Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 22
 22 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ragnheiður Gunnarsdóttir hefur sérhæft HUGLEIÐSLA er mikilvægur þáttur í nuddinu. Ragnheiður sýnir hér hvernig nuddarinn ber sig að við nuddið. sig í ákveðinni aðferð andlitsnudds, svoköll- uðu Burnham Systems Facial Rejuvenat- ion, sem margir telja að hafí þá eiginleika að gera fólk unglegra. Sveinn Guðjónsson fór á námskeið hjá henni í aðferðinni, en árangurinn á þó eftir að koma í ljós. IAMERÍKU heitir hún Rancy Tomasson og nafn hennar hef- ur birst á prenti þar um slóðir í tengslum við umfjöllun um andlits- nuddið Burnham Systems Facial Rejuvenation, enda er hún læri- sveinn Lindu Burnham, sem hefur þróað þessa aðferð. Burnham- aðferðin er sögð hafa þá eiginleika að losa fólk við hvers konar streitu- einkenni í andliti, bólgur og hnúta, og gefa því um leið unglegra svip- mót. Eg hef líka fyrir satt, að írægt fólk hafi farið í nudd til Rancy, en hún hvorki neitar því né játar. Segir að það sé trúnaðarmál hverjir leiti til sín, enda kæri fólk sig yfirleitt ekki um að það komist í hámæli að það sé að reyna að yngja sig upp. l>ó eru hrukkur í andliti og hvers konar ellimörk sameiginlegt áhyggjuefni flestra. Ragnheiður hélt nýverið nám- skeið á nuddstofunni Heilsubrunn- inum, en Tómas Jónsson, eigandi stofunnar, og fleiri nuddarar þar hafa hug á að bæta þessari aðferð á verkefnalista sinn. A námskeiðinu sat einnig blaðamaður Morgun- blaðsins, en telst þó tæpast full- gildur í greininni, enda námskeiðið aðeins fyrsta skrefíð á löngu ferli til fullkomnunar. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÆNDSYSTKININ Tómas Jónsson og Ragnheiður Gunn- arsdóttir. Hún temur, hann nemur. NUDDOLÍAN er úr sérstaklega ræktuðum plöntum frá Ástralíu. hún er dóttir Guðrúnar Jónsdóttur og Gunnars Tómassonar hagfræð- ings, sem um árabil starfaði hjá Aiþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ragn- heiður hefur þvi verið búsett er- lendis frá því hún var kornabarn og hefur búið á Englandi, í Indónesíu, á Tælandi og lengst af í Washington í Bandaríkjunum, þar sem hún býr nú. Hún segir að áhugi sinn á nuddi hafi vaknað þegar hún var tiu ára: „Við bjuggum þá í Tælandi og mamma var oft í nuddi. Eg fór þá að fikta við að nudda líka og fólki fannst það mjög gott. Eg ætlaði mér samt aldrei að verða nuddari og þegar ég settist í háskóla fór ég í lögfræði. Þar fór ég að stúdera lagasetningar og samninga við indíána og komst að þeirri niðurstöðu að margar þessara lagasetninga höfðu í för með sér stórfelld umhverfisspjöll á landi indíána, sem beint og óbeint leiddu til hrakandi heilsu þeirra. Þessi vaknandi áhugi minn á umhverfismálum og heilsufari leiddi svo til þess að ég fékk áhuga á að læra meira um mannslíkamann og taldi að nuddnám væri ágæt aðferð til þess. Ég ætlaði þó aldrei að starfa við nudd, en atvikin höguðu því svo að ég fór að nudda að loknu náminu, fyrst í almennu nuddi, en síðan fór ég á námskeið hjá Lindu Burnham í andlitsnuddi og hef starfað við það síðan, eða í átta ár.