Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ H FRETTIR Deiliskipulag Kópavogsbæjar fyrir austurhluta Fossvogsdals liggur frammi til kynningar DEILISKIPULAG austurhluta Fossvogsdals liggur nú frammi til kynningar á skrifstofu bæjar- skipulags Kópavogs. I deiliskipu- laginu er m.a. gert ráð fyrir trjá- rækt á svæðinu, göngustígum, tjörn, leik- og dvalarsvæði, reið- stíg, skíðalyftu og að almenning- ur geti leigt sér litla matjurta- garða. I greinargerð með deiliskipu- laginu, sem Aðalheiður E. Krist- jánsdóttir landslagsarkitekt á Bæjarskipulagi Kópavogs vann, segir að markmiðið með því sé að styrkja dalinn sem útivistar- svæði með aukinni trjátækt ájöðr- um, opnum grassvæðum og gönguleiðum beggja vegna dals- ins. Meginhluti svæðisins verði opið graslendi, sem slegið verði aðeins tvisvar á sumri, en einnig sé gert ráð fyrir slegnum gras- svæðum til leikja og íþróttaiðkana í tengslum við áningastaði. --------.-"-:rT........... * « t I ** * , ' ** #&> K / *“ i*« »'■ ■- ; , igiÉ 'Zá - ! I S S V 0 G S DA L U R stias - Graslendi . Lystihús^/..'.. V!Wn98Svæ® V $0» ÍJ. * . .. V Gróírar* \ WW Ss "-S,Óðin‘ Ix f-' w "■e . ' •" SÍfflE - Á Matjyrtdgarðarjf; lastæði . ___________Jflg-^.Í*’ Trjásafm^*^* - ••• . 'llfríilSÍWi "ii' ,-i •'3« -v-' f -'' Matjurtagarðar fyrir bæjarbúa Austast í Fossvogsdalnum er gert ráð fyrir garðlöndum með 60 matjurtagörðum til útleigu fyrir bæjarbúa. Stærð hvers garðs er á bilinu 35-50 fermetrar. Vestan við Gróðrarstöðina Mörk er gert ráð fyrir auknum ræktunarsvæðum sem úthlutað var tímabundið til gróðrarstöðv- arinnar samkvæmt leigusamn- ingi, sem er með fyrirvara um samþykki deiliskipulagsins. Ræktunarsvæðin eru ætluð til skiptiræktunar og plöntuuppeldis o g afmarkast af gróðursvæðum með blönduðum tijá- og run- nagróðri. í lok leigutímabilsins Matjurtir, tré, tjöm, reiðstígur og skíðalyfta Kópavogs með samþykkt bæjar- sljórnar Kópavogs í júlí árið 1993, eða um 9.000 fermetra og gerir deiliskipulagið ráð fyrir þeirri breytingu. Aðalgönguleiðir eru i jaðri skógræktarsvæðisins, ýmist fyrir opnum dalnum eða í gegnum skógariundi. Þverstígar tengjast síðan göngustígum í Reykjavík. I tengslum við gönguleið er gert ráð fyrir minni rýmum þar sem til dæmis mætti koma upp þrek- aðstöðu fyrir skokkara. Svokallaður skógarstígiir ligg- ur frá aðalgöngustíg um ræktun- arsvæðin að Víkingssvæðinu og tengist gönguleiðum í Reykjavík. Þá er talið æskilegt að gönguleið- ir Fossvogsdals og Elliðaárdals myndu tengjast með brú eða und- irgöngum yfir Reykjanesbraut, þannig að Elliðaárdalurinn yrði eðlilegt framhald af Fossvogsdal. Nú þegar tengjast gönguleiðir úr Öskjuhlíð Fossvogsdalnum um brú yfir Kringlumýrarbraut. Skíðalyfta norðan Kjarrliólma verður ræktunarsvæðum skilað sem sléttum grasflötum. Tijásafn norðan Smiðjuhverfis í holtinu norðan Smiðjuhverfis er gert ráð fyrir tijásafni. Þar verður tegundum trjáplantna rað- að saman eftir skyldleika og þær merktar með latnesku og íslensku heiti. Þannig gefst almenningi kostur á að kynna sér og skoða