Morgunblaðið - 30.03.1996, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 55
ÞAÐ eru konur á öllum aldri
sem njóta orlofsferða hús-
mæðra.
Ferðir fyrir
húsmæður í
Kópavogi
ORLOFSNEFND húsmæðra í
Kópavogi skipuleggur dvöl og
ferðir á vegum nefndarinnar eins
og undanfarin ár. Helgina 22.
og 23. júní er fyrirhuguð ferð á
vegum nefndarinnar í Þórsmörk.
Hér er um ódýra tveggja daga
ferð að ræða. Gist verður í skála
frá Austurleið og aðeins 40 kon-
ur komast í þessa ferð. Dagana
14.-19. júlí verður hefðbundin
orlofsdvöl á Hvanneyri. Fjöl-
breyttar gönguleiðir eru í næsta
nágrenni og einnig er sundlaug
á staðnum. Fyrirhuguð er ferð
hálfan dag frá Hvanneyri. Há-
marksfjöldi á Hvanneyri er 40
konur. Þá er fyrirhuguð ferð um
Vestfirði 16.-18. ágúst. Farið
verður að morgni 16. ágúst og
gist á Hótel Eddu í Reykjanesi
við ísafjarðardjúp. Annan dag
verður farið út Djúpið til ísa-
fjarðar og gist næstu nótt á
Hótel Eddu, Núpi. Þriðja daginn
verður farið heimleiðis með
Baldri um Breiðafjörðinn. I þesa
ferð geta farið 40-50 konur.
Bent skal á að allar konur sem
„veita heimili forstöðu" eiga rétt
á að sækja um dvöl eða ferð á
vegum Orlofsnefndar. Þær sem
áhuga hafa eru beðnar að láta
nefndarkonur vita sem einnig
veita nánari upplýsingar fyrir 15.
maí.
Félagið Sjálf-
efli stofnað
FÉLAGIÐ Sjálfefli mun hefja
göngu sína laugardaginn 30. mars
kl. 13.30 að Nýbýlavegi 30, Kópa-
vogi. Að því standa Kristín Þor-
steinsdóttir og Sigrún Olsen.
Félagið mun hafa það að mark-
miði að auka eflingu hugar, sálar
og líkama hjá einstaklingum með
margvíslegum aðferðum, svo sem
hópstarfsemi, perónulegri ráðgjöf
og líkamsrækt. Nokkrir nuddarar
munu hafa aðstöðu hjá félaginu
og kennt verður jóga. Opin hug-
leiðslukvöld verða nokkrum sinn-
um í mánuði ásamt auglýstum
námskeiðum, fyrirlestrum og
kynningum. Kapella verður í hús-
næði félagsins er tekur um 20
manns í sæti og verður hún vígð
kl. 15 á laugardaginn af sr. Sig-
urði Hauki Guðjónssyni.
Karíus og
Baktus í Æv-
intýra-Kri-
nglunni
KUMPÁNARNIR Karíus og
Baktus verða í dag kl. 14 í Ævin-
týra-Kringlunni. Þá er nú vissara
að passa tennurnar því þeir eru
ansi duglegir við að höggva, sér-
staklega ef þeir fá nóg sælgæti.
Leikritið er eftir Torbjörn Egn-
er en það eru leikararnir Elva Osk
Ólafsdóttir og Stefán Jónsson sem
leika þessa vinsælu en skaðlegu
tanndverga. Leikritið tekur um
30 mínútur í flutningi og er miða-
verð 500 kr. en þá er barnagæsla
innifalin.
Ævintýra-Kringlan er á 3. hæð
í Kringlunni og er opin alla virka
daga frá kl. 14-18.30 og laugar-
daga frá kl. 10-16.
Karaoke-
keppni Bítla-
klúbbsins
KARAOKEKEPPNI Bítlaklúbbs-
ins verður haldin í Ölveri, nánari
tiltekið í danshúsinu Glæsibæ,
miðvikudaginn 3. apríl nk. og
hefst kl. 21.
