Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 68
MORCUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSlCENTRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Meðalsumarvatn í ánni „Þetta er eins og meðalsumarvatn í ánni, því að á góðum sumrum hef- ur áin farið upp í um 800 rúmmetra 4 sekúndu," segir Stefán. „Miðað við að toppurinn sé um 2.000 rúmmetrar á sekúndu í einn dag eða svo, næst það markmið ekki fyrr en um páska eða eftir sjö til tíu daga. Það er nánast ofgert og hefur verið seinustu tvo áratugi að tala um hlaup, þetta er vart meira en vöxtur í ánni sem nær ákveðnu hámarki á hálfum mánuði og annað eins að fjara út.“ Stefán segir að lyktin af ánni sé sterk og sömuleiðis liturinn, þannig að enginn vafi leiki á að upptökin eru í Grímsvötnum og því um Skeið- arárhlaup að ræða í fræðilegum skilningi. Ferðarinnar virði Hægnr en stöðugnr vöxtur í Skeiðará HÆGUR en stöðugur vöxtur er í Skeiðará, að sögn Stefáns Benedikts- sonar þjóðgarðsvarðar, en hlaupið á þó langt í land með að ná fullum þunga. Vatnamælingamenn frá Orkustofnun héldu austur á fimmtu- dag til mælinga og hafa kannað vatnsmagn í ánni í fyrradag og í gær. Mælingamenn símsenda rann- sóknir sínar til stofnunarinnar, sem reiknar út hversu magnið er mikið. Niðurstöður mælinga þeirra seinasta föstudag sýndu að rennslið nam um 40 rúmmetrum á sekúndu, um það bil 170 rúmmetrum síðdegis á fimmtudag og miðað við þá aukningu hefði rennslið átt að nema um 200 rúmmetrum af vatni í gær. Hann segir nú þegar farið að örla á að ferðamenn geri sér ferð til að beija hlaupið augum, og yfir páska- hátíðina sé von á ferðafélögum sem hyggist ganga að Útfalli. „I hámarki er hþaupið eflaust talsvert tignarlegt við Útfallið, þannig að það ætti að vera ferðarinnar virði," segir hann. Morgunblaðið/RAX Þrjú stærstu fyrirtækin á Akureyri hafa í hyggju að taka höndum saman Matvælarann- sóknír efldar ÞRJÚ stærstu fyrirtækin á Akur- eyri, Útgerðarfélag Akureyringa hf., Samheiji hf. og Kaupfélag Eyfirð- inga, hafa að undanförnu kannað möguleika á að koma til samstarfs við opinbera aðila og önnur fyrir- tæki í matvælavinnslu um eflihgu rannsókna á sviði matvælafram- leiðslu á sem víðtækustu sviði í bænum. Þessi umræða hefur kviknað í kjölfar ákvarðana um stórfellda upp- byggingu á sviði orkuiðnaðar á höf- uðborgarsvæðinu og er hugsuð sem liður í að stuðla að sem mestu jafn- vægi í byggð landsins. Forsvarsmenn fyrirtækjanna þriggja hafa sent sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðherra erindi þar sem óskað er eftir því að málið verði tekið upp í ríkis- stjórn. Hugmyndin er að stofnað verði fyrirtæki, sem ásamt nýjum verkefnum, tengdum matvælafram- leiðslu, taki að sér verkefni á skyld- um sviðum, sem fram til þessa hafa verið á höndum ríkisins. Fyrirtækin þijú eru síðan tilbúin til þess að leita eftir samstarfi meðai fyrir- tækja í þessum greinum um að vera stjórnunar- og að einhveiju leyti fjárhagslegur bakhjarl fyrir þessa starfsemi. Betri nýting á fjármagni Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri ÚA, segir að á svæðinu hafi verið áhugi fyrir því að kanna mögu- ieika á því að efla rannsóknir á sviði matvælaframleiðslu, m.a. vegna áforma um mikla uppbyggingu á suðurhorni landsins. Því vilji fyrir- tækin þijú leggja sín lóð á vogarská- lina og stuðla að framgangi málsins. Gunnar sagðist vonast til að ríkis- stjórnin myndi taka málið fyrir en ennþá hafa engin svör borist frá henni. Verði gengið til samstarfs ríkis og atvinnulífs á þann hátt sem hér um ræðir, telja forsvarsmenn fyrir- tækjanna að verið sé á jákvæðan hátt að tengja fyrirtæki í þessum greinum betur við rannsóknar- og þróunarstarf en verið hefur fram að þessu. Auk þess eru þeir fullvissir um að á þennan hátt megi nýta betur það fjármagn sem lagt er til þessarar starfsemi en verið hefur hingað til. Litháíski togarinn Anyksciat fór frá Hafnarfirði á miðnætti í