Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn og faðir, INGÓLFUR GtSLt INGÓLFSSON, Lindarhvammi 7, Kópavogi, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 28. mars. Helga Guðmundsdóttir og börnin. t Sonur minn, JÓN SIGURÐSSON vélstjóri og fyrrum ráðgjafi SÁÁ, varð bráðkvaddur 28. mars. Fyrir hönd vandamanna, Rebekka Stella Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn, ÁSGRÍMUR HALLDÓRSSON fyrrv. kaupfélagsstjóri, Höfn, Hornafirði, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 28. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Ingólfsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐRÚN BENJAMÍNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á sjúkradeild Hrafnistu þriðjudag- inn 26. mars. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 2. apríl kl. 13.30. Hjördfs Þorleifdóttir, Þráinn Þorleifsson, Hrefna Pétursdóttir, Trausti Þorleifsson, Fríður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg dóttir mín, tengdadóttir, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Fífilgötu 5, Vestmannaeyjum, andaðist þann 28. mars sl. Útförin verður auglýst síðar. Ragnheiður Pétursdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Ragnar Guðjónsson, Gunnhildur Ólafsdóttir, Þóra Guðjónsdóttir, Sveinn Rúnar Valgeirsson, Sigurður Víglundur Guðjónsson, Ásdfs Haraldsdóttir, Helga Guðjónsdóttir, Tryggvi Sveinsson, Kristi'n Guðjónsdóttir, Martin Harris Avery, Magdalena Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Stafholtsveggjum, fer fram frá Stafholtskirkju þriðjudaginn 2. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Minningarsjóö Hreins Heiðars Árnasonar. Sólveig Árnadóttir, Ágústa Árnadóttir, Davíð Árnason, Guðjón Árnason, Guðmundur Árnason, Jón Elís Sæmundsson, Hlynur Þórðarson, Guðmundína Jóhannsdóttir, Ingibjörg Hargrave, Margrét Ingadóttir, Magga Hrönn Árnadóttir, Jón Emilsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Sumarrós Árnadóttir, Páll Sigurðsson, Reynir Árnason, Guðbjörg Ólafsdóttir, Rúnar Árnason, Erla Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐBJORN KRISTÓFER KETILSSON + Guðbjörn Krist- ófer Ketilsson fyrrum bóndi á Hamri í Hörðudal, Dalasýslu, fæddist í Bakkabúð á Hellis- sandi 23. janúar 1903. Hann andað- ist 20. mars síðast- liðinn á Dvalar- heimilinu Fells- enda, Miðdölum. Foreldrar hans voru Ketill Björns- son frá Rifi, f. 21.7. 1860, d. 14.10.1931, sonur Báru-Björns, og Kristín Þorvarðardóttir frá Hellnum, f. 21.2.1871, d. 28.10. 1949. Hann ólst upp á Sandi, en ungur að árum fór hann að Dúnki í Hörðudal til Ólafs Jóns- sonar og Jóhönnu Maríu Jóns- dóttur er bjuggu þá á Dúnki, en fluttu að Hamri í Hörðudal 1932. Systkini Guðbjörns voru Bjössi móðurbróðir minn og vinur er látinn 93 ára að aldri, hann var bóndi og vann við landbúnað alla tíð. Hann var fæddur á Hellis- sandi, en fór 9 ára gamall að Dúnki í Hörðudal til Ólafs Jónssonar og Jóhönnu Maríu Jónsdóttur og ólst upp hjá þeim. Hann fór snemma í vinnumennsku á nálægum bæjum, var vinnusamur maður og kom sér alls staðar vel. Hann eignaðist fjölda vina og kunningja sem héldu tryggð við hann alla tíð. Arið 1932 fluttist hann með Ólafi og Jóhönnu að Hamri í Hörðudal og bjó þar upp frá því. Fyrstu árin með þeim hjónum, en síðan einn eftir lát þeirra. Árið 1939 keypti hann jörðina og