Eingöngu bítlalög verða sungin
eftir vali flytjenda og öllum er
fijálst að taka þátt. Tekið er á
móti skráningu fram til þriðju-
dagsins 2. apríl á skrifstofu Bítla-
klúbbsins. Skipuð dómnefnd mun
síðan velja sigurvegarann til hálfs
við áhorfendur. Ekki er búið að
ákveða hver verðlaunin verða en
verið er að vinna í þeim málum.
Eftir keppni verður síðan bítlaball.
Hver sá
slysið?
SLY S AR ANN SÓKN ADEILD
lögreglunnar í Reykjavík óskar
eftir að hafa tal af vitnum að slysi
á afrennsli frá Bústaðavegi niður
á Kringlumýrarbraut síðdegis á
fimmtudag.
Tólf ára stúlka, sem leiddi hjól
yfir götuna, slasaðist mikið þegar
hún varð fyrir Cherokee jeppa.
Slysið varð rétt fyrir kl. 16 á
fimmtudag.
Kynning á
nýjungum í
samskipta-
tækni
ENDURMENNTUNARSTOFN-
UN Háskólans stendur fyrir kynn-
ingu á nýjungum í samskipta-
tækni 2. og 3. apríl nk. Kynnt
verður Samnetið (ISDN), mögu-
leikar og búnaður á íslandi, fram-
tíðarsýn í samnetstækni, breið-
bandssamnet þ.m.t. ATM og
SDH, Mynd-að-vild; sjónvarp að
vali viðtakenda og möguleikar
sem því tengjast, nýjungar í flutn-
ingstækni alnetsins, nýjar eftir-
litsaðferðir með tölvunetum, hrað-
ur gagnaflutningur á venjulegum
símalínum og þráðlaus tölvufjar-
skipti á íslandi.
Leiðbeinendur verða þeir Einar
H. Reynis rafvirkjameistari og
Magnús Hauksson rafmagnsverk-
fræðingur, báðir hjá Pósti og
síma.
Skráning og nánari upplýsingar
fást hjá Endurmenntunarstofnun
Háskólans.
Páskaeggja-
mót í skák
TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur
páskaeggjamót inánudaginn 1.
apríl kl. 17.15. Teflt verður í
Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi. Páskaegg verða veitt í verð-
laun fyrir 3 efstu sætin. Þátttöku-
gjald er 100 kr. fyrir félagsmenn
en 200 kr. fyrir aðra. Allir ungl-
ingar á grunnskólaaldri mega
taka þátt.
FRETTIR
FERÐAÁÆTLUN Útivistar 1996.
Ferðaáætlun Útivistar
kynnt í Ráðhúsinu
FERÐAÁÆTLUN Útivistar verður
kynnt og afhent í Ráðhúsi Reykja-
víkur laugardaginn 30. mars á milli
kl. 14 og 16. Kynningin fer fram
við Íslandslíkanið og á staðnum
verða fararstjórar til skrafs og
ráðagerða.
Ferðaáætlunin er gefin út með
nýju sniði og í henni er að finna
ÚTIVIST skipuleggur göngu
sunnudaginn 31. mars þar sem
elsta alfaraleið landsins gæti hafa
legið. Hér er um að ræða fornleið
frá Vík (Reykjavík) á Selljarnar-
nesi hinu forna þar sem fyrsta
fjölskyldan með fasta búsetu á
Islandi er sögð hafa búið.
Mýrlendi milli skógivaxinna
hæða, ár og lækir mótuðu val land-
nema á þessari leið. Eftir gömlum
kortum að dæma hefur leiðin leg-
ið frá Vík með Tjörninni að vest-
anverðu yfir svæðið milli Vatns-
mýrar og Seljamýrar, síðan norð-
an við Stóru-Óskjuhlíð og yfir
lægðina (Skarðið) milli Óskjuhlíð-
ítarlegar upplýsingar um ferðir fé-
lagsins, sem er um 200. Áætlunin
nær frá apríl 1996 til mars 1997
og skiptast ferðirnar í þrennt: Dags-
ferðir, helgarferðir og sumarleyfis-
ferðir. Margar nýjungar er að finna
í ferðaáætluninni bæði hvað varðar
ferðamöguleika og ferðatilhögun í
öllum flokkum.
anna. Skamint austan lægðarinnar
var hægt að fara yfir á leið sem
lá til landnáms Ásbjarnar Össurar-
sonar, Steinunnar gömlu og fleiri
landnámssvæða suður með sjó.
