Morgunblaðið - 30.04.1996, Page 6

Morgunblaðið - 30.04.1996, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Island á fundi Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar um frelsi í fjarskiptum Sömu reglur og á EES-svæðinu Morgunblaðið/Ásdís TELJA má líklegt að hermitækið í Laugardal eigi eftir að höfða til yngstu kynslóðarinnar. Rússíbanahermir í Laugardalnum MIKIL óvissa ríkir um niðurstöðu fundar Alþjóðaviðskiptastofnunar í Genf um aukið frelsi í fjarskiptum, en ráðgert er að fundinum ljúki í dag. Astæðan er einkum sú að Bandaríkjamenn eru mjög ósáttir við hversu skammt tilboð margra annarra ríkja, einkum Asíuríkjaj í þessum efnum ganga. Tilboð Is- lands í viðræðunum var lagt fram sl. föstudag og samkvæmt því er gert ráð fyrir að frelsi í fjarskipta- málum gildi hér að mestu leyti frá ársbyijun 1998. Guðmundur B. Helgason, sendi- ráðsritari og varafastafulltrúi ís- lands hjá Alþjóðaviðskiptastofnun- inni, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að mikil óvissa ríkti um lyktir fundarins vegna óánægju Bandaríkjamanna og eflaust myndi niðurstaðan ekki skýrast fyrr en í lokin í dag. Gagnrýni Bandaríkja- manna beindist ekki síst að þeim ríkjum sem væru með einokun í ALÞINGI samþykkti í gær breyt- ingu á skaðabótalögunum en sam- kvæmt henni hækkar svonefndur margföldunarstuðull, sem mælir íjárbætur vegna örorku, úr 7,5 í 10 hinn 1. júlí næstkomandi. Lagabreytingin gerir einnig, ráð fyrir að skipuð verði nefnd til að vinna að heildarendurskoðun skaða- bótalaga og dómsmálaráðherra leggi nýtt frumvarp fram á Alþingi ekki síðar en í október á næsta ári. Alþingi samþykkti einnig í gær fjarskiptamálum og vildu viðhalda slíku kerfi áfram. Samkvæmt til- boðum margra þessara ríkja væri ekki gert ráð fyrir breytingum þar á. Þessi ríki vildu ekki skuidbinda sig til að koma á fijálsræði og gert væri ráð fyrir að hugsanleg sam- keppni grundvallaðist á leigðum rásum frá einokunaraðila. Opinn samkeppnismarkaður Guðmundur sagði að tilboð okkar á fundinum væri í aðalatriðum í samræmi við afstöðu Norðmanna og Evrópusambandsríkjanna. Sam- kvæmt tilboðinu væri gert ráð fyrir að þær reglur sem giltu í þessum efnum á Evrópska efnahagssvæð- inu giltu einnig gagnvart þeim ríkj- um sem ættu aðild að Alþjóðavið- skiptastofnuninni. Það þýddi í stærstu dráttum að frá 1. janúar 1998 væri fjarskiptamarkaðurinn nokkuð opinn samkeppnismarkað- breytingu á umferðarlögum, sem gerir ráð fýrir því að heimilt verði, gegn 25 þúsund króna gjaldi, að leyfa bíleigendum að velja sér einkanúmer á bíla sína, í stað þeirra númera sem nú eru notuð. Þing- menn stjórnarandstöðunnar sátu hjá við afgreiðslu lagabreytingar- innar, að undanskildum Kristni H. Gunnarssyni Alþýðubandalagi og Jóhönnu Sigurðardóttir Þjóðvaka sem greiddu atkvæði með ásamt þingmönnum stjórnarflokkanna. SETTUR hefur verið upp hermir við sundlaugina í Laugardal. Hermirinn líkir eftir raunveru- legum atburðum eða ímynduð- um. Fjórtán manns komast í herminn í einu og hver ferð tek- ur að jafnaði um fimm mínútur. Hermirinn líkir eftir rússíbana, skíðabruni og kappakstri. Hermirinn er klefi sem situr á vökvastýrðum tjökkum sem hreyfa klefann til að líkja eftir atburðum sem farþegar sjá á skjá. Vökvastýrðu tjökkunum er stýrt af tölvu. Ferðin kostar 400 kr. og börn á aldrinum 4-14 ára komast aðeins í herminn í fylgd með fullorðnum. Að sögn Sigurð- ar Kolbeinssonar, sem stendur að þessu framtaki, verður herm- irinn við sundlaugina í Laugardal næstu fimm mánuði en eftir það verður hann staðsettur á Kringlutorginu. 