þar bjó hann einn í meira en hálfa öld. Hann var alltaf reiðubúinn til að aðstoða nágranna sína og reyndist þeim vel. Þeir hafa líka sýnt honum átta, en á lífi er aðeins einn bróðir hans, Gísli, sem býr á Sandi, fyrrver- andi bílstjóri, og rak hann bensín- sölu Essó á Hellis- sandi i fjölda ára. Hin systkinin voru: Guðbjörn (eldri), en hann dó ungur. Þorvarður var kvæntur Jóhönnu Eliasdóttur, látin. Jóhanna, var í sam- búð með Kristni Karlssyni frá Vopnafirði, látin. María Kristr- ún, gift Eiríki Kúld Andr- éssyni, látinn. Súsanna, gift Guðlaugi Alexanderssyni, lát- inn. Böðvar, ókvæntur. Útför Guðbjörns fer fram frá Ingjaldshólskirkju á Hellis- sandi i dag og hefst athöfnin kl. 14. umhyggju og vináttu í gegnum tíð- ina. Bjössi hafði alltaf gott samband við Jóhönnu systur sína og fóstur- móður og móðursystur mína. Hann dvaldi ávallt hjá okkur þegar hann kom til Reykjavíkur og eftir lát hennar hjá mér og minni ijölskyldu. Hann sýndi okkur mikla vináttu og bar okkur fyrir bijósti alla tíð. Bræður hans hafa búið á Hellis- sandi og hann heimsótti þá og hafði við þá samband, einkum síðari árin. En nú er aðeins einn þeirra á lífi, Gísli, en þeir hafa hringt mikið hvor í annan hin síðari ár, báðum til ánægju. Bjössi var hestamaður mikill og átti oft góða hesta og fór á hesta- mót víða um land, Þingvöll, Borgar- fjörð og fleiri staði. Hann var heið- ursfélagi í Hestamannafélaginu Glað í Dalasýslu. Ég sem þetta rita vil þakka hon- ÞURIÐUR SVAVA ÁSBJÖRNSDÓTTIR + Þuríður Svava Ásbjörnsdóttir fæddist á Dísastöð- um i Sandvíkur- hreppi, Árnessýslu, 30. mars 1933. Hún lést 13. janúar 1996 á sjúkrahúsi Reykjavíkur. Útför Þuríðar fór fram frá Keflavíkur- kirkju 19. janúar síðastliðinn. Mig langar að minn- ast minnar góðu vin- konu, Svövu. Andlát hennar kom alltof fljótt og óvænt, en hún fékk heilablóðfall að kveldi 22. desember 1995 og lifði í þijár vikur eftir það án þess að komast til meðvitundar. Við Svava höfum verið vinkonur síðan í barnaskóla og aldrei borið skugga á, enda var Scrfjræðingar í bh'miiisUroyliii^iiin vid öll íirUila*ri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstadastrætis, sími 19090 hún skapgóð og létt- lynd. Bjarta brosið hennar yljaði manni alltaf þegar við hitt- umst, sem var alltof sjaldan í seinni tíð en síminn bætti aðeins úr því. Á yngri árum átt- um við margar góðar stundir saman. Ég fór að búa á undan Svövu og átti heima um tíma á Vatnsleysuströnd. Svava lét sig ekki muna um að koma með rútu í heimsókn til mín um helgar þegar Héð- inn var að vinna. Voru þær heim- sóknir vel þegnar, mikið spjallað, hlegið og vakað langt fram á nótt. Seinna kynntist hún Gústa, öðlings- marini. Það var gott að heimsækja þau hjónin, gestrisnin og léttleikinn í fyrirrúmi. Ekki var síðra að fá þau í heimsókn sem var alltof sjald- an. Ég minnist þess hvað Svava átti gott hjarta þegar við ungar að árum eignuðumst okkar fyrstu syni, hún sitt fyrsta bam, ég mitt þriðja. En sorgin knúði dyra hjá okkur Héðni, við misstum okkar son tveggja og hálfsmánaðar gamlan. Ekki stóð á Svövu, hún kom í heim- sókn til okkar með sitt hlýja bros, Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 um vináttu sem hann hefur ávallt sýnt mér og minni fyölskyldu. Jafn- framt vil ég þakka starfsfólki Dval- arheimilisins að Fellsenda þá alúð og vináttu