Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Grunur um að sprenging hafi orðið í flugvél ValuJet Flugslysið í Flórída vekur umræður um öryggi háloftanna Reuter. «7 00 GRUNUR leikur á að sprenging hafí orðið í fremra flutningarými DC-9 farþegavélar bandaríska flugfélags- ins ValuJet og valdið því að hún hrap- aði í Flórída með þeim afleiðingum að 110 manns iétu lífið. Miklar um- ræður hafa vaknað um öryggi í far- þegaflugi í Bandaríkjunum eftir slys- ið, ekki síst í Ijósi þess að helstu yfir- menn öryggismála í samgöngum hafa lýst miklum efasemdum um ágæti eftirlits með flugvélum. Raymond J. DeCarli, einn aðstoð- aryfirmanna eftirlitsmála í banda- ríska samgönguráðuneytinu, sagði í yfirheyrslu þingnefndar 30. apríl að eftirlit flugmálastjórnar Bandaríkj- anna með flugvélum væri minna en við venjulega bifreiðaskoðun. Flugmálastjómin brást í gær við með því að segja að ráðningu 100 eftirlitsmanna til viðbótar yrði hraðað eftir yfirlýsingu þess efnis frá for- setaembættinu, en gagnrýnendur segja að meira þurfi að koma til; breyta þurfi þjálfun eftirlitsmanna og gera skoðun grundvallaratriða skyldubundna. DeCarli sagði í viðtali við dagblað- ið The Boston Globe í gær að eftirlits- menn flugmálastjómar réðu umfangi skoðunar. Rækilegri skoðun á bílum? „Geturðu hugsað þér að fara með bílinn í skoðun og vita að bremsur og hjólbarðar em aðeins skoðaðir í annað hvert skipti,“ sagði DeCarli. „Það er enginn listi yfir skoðunaratr- iði. Eftirlitsmaður þarf ekki að gera handtak og það er afgreitt sem skoð- un.“ Þingmenn hafa krafist þess að málið verði kannað og fréttir um að flugmálastjórn hafi hvatt eftir- litsmenn til þess að sjá í gegnum fingur sér við ValuJet gætu orðið til þess að málið verði rannsakað sérstaklega. DeCarli hélt því fram að flug- málastjóm hefði ekkert gert til að koma í veg fyrir að óleyfilegir vara- hlutir væra notaðir í flugvélar og í skýrslu, sem ráðuneyti hans hefði gert, kæmi fram að lendingarbún- aður og hreyflar væru aðeins athug- aðir í annarri hverri skoðun fyrir flugtak. Skýrslan, sem DeCarli kynnti fyrir þingnefndinni, var ein heimilda greinar, sem yfirmaður hans, Mary Fackler Schiavo, birti í tímaritinu Newsweek. Þar kvaðst hún frekar sleppa því að fara á ráðstefnur, en að fijúga með ,jaðarflugfélögum“. Ennig kvaðst hún forðast að fljúga með ValuJet vegna tíðra óhappa. Þessi ummæli hafa vakið undrun í þingheimi. Ron Wyden, öldunga- deildarþingmaður frá Oregon, sagði á þriðjudag að það væri „áhyggju- efni“ og „furðuleg staða þegar yfir- maður eftirlitsmála kveðst ekki treysta sér til að fljúga með flugfé- lagi, sem heldur uppi flugi og býður almenningi þjónustu." 50 til 60 súrefniskútar um borð Rannsókn á flugritanum, sem fannst á mánudag, var haldið áfram í gær. Robert Francis, varaformaður bandaríska öryggisráðsins í sam- göngumálum, sagði á þriðjudag að verið gæti að orðið hefði sprenging í vél ValuJet. Sérstaklega væri verið að rannsaka það að um borð í vél- inni voru milli 50 og 60 súrefniskút- ar, sem eru notaðir til að dæla súr- efni í súrefnisgrímur í farþegarými og átti að flytja til Atlanta til skoð- unar og eftirlits. Súrefni er mjög eldfimt. Francis greindi frá því að flugrit- inn sýndi að vélin hefði verið að hækka flugið með eðlilegum hætti á 267 mílna hraða og í 10.628 feta hæð þegar fyrsta vísbendingin um að ekki sé allt með felldu kom í ljós. Vélin hafi lækkað um 815 fet og hraðinn minnkað um 39 mílur á þremur til fjórum sekúndum. 