Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 AÐSEIMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Sólskín í trogiim HÚSNÆÐI Bakka- bræðra var þannig var- ið að á því voru engir gluggar og því nokkuð dimmt inni. Þeir gripu til þess ráðs að bera myrkrið út og sólskinið inn í trogum. Lítið birti við þá aðgerð en eng- inn vafi lék á viðhorf- um þeirra bræðra. Þeir vildu birtuna en skorti vit til að grípa til ráðs sem dygði. Á stundum þykir mér sem nokkuð svip- að sé komið um vinn- una að jafnrétti kynja hér á landi. Viðhorfin eru hin bestu en þegar kemur að því að rjúfa veggina og hleypa sól- inni inn þá vilja menn frekar trog- burðinn. Þó man ég ekki til þess að menn hafí undir gunnfána hinna réttu viðhorfa ætlað sér að fara í þveröfuga átt. En nú stendur það til og mun það í fyrsta sinn á öld- inni sem lagalegt bak- slag kemur í réttinda- baráttu kvenna. Samkvæmt frum- varpi því um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, sem nú liggur fyrir Alþingi, eru einu réttindin til fæðingarorlofs, sem telja mátti viðunandi hérlendis, færð aftur í forneskju. Konur í op- inberri þjónustu hafa átt þann rétt að halda fullum launum í þtjá mánuði fæðingarorlofs og síðan grunnlaunum næstu þrjá. Nú er það af þeim tekið og vísað til Trygg- ingastofnunar sem greiðir þeim 1.142 kr. á dag í fæðingardagpen- inga. Fyrir utan þessa beinu skerð- ingu þýðir breytingin einnig að fólk í fæðingarorlofi fer af launaskrá og missir þannig réttarstöðu launa- manns. Hér er því um að ræða ísland styrkir stöðu sína sem fjölskyldufjand- samlegt þjóðfélag, segir Ingólfur V. Gíslason, ef frumvarpið um rétt- indi og skyldur opin- berra starfsmanna verð- ur samþykkt. heiftarlega árás á kjör kvenna í opinberri þjónustu. Auk þessa er hér með afnuminn eini sveigjanleikinn í heimskulega geirnegldu kerfi. Opinberir starfs- menn hafa haft þann möguleika að lengja fæðingarorlof í allt að tólf mánuði gegn samsvarandi skerð- ingu á greiðslu. Nú skal það aftekið. Telji menn að þetta sé gert til að koma körlum að er þar um hrap- Ingólfur V. Gíslason ISLENSKT MAL Án athugasemda annarra en þakka. birti ég skemmtilegt bréf sem Ömólfur Thorlacius sendi mér: „Kæri Gísli! Eg er að vísu hlynntur metra- kerfinu og óska þess að vegur þess megi verða sem mestur og liggja sem víðast. Samt sætti ég mig ekki við silki-metravöru, sem auglýst var á útsölu. Ég hef vanist því að talað sé um álnavöru. í auglýsingu frá fjármögnun- arfyrirtæki sem býður lán til bílakaupa stendur: „Sölumenn bifreiðaumboðanna annast út- vegun lánsins á 15 mínútum.“ Tæki það þessa ágætu sölumenn lengri tíma að útvega lánið? Fyrir kemur, einkum í ævin- týrum, að dýrum eru gerðir upp mannlegir eiginleikar, eins og þegar úlfurinn fór í náttkjólinn af ömmu til að blekkja Rauð- hettu (hvernig sem hann komst hjá því að gleypa kjólinn með kerlingunni). í nítjánnítján hinn 13. ágúst var fjallað um skor- dýralirfur á tijágróðri, og „voru maðkarnir óvenju fjölmennir“. í fréttum Ríkisútvarps 16. september var talað um að skakkast í leikinn. Þar hafa menn ekki gengið keikir til leiks. í lýsingu á handknattleik í Sjónvarpinu 20. september var sagt: „Baráttan var jöfn á báða bóga.