Morgunblaðið - 30.03.1996, Side 26
26 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Heilsársúlpur
og sumarjakkar
í miklu úrvali.
Mörg snið.
Verð kr. 4.900.
Mörkin 6 - simi 588 5518 (við hliðina á Teppalandi)
• Bílastæöi vi<3 búðarvegginn •
Pósteendum
AÐSENDAR GREINAR
Sérstaða ríkisins sem
atvinnurekanda
ÍSLENSKA ríkið er
stærsti atvinnurekand-
inn hér á landi og rekur
margar stofnanir.
Margar þeirra eru einu
stofnanirnar sem veita
tiltekna þjónustu og
arðsemi hennar er oft
erfitt að meta út frá
mælistikum fjár-
magnseigenda. Þeir
sem nýta þjónustuna
mæla nytsemi hennar
frá öðrum forsendum,
oft áhrifum á lífsgæði,
og líta þá bæði til dags-
ins í dag og væntan-
legra áhrifa síðar meir.
Æðsta vald um
Martha Á.
Hjálmarsdóttir
rekstur ríkisstofnana er í flestum
tilvikum í höndum handhafa fram-
kvæmdavaldsins, ríkisstjórnarinn-
ar. Meiri hluti löggjafarþingsins
veitir henni þetta vald. Á þennan
hátt hefur ríkið sem atvinnurekandi
vald sem er einstakt á vinnumark-
aðinum. Þessi atvinnurekandi getur
lagt fyrir Alþingi
stjórnarfrumvörp sem
snerta enga aðra
landsmenn en eigin
starfsmenn. Þetta vald
er vandmeðfarið enda
gera þau lög sem varða
kjör starfsmanna ríkis-
ins ráð fyrir samnings-
ferli sem felst í sam-
ráði milli starfsmann-
anna og ríkisins áður
en tillögur um breyt-
ingar eru lagðar fyrir
Alþingi.
Ríkisstjórnin hefur
nú lagt fyrir Alþingi
frumvörp til breytinga
á lögum um réttindi og
Eyjaslóð 9
um helgina
PAPiDCL
2VANDAÐIR
SVEFNPOKAR FRÁ
J^ango
FYLGJA
FRÍTT
MEÐ ÖLLUM
VÖ
PORTLAND
BY PENNINE
Heitt á könnunni
og rjómavöfflur!
ÞAR SEM
FERÐALAGiÐ
BYRJAR!
TRIGANO
TJ ALDVAG N AR
SEQLAQERÐIN
lómstrar
ognunum
5 fráÆGI
2200
Eyiaslóð
Reykiavík
s. 5 I I
Eyjaslóð 9 Reykjavík s. 511 2203
skyldur starfsmanna ríkisins og um
stéttarfélög og vinnudeilur. Einnig
hefur hún kynnt ríkisstarfsmönnum
drög að frumvarpi til breytinga á
lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins. Forsætisráðherra hefur að
vísu lýst því yfir að það frumvarp
verði ekki þvingað í gegn í and-
stöðu við ríkisstarfsmenn. Jafn-
framt hefur hann lýst því yfir að
hann sé sammála fjármálaráðherra
um efni þess og það að breyta lög-
unum eins og lagt er til í frumvarps-
drögum fjármálaráðherra. Erfitt er
að sjá annað á þessum yfirlýsingum
en að um stundarsakir hafi verið
gert hlé á aðför að lífeyrisréttindum
ríkisstarfsmanna.
Þingmenn sem um málin fjalla
og ákveða hvort frumvörpin verða
að lögum eða ekki, eiga heimtingu
á því að fá að vita að þess hefur
alls ekki verið gætt að hafa eðlilegt
samráð við ríkisstarfsmenn við gerð
frumvarpanna hvað svo sem ráð-
herrar segi oft að svo hafi verið
gert. Efni þeirra er í andstöðu við
vilja ríkisstarfsmanna og skerðir
samningsbundin kjör okkar. Þannig
hefur samráðsskyldan sem lögin
mæla fyrir um verið brotin. Ákvæð-
ið um samráð hlýtur að hafa verið
ætlað til að tryggja að fram-
kvæmdavaldið þröngvi ekki upp á
starfsmenn sína breytingum að eig-
in geðþótta og er því í raun ætlað
til að draga úr hættu á misnotkun
valds þess.
Ríkisstjórnin hefur haldið því
fram undanfarið að hún muni nú
eftir að tvö frumvarpanna hafa
verið lögð fram hafa áframhaldandi
samráð meðan þau eru til umfjöll-
unar á þinginu. Áframhald er varla
hægt að hafa á því sem ekki er,
en að þvi slepptu er það ekki á
valdi framkvæmdavaldsins að
stjórna þingmálum. Hornsteinn lýð-
ræðis í landinu byggist á þrískipt-
ingu valds og takmörkunum á af-
skiptum eins þáttar valdsins af öðr-
um. Með öðrum orðum þá hefur
framkvæmdavaldið ekki rétt til að
hafa afskipti af gerðum löggjafar-
valdsins. Að sjálfsögðu mun Alþingi
óska eftir sjónarmiðum þeirra aðila
sem hlut eiga að máli nú sem endra-
nær og alþingismenn fjalla um
málin óbundnir af nokkru öðru en
eigin sannfæringu.
