Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ í DAG verður opnuð í Galleríi Umbru sýning bandaríska ljós- myndarans Lauren Piperno. Ljósmynda- sýning í Umbra í DAG verður opnuð í Galleríi Úmbru á Bernhöfstorfu sýning bandaríska ljósmyndarans Lauren Piperno. A sýningunni eru verk úr Ijósmyndaseríu hennar „The Cigarette Girls“ sem hlotið hefur athygli á sýningum í Bandaríkjun- um og þar sem hún hefur birst í bókum eða tímaritum. „Verkin sýna stúlkur sem hafa þann starfa að selja sælgæti, síg- arettur og vindla í klúbbum og krám. Nokkurs konar gangandi sölubásar og skemmtikraftar i skrautlegum klæðnaði", segir í frétt frá Úmbru. Lauren Piperno hefur bæði haldið fjölda einkasýninga og tek- ið þátt í samsýningum í Bandaríkj- unum og Evrópu, þar á meðal í Museum of Modern Art í New York sem á verk eftir hana. Verk eftir hana eru einnig í eigu ýmissa annarra safna beggja vegna Atl- antshafsins. Auk þess hafa verk hennar birst í fjölda bóka og tíma- rita. Frá því á seinasta ári hefur listakonan unnið að gerð ljós- myndabókar um íslenskar konur í ýmsum starfsstéttum. Sýningin „The Cigarette Girls“ stendur til 5. júní og er opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listakonan verður viðstödd opn- unina. Raddir TÓNLIST Sólon Islandus ERKITÍÐ 96 Verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jón Leifs, Þorkel Sigurbjörnsson, Gísla Magnason og Egil Gunnarsson. Margrét Sigurðardóttir sópran, Hera " Björk Þórhallsdóttir sópran, Ólafur Rúnarsson baríton, Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran. Steinunn Bima Ragnarsdóttir, píanó. Söng- hópur u. slj. Egils Gunnarssonar. Sóloni íslandusi, laugardaginn 11. maíkl. 16:15. SÍÐUSTU tónleikar tvíæringsins ErkiTíðar ’96 af sex voru haldnir á efri hæð Sólons íslandusar á laugar- daginn var fyrir troðfullu húsi. Að þessu sinni stóðu kennarar og nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík fyrir öllum flutningi og dijúgum parti tónverka að auki. Fyrst voru 9 einsöngslög, en síðar fylgdu 8 kórlög af mismunandi lengd. I brennidepli fyrri helmings stóðu fjórir ungir einsöngvarar, og voru konur þar, eins og oftast orðið á þeim vettvangi, í meirihluta. Þó að raddhljóðfæri ungmennanna hafi, eins og gefur að skilja, verið á við nýútsprungin blóm, er eiga eftir að aukast til muna að stærð og lita- auðgi, þá kom verulega á óvart, hvað söngtækni þeirra stóð á styrk- um grunni. Algengir byijanda- örðugleikar í sambandi við inntón- un, tónstöðu, stuðning, hæð, botn og úthald voru hverfandi og bentu til góðra hæfileika, ástundunar og skilvirkrar kennslu. Með tilliti til þess hvað íslending- ar hafa iðulega trassað að hefja alvöru söngnám nógu snemma, er gott til þess að vita, að hæfileika- rfkt fólk sé loks farið að ná góðri undirstöðu þegar á æskuvori. Það er líka eina leiðin, ef árangur á að nást, áður en hausta fer á ævi hvers, enda fer framboð og samkeppni úti í hinum harða heimi sívaxandi. Ætlar undirritaður sér ekki þá dul að gera upp á milli söngvaranna, enda öll efnileg og á svipuðu reki, og læt að sinni duga að óska þeim velfamaðar í baráttunni sem fram- undan er. Einsöngslögin voru mjög smekklega valin og gáfu vísbend- vorsins ingu um vaxandi breidd íslenzkra sönglaga á síðustu árurrj, enda ekki seinna vænna að tónskáldin fari að taka við sér, nú þegar framboð vel- menntaðra söngvara eykst hröðum skrefum. Steinunn Birna Ragnars- dóttir studdi sönginn frá píanóinu af alúð og smekkvísi. Hinn aukni áhugi meðal söng- nemenda í seinni tíð á samsöng og samstarfi í kammerkór birtist með framlagi Sönghóps undir stjórn nú- verandi kórstjóra Háskólakórsins, Egils Gunnarssonar. Sú þróun er góðs viti fyrir íslenzk kórverk, er hingað til hafa þurft að takmarka sig við getu áhugamannakóra. Þó að „flóknara“ sé ekki undantekning- arlaust „betra“, þá gætu með sama framhaldi komið upp kórar í fyrir- sjáanlegri framtíð, er ráða við mun kröfuharðari verk en hingað tikhafa heyrzt á landinu, og auka þannig sköpunarsvigrúm tónskálda. Tíu einstaklingar skipuðu kamm- erkórinn: Hallveig Rúnarsdóttir, Hera Björk Þórhalisdóttir, Margrét Sigurðardóttir (S); Arndís Stein- þórsdóttir, Marta Hrafnsdóttir, Sól- björt Guðmundsdóttir (A); Gísli Magnason, Sigmundur Sigurðarson (T); Arngeir Heiðar Hauksson og Gunnar Benediktsson (B). Tónverkin voru yfirleitt á Iéttari eða ljóðrænni kantinum; einna eftir- minnilegust hinn stutti Tröllaslagur Þorkels Sigurbjörnssonar frá 1970, Kossar eftir Gunnar Reyni Sveins- son í rómantískum mótettustíl, og hið rytmíska Fenja Úhra (1982) við bulltexta Dúnganons, er sýndi leyni- þræði Hjálmars Ragnarssonar til vaggs og veltu, svo ekki varð um villzt. Kallaði stjórnandinn þar fram skemmtilega mikla styrkvídd úr kómum, og hið ný-impressjóníska Syngur sumarregn eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, með krómatískt und- .irsöngs-þrástef í Bmckner-rytma, kom að vanda vel út í yfirveguðum tærleika sínum. Hallveig Rúnars- dóttir, systir höfundar, söng bjartan en kyrrlátan einsöng. Kammerkórinn söng ákaflega hreint og agað undir stjóm Egils Gunnarssonar, þó að karlaraddir væru kannski helzt til fáar og bass- inn í grynnra lagi, enda raddsviðið seinþroska og meðalaldur söngvara lágur. í heild voru tónleikarnir engu að síður hinir vönduðustu og að- standendum til mikils sóma. Ríkarður Ö. Pálsson Kaffileikhúsið Ný kynslóð MYNPLIST II ús Listaháskólans í Laugarncsi VORSÝNING M.H.Í. Útskriftamemar M.H.Í. Opið dag- lega kl. 13-19 til 19. maí. Aðgangur ókeypis VORSÝNING útskriftarnema Myndlista- og handíðaskóla íslands er nú fyrr á ferðinni en á síðasta ári, og gefst því nokkuð tóm til að skoða verk þeirra sem em nýkomnir að listinni áður en Listahátíð rennur í hlað með sínum alþjóðlegu stjörn- um. A þessari sýningu getur að líta verk fjömtíu og tveggja útskriftar- nema, sem skiptast á sjö sérsvið skólans - (málun, skúlptúr, grafík, grafíska hönnun, leiriist, textíl og fjöltækni). Sem fyrr er hópurinn úr málun stærstur, og virðist kynja- skipting sviðanna (sem er hér í raun svipuð og síðustu ár) benda til að í framtíðinni verði það konur sem muni hajda uppi merki myndlistar- innar á Islandi, en karlarnir stjórna auglýsingamarkaðinum. Nú útskrif- ast eingöngu konur af sérsviðum höggmyndalistar, leirlistar og textíl, en karlar em aðeins í meirihluta meðal grafískra hönnuða - þaðan sem myndmál auglýsinganna kemur. Líkt og síðast hefur sýningunni verið komið fyrir á neðri hæð hússins í Laugamesi og tekst uppsetning þokkalega, og samtenging verkefna kemur vel út í sumum sölunum. Helst mætti leita annarra leiða með þann sal sem hýsir málverkin, þar sem ólík vinnubrögð njóta sín misvel. Sé litið tii þess sem ber hæst á hveiju ofangreindra sviða hreifst undirritaður einkum af verkum myndhöggvaranna að þessu sinni; hér kemur m.a. fram næm sköpun portrettmynda, myndræn verk til- einkuð íslenska hestinum, nýsköpun þjóðsögu og skemmtileg úrvinnsla hins hjartnæma í tilverunni, svo nol<kuð sé nefnt. í grafíkinni er unnið á grunni sterkra hefða og þá gjarnan út frá listasögunni, þar sem málmplatan sjálf verður að listaverki í einni bestu uppsetningunni. Sú grafíska hönnun sem hér getur að líta er frískleg sem fyrr, hvort sem um er að ræða her- ferðir fyrir notkun reiðhjóla, hár- þurrka eða hagar hendur. Tölvan er orðin mikilvirkt verkfæri á þessu sviði, og hér er ekki síður skapað fyrir rafheim, sem þar hefur opnast. Meðal nemenda af fjöltæknisviði er hugmyndavinnan nú í fyrirrúmi, og hér er nokkuð frísklega farið með. Sumir þeirra setja verk sín upp sem vísbendingar