“ Áhuginn vahinn Ragnheiður og Tómas eru syst- kinaböm og fóru að læra nudd um svipað leyti, árið 1981, en vissi þó hvorugt af hinu. Ragnheiður var enda búsett í annarri heimsálfu, en OC.JJT i'.n'U Ragnheiður var ekki aðeins nem- andi Lindu Burnham, heldiu- hóf hún að starfa með henni bæði við nudd og kennslu á aðferðinni Burnham Systems Facial Rejuvent- ion, auk þess sem hún aðstoðaði kennara sinn við að þróa námsgögn og kynningarbæklinga þar að lút- andi. I tengslum við þetta starfaði hún um skeið á heilsuhælinu Cany- on Ranch í Berkshieres Lenox í Massachusettes, en þangað sækir fólk úr hópi hinna frægu og ríku sér til andlegrar og líkamlegrar heilsu- bótar. Ragnheiður segir að það sé enginn munur á að nudda fræga fólkið, nema að henni hafi stundum brugðið dálítið þegar þekkt andlit birtist í dyragættinni: „En fyrir nuddaranum eru allir jafnir. Þetta fólk kemur til nuddar- ans sem manneskjur og skilur frægðina eftir fyrir utan,“ segir hún. HuglEiðsla Á námskeiðinu leggur Ragn- heiður áherslu á þátt hugleiðslunn- ar í nuddinu. f sýnikennslunni er hún með lokuð augu á meðan á nuddinu stendur, við kertaljós og ljúfa tónlist. Og hreyfingarnar eru afar hægar. Aður en hún byrjar dregur hún djúpt að sér andann; „sækir orku,“ eins og hún orðar það og byggir orkuflæði út frá mjöð- munum, upp til hjartans og út í handleggi og loks fram í fingurgóma. H e n n i verður tíðrætt um „The golden light", gullna ljósið og nefnir það oft á meðan á nuddinu stendur. Hún segir að mikil- vægt sé að hugsa jákvætt þannig að nudd- þeginn finni að hann er í öruggum höndum. Allt virkar þetta mjög vel og sjálf fundum við það á námskeiðinu hversu afslappandi það er að láta Ragnheiði fara um sig höndum. Hvort við urðu unglegri í framan eftir þessa sýnikennslu skal ósagt látið, en það skaðar þó engan að standa í þeirri trú. Olían sem notuð er við nuddið, svokölluð Jurlique-olía, er úr sér- staklega ræktuðum plöntum frá Ástralíu. Fólkið sem þróaði olíuna leitaði land úr landi að ómenguðum jarðvegi og fann hann hreinastan í Ástralíu, að sögn Ragnheiðar. Sjálft nuddið er byggt út frá 12 snertipunktum á andhti og hnakka, við eyru og á höfði. Á þessa staði sest streitan og áhyggjurnar og nuddið miðast við að losa um þau óþægindi. Að fEÍia grímuna „Þetta snýst í rauninni um það að losa fólk við grímuna, sem það þarf að setja upp í daglegu amstri,“ segir Ragnheiður. „Allar manneskjur þurfa að leika ákveðið hlutverk í lífinu, setja sig í ákveðnar stellingar í starfi sínu, setja upp vissa grímu, sem hæfír hlutverkinu. í nuddinu fellir fólk grímuna og verður það sjálft. Við getum til dæmis' ekki alltaf sagt það sem okkur býr í brjósti, ef það stangast á við viðtekin gildi samfélagsins og þá safnast fyrir herkjur við munnvikin. Innibyrgð reiði getur líka safnast fyrir í andlitinu og eins sorg og áhyggjur. Um þetta þarf að losa og ef það tekst þá mildast svipurinn og yngist upp um leið.“ Um þetta þarf í rauninni ekki að hafa fleiri orð. En það verður spenn- andi að fylgjast með því hvort íslendingar fari almennt að bera unglegri ásjónu en áður, í framhaldi af heimsókn Ragnheiðar til lands- ins. Reyndar hefur hún boðað komu sína aftur til landsins, til að halda áfram því starfi sem hafið er. Hvað er lecitín ? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurníng: Hvað er lecitín og hverjir eru eiginleikar þess? Svar: Lecitín er flókið fituefni sem inniheldur ýmsar gerðir af fit- um, fitusýrum og sykrum. Vegna þess hve samsetningin er flókin og breytileg getur útlit og eiginleikar lecitíns verið með ýmsu móti, það getur verið á föstu formi eða fljót- andi og litur þess getur verið frá ljósgulu yfir í brúnt. Lecitín er víða að finna í náttúrunni og það er í mörgum algengum fæðuteg- undum en sérstaklega mikið af því er í eggjarauðu, lifur og jarðhnet- um. Utlit og eiginleikar fara talsvert eftir því hvaðan efnið kem- ur og hvernig það hefur verið unn- ið eða hreinsað ef slík vinnsla he- fur átt sér stað. Lecitín er talsvert notað sem hjálparefni við lyfja- framleiðslu og í matvælaiðnaði. Lesetín Einnig hefur verið reynt að finna notagildi við iækningar en það hef- ur ekki gengið vel. Sum nýfædd börn, einkum fyrirburar, eru með mikla öndunarerfiðleika vegna þess að þau vantar yfirborðsvirk efni í lungun. Lecitín var stundum notað við þessu með vissum árangri en nú eru komin á markað miklu betri efni sem sum hver eru reyndar unnin úr lecitíni. I lecitíni er talsvert af efni sem nefnist kólín og getur það breyst í líkamanum í acetýlkólín sem er eitt mikilvæg- asta taugaboðefnið í miðtaugakerfi og úttaugakerfi. Nokkrir sjúkdóm- ar í miðtaugakerfi eru taldir stafa m.a. af skorti á acetýlkólíni en þet- ta eru Alzheimers-, Huntingtons-, Tourettes-sjúkdómar og nokkrir fleiri. Gerðar hafa verið tilraunir með að gefa þessum sjúklingum lecitín en það hefur ekki borið ár- angur. Spurning: Ég vakna þrisvar til fjórum sinnum á nóttu vegna þvag- láts en drekk aldrei eftir átta á kvöldin. Ég er ekki í spreng og það er ekki mikið þvag sem ég þarf að losa mig við, en tilfinningin um að ég þurfi það er nógu sterk til þess að ég vakna. Ég missi hins vegar aldrei þvag. Þetta hefur staðið yfir á annað ár. Get ég gert eitthvað til að losna við þessa tilfinningu og sofa betur? Getur verið að þetta tengist aldrinum, en ég er 52 ára kona? Svar: Talið er eðlilegt og venju- legt að við losum okkur við þvag 5- Þvaglát 6 sinnum yfir daginn og í mesta lagi einu sinni á nóttu. Ef við þurf- um að losa okkur oftar við þvag getur það verið vegna aukins þvag- magns eða vegna minnkaðs rúm- máls þvagblöðrunnar. Algengustu ástæður aukins þvagmagns eru mikil drykkja, sykursýki eða þvag- ræsilyf (lyf eða efni sem auka þvagmagn, þar með talið kaffi og áfengi). Rými í þvagblöðm getur minnkað á ýmsan hátt en nokkrar af algengustu ástæðunum eru rennslishindrun sem leiðir til þess. að blaðran nær ekki að tæma sig, þrýstingur á blöðru vegna fyrirferðaraukningar í grindarholi eða sálrænar ástæður eins og taugaveiklun eða kvíði. Rennslis- hindrun hjá karimönnum er oftast vegna stækkunar blöðruhálskirtils en rennslishindrun er miklu sjald- gæfari hjá konum. Fyrirferðar- aukning í grindarholi getur t.d. orðið vegna æxlisvaxtar í legi sem oftast er vöðvaæxli. Slík æxli eru góðkynja og tiltölulega auðvelt er að fjarlægja þau. Hér er sem sagt um nokkra möguleika að ræða og ég ráðlegg bréfritara að fara til læknis og fá úr því skorið hvað er á seyði. • Lesendur Morgunbladsins getn spurt lækninn um þad sem þeittl liggur d hjnria og er tekið á moti spurninguni d virkum dögum milli klukkun 10 og 17 i síma 5691100 og brcfum eðn símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.