hvort þjóðþingin geti komið að starfi sambandsins í auknum mæli. Leiðtogarnir segja að auka verði skilvirkni ráðherraráðsins og skoða hvort fjölga megi málum, sem af- greidd eru með skilyrtum meirihluta, en Bretar leggjast algerlega gegn slíku. Leiðtogarnir vilja láta endur- meta samsetningu framkvæmda- stjórnarinnar og endurskoða hlut- verk Evrópudómstólsins. Skoða á hvort og hvernig megi leyfa sumum aðildarríkjum að þróa nánara samstarf, vilji önnur ekki ganga lengra á samrunabrautinni. Leiðtogarnir telja að í utanríkis- málum þurfi sambandið að taka ákvarðanir á skilvirkari og skjótai'i hátt. Þeir vilja að ráðstefnan „skil- greini betur" tengsl ESB við Vestur- Evrópusambandið og skoði mögu- leika á að auka getu sambandsins til að taka þátt í hernaðaraðgerðum. ¦ Róttækra breytinga/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.