“ Mér hefði þótt meiri tíð- indum sæta ef hún hefði aðeins verið jöfn á annan bóginn. í fréttum eða fréttaþætti (það heitir víst „fréttatengt efni“) í Ríkisútvarpinu 3. janúar var sagt: „Leghálsinn er óútþynnt- ui“. Hér mun á ferðinni orðabók- arþýðing á enska orðinu „undil- uted“, sem táknar í þessu sam- hengi óvíkkaður, en frá því ástandi víkur leghálsinn skömmu áður en kona elur barn. Skil ég ekki hvað fréttamanni hefur dottið í hug að um væri að ræða. Segi menn svo að ekki sé þörf á kynfræðslu í skólum! Éitt af mörgum merkjum um ofríki enskrar tungu í íslenskri málhelgi er þegar vitnað er á ensku í heimild sem skráð er á allt öðru tungumáli. Fróðlegt lesandabréf í Morgunþlaðinu 4. febrúar hefst svo: „Árið 1520 gaf Lúther út bréf er nefndist Babýlonarherleiðingin (A prel- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 842. þáttur ude to the Babylonian captivity of the church)...“ Ef á annað borð var ástæða til að geta erlends titils átti að birta fyrirsögn ritsins á frum- málinu, De captivitate Babyl- onica ecclesiae praeludium. (Þar sem Lúther ætlaði ritið klerkum og öðrum menntamönnum skráði hann það á latínu en fyr- ir ódannaða aðalsmenn skrifaði hann á þýsku.) Ég geri tæpast ráð fyrir áð höfundur lesandabréfsins hafí haft fyrir augum latneska titil-, inn en hann var fullsæmdur af þeim íslenska, enda hefur honum væntanlega verið ljóst að Lúther lagði ekki í vana sinn að birta rit sín með enskum fyrirsögnum. Fyndist þér ekki snautlegt ef til dæmis Danir vitnuðu í þau önd- vegisljóð sem þú ert nú að lesa í útvarp sem „The Passion Hymns“? Lifðu heill!“ ★ Hló þá Jörmunrekr, hendi drap á kampa, beiddist að brönp, böðvaðist að víni, skók hann skör jarpa, sá á skjöld hvítan, lét hann sér í hendi hvarfa ker gullið. Þessi vísa úr Hamdismálum er þvílík snilld, að ekki þarf orða við. Nú ætla ég að biðja ykkur að segja mér hvað þriðja línan merkir. Ekki fletta upp í orða- bókum eða skýringaheftum. Segið þið mér bara hvað þið sjá- ið fyrir ykkur. Um hvað bað Jörmunrekur? ★ Topplaus maddama Séra Guðmundur gaf nær upp öndina er Guðrún hans mætti á ströndina með sitt „tanga“ um rass (það tröllvaxna hlass) en „toppinn" vafijm um höndina. (Kristinn R. Ólafsson í Madrid.) Spánarfarar halda að „tanga“ sé einhvers konar „mini-bikini“ neðanvert, „fíkjublaðssnepill“ eins og hann verður rýrastur að efni. ★ Framhald athugasemda frá ónefndri konu, sjá 839. þátt: 4) Nú segja menn „ég meiði mig“ í merkingunni „égfinn til“. Ég meiði mig ekki lengur, sagði bamið, þegar sársauka linnti. Ekki kann umsjónarmaður þessu. 5) Konan talaði um að hið alþekkta orð bakarofn væri tek- ið að breytast í „bakaraofn". Ég hélt í fljótræði að á þessu væri sá merkingarmunur, að bakarofn (dönsku bageovn) væri „bakstursofn“ í eldavélum á einkaheimilum, en bakaraofn væri ofn hjá bakara (atvinnu- tæki). Sem betur fór hringdi ég á íslenska málstöð, og þar var mér ráðlagt að fletta upp í Tímariti Verkfræðingafélags- ins 1925. Þar birtist mér svo- felld málsgrein: „Setjum svo að bakarí noti 200 kw í bakarofn [auðkennt hér] nokkur ár og bæti síðan við sig öðmm ofni jafnstórum." Þar með datt botninn úr „kenningu" minni um bakar- ofn/bakaraofn, og ég bið nú lesendur um fræðslu. ★ Úr símanum. 1) Jón Hilmar Magnússon rit- stjóri segist æ oftar heyra sér til skapraunar að fólk segi fang- elsi þannig, að e-ið sú uppgóm- mælt, með öðrum orðum ekki borið fram eins og é. Hann er ekki frá því að sami framburður sé að ryðjast inn í sagnirnar að gera og geta. Um framburð orðsins fangelsi hefur umsjón- armaður sama smekk og Jón Hilmar, en heyrt hefur hann hitt og það úr munni mætra manna. 