23 sekúndum síðar minnkaði afl- ið, sem hreyflarnir eru knúnir með, allskyndilega, meira á þeim hægri, en ekki er Ijóst hvort þetta var gert vísvitandi eða gerðist vegna bilunar. Frá þessari stundu og fram að því að vélin hrapaði þremur mínútum síðar eru truflanir á hljóðritanum og nema þær allt að nokkrum sek- úndum hver. Þegar vélin var í 7.207 feta hæð og á 299 mílna hraða dett- ur flugritinn út og er ekki vitað hvers vegna. 50 sekúndum síðar skall hún til jarðar. Flugriti stangast á við ratsjá Upplýsingarnar á flugritanum stangast á við það, sem ratsjár á jörðu niðri námu. Ratsjár greindu hvorki að vélin hefði hægt á sér, né lækkað flugið. Gregory Feith, starfs- maður öryggisráðsins, sagði að þetta benti til þess að sprenging hefði ruglað mælingar flugritans. Talið hafði verið að 109 manns Reuter LEITARMENN í hlífðarfötum standa við tjald í leitarstöð á Everglades-svæðinu í Flórída þar sem flugvél með 110 manns um borð hrapaði um helgina. hefðu farist með vélinni, sem var á leið frá Miami í Flórída til Atlanta í Georgíu, en nú er komið í Ijós að 110 létu lífið. Staðfest hefur verið að farþegi einn var með kornabarn, sem ekki var á farþegalista, að því er fram kom í dagblaðinu The Miami Herald í gær. Flugstjóri vélarinnar hafði til- kynnt skömmu eftir flugtak að hann hygðist snúa henni aftur til Miami. Nokkram mínútum síðar hrapaði hún í Everglades-fenjasvæðin í Flórída. Leit á slysstað hefur gengið hægt. Leitarmenn geta aðeins verið að störfum hálftíma í senn og eru þá hreinsaðir með klór. Skyttur eru á varðbergi með riffla til að skjóta krókódíla, sem krökkt er af á þessum slóðum. Hljóðrita vélarinnar er enn leitað. Evrópuráðið í Strassborg Umbóta krafizt í Króatíu Reuter Þýskaland uppfyllir ekki EMU-skilyrðin Brussel. Reuter. Strassborg, Zagreb. Reuter. EVRÓPURAÐIÐ undirbýr nú lista yfir þær kröfur, sem stjórn Franjos Tudjman, forseta Króatíu, verður að uppfylla til þess að landið getið öðlazt aðild að ráðinu. Fastafulltrú- ar aðildarríkja Evrópuráðsins komu sér saman um það á þriðjudag að fresta aðild Króatíu að ráðinu um óákveðinn tíma. Stjórn Tudjmans hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu vegna ákvörðunarinnar. Umbætur innan ákveðins frests Fastafulltrúar hinna 39 aðildar- ríkja Evrópuráðsins munu koma saman á ný 30. maí og samþykkja lista yfir atriði, sem Króatía þarf að kippa í lag áður en til aðildar landsins að ráð- inu getur komið. Að sögn emb- ættismanns Evr- ópuráðsins, sem ekki vill láta nafns síns getið, verður þess m.a. krafizt að Króat- ía sýni meiri vilja til samstarfs við Stríðsglæpadóm- stól Sameinuðu þjóðanna en verið hefur, stuðli að endursameiningu bæjarins Mostar í Bosníu, tryggi lýðræðislegt kjör borgarstjóra Zagreb og heimili Serbum, sem hraktir vora frá Krajina-héraði í fyrra, að snúa aftur til heimila sinna. Farið verður fram á aðgerðir f þessum málum innan þriggja til sex vikna. Óréttlátt gagnvart meiri- Lýðræðis- og Evrópusinnaðir Króatar hafa Iýst vonbrigðum með ákvörðun Evrópuráðsins. „Ákvörð- unin er á vissan hátt óréttlát gagn- vart hinum Evrópusinnaða meiri- hluta króatísku þjóðarinnar," segir stjórnmálaskýrandinn Slaven