sem það sýndi honum svo og sveitungum hans. Hann verður jarðsettur frá Ingj- aldshólskirkju við hlið bróður síns Böðvars og í nágrenni við foreldra og systkini. Ég og fjölskylda mín kveðjum hann með virðingu og þökk. Kristinn Breiðfjörð. Okkur systkinin í Blönduhlíð langar til að minnast Guðbjörns Ketilssonar, Bjössa á Hamri eins og við kölluðum hann alltaf. Allt frá því við fyrst munum eftir okkur er hann tengdur minningum okkar. Bjössi var einbúi, en þó að hann kysi þann lífsmáta var hann mjög félagslyndur og hafði gaman af að hitta fólk. Nær daglega kom hann gangandi yfir túnið, gekk hann allt- af sömu slóðina sem enn mótar fyrir. Hann átti sitt sæti við eldhús- borðið þar sem hann drakk kaffi og spjallaði. Við vorum líka viljug að fara í sendiferðir fram að Hamri. Hafði hann gaman af heimsóknun- um og sá til þess að við færum ekki tómhent til baka. Hann átti alltaf eitthvert góðgæti, yfirleitt kremkex sem við svo mauluðum þegar við röltum heim slóðina hans. Alltaf var Bjössi hjá okkur á hátíðis- dögum, jól og áramót voru nær óhugsandi án Bjössa. Bjössi gerði ekki miklar kröfur til lífsins. Hann lifði fábrotnu lífi, utan við lífsgæða- kapphlaup og stress, enda varð honum aldrei misdægurt fyrr en hann var kominn hátt á níræðisald- ur. Bjössi var allan sinn búskap með kindur. Voru þær honum mik- ils virði og brá hann ekki búi fyrr en hann mátti til sökum lasleika og sjóndepru, þá orðinn 89 ára. Síðustu árin dvaldi hann á Dval- arheimilinu á Fellsenda. Hann var orðinn alveg blindur en var vel minnugur og þótti gaman að fá fréttir af sveitungum sínum. í dag kveðjum við Bjössa hinstu kveðju með þakklæti fyrir öll árin. Krislján, Helga, Inga Jóna, Magnús og Unnar. sem yljaði okkur um hjarta og eyddi hún með okkur kveldinu. Þessari samverustund gleymum við ekki og mat ég Svövu ávallt mikils eftir þetta. Börnunum okkar fannst mikið til Svövu koma, sem lýsir sér best í því að í einni férmingunni hjá okk- ur bjóst hún ekki við að geta komið vegna þess að Gústi var að vinna. Úrðu þau mjög niðurdregin og sögðu að þá yrði ekkert gaman i boðinu en úr rættist. Sigurbjöm sonur henn- ar keyrði mömmu sína til okkar og bömin tóku gleði sína. Eftir að gest- irnir voru famir keyrðum við Svövu til Keflavíkur og varð þetta ógleym- anleg fermingarveisla. Við Svava vorum svo heppnar að eiga saman fjórar góðar vikur á Heilsuhælinu í Hveragerði fyrir nokkrum árum. Það voru ánægju- legar stundir sem við áttum saman eftir að við vorum búnar að vera í allskonar heilsumeðferð á daginn. Við ræddum oft um að gaman væri að fara aftur saman í Hvera- gerði en úr því varð ekki því mið- ur. Að lokum vil ég, Héðinn og börnin okkar votta Gústa og Gunn- ari, Sigurbirni og Laufeyju, Hjalta og Margréti, Ásdísi og Helga, einn- ig barnabörnunum sem voru henni svo kær, systkinum Svövu, þeim Hrafnhildi og Gunnari, og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúð. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti Svövu af hennar góðu for- eldrum og sonarsyni, sem farin eru á undan henni. Við geymum minn- ingu Svövu í hjörtum okkar. Ég vil gjarnan lítið ljóð, láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð, ég alltaf mun þín sakna. (G.V.G.) Hvíl í friði, kæra vinkona. Hólmfríður Jónsdóttir (Gógó).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.