Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Umsvifamesta sjónvarpsstöð heims gerir þætti um Island JAPANSKA ríkissjónvarpið, NHK, umsvifamesta sjónvarps- stöð í heimi, vinnur nú að gerð fimm þátta um ísland sem sýnd- ir verða á sérstakri tilraunarás fyrir háskerpusjónvarp í Japan. Gert er ráð fyrir að þættirnir verði tilbúnir til sýningar í haust. Um 130.000 Japanir taka þátt í tilraunum með háskerputækin og segir Anna Hildur Hildibrands- dóttir, sem vinnur að heimildaöfl- un og skipuleggur ferðir þátta- gerðarfólksins til íslands, að þættirnir verði líka sýndir á gervihnattarás NHK þegar þar að kemur. Stærsta rás NHK nær til 140 milljóna áhorfenda að hennar sögn. NHK er stærsta sjónvarpsstöð í heimi að sögn Önnu Hildar og er með fjölda rása og útibú víðs vegar um heim. Um 14.000 manns vinna hjá stöðinni og að- stoðar Anna Hildur þáttastjórn- andann Claire Whalley, sem starfar í Lundúnaútibúi NHK. Þar eru framleiddir heimildar- þættir og afþreyingarefni frá Evrópu fyrir Japansmarkað og starfrækt fréttastofa. Landslag í þrívídd - „Venjulegt sjónvarpstæki er kannski með 550-650 línur en háskerputækin, sem verið er að prófa, 1.100-1.200 og myndin framkallast því nánast í þrívídd,“ segir Anna Hildur og bætir við að við gerð þáttanna sé mikil áhersla lögð á fallegar baksýnis- myndir og að draga fram and- stæður íslenskrar náttúru. Hver þáttur verður 20 mínútna langur og segir hún að jafnframt verði klipptur styttri þáttur úr hinum fimm til sýningar. í einum þætti er sjónum beint að eld- virkni, jarðhita og jöklum, í öðr- um andstæðum íslenskrar nátt- úru, þá er fjallað um fiskveiðar, æsku landsins og menningararf- leifð og menningarlíf þjóðarinnar. Þáttagerðarfólkið, fimm Bret- ar, kemur 14. júní svo hægt sé að mynda hátíðarhöld á þjóð- hátíðardaginn, að sögn Önnu Hildar, og verður á landinu í mánuð. Einn íslendingur aðstoð- ar hópinn auk hennar og verður því um sjö manns að ræða. Hald- ið verður til Djúpavogs, Vest- mannaeyja, Hveragerðis, Víkur í Mýrdal, í Húsafell og til Flateyr- ar. Einnig verður farið á jöída og helstu náttúruperlur skoðaðar og kemur hópurinn í vettvangs- ferð í þessum mánuði, segir Anna Hildur að lokum. Útvarpsréttar- nefnd fundar ÚTVARPSRETTARNEFND kom saman til fundar síðastliðinn þriðju- dag. Kjartan Gunnarsson, formaður nefndarinnar, varðist allra fregna um það hvaða mál hefðu verið tek- in fyrir á fundinum þegar Morgun- blaðið ræddi við hann. Næsti fundur nefndarinnar hefur ekki verið ákveðinn. Kjartan sagði að um reglubund- inn fund nefndarinnar væri að ræða og ekkert um hann að segja. Að- spurður hvort umsókn hins nýja sjónvarpsfélags Bíórásarinnar hefði verið tekin fyrir á fundinum sagði Heimsþekktur háqæoa sænskur ^ útivistar- fatnaöur og viölegu- búnaour Fagmennska í átivist Gæðavnl eru Itfsgæði .. Góðtir ferðafélagí hann svo ekki vera. Sú umsókn væri til meðferðar hjá nefndinni, en það væru ýmsir aðilar sem þyrftu að veita umsagnir sínar um um- sóknina áður en hægt væri að taka hana fyrir. Hann sagði aðspurður að eins og skýrt hefði verið frá í blöðum lægi einnig fyrir nefndinni erindi frá íslensku sjónvarpi hf. og það væri til meðferðar. Um er að ræða mótmæli Stöðvar 3 vegna sviptingar á hluta af þeim útsendingarrásum sem henni hafði verið úthlutað. NTL E I G A N ■ UMVISTARÖUÐIN vlð UO'IOK^imilöt.loðina, mm'ÍMOHOO oq 55taor2. FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn ANGELA Cseho fannst látin neðan við neðsta hamrabeltið fyrir miðri mynd. Talið er að hún hafi hrapað um 300 metra. Fannst látin í hlíðum Búrfells LÍK ungversku stúlkunnar Angelu Cseho, sem leitað hefur verið und- anfarna daga, fannst í suðvestur- hlíðum Búrfells í fyrrinótt. Talið er að hún hafi hrapað í fjallinu og látist samstundis. Lík konunnar var flutt til Selfoss. Starfs- menn í Búrfellsvirkjun fundu bíl Angelu fastan í aurbleytu á vegarslóða í Búrfells- skógi í Þjórsárdal. Lög- reglan í Reykjavík til- kynnti lögreglunni á Selfossi um fundinn kl. 19.30 í fyrrakvöld. Vegarslóðinn liggur vestur með Búrfelli og suður fyrir fjallið og er vart fær öðrum bfl- um en jeppum. Slóðinn er lítið ekinn og er illa farinn eftir veturinn. Starfsmennirnir voru á eftirlitsferð þegar þeir óku fram á rauða Nissan Sunny-bifreið Angelu tæpa fjóra km frá Búrfellsvirkjun. Þar