Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Innsetningar TUMI Magnússon: „Pappi, lasagne, slímhúð. Tölvumynd 1996 MYNDLIST Nýlistasafnið MÁLVERK- INNSETNINGAR Tumi Magnússon, Stefán Rohner, Magnea Þ. Ásmundsdóttir, IUugi Jökulsson. Opið alla alla daga frá 14-18. Til 19 maí. Aðgangur ókeypis. INNSETNINGAR (installati- on), ásamt nákvæmum útlistun- um á samsetninum myndverka, virðist efst á baugi meðal ungra í dag. Svo er það hugblærinn og andrúmið í kringum verkin sem skipta drjúgu máli, líkast sem það hafi ekki alltaf verið við til- urð listaverka. Hægast er að vera því sammála, að hér sé á ferð hliðstæða, afmörkun og/eða framlenging á hugtakinu um- hverfislist (environment), en list- in kallar alltaf á nýjar skilgrein- ingar og ný hugtök til að rétt- læta og undirstrika að um.fersk- an og gildan framníng sé að ræða. Uppsláttarbækur skil- greina gjörningana á svipaðan veg sem listilega uppsettan bún- að eða innsetningar í rými, sem höfði til skoðandans og leiði til aðskiljanlegra viðbragða hjá hon- um. Aldarfjórðungsgamlar bæk- ur um nýlistir geta þó ekki um Installation sem hugtak í sjónlist- um dagsins. Um leið og skilgrein- ingin „Installation" hefur sótt fram sem aldrei áður, er fyrrum tískuorðið „Environment" mun minna notað er svo er komið, og nú er að sjá hvaða nýyrði komi næst til að varpa ljóma á athafn- imar, því satt að segja er innsetn- ing að verða full klisjukennd skil- greining á skapandi athöfnum. Menn reyna stöðugt að end- urnýja framníngana og þannig er athöfnin að mála komin í leik- inn og nú er liturinn og málverk- ið að vissu marki orðið að um- hverfislist, (sem það hefur alltaf verið í mínum huga) eða á ég að biðjast velvirðingar og segja „innsetningu“. Þannig má skilgreina athafnir Tuma Magnússonar í forsal Ný- listasafnsins, sem hann nefnir „Sósur“, á hvorn veginn sem menn vilja eða eftir þeim forsend- um sem þeir gefa sér, en gjörn- ingurinn leiðir naumast til óvæntra viðbragða. Meðtaka má hann sem eins konar sjónrænan eða „optískan“ inngang að því sem við blasir er inn í gryfjusal- inn er komið, en þar hlýtur skoð- andinn að taka við sér, því um er að ræða mun öflugari skírskot- un. Nú eru málaðir dúkarnir öllu hnitmiðaðari en áður gerðist hjá þessum listamanni og stígandinn á myndfletinum markvissari, hið þokukennda yfirborð hefur vikið fyrir tærari myndhugsun. Má það vera ein sönnun þess að þekking og þjálfun í listum sé ekki af hinu vonda þrátt fyrir allt. Nöfnin koma manni þó spanskt fyrir sjónir, en munu trú- lega vera réttlæting á virkt yfir- borðsins og sannanlegt framlag listamannsins til andfagurfræði dagsins, en þó er gott að hafa þau í öllu nafnaleysi tímanna; „Koppafeiti, vaselín, eyrnamerg- ur og hor“ (2) „Rósablöð, ilm- vatn, slímhúð og parmasanostur" (4) „Hrosshár og sígarettureyk- ur“ (6). Allt eru þetta listilega málaðir flekar með sterkum vísunum og skírskotunum, einkum hinn síð- astnefndi og er langt síðan mað- ur hefur séð jafnvel unnin verk á þessum stað og í ljósi þess má álíta Tuma mjög vaxandi lista- mann. Vel teknar Ijósmyndir Stefáns Rohner á palli skera sig ekkert úr því sem áður hefur sést á þessum stað og er frekar að hug- urinn leiti til upphafsára SÚM hreyfingarinnar, því þótt frá- gangurinn sé ólíkt betri er hug- myndin að baki svipuð. - Það er svo full blönduð inn- setning sem við blasir í SÚM salnum, og framið hefur Magnea Þ. Ásmundsdóttir, þótt samræmi finnist í hugsuninni að baki. Það eru svo miklar fjarlægðir og and- stæður í hinni löngu röð tifandi vísa á vinstri vegg og dagblaða- hrúgunnar á gólfinu og svo upp- límingarinnar á hægri vegg. Hugmyndin, sem nefnist „spegill spegill . . .