38% fall í bóklegu ökunámi HLUTFALL ökunema sem falla á bóklegum hluta öku- náms eykst verulega um þetta leyti árs. í apríl féllu 38% af þeim sem prófið þreyttu. Kjartan Þórðarson hjá Um- ferðarráði segir að um 25% þeirra sem Jireyta skriflegt próf nái að jafnaði ekki lágmarks- einkunn en í aprílmánuði komi toppur enda sé mikill álagstími þá hjá unglingum þár sem þeir séu í prófum í skólum. Ný skrifleg próf voru fyrst lögð fyrir ökunemendur 1993 og 1. apríl var aksturspróf einn- ig þyngt. Kjartan segir að þeim nemendum sem falli í aksturs- prófi hafi fjölgað talsvert. Áður var hlutfall þeirra sem féllu 1-2% en er nú um 15%. Ökunemar fá þtjár tilraunir til að standast skriflegt próf og tvær tilraunir til að standast aksturspróf. Ein vika verður að iíða milli prófa. Þurfi þeir fleiri tilraunir verða þeir að greiða nýtt prófgjald 4.500 kr. og það verða að líða tvær vikur milli prófa. Ætlast er til þess að ökunemi sem fellur á aksturs- prófi taki 2-3 ökutíma hjá öku- kennara áður en hann þreytir prófið á ný. Úr lífshættu DRENGURINN sem meiddist á höfði við fall af kletti í Elliða- árdal á föstudag er kominn úr lífshættu, að sögn læknis á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Líðan hans og batahorfur eru eftir atvikum góðar. Dreng- urinn var enn á gjörgæslu í gær en vonast var til að hann færi á almenna deild í dag. Rændi veski út um bíl- glugga MAÐUR teygði sig út um bíl- glugga og hrifsaði veski af konu sem var á gangi á Hverf- isgötu aðfaranótt laugardags- ins. Konan var ásamt vinkonu sinni á gangi á Hverfisgötu, móts við Frakkastíg, þegar grárri Mazda 626 bifreið var ekið að henni. Farþegi teygði sig út um glugga og kippti í veski konunnar. Hún taldi að skorið hefði verið á ólina. Þjóf- urinn náði til sín veskinu og ók síðan á brott. Konan sagði lögreglu að hún hefði í fyrstu talið að um grín væri að ræða en þegar hún áttaði sig á að hún hefði verið rænd á þennan bíræfna hátt ákvað hún að kæra. Málið er til rannsóknar. Fimm menn ákærðir í fyrsta dómsmálinu sem snýst um innflutning og sölu á E-pillum hér á landi Játar að hafa selt um 200 ungmennum E-pillur MÁL ákæruvaldsins gegn fimm mönnum, 23-26 ára, sem eru ákærðir fyrir innflutning og sölu á um 850 E-pilluny var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. í málinu liggja fyrir játning- ar tveggja mannanna um að hafa selt E-pillur til ungmenna, þar af hefur annar þeirra játað að hafa selt allt að 200 ungmennum efnið. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa játn- ingar og upplýsingar um svo víðtæka smásölu á fíkniefnum sjaldan eða aldrei legið fyrir við meðferð fíkniefnamáis fyrir dómstólum hér á landi. Þetta er fyrsta dómsmálið hér á landi sem snýst um innflutning og dreifingu á E-pillum í svo miklu magni. Mennirnir komu fyrir dóm í gær og játuðu fjórir þeirra sakargiftir í aðalatrið- um en einn sagði ákæruna ranga. Þrír mannanna fimm eru ákærðir fyrir brot á 173. grein a. í almennum hegningarlögum en þar er allt að 10 ára fangelsi lagt við því að láta mörgum mönnum í té ávana- og fíkniefni eða afhenda þau gegn verulegu gjaldi eða á annan saknæman hátt. Tveimur þeirra er gefið að sök að hafa í fé- lagi flutt til landsins samtals um 500 töflur sem þeir hafi talið að innihéldu allar efnið MDMA og teldust því E-pillur. Töflurnar hafi mennirnir, sem játuðu sakar- giftir í gær, keypt í London á 570 þúsund krón- ur, eða rúmlega 1.000 krónur hvetja töflu. ís- lendingur, ‘sem í samræmi við framburð mann- anna tveggja er sakaður um að hafa selt þeim efnin í London, ber af sér sakargiftir. Seldi 332 E-pillur frá júlí fram í október Eftir að hafa keypt töflurnar 500 af honum er mönnunum tveimur gefið að sök að hafa flutt þær inn til landsins í þvi skyni að skipta hagn- aði af sölu þeirra með sér að jöfnu. Hluti efnis- ins sem þeir fluttu inn reyndist ekki vera inni- halda MDMA sem er hið virka efni í E-piilum heldur ketamín/endorfín. Þeir seldu svo manni um 350 töflur fyrir 2.000-2.800 krónur hveija töflu en 85 töflur fundust við handtöku innflytjendanna tveggja. Sá sem keypti töflurnar af þeim játaði í gær sakargiftir. Þær eru að hafa fram í október selt efnið á um 3.500 krónur hveija töflu til fjöl- margra ungmenna i Reykjavík. Hann átti eftir 18 töflur þegar hann var handtekinn. Mannréttindasáttmáli Evrópu Jafnframt játaði hann að hafa ásamt félaga sínum, sem er fimmti sakborningur málsins, áður flutt inn 342 E-pillur sem þeir keyptu í London fyrir um 300 þúsund krónur, og selt þær á 3.000 krónur stykkið hér á landi. Þessar töfl- ur fluttu mennirnir inn í rhars 1995 og gengu þær til þurrðar um mánaðamótin maí/júní það ár. Við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær tók Egill Stephensen sækj- andi málsins fram að ákæruvaldið óskaði eftir að hinum ákærðu yrðu ekki kynntir framburðir hver annars fyrr en eftir að þeir hafa gefið skýrslu fyrir dómi. Vísaði Egill m.a. til dóms Hæstaréttar frá í apríl 1994 þar sem verjendum sakborninga í hinu svonefnda Stóra fíkniefna- máli, var meinað að kynna skjólstæðingum sínum framburði. Sigurbjörn Magnússon hri., veijandi þess mannanna sem kveðst saklaus af ákærum í E-pillumálinu, mótmælti ósk ákæruvaldsins í gær og kvaðst áskilja sér rétt til að kynna umbjóðanda sínum gögn málsins. Ákæruvaldið krafðist ekki úrskurðar um þetta atriði en Guðjón St. Marteinsson, dómari máls- ins, bókaði að hann teldi að með lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu hér á landi — en hann öðlaðist lagagildi hér á landi nokkrum klukkustundum eftir að fyrrgreindur dómur Hæstaréttar féll — hefði réttarstaða breyst frá því í Stóra fíkniefnamálinu. Því yrði nú ekki lagt bann við því að veijendur kynntu umbjóð- endum sínum gögn málsins. Alþingi breytir skaðabótalögum Stuðullinn hækkar úr 7,5 í 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.