Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Ferdinand Stundum dýfir fuglinn kleinu- Stundum dýfir klcinuhringurinn hringnum ofan í... fuglinum ofan í... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Stöðvum söluna Frá Hruhd Sigurbjörnsdóttur: ÞAÐ er ein vara sem hefur mikla sérstöðu, hún fæst víðar en nokk- ur önnur vara og er jafnframt lög- legt fíkniefni. Það er að segja fyr- ir þá sem eru eldri en 16 ára en þeir sem eru yngri virðast í engum vandræðum með að kaupa efnið. í tveimur könnunum æskulýðsráðs Hafnafjarðar í janúar og mars sl. reyndust yfir níutíu prósent sölustaða selja unglingum und- ir lögaldri tób- ak. Hvaða skilaboð eru það til barna og unglinga? Stórhættulegt að byrja ungur Nikótín er mjög ávanabindandi fíkniefni ekki síður en kókaín og heróín. Mjög margir örkumlast og deyja af völdum þess. Flestir sem reykja vilja hætta því og það sýnir kannski best hversu ávana- bindandi það er, því að allt of fáum tekst það. Við vitum að því yngri sem maður er þegar maður byijar að reykja því hættulegra er það. Líkami og líffæri í vexti eru sérlega viðkvæm fyrir eitur- efnum tóbaks. Hætta á krabba- meini af krabbameinsvaldandi efnum eykst eftir því sem áreiti þessara efna byija fyrr á mann- sævinni. Þeim sem byija ungir er hættara en öðrum við að verða stórreykingamenn. I bandarískri rannsókn kemur fram að þeir sem byija 14 ára eða yngri fimmtán- falda hættuna á að fá lungna- krabbamein miðað við þá sem aldrei hafa reykt og svo má lengi telja. Skilaboð samfélagsins í ljósi þessarar vitneskju ættum við að gera allt til þess að forða unglingnum frá tóbaki. Það er öflug forvörn að hefta aðgengi og draga þannig úr líkum á að unga fólkið nái auðveldlega í efnið - það verður erfiðara að byija. Við erum með 16 ára aldurstakmark til tób- akskaupa á íslandi (mjög víða er- lendis er það 18 ár og í frumvarpi til breytinga á-tóbaksvarnalögum sem liggur fyrir alþingi er gert ráð fyrir þeim lágmarksaldri), en því miður er það lítið virt. Lágmarks- aldur er líka til þess að vernda börn fyrir því að þurfa að kaupa tóbak fyrir vandamenn, það á ekki að vera sjálfsagt að kaupa tóbak eins og mjólk. Það er ógeðfellt fyrir barn, sem veit að þetta er jafnvel lífshættulegt fíkniefni, að kaupa það fyrir mömmu. Við verð- um að virða lágmarksaldurinn og senda börnum þannig skýr skila- boð samfélagsins um skaðsemi tóbaksneyslu. Frábært framtak! Heilsugæslan og æskulýðsyfir- völd í Garðabæ fengu verslunar- eigendur og vímuvarnanefnd í bæjarfélaginu í lið með sér og hengdu upp á öllum sölustöðum tóbaks veggspjald sem áréttar lág- marksaldur til tóbakskaupa. Verslunareigendur hafa þannig tekið höndum saman og ákveðið að framfylgja landslögum við sölu tóbaks. Geta ekki fleiri fetað í þeirra fótspor? HRUND SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Fálkagötu 27, Reykjavík. Hrund Sigurbjörnsdóttir Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. $ SÝNUM SflMUÐ Berum sorgar- og samúðarmerkin við minninearathafnir og jarðarfarir og almennt þegar sorg ber að nöndum. Sölustaðir: Kirkjuhúsið, Laugavegi, bensínstöðvar og blómabúðir um allt land.ij Þökkum stuðnínginn. " 35 Kmwa Ókeypis félags- og lögfræöileg ráðgjöf fyrir konur. Opib þribjudagskvöld kl. 20-22 og fimmtudaga kl. 14-16. Sími 552 1500. -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.