Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samgöngunefnd afgreiðir frumvarp um Póst og síma hf. Tekið er fyrir tvö- faldan biðlaunarétt SAMGÖNGUNEFND Alþingis hef- ur afgreitt frumvarp um að Póst- og símamálastofnun verði breytt í hlutafélag í eigu ríkisins. Meirihluti nefndarinnar leggur til ýmsar breytingar á frumvarpinu, sem varða meðal annars biðlaunarétt starfsmanna Póst- og símamála- stofnunar. Að sögn Einars K. Guðfinnssonar formanns nefndarinnar gera breyt- ingartillögur nefndarmeirhlutans ráð fyrir að starfsmenn Póst- og símamálastofnunar geti flutt þann biðlaunarétt, sem þeir hafí áunnið sér, inn í hið nýja fyrirtæki Póst og síma hf. Hins vegar væri klár- lega tekið fyrir að starfsmennirnir fái tvöfaldan biðlaunarétt, það er 1 GÆR afhenti Elías Davíðsson forseta Alþingis skjöl um meint brot utanríkisráðhera, Halldórs Ás- grímssonar, á íslenskum og alþjóða- lögum, með áskorun um að Alþingi beiti ákæruvaldi sínu í þessu máli, geti bæði flutt með sér biðlaunarétt í nýja félagið og krafíð Póst- og símamálastofnun um biðlaun. Efasemdum eytt í fyrstu umræðu á Alþingi um frumvarpið um Póst og síma hf. komu fram efasemdir frá þing- mönnum um að það stæðist ný- genginn dóm Héraðsdóms Reykja- víkur um biðlaunarétt starfsmanna Síldarverksmiðja ríkisins eftir að verksmiðjunum var breytt í SR- mjöl hf. Þessi dómur byggðist á því að starf hjá ríkisfyrirtæki og hlut- afélagi væri ekki sambærilegt og á því byggðist biðlaunarétturinn. Einar sagði að þeim efasemdum hefði nefndarmeirihlutinn eytt með í samræmi við 14. gr. stjórnar- skrár. Brotin sem um ræðir eru stuðningur við aðgerðir sem fela í sér manndráp, alþjóðleg hryðjuverk og stríðsglæpi, segir í fréttatilkynn- ingu. því að vísa í lagatextanum í þau lög um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna sem yrðu í gildi þegar lögin um Póst og síma hf. tækju gildi. Þar væri gert ráð fyr- ir því, að það frumvarp um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, yrði orðið að lögum, en þar væru tekin af öll tvímæli varð- andi þetta mál. En jafnframt hefði samgöngunefnd lagt áherslu á, að frumvarpsgreinin, sem fjallar um biðlaunaréttinn, stæði sem mest sjálf og því var reynt að vanda mjög til hennar. Einar sagðist aðspurður ekki telja að frumvarpið um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna væri forsenda þess að mögulegt væri að hlutafjárvæða Póst- og símamálastofnun. Hins vegar væri ljóst, að frumvarpið tryggði að ekki yrði um að ræða tvöfaldar biðlaunagreiðslur. Meirihluti samgöngunefndar leggur einnig til að stofnfundur hlutafélagsins Pósts og síma hf. verði 27. desember á þessu ári og félagið taki til starfa 1. janúar 1997, en í frumvarpinu er miðað við 1. október á þessu ári. Afhenti skjöl um meint brot ráðherra Morgunblaðið/Hallgrímur Verksmiðja flytur UM þessar mundir standa yfir flutningar á vélum og búnaði Vestdalsmjöls hf. á Seyðisfirði til Þorlákshafnar en mikið Ijón varð á verksmiðjunni í snjóflóði síðast- liðinn vetur. Að sögn Péturs Kjartanssonar stjórnarformanns hefur verið stofnað nýtt félag um verksmiðjuna í Þorlákshöfn með þátttöku heimamanna, sem munu endurreisa og reka verk- smiðjuna. Einn af fjórum þurrk- urum er þegar kominn til Þor- lákshafnar og er gert ráð fyrir að lokið verði við að setja verk- smiðjuna upp í haust. Meiðyrðamál vegna ummæla um ræktunarstöð í Litháen Sýkna og málskostnaður felldur á stefnendur ÁRSALIR ehf. í'f.nnA lágmúu 5, " n rn rr 533-4200 • FA\ 533-4206 Selvogsgrunn. uo fm einb. með bílskrétti. 