2) Jón Þórarinsson tónskáld heyrði fjórum sinnum á Stöð II í fréttum 14. mars talað um „ávirðingar á biskup“ í staðinn fyrir ásakanir. I frásögn slíkra mála má vöndun málsins síst sofa á verðinum. ★ Þótt á Héraði hælist þeir, greyin, um held ég sé ljósara deginum hver liðast sem gorrpur og læst vera ormur. Það er Andskotinn, ofan í Leginum. (Með kveðju til Ásláks austan frá Erlingi Sigtryggssyni.) Umsjónarmaður gaf Ásláki færi á að svara. Hann kvað: Ljótt er að sjá niðri í Leginum, og lítil þess von, að ég þegi um; þér listverk er lént, og ég læt það á prent. Þessi limra þín bjargaði deginum. allegan misskilning að ræða. Karlar hafa verið beittir misrétti við töku fæðingarorlofs á þann hátt að þeir sem kvæntir eru konum í opinberri þjónustu hafa ekki átt rétt á neinum greiðslum í fæðingarorlofi. Kæru- nefnd jafnréttismála hefur í þrígang úrskurðað að með þessu séu brotin jafnréttislög og því beri körlum í opinberri þjónustu sami réttur og konum. Fjármálaráðuneytið hefur hundsað þessi álit og er nú verið að undirbúa málshöfðun vegna þessa. Þeir einu sem hugsanlega fá skárri formlegan rétt verði frum- varpið að lögum eru karlar sem starfa á almennum markaði en eru kvæntii' konum í opinberri þjónustu. Opinberar tölur segja okkur hvernig sá réttur muni nýttur. Inn- an við eitt prósent íslenskra karla nýta sér nú rétt sinn til töku fæðing- arorlofs. Ástæðurnar eru annars vegar hversu stutt það er og hins vegar að þær eru fáar fjölskyldurn- ar á íslandi sem þola að karlinn leggi ekki meira til heimilisins en sem nemur greiðslum Trygginga- stofnunar. Það er þess vegna rugl á borð við að bera sólskin í trogum ef menn halda að þessi breyting leiði til þess að fleiri karlar taki fæðingarorlof. Árið 1993 gerðu Norðmenn rót- tækar breytingar á lögum sínum um fæðingarorlof. Þar var meðal annars tekið tillit til þess sem vitað var um forsendur þess að karlar tækju ein- hvern hluta fæðingarorlofs. Orlofíð var lengt, takan var gerð sveigjanleg og fjórar vikur voru bundnar föðurn- um. Auk þess eru bætur tekjutengd- ar. Og nú er árangurinn farinn að sýna sig. Fyrir stuttu var frétt í norska Dagbladet um málið. Þar var sagt frá því að á síðasta ári hefðu 70% þeirra feðra sem rétt höfðu til að taka sér fæðingarorlof gert það. Áður en umrædd breyting kom til framkvæmda nýttu um 1,9% nor- skra karla sér réttinn til töku fæð- ingarorlofs. Sé talið æskilegt að fleiri karlar taki fæðingarorlof standa menn frammi fyrir sama vali og Bakka- bræður. Það er unnt að vilja vel og reyna að bera sólskinið inn í trog- um. Eða það er hægt að fara leið sem skilar árangri, ijúfa veggina og hieypa sólinni inn um giugga. Fari svo að frumvarpið um rétt- indi og skyidur opinberra starfs- manna verði óbreytt að lögum hefur tvennt gerst. Stigið hefur verið stórt skref til baka í réttindabaráttu kvenna. Og ísland hefur styrkt stöðu sína sem barna- og fjölskyldu- fjandsamlegasta samfélag á Norð- urlöndum. En sjálfsagt verða ein- hvetjir þeirrar skoðunar að það hljóti nú að fara að birta ef við bara stöndum okkur við trogin. Höfundur er starfsmaður i Skrif- stofu jafnréttismdla og ritari Karlanefndar Jafnréttisráðs. Lifandi og virkar upplýsingar EÐLILEGA berast hingað til Öryrkja- bandalagsins hin