hafði hann verið spólaður niður í ræsi og sat þar fastur. Að sögn lögreglunnar voru engin spor á svæðinu né önnur ummerki Morgunblaðið/Sverrir RAUÐ Nissan Sunny-bifreið sem Angela ók fannst í Búr- fellsskógi. enda er slóðin líklega um tíu daga gömul. Bíllinn var læstur og eðlilega frá honum gengið. í honum var ýmislegt sem tilheyrði Angelu. Kallaðar voru út þijár björgunar- sveitir úr Rangárvalla- sýslu og fleiri björgun- arsveitir annars staðar af landinu tóku þátt í leitinni. í fyrstu var leitað með sporhundi frá bílnum í átt að Búrfellsvirkjun og var það svæði fínkembt, að sögn lögreglu. Klukkan 4.05 tilkynnti félagi í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði, sem hafði sporhund meðferðis, að konan hefði fundist mjög of- arlega í Búrfelli í suð- vesturenda fjallsins. Hún var látin þegar að var komið. Fjallið nánast ókleift á þessu svæði Staðurinn þar sem hún gekk upp í fjallið er um 900 m frá þeim stað sem hún yfirgaf bílinn. Þar gekk hún upp brattan gilskorning og seg- ir lögregla að hún virðist hafa ætlað að komast upp á ljallstoppinn um hann. Svo virðist sem hún hafi hætt við það og leitað uppgöngu örlítið sunnar þar sem mikið kletta- belti stendur út úr fjallinu. Þar er talið að hún hafi hrapað um 300 metra í stórgrýti og miklum bratta. Við rannsókn málsins fékk lög- reglan á Selfossi vana fjallgöngu- menn í lið með sér til þess að at- huga hvort íjallið væri kleift á þessu svæði en svo reyndist varla vera. Ijögreglan dregur þá ályktun af því að konan hafi ætlað að klifra upp klettabeltið en fallið áður en hún komst upp á fjallið. Konan var mjög vel búin til íjallaklifurs, í góðum skóm og kuldagalla. GSM-farsími fannst á konunni og er talið hugsan- legt að hún hafi ætlað upp á fjallið til þess að ná símasambandi og láta vita af sér. Lögreglan telur af um- merkjum að dæma að slysið gæti hafa gerst fyrir um tíu dögum. Angela Cseho. FIB krefst lækkunar vörugjalda af bifreiðum FÉLAG Islenskra bifreiðaeigenda skorar á fjármálaráðherra og Al- þingi að beita sér nú þegar fyrir breytingu á vörugjaldi bifreiðainn- flutnings á þann hátt að fækka gjaldflokkum og lækka skattlagn- ingu. Árni Sigfússon, formaður FIB, segir að lægri gjaldtaka sé fallin til að auka öryggi I umferðinni, bæta hag stórra fjölskyldna, auka hag- kvæmni í rekstri bifreiða, stuðla að minni mengun og koma á móts við þarfir þeirra sem búa í dreifbýli. Vörugjald af innfluttum bílum er núna innheimt í fjórum gjaldflokkum eftir vélastærð. Gjaldið er 30% fyrir bíla með innan við 1,4 lítra vélar, 40% fyrir vélar á bilinu 1,4-2 lítra, 60% fyrir véiar 2-2,5 lítra og 75% fyrir bíla með yfir 2,5 lítra vélar. Árni sagði FÍB þeirrar skoðunar að óeðlilegt væri að mismuna í inn- flutningi á einni vörutegund með þessum hætti. Sér væri ekki kunn- ugt um að þetta væri gert í innflutn- ingi á öðrum vörum. Best færi á því að hafa aðeins eitt vörugjald fyrir allan bifreiðainnflutning. FÍB gerði sér hins vegar grein fyrir að ólíklegt væri að slík krafa næði fram að ganga í einu stökki og þess vegna legði félagið til að teknir yrðu upp þrír flokkar og gjaldtaka minnkuð. Gjaldflokkum fækkað Tillaga FÍB er að gjaldið verði 30% fyrir bíla með vélastærð undir 1,6 lítrum, 40% fyrir vélar á bilinu 1,6-2,5 lítrar og 60% fyrir bíla með vélar yfir 2,5 lítra. Árni sagði að áhrifin af þessum breytingum yrðu þær helstar að verð á fjórhjóladrifn- um bílum lækkaði mest. Munurinn hvað varðar minni bíla yrði sá að bílkaupendur ættu kost á að kaupa betur búna og þar með öruggari bíla. Árni sagði að færa mætti gild rök fyrir því að ríkissjóður tapaði ekki tekjum á þessari breytingu. Þetta gerði fólki kleift að kaupa dýrari bíla, sem bæru hærri skatta. Þessir bílar væru jafnframt búnir betri ör- yggisútbúnaði og væru sterkbyggð- ari, en í ljósi nýjustu upplýsinga um kostnað samfélagsins af bílslysum myndu slíkir bílar draga úr þessum kostnaði. Öruggari bílar ættu að vera eðlilegur kostur en ekki lúxus. Árni sagði að núverandi fyrir- komulag væri í eðli sínu fyrst og fremst fjölskyldu- og dreifbýlisskatt- ur. Hann kæmi verst við stórar fjöl- skyldur, sem þyrftu stóra bíla og íbúa dreifbýlisins sem þyrftu á kraftmiklum bílum að halda til að komast um í erfiðri færð. I > \ í > í lí * i I I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.