Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Makalaus hrafn í Grímsey HRAFNINN í Grímsey á sér at- hyglisverða sögu. Svo lengi sem elstu menn muna hafa aðeins ver- ið tveir hrafnar í eynni og komi það fyrir að hrafnar fljúgi hingað óboðnir þá er barist þar tii tveir eru eftir. Eins hefur það komið fyrir að annar hrafninn drepst eða hverfur af einhvetjum ástæðum, en þá fer sá sem eftir lifir til lands og nær sér í maka. Þegar ungarn- ir eru orðnir fleygir og sjálfbjarga hrekja foreldrarnir þá í burtu, þannig að ævinlega eru bara tveir hrafnar í eynni. Einn í allan vetur Nú ber nýrra við, því í allan vetur hefur hrafninn verið einn í eynni. Á sumum bæjum hefur hröfnunum alltaf verið gefið og þá hefur verið auðvelt að fylgjast með þeim. Hulda Reykjalín er ein þeirra sem gefa hröfnunum og sagði hún það umhugsunarefni að í allan vetur hefði hrafninn verið einn. „Mér finnst reyndar skrýtið að það hafa bara alltaf verið tveir hrafnar hér og veit ekki hvort svo er víð- ar,“ sagði Hulda. Morgunblaðið/Jónas Baldursson Akureyrarbær auglýsir: Breyting á deiliskipulagi norðurhluta Miðbæjar Meö vísan til 17. greinar skipulagslaga og greinar 4.4 í skipulagsreglugerö auglýsir Akureyrarbær tillögu aö breytingu á staðfestu deiliskipulagi norðurhluta miðbæjar. Skipulagssvæöiö afmarkast af Hofsbót/Skipagötu og Ráöhústorgi í suðri, íþróttavelli í noröri, Glerárgötu í austri og lóöum vestan Brekkugötu í vestri. Megintilgangurinn meö breytingunum er aö auövelda framkvæmd skipulagsins og bæta bæjarmynd og umhverfi. í tillögunni felst m.a. endurskoðun á umferö- arkerfi svæðisins, breyting á legu gatna og afmörkun skipulagsreita. í tillögunni er einnig gert ráð fyrir aukinni íbúöarbyggö í miöbænum. Skipulagsuppdráttur ásamt skýringarmyndum og greinargerö liggur frammi, almenningi til sýnis, á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæö, næstu 8 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til þriðjudagsins 28. maí 1996, þannig aö þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert viö hana athugasemdir. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 28. maí 1996 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeir, sem telja sig veröa fyrir bótaskyldu tjóni vegna skipulagsbreytingarinnar er bent á að gera athugasemdir viö tiilöguna innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir henni. Skipulagsnefnd Akureyrar mun boða til almenns kynn- ingarfundar um breytingartillöguna eftir páska og verður hann auglýstur sérstaklega. Skipulagsstjóri Akureyrar. Gefar vel til grásleppuveiða Grýtubakkahreppur. Morgunblaðið. GRÁSLEPPUVERTÍÐIN þykir hafa farið vel af stað og mun betur en á síðsta ári. Haldist tíðarfar áfram gott eru grásleppukarlar bjart sýnir á góða vertíð. Fimm bátar eru gerðir út á grá- sleppu frá Grenivík og verka allir aflann sjálfir. Bát- arnir leggja netin á svæðinu frá Gjögrum og austur að Flatey. Á myndinni eru þeir Þórður Olafsson sem gerir út bátinn Elínu ÞH-82 og Ingvar Ingvarsson að draga inn netin og losa úr. Rekstur Eyjafjarðarfeijunnar Sæfara Samið við Flutn- ingamiðstöð Norðurlands VEGAGERÐ ríkisins hefur ákveð- ið að ganga til samninga við Flutn- ingamiðstöð Norðurlands um rekstur á Eyjafjarðarfeijunni Sæf- ara. Sjö tilboð bárust í rekstur feijunnar en þau voru opnuð fyrir skömmu. Bjóðendum var gefinn kostur á að gera feijuna út annars vegar frá Akureyri eins og verið hefur og hins vegar frá Dalvík, en sjá um flutning farþega og varnings landleiðina frá Ákureyri. Flutningamiðstöð Norðurlands átti lægsta tilboð í reksturinn mið- að við feijan yrði gerð út frá Dal- vík en tilboðið hljóðaði upp á um 74 milljónir króna og nær til þriggja ára. Hagkvæmt Kristín H. Sigurbjörnsdóttir yfirviðskiptafræðingur hjá Vega- gerð ríkisins sagði að hagkvæmt væri að gera feijuna út frá Dal- vík, Grímseyingar nytu góðs af því en feijan kæmi fyrr en áður til eyjarinnar. Fulltrúar Vegagerð- arinnar og Flutningamiðstöðvar- innar áttu fund um málið í lok síðustu viku og átti Kristín von að að samningar tækjust. Vísindin, sagan og sann- leikurinn ÞORSTEINN Vilhjálmsson prófess- or í vísindasögu og eðlisfræði held- ur fyrirlestur um vísindi, sögu og sannleikann í húsi Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti þriðju- dagskvöldið 2. apríl kl. 20.30 í stofu 24. í fyrirlestrinum er tekist á við nokkrar grundvallarspurningar um eðli vísinda og vísindasagan leidd til vitnis. Þorsteinn lauk háskólanámi í kennilegri eðlisfræði frá Stofnun Nielsar Bohrs við Kaupmannahafn- arháskóla 1967, hann stundaði framhaldsnám í kennilegri öreinda- fræði og hefur starfað við Háskóla íslands frá 1969. Hann hefur í seinni tíð einkum stundað rann- sóknir og ritstörf í vísindasögu en einnig í vísindafræðum í víðum skilningi. -----» ♦ ♦---- Karlmanns- leysi í Grímsey FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Grími í Grímsey brugðu undir sig betri fætinum og héldu í skemmti- ferð þvert yfir landið og suður til Vestmannaeyja. Þar ætla þeir að dvelja um helgina og heimsækja m.a. Kiwanisklúbbinn þar og skoða eyjarnar. Lætur nærri að helmingur full- orðinna karlmanna í eyjunni hafi farið þessa ferð. Konur í Grímsey eru alvanar að vera einar heima og gæta bús og barna og kippa sér því ekki upp við karlmannsleysið. MESSUR AKUREYRARPRESTAKALL: Vorhátíð sunnudagaskólans verður á morgun. Farið verð- ur til Dalvíkur og lagt af stað frá íþróttahöllinni kl. 10. Öll börn og fullorðnir sem verið hafa með í vetur velkomnir. Fermingarguðsþjónustur verða í Akureyrarkirkju á morgun kl. 10.30 og 13.30. GLERÁRKIRKJA: Ferm- ingarmessur verða kl. 10.30 og 13.30 á pálmasunnudag. Kirkjuhátíð barnanna í Eyja- fjarðarprófastsdæmi verður í Dalvíkurkirkju kl. 11 á morg- un. Farið frá planinu norðan við kirkjuna kl. 10. og komið til baka kl. 14. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun, bænastund kl. 19.30 og almenn samkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 16 á mánudag. KAÞÓLSKA kirkjan: Messa kl. 18 í dag, laugar- dag og kl. 11 á morgun, sunnudag. Marsbækurnar eru komnar Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.