Áfram var haidið inn Bústaðaháls-
inn sunnanverðan og yfir Elliða-
árnar, en þar dálítið ofar skiptust
leiðir til Vestur-, Norður- og Suð-
urlandsins.
Frá vegamótum ofan Elliða-
ánna var farið yfir Jörfann, fyrir
Grafarvog og vestan undir
Keldnaholti yfir að vaði á Úlfarsá.
Þar lýkur áfanganum.
Lagt verður upp í gönguferðina
frá Ingólfstorgi kl. 10.30.
Rýmingar-
áætlun kynnt
á Siglufirði
Siglufirði. Morgunblaðið.
NÝ rýmingaráætlun og reitarkort
vegna snjóflóðahættu á Siglufirði
hefur verið útbúin og dreift í öll hús
á staðnum. Áætlunin og reitarkortið
er unnið af Veðurstofu Islands í sam-
vinnu við Almannavarnir ríkisins og
heimamenn.
Um er að ræða fyrirkomulag til
bráðabirgða sem á að auka öryggi
íbúa á Siglufirði á meðan verið er
að afla fyllri þekkingar, setja reglur
um hættumat og notkun þess og
reisa varnarvirki gegn snjóflóðum.
Á vegum Veðurstofu Islands og
umhverfisráðuneytisins er hafinn
undirbúningur undir hönnun varn-
armannvirkja og að sögn Björns
Valdimarssonar, bæjarstjóra á Siglu-
fírði, eru heimamenn einnig að kanna
hvaða varnarleiðir eru bestar út frá
þeirri þekkingu sem er til staðar í
dag. Björn sagði að mikil áhersla
væri lögð á að fljótlega verði teknar
ákvarðanir um hvernig veija eigi þau
svæði sem talin eru í mestri hættu.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
SÓLVEIG, eigandi Mensýjar,
með þremur starfsstúlknanna
á stofunni, Örnu, Ingu Birnu
og Líneyju.
Hárgreiðslu-
sýning á Hótel
Selfossi
Selfossi. Morgunblaðið.
HÁRGEIÐSLU- og snyrtistofan
Mensý að Tryggvagötu 8 á Selfossi
heldur upp á 10 ára afmæli sitt á
laugardagskvöld, 30. mars, með mik-
illi hárgreiðslusýningu á Hótel Sel-
fossi.
Húsið opnar klukkan 21.00 með
sýningu á snyrtivörum og vörum
tengdum starfsemi stofunnar frá öll-
um söluumboðum sem eru í viðskipt-
um við Mensý. Sjálf hárgreiðslusýn-
ingin með 39 módelum hefst klukkan
11.00 en selt er inn í á sýninguna
frá klukkan 10.30. Sýndar verða all-
ar gerðir hárgreiðslu og tískusýning
verður um leið í nokkrum sýningar-
atriðanna á fatnaði frá verslununum
Baron og Maí á Selfossi. Auk tísku-
sýningaratriða verður hressilegum
dansatriðum skotið inn á milli til að
lífga upp á stemmninguna.
Eigandi Mensýjar er Sólveig Hall-
grímsdóttir.
Raðganga Utivistar 1996
Sportleguf og spennandi
- og um leið rúmgóður og þægilegur 5 manna bíll!
Verð aðeins
kr. 1.317.000
OPID FRA KL. 9-18, LAUGARDAGA12-16
mrm Æwes'ma&mwrm mjumtST
in HHa MrWKSm. ii HBita.
SKÚIAGÖTU 59 * SÍMI 561 9550