“ er fullgild og at- hyglisverð en skilaboðin til skoð- andans eru ekki nægilega skýr og afdráttarlaus að mínu mati. - Yfirleitt h’afa það verið hljóðlátar og prúðar innsetningar sem sérstakir gestir safnsins hafa verið með í setustofunni, þótt í einstaka tilviki hafi það skeð að manni hafi fundist þær markverðast af því sem til sýnis var þá stundina. Að þessu sinni er alveg víst að innsetning Illuga Eysteinssonar stelur senunni á efri hæðunum. Illugi nefnir framlag sitt „Ei- ríkur Smith og ég“ og er verkið sett upp sem viðræður milli tveggja greina innan listarinnar, eins og það heitir. Gerandinn hefur borið mikið í verk sitt ásamt því að útskýra athafnir sínar á einblöðungi. Annars veg- ar er það höggmyndin í sígildri framsetningu, þar sem áhorfand- inn og hluturinn eru jafnir. Tveir hlutir aðskildir frá umhverfi sínu, sjálfstæðar einingar þar sem hluturinn er veginn og metinn að stærð og umfangi. Hins vegar umhverfislistaverkið eða innsetn- ingin þar sem áhorfandinn geng- ur inn í verkið. Verkið er bundið stað og tíma vegna þess að um- hverfi þess hefur áhrif á verkið. Ekki bara stærð þess og fyrirferð heldur getur umhverfið haft áhrif á hugmyndina að baki verksins. Stundum er verkið svar eða við- brögð við aðstæðum sem það sit- ur í. I höggmyndalist fornaldar voru menn sér einmitt mjög með- vitaðir um báða þættina. Hið auða rými, að viðbættum tíman- um, var jafn mikilvægt fyrirferð- inni, og jafnframt hluti hennar. í tímans rás hafa kenningasmiðir og títupijónafræðingar kæft með grunnhyggnum fræðum svo mörg einföld sannindi, svo sem o g speki Platons um uppeldi í list- um, sem endurreisnin hóf til vegs aftur með mjög sýnilegum ár- angri. Tilraunin til aðgreiningar þessara tveggja skyldu hugtaka er því dæmd til að mistakast, en hins vegar er þetta mjög vönduð innsetning sem vekur upp við- brögð og skyldi þá ekki tilgangin- um náð? Bragi Ásgeirsson úrval af trjám, runnum og sumarblómum Einnig: Gróðurmold, kurl, blómapottar, áburður, plöntulyf, upplýsingarit, verkfæri o.fl. 9S«VOMSt$ðÍn plöntusalan í Fossvogi Sumarblóm pr. stk. kr. 38 Blómstrandi runnar frá kr. 590 Himalajaeinir kr. 990 Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opið kl. 8 -19. helgar kl. 9 -17. Sími 5641777 • HOLLENSKUR sérfræðingur hefur nú komist að þeirri niður- stöðu að óundirrituð teikning af konu sem gengur með barn í fangi eftir vegarslóða í roki, sé eftir Vincent van Gogh. Það var Sjraar van Heugten við Van Gogh-safnið í Amsterdam sem kvaðst telja teikninguna eftir meistarann en sérfræðinganefnd hafði lýst hana fölsun er hún var tekin til skoðunar á fjórða ára- tugnum. Teikningin er unnin með blýanti, krít og vatnslit. • SÆNSKA tónskáldið Franz Berwald (1796-1868) deildi kröft- um sínum á milli margra og ólíkra hluta. Auk þess að semja tónlist, fékkst hann við bæklun- arlækningar, blés gler og skrif- aði töluvert um félagsleg mál- efni. Nú hafa tónsmíðar hans vakið áhuga manna að nýju á Berwald, sem fullyrt hefur verið að hafi verið eitt helsta tónskáld Svía. Nýverið kom út á breska merkinu Hyperion tvöfaldur geisladiskur nieð helstu sinfón- ísku verkum hans. Sinfóníu- hljómsveit sænska útvarpsins leikur undir stjórn Roy Goodman allar fjórar sinfóníur hans og hluta úr tveimur óperum, „Es- trella de Soria“ og „Drottning- unni af Golconda". Tónlist Ber- wald, sem var samtímamaður Rossinis og Schubert, hefur verið lýst sem blöndu ítalsks léttleika og þýskrar rómantíkur. • BRESKI leikarinn F. Murray Abraham fær heldur slælega dóma fyrir leik sinn f verki Jam- es Goldmans um Tolstoj, sem sýnt verður í The Aldwych í London fram í lok júlí. Abraham, sem þekktastur er fyrir hlutverk Salieris í kvikmyndinni Amad- eus, fær þann dóm í The Inde- pendent&ð leik hans skorti alla þyngd og kraft. Þá þykir leik- dómaranum Htið spunnið í leik- ritið, sem fjallar um síðustu árin í ævi stórskáldsins rússneska, og segir það falla í þá gryfju að „halda að það sé leikrit".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.