einstakar trjátegundir og öðlast betri þekkingu á ræktun á íslandi. Malarstígur verður lagður um holtið í tengslum við bilastæði austast í dalnum. Stígar, sem lagðir verða um tijásafn, tengjast einnig aðalgöngustíg í Fossvogs- dal. Gert er ráð fyrir tjörn vestan Víkingssvæðisins. Þar yrði nokk- urs konar garðsvæði í annars náttúrulegu umhverfi. Þar er m.a. reiknað með að gera mætti lysti- hús með hitalampa, þar sem fólk gæti notið nestis, grillaðstöðu, leik- og dvalarsvæði og e.t.v. ein- hvers konar söluaðstöðu. Víkings- svæðið, sem tilheyrir Reykjavík, var stækkað tii suðurs inn i land Gert er ráð fyrir að reiðstígur liggi um dalinn norðanverðan, ýmist um opin svæði eða í gegnum skógarlundi. Gert er ráð fyrir áningarstað fyrir hestamenn í tengslum við reiðstíg og garð- svæði. Almenningsbílastæði verða austast í dalnum, i tengslum við garðlönd og norðan við Álfatún. Loks er svo gert ráð fyrir skíða- lyftu í brekkunni norðan við Kjarrhólma. Að lokinni kynningu deiliskipu- lagsins verður það lagt fyrir bæj- arstjórn Kópavogs, til afgreiðslu. Önnur tveggja fyrstu flugfreyjanna hjá Loftleiðum lætur af störfum Siggý Gests kveður eftir 49 ára starf SIGRÍÐUR Gestsdóttir, önnur tveggja kvenna sem fyrst voru ráðnar sem flugfreyjur hjá Loft- leiðum árið 1947, hefur látið af störfum þjá Flugleiðum eftir 49 ára starf. Sigríður, sem víða er þekkt sem Siggý Gests, var flugfreyja í fyrsta áætlunarflugi Loftleiða til New York árið 1948 og Lúx- emborgar árið 1955. Þá hefur hún starfað á söluskrifstofu Flugleiða í Lækjargötu og síðan Laugavegi frá 1958 og átt gríðarlega stóran hóp viðskiptavina í áranna rás, samkvæmt upplýsingum frá Flug- leiðum. Starfsfólk Flugleiða hélt Sig- ríði kveðjuhóf síðasta fimmtudag en tengslin við fyrirtækið munu ekki rofna alveg þótt hún standi á sjötugu. Gengur hún til liðs við félagsskap sem nefndur er Heldra fólk og er fyrir þá starfsmenn Flugleiða sem látið hafa af störf- um fyrir aldurs sakir. Morgunblaðið/Ásdís Slysið á Kringlu- mýrarbraut Ennþá í lífshættu STÚLKAN sem slasaðist al- varlega þegar hún varð fyrir bíl á gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Bústaða- vegar í fyrradag er enn í lífs- hættu. Hún gekkst undir aðgerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í fyrradag. Samkvæmt upplýs- ingum svæfingalæknis á gjörgæsludeild var hún enn í öndunarvél síðdegis í gær og ekki talin úr lífshættu. Eldur við verslunina Sautján á Laugavegi Brunaútsala eftir millj- óna tjón „TJÓNIÐ nemur áreiðanlega tugum milljóna, því stigahúsið er mikið brunnið, allar rúður þar brotnar, sót settist í tölvur og tæki og reykur settist í fleiri þúsund flikur,“ sagði Boili Kristinsson, kaupmaður í Versluninni Sautján. Eldur kom upp í ruslatunnum bak við húsið í fyrri- nótt og sprungu rúður í húsinu, með fyrrgreindum afleiðingum. Verslun- in heldur brunaútsölu í dag. Slökkviliðið í Reykjavík fékk til- kynningu um eld við verslunina að Laugavegi 91 kl. 3.46 I fyrrinótt og fóru allir slökkvibílar á staðinn. Bolli sagði að allt benti til að kveikt hafi verið í ruslatunnunum, sem stóðu við stigahús bakhliðar hússins, enda sá nágranni ungan, hávaxinn, ljós- hærðan mann hlaupa frá tunnunum í þann mund sem eldurinn blossaði upp. „Þegar eldur læsist í plasttunn- ur gýs í raun upp olíueldur og hitinn Morgunblaðið/Þorkell var gífurlegur,“ sagði Bolli. „Rúður í stigahúsinu sprungu og reykur komst um allt hús.