2 stofur, 3 svefnherb., eldhús og bað. Fallegur garður. Tilboð óskast. Hringbraut — Hf. Glæsil. nýtt tvíb. með bílsk. Fráb. útsýni yfir höfnina í Hafnarfirði. Hléskóar — einb. •- tvíb. Mjög vandað hús með bílsk. Vilja gjarn- an skipta á minni eign. Raðhús í Seljahverfi. Mjög vandað 238 fm raðhús með mögul. á 2ja herb. íb. í kj. ásamt stæði í bílskýli. Mögul. á eignask. Hrísmóar — Gb. Falleg 102 fm íb. á 3. hæð. Stutt í alla þjónustu í miðbæ Garöabæjar. Verð 8,4 millj. Digranesvegur 56. 110 fm sérhæð á frábærum útsýnisst. Til afh. strax. Bílskróttur. Laekjarberg — Hf. Fokhelt einbhús á einum besta stað í Setbergs- landi. Verð 12,1 millj. Fífurimi. Vel skipul. 120 fm efri sérhæð ásamt bílsk. 3 svefnherb., stofa, eldhús og bað. Þvhús á hæð- inni. Ræktuð lóö. Verð 10,4 millj. Áhv. langtímalán 5,1 millj. Mosarimi. Raðhús á einni hæö ca 144 fm á byggstigi. Verð 7,7 millj. Ásgaröur 38. Nýstandsett 2ja herb. íb. í raðhúsi. Ný glæsil. eldhús- innr. Parket á allri íb. Enginn hússjóður - allt sér. Áhv. byggsj. 3,2 millj. Verð aðeins 5,9 millj. Góð einstaklingsíb. í Hraunbæ 2. Ágæt einstaklíb. á jarðhæð. Verð aðeins 1,5 millj. Áhv. 250 þús. Atvinnuhúsnæði. Höfum ýmsar stærðir af atvinnuhúsn. til sölu eöa leigu. Nánari uppl. í síma 533 4200. Nú er góður sölutími og því vantar okkur alar gerðir fasteigna á söluskrá. Skoðum strax. Sími 533 4200. Veitingarekstur við Laugaveg. Glæsil. innr. veit- ingastaður við Laugaveg til sölu. Góð og vaxandi velta. Tilboð ósk- ast. Allar nánari uppl. á skrifst. - 533-4200 FAX: 533-4206 Björgvin Bjðrgvinsson, löggiltor f.st.igiu.an F£lac Fastbojasam 14 milljónir króna í húsvernd BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu umhverfismálaráðs um að veita sex aðilum 1 samtals 14.143.875 króna lán úr Húsvernd- arsjóði Reykjavíkur árið 1996. , Samþykkt var að veita Ingi- björgu Sigurðardóttur og Eygló Sigurðardóttur, 4,6 milljóna króna lán vegna Bræðraborgarstígs 20, kr. 3.373.875 lán til verkmannabú- staða við Hringbraut og Hofsvaila- götu, kr. 2.450.000 lán til Sigur- veigar Káradóttur vegna Lækjar- götu 6B, kr. 1.500.000 til Dagmar- ar Jóhönnu Eiríksdóttur vegna Laugavegs 33B, kr. 720.000 til Einars Guðjónssonar vegna Grettis- götu 46 og kr. 1.500.000 til Egils Egilssonar vegna Garðastrætis 25. ----» ♦ ■»- Hátíðarhöld Norðmanna Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI Norð- manna hinn 17. maí ár hvert minn- ast þeir viðtöku stjórnarskrár Nor- egs er fram fór á Eidsvoll hinn 17. maí 1814. Fjöldi Norðmanna koma jafnan saman og halda daginn hátíðlegan. Konurnar skarta þjóðbúningum héraða sinna og Nordmannslaget í Reykjavík, félag Norðmanna og vina þeirra á Islandi, efnir jafnan til hátíðardagskrár hinn 17. maí ár hvert. Hátíðarhöldin hefjast í Foss- vogskirkjugarði kl. 9.30 og við Norræna húsið klukkustund síðar. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Hjalta Jón Sveins- son, Björn Eiríksson og Bókaút- gáfuna Skjaldborg hf. af öllum kröfum Reynis Sigursteinssonar og Halldórs Gunnarssonar sem höfðu krafist ómerkingar á fjöl- mörgum ummælum sem birtust í tímaritinu Hesturinn okkar í mars 1995. Hjalti Jón er ritstjóri tímarits- ins og höfundur greinarinnar, en tímaritið er gefið út af Skjaldborg og er Björn Eiríksson ábyrgðar- maður þess. í greininni og leiðaranum var til umfjöllunar stofnun ræktun- armiðstöðvar á vegum íslenskra aðila í hrossarækt í Litháen. 