fyrrinótt Búnaður að andvirði 60 milljóna króna um borð LITHÁÍSKA togaranum Anyksciat var siglt frá Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti aðfaranótt föstudagsins. Innanborðs eru tæki og búnaður að andvirði um 60 milljóna króna sem fyrirtækið Sog hf., sem gerði skipið út, og íslenskir lánardrottnar telja sig eiga. Eigandi skipsins, Búnaðarbankinn í Litháen, heidur því fram að Sog hf. skuldi leigu fyrir skipið frá því í júní 1995. Á miðvikudagskvöld tók sýslumaðurinn í Hafnarfirði mæli- bréf skipsins í sína vörslu vegna vangoldinna hafnar- og afgreiðslu- gjalda en eigandi þess, Búnaðar- bankinn í Litháen, greiddi upp skuld- ina síðdegis í fyrradag. Skipamiðlun- in Gára hf. í Reykjavík annaðist miiligöngu í málinu og olíukaup fyrir skipið. Beiðni kom frá Sogi hf. tii Land- helgisgæslunnar í gærmorgun um að varðskip svipaðist um . eftir Anyksciat. Helgi Hallvarðsson skip- herra hjá Landhelgisgæslunni sagði í gærmorgun að togarinn væri kom- inn út fyrir 12 sjómílna landhelgina og þar með væri ekki hægt að stöðva skipið enda hefðu engin fyrirmæli borist í þá áttina. Skipið gengur að- eins fyrir annarri af tveimur vélum og ganghraði þess var um átta mílur. Gjaldþrot blasir við Steingrímur Matthíasson hjá Sogi hf. sagði að fyrirtækið ætti gífur- legra hagsmuna að gæta. „Við erum að vinna með okkar lögmönnum til þess að ná okkar rétti. Við teljum okkur vera í fullum lagalegum rétti og höfum pappíra um það að tækin um borð í skipinu eru okkar eign. Það er ljóst að það voru íslendingar sem hjálpuðu til við að skipið kæm- ist frá landi með eignir sem landar þeirra eiga. Þessir íslendingar eru starfsmenn Gáru hf. Þeir vissu allt um okkar mál. Gára hefur engra hagsmuna að gæta í þessu máli ann- arra en að koma vinum sínum á kaldan klaka," sagði Steingrímur. Aðspurður um hvað þessi fram- vinda þýddi fyrir Sog hf. sagði Stein- grímur að ekkert annað en gjaldþrot blasti við. Gísli Jónsson, stjórnarformaður Sogs, sagði að tekist hefði að lauma skipinu frá landi. „Við vorum ekki látnir vita af þessu fyrr en kl. 10 á [föstudagsjmorgun sem kemur okk- ur náttúrulega á óvart því það vissu allir að við vorum með skipið.“ Guðmundur Sophusson sýsiumað- ur í Hafnarfirði sagði að skuldir tog- arans hefðu verið greiddar síðdegis í fyrradag og eftir það hefðu stjórn- endur skipsins verið lausir allra mála gagnvart sýslumannsembættinu. Kári Valvesson hjá Gáru hf. sagði að fyrirtækið hefði greitt gjöld tog- arans. Gára er umboðsfyrirtæki lit- háíska togarans Migelbaga en eig- andi þess togara er útgerðarmaður- inn Rimantas Bendorius sem Búnað- arbankinn í Litháen útnefndi tals- mann sinn hér á landi vegna Anyksc- iats. Kári sagði að greiðsla hefði borist inn á reikning Gáru hf. í fyrra- dag frá Búnaðarbankanum. „Við greiddum því skuldir Anyksc- iats. Við erum ekki umboðsmenn fyrir Anyksciat, eingöngu fyrir Bend- orius. Það getur vel verið að Sog hf. fari illa út úr þessu máli en við erum í engri annarri stöðu en að borga það sem við erum beðnir um að borga," sagði Kári. Buslað í blíðunni LANDINN leikur við hvern sinn fingur þessa dagana enda leikur einmuna veðurblíða við lands- menn. Þessir kátu krakkar, sem busluðu í Árbæjarlaug í Reykja- vík í gær, voru alveg vissir um að vorið væri komið og sumarið alveg á næsta leiti. -----» ♦ ♦--- Eldsvoði út frá pípuglóð VÉLASKEMMA á bænum Fljóts- bakka í Eiðaþinghá brann í gær og eyðilögðust hátt í 300 hestburðir af heyi sem geymt var í skemm- unni. Sjálf er skemman mikið skemmd en hún er uppistandandi. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum er talið sennilegt að kviknað hafi í út frá glóð úr reykjarpípu. Bóndinn á bænum var að gera við dráttarvél í skemmunni og telur hann að glóð hafi hrokkið úr píp- unni. Hann þurfti að bregða sér út í nokkra stund en þegar hann kom aftur inn stóð allt í björtu báli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.