“ Bolli sagði að verslunin væri tryggð fyrir tjóni af þessu tagi, en verslunin hefði verið full af nýjum vörum, ekki slst fermingarfötum og útskriftarfötum. Hann sagði að fötin þyrfti að hreinsa eða þvo og verslun- in héldi brunaútsölu á þessum fatn- aði I dag, laugardag, þar sem boðinn væri um 30% afsláttur. * Sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Islenskra sjávarafurða \ \ \ I I I „Verður blásið á hótun Landssambandsins“ I » „ÞAÐ er ekkert einkamál útvegs- manna hvers konar veiðistjórnunar- kerfi við höfum á íslandi. Kerfið verður að byggjast á almannahags- munum í þessu landi. Þess vegna verður blásið á þessa hótun, sem núna kemur fram frá Landssam- bandi íslenzkra útvegsmanna að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi geti verið í hættu.“ Þetta sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra á aðalfundi íslenskra sjávar- afurða í gær. Þorsteinn sagði ennfremur að það væri ekki mál LÍU að taka þessar ákvarðanir og það væri ekki þeirra réttur, þótt þeir móðgist, að sprengja upp kerfí, sem hafi skilað svo miklum árangri og sé svo mik- il undirstaða fyrir stöðugleika í efnahagskerfinu og efnahagslegri velferð þjóðarinnar. Átelja ráðherra fyrir linkind Tilefni þessara orða sjávarút- vegsráðherra var ályktun stjórnar LÍU vegna samkomulags stjórn- valda og Landssambands smábáta- eigenda um veiðistjórnun smábáta og fasta hlutdeild smábáta í heildar- aflamarki í þorski í framtíðinni. Þetta mál kom til umræðu á aðal- fundi ÍS, en þar kynnti Einar Svans- son, formaður félags framleiðenda innan ÍS, ályktun framleiðendanna vegna málsins. En ályktunin er svo- hljóðandi: „Fundur framleiðenda innan ís- lenzkra sjávarafurða haldinn í Reykjavík 28. marz 1996 lýsir furðu sinni á frumvarpi því, sem komið er fram og átelur sjávarútvegsráð- herra harðlega fyrir linkind gagn- vart Landssambandi smábátaeig- enda. Fundurinn telur frumvarpið aðför að þeim fyrirtækjum sem halda uppi mestri atvinnu í landi og hafa stutt núverandi kvótakerfi hvað dyggilegast í gegnum árin. Fundurinn telur að höggvið sé að rótum kvótakerfisins með breyt- ingum á aflamarki þorsks og órétt- læti þessarar aðgerðar sé himin- hrópandi þar sem eingöngu er ráð- ist á þau fyrirtæki sem hafa orðið fyrir mestri kvótaskerðingu á síð- ustu árum á meðan gífuryrði og rangfærslur LS virðast vera gilo ávísun á brottnám veiðiheimilda I I I aflamarksskipa. Fundurinn telur víst að ef þetta frumvarp fer óbreytt í gegnum þingið, þá verði um trúnaðarbrest að ræða milli framleiðenda innan íslenzkra sjávarafurða og þess sjáv- arútvegsráðherra er nú situr.“ I » I-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.