Letica. Aðrir stjómmálaskýrendur benda á að hin þjóðemissinnaða stjóm Tudjmans kunni að taka eigin völd fram yfir tengsl við Vesturlönd og hafi því vísvitandi spillt fyrir mögu- leikum sínum á aðild. Óánægja með stjórn Tudj- mans fer hins vegar mjög vax- andi í Króatíu og spá margir því að hún verði ekki langlíf. Samkvæmt upplýsingum úr skoðanakönnunum, sem Lýðræðisbandalagið, flokkur Tudjmans, lét gera, nýtur flokkurinn aðeins 17% fylgis meðal borgarbúa í Zagreb. Þessum upplýsingum var „lekið" út af flokksskrifstofunum, en hófsamari armur flokksins vill efla tengslin við Vestur-Evrópuríki. ÞÝSKALAND stenst ekki kröfur Maastricht-sáttmálans vegna þátttöku í hinum peningalega samruna Evrópuríkja (EMU) vegna of mikils fjárlagahalla. Kom þetta fram hjá heimildar- mönnum innan framkvæmda- sljórnar ESB í gær. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, vildi ekki tjá sig um frammistöðu stjórnar sinnar í efnahags- og ríkisfjár- málum er hann kom í eins dags vinnuheimsókn í höfuðstöðvar framkvæmdastjómarinnar í gær. Hér sést hann með Jacques Sant- er, forseta framkvæmdastjórnar- innar. Danmörk, írland og Lúxem- borg em einu ríkin sem uppfylla kröfurnar um fjárlagahalla. Fjár- lagahalli í öllum öðrum ríkjum ESB er yfir þrjú prósent af þjóð- arframleiðslu. Endanleg ákvörðun um hvaða ríki fá að taka þátt í EMU verður þó ekki tekin fyrr en í byrjun ársins 1998 og þá á grundvelli hagtalna fyrir árið 1997. Stefnt er að því að taka upp sameiginleg- an gjaldmiðil, evró, árið 1999. Fjárlagahalli í Þýskalandi í fyrra reyndist vera 3,5% af þjóðarframleiðslu samanborið við 2,6% árið 1994. Höfðu Þjóðveijar beðið framkvæmdastjórnina um að sýna þeim enga linkind og úrskurða að þeir stæðu sig í ekki í stykkinu ekkert síður en önnur ríki, þar sem fjárlagahalli er mun meiri. Fjárlagahalli í Danmörku reyndist 1,5% í fyrra samanborið við 3,8% árið 1994. Danir hafa hins vegar ásamt Bretum fengið undanþágu frá þátttöku í EMU. Opinberar skuldir Dana eru einn- ig hærri en Maastricht-sáttmálinn leyfir. Chirac vill Breta ÍEMU London. Reuter. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, ávarpaði báðar deildir brezka þingsins í gær og hvatti meðal annars til þess að Bretland tæki áfram fullan þátt í evrópsku samstarfi og yrði stofnríki Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU) árið 1999. Chirac sagði að Frakkar væru jafnákveðnir og Bretar í að varð- veita þjóðarvitund sína. Hins vegar krefðist framtíðin æ nánara sam- starfs Evrópusambandsríkjapna og ESB gæti ekki náð markmiðum sínum án Bretlands. F'orsetinn sagði að þrátt fyrir að samstarf Frakklands og Þýzka- lands myndi áfram verða þunga- miðjan í Evrópusamvinnunni, væri þátttaka Bretlands í mótun stefn- unnar og vinátta Breta og Frakka mjög mikilvæg. Chirac sagðist vona að Bretar nýttu sér ekki undanþágu sína frá þátttöku í myntbandalaginu. „Af Frakklands hálfu viljum við að þið takið þátt í þessu mikla verkefni,“ sagði forsetinn. Hann sagðist vona að sérfræð- ingar Evrópusambandsins í dýra- sjúkdómum, sem munu koma sam- an í Brussel í næstu viku, myndu ákveða að aflétta banni á útflutn- ingi sumra nautgripaafurða frá Bretlandi, en allur slíkur útflutn- ingur hefur verið bannaður síðustu viku vegna kúariðu í brezkum kúm. EVRÓPA^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.