2 milljóna króna miskabóta krafist Reynir og Halldór, sem eru í hópi aðstandenda fyrirtækisins, töldu að sér vegið, kröfðust þess að fjölmörg tilgreind ummæli í leiðara og grein yrðu ómerkt, rit- stjórinn og ábyrgðarmaðurinn dæmdir til sektargreiðslu og 2 m.kr. miskabóta auk þess sem viðurkennt yrði brot þeirra á höf- undarrétti Halldórs og Reynis en í greininni var m.a. byggt á óbirtu riti þeirra, sem var skýrsla þeirra með lánsumsókn til Norræna fjár- festingarbankans. Meðal þeirra ummæla sem þeir tilgreindu og kröfðust ómerkingar á úr leiðara blaðsins voru: „... telja hugsjónamenn einmitt fyrirtækjastofnun af þessu tagi - samvinnuverkefni íslendinga og Litháa í hrossarækt - til þess fall- ið að rétta við bágborinn efnahag og atvinnulíf þessa hijáða og fá- tæka lands.“ Einnig: „íslendingar eru aftur á móti spenntir fyrir áhættunni enda vanir því að þurfa að treysta á guð og lukkuna - aldrei vissir um J)að fyrir fram hvort loðnan gengur upp að landinu þetta árið eða ekki. Þeir fjárfesta því óhikað þó þeir viti að ævintýrið geti end- að úti í móa. Svona virðast þeir íslensku hrossabændur vera sem stofnað hafa „ræktunarstöðina“ í Litháen.“ í þriðja iagi ummælin: „en því má ekki gleyma að þegar um svo miklar fjárhagslegar skuldbindingar er að ræða og notkun á opinberu fé, þá er þetta ekki lengur þeirra einkamál.“ Úr greininni var krafist m.a ómerkingar á ummælunum „Til þess að sannfæra ráðamenn bankans um að slíkt sé hér í góðu lagi er þessi skýrsla skrifuð“; “Loks er að nefna að búgarðurinn muni jafnframt þjóna sem vin- sæll ferðamannastaður“ og einnig var t.d. krafist ómerkingar milli- fyrirsagnarinnar „Prestur og alls- heijargoði“. Ekki út fyrir mörk tjáningarfrelsis í niðurstöðum Sigurðar Halls Stefánssonar héraðsdómara er öllum kröfum stefnendanna hafn- að. Björn var sýknaður á þeim forsendum að Hjalti væri ritstjóri blaðsins og nafngreindur höfund- ur greinarinnar og því reyni ekki á ábyrgð ábyrgðarmanns og út- gefanda. ,,[...]Er niðurstaða dómsins varðandi öll framangreind um- mæli sú að engin þeirra séu æru- meiðandi eða óviðurkvæmileg eða að í þeim felist aðdróttun,“ segir í dóminum. Þá segir að Hjalti Jón Sveins- son þyki „eigi hafa með umfjöllun sinni og þeirri gagnrýni, sem þar má greina, farið út fyrir þau mörk sem sett eru rétti manna til tjáningarfrelsis samkvæmt 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins ís- lands og 10. gr. mannréttinda- sáttmála Evrópu[...].“ Niðurstaða dómsins sé sú að sýkna beri Hjalta af kröfum stefn- endanna um ómerkingu ummæia og refsingu vegna þeirra. Þá er því hafnað að frásögn Hjalta Jóns um fyrirtæki stefn- endanna hafi falið í sér uppljóstr- un um einkamálefni þeirra og því vísað frá að brotið hafi verið gegn höfundarverki þeirra með því að vitna til úr réttu samhengi hluta skýrslu sem þeir sömdu til að rökstyðja beiðni um lán úr Nor- ræna fjárfestingarbankanum. Var talið að Halldór væri ekki réttur aðili að slíkri kröfu. Loks var bótakröfum hafnað með vísun tii þess að ekki hafi verið gert líklegt að stefnendurnir hafi orðið fyrir tjóni, miska af umstefndum skrifum um skýrslu, sem víða hafði farið og verið til umræðu manna á meðal og á opinberum vettvangi. Þá var ákveðið að stefnendurn- ir, Halldór og Reynir, skyldu greiða stefndu, Hjalta Jóni og Birni, 300 þúsund krónur í máls- kostnað. Timburhús í Hafnarfirði Til sölu fallegt og mikið endurnýjað timburhús í góðu og rólegu hverfi. Sjá myndir og umfjöllun í nýjasta tbl. Nýs lífs. Nánari upplýsingar í síma 565 3513, einnig hjá Ás fateignasölu, sími 565 2790.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.