ýmsu erindi, margvíslegrar gerðar, þó velfiest lúti með einhveijum hætti að lífskjörum þeirra sem leita til okkar. Þó úr sé reynt að leysa sem allra bezt, þykir bæði okkur og þó enn frekar þeim sem hingað leita oft verða of lítill árangur af. Engu að síður tekst oft vel til sem betur fer og staðreyndin sú að á velflestum stöðum njótum við velvildar og skilnings á málaleitunum okkar. Mjög oft er um það að ræða að hingað komi kvartanir vegna fram- kvæmdar hinna ýmsu löggjafarat- riða, einkum þó tryggingalegs eðlis, en einnig vegna hinna ýmsu iífs- kjaralegu atriða í víðastri merk- ingu. Oftar en ekki er það svo að ráðstafanir, sem beint varða lífskjör þessa hóps og lengi hafa á döfinni verið, vekja þá fyrst viðbrogð er til framkvæmda koma, þegar tölur tryggingabótanna taka kipp niður á við. í frumvarpi til fjárlaga fyrir þetta ár, kom þegar fram veruleg áform- uð lækkun heimildabóta trygging- anna og ákveðin lækkun fólst í af- greiðslu fjárlaganna sjálfra. Við hér mótmæltum ásamt fleirum áform- um þessum harðlega og beittum okkur eftir mætti gegn þeim en höfðum ekki erindi sem erfiði og þó má segja að verulegur árangur hafi á ýmsum þáttum orðið. Hins vegar var það fyrst við lækkun uppbótar í marz sem viðbrögð fólks urðu einhver, þ.e. þegar fram- kvæma skyldi hluta þess sem þegar hafði verið boðað. Eðlilegt var það á ýmsan hátt, en hitt undarlegt, hve margt ágætt fólk hafði hingað samband og spurði hvers vegna ekkert hefði verið aðhafzt. Þetta vekur upp spurninguna um virkni félaganna í varnarbaráttunni sem fram fór á haust- og vetrardög- um liðins árs og máske einnig hvort okkur lánist ekki nægilega að koma til skila alvöru málsins í aðdraganda slíkra aðgerða. Svipað var uppi á teningnum þegar úthlutun bifreiða- kaupastyrkja var lokið að þá höfðu margir samband er synjað hafði verið og kvörtuðu eðlilega yfir afgreiðslu en án þess að setja synjun sína í samband við fækkun bifreiða- kaupastyrkja um 44%, eða úr 600 í 335 og hefði þó sannarlega ekki átt að fara fram- hjá neinum. Og enn vaknar spurning hjá mér um hversu til skila tekst að koma staðreyndum mála. Sannarlega er fréttafjöldinn mikill og um margt fjallað og fjölmiðlar vilja ráða ferð, velja úr það sem þeim þykir frétt- næmt, það sem þeim þykir spenn- andi, æsifréttin virðist oft allra bezt, þó ósannað sé að fyrir henni sé nokkur fótur. Mannlegt er þetta án efa, en auðvitað á upplýsandi frétta- Ekki er ofílagt, segir Helgi Seljan, þótt RÚY hefði daglegan þátt um málefni fatlaðra. flutningur ferð að ráða og vissulega ágæt dæmi þess einnig. Oft þykir okkur hér sem undraslæmt sé að komast að fjölmiðlum með sjónar- mið okkar, þó undantekningar séu þar á, en forsenda þess að fólk taki eftir sú að um sé fjallað sem allra bezt. Og vel mega fjölmiðlamenn að því huga að hér er um býsna fjölmennan hóp að ræða, sem taka ber tillit til. Okkur þætti t.d. ekki of í lagt þó ríkisútvarpið okkar allra hefði daglegan þátt um málefni fatlaðra og mætti á það benda, að ekki ætti efnisföng að skorta, enda félög okkar hvorki meira né minna en 22 með hina ýmsu, ólíku fötlunar- hópa innan sinna vébanda. Þar mætti mörgu mætu til skila halda sem ekki er síður merkilegt en dægurmál sem hjaðna jafnskjótt og þau eru hafin til umfjöllunar. Höfundur er félagsmálafulltrúi ÖBÍ. Helgi Seljan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.