Samtök opinberra starfsmanna
hafa ítrekað bent á að verið er að
fjalla um hluta af kjörum ríkis-
starfsmanna. Þó svo að ríkisstarfs-
menn hafi ekki haft samningsrétt
þegar lögin um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins voru sett voru
þau gerð í fullu samráði við BSRB,
einu samtök ríkisstarfsmanna á
þeim tíma, í samræmi við sam-
skiptahætti sem þá tíðkuðust á
vinnumarkaðinum. Ýmsar breyt-
ingar á lögum sem varða ríkis-
starfsmenn hafa síðan verið gerðar
í tengslum við gerð kjarasamninga,
t.d. voru veigamiklar breytingar
gerðar á lögum um lífeyrisréttindi
ríkisstarfsmanna í kjarasamningum
1980 og skilyrði gildistöku þeirra
var að ríkisstarfsmenn samþykktu
fyrst kjarasamningana.
Við gerð kjarasamninga hefur
það ekki brugðist að samninga-
nefnd ríkisins hafi góðfúslega bent
samninganefndum stéttarfélaga
ríkisstarfsmanna á það að ríkis-
starfsmenn búi við betri réttindi en
aðrir og það verði að teljast með
þegar fjallað er um kröfur um bætt
kjör. Einnig notar kjaranefnd þess-
ar forsendur þegar hún ákveður
laun þeirra sem hafa ekki þau
mannréttindi að geta samið um kjör
sín. Því er krafa ríkisstarfsmanna
sjálfsögð og eðlileg: Endurskoðun
laga um réttindí og skyldur ríkis-
starfsmanna sem og um Lífeyris-
sjóð starfsmanna ríkisins fari ekki
fram öðru vísi en í tengslum við
gerð kjarasamninga og að ekki
verði þá búið að skerða samnings-
rétt okkar.
Áformin um breýtingar á ráðn-
ingarréttindum ríkisstarfsmanna
eru í hróplegu ósamræmi við yfir-
lýstar forsendur um nauðsyn breyt-
inga, en þær eru m.a. að laga lögin
Flestar þær tillögur sem
gerðar eru um breyting-
ar, segir Martha Á.
Hjálmarsdóttir, færa
okkur marga áratugi
aftur í tímann.
■
að nútímanum. Sem dæmi um „nú-
tímalega“ hugsun frumvarpshöf-
unda má geta þess að samkvæmt
frumvarþinu teljast það sérstök
réttindi hluta starfsmanna ríkisins
að stéttarfélög þeirra geri kjara-
samninga um laun þeirra og launa-
kjör og hinum er bannað að viðlögð-
um íjársektum að tjá sig um verk-
föll ríkisstarfsmanna. Ekki verður
betur sé en að flestar þær tillögur
sem gerðar eru um breytingar færi
okkur marga áratugi aftur í tím-
ann, að minnsta kosti aftur fyrir
þann tíma sem lögin um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins
voru upphaflega sett. í raun fjallar
frumvarpið meira og minna um
stjórnun rekstrar og verkefna ríkis-
stofnana, þar sem ákvarðanataka
er í auknum mæli færð frá starfs-
mönnum til forstöðumanna stofn-
ananna og frá þeim til ráðuneyta,
einkum fjármálaráðuneytis.
Við ríkisstarfsmenn eru orðin
hundleið á sífelldum aðdróttunum
um að við vinnum ekki störf okkar
vel, séum byrði á skattgreiðendum
og þess vegna verði að breyta þeim
lögum sem okkur varða og aðlaga
nýjum tímum.
Almennt vinnum við verk okkar
vel og erum stolt af. Vinnuskilyrði
okkar eru víða léleg, viðfangsefnin
oft erfið og arðsemi vinnu okkar
oft illmælanleg með mælistikum
íjármagnseigenda. Laun okkar eru
lægri en þeirra sem vinna sambæri-
leg störf annars staðar á vinnu-
markaðinum og við greiðum svo
sannarlega okkar skerf til samfé-
lagsins með sköttum.
Við höfum þegar greitt ríkulega
fyrir réttindi okkar og í heildarkjör-
um stöndum við að baki sambæri-
legum hópum. Við sættum okkur
því engan veginn við að fram-
kvæmdavaldið beiti valdi sínu og
ætli Alþingi að taka það að sér að
standa að stórfelldri skerðingu á
heildarkjörum okkar. Við erum hins
vegar enn sem fyrr reiðubúin til að
vinna að því að aðlaga lög breyttum
tímum í tengslum við gerð kjara-
samninga þar sem aðilar ganga sem
jafningjar til samninga.
'I
J
Höfundur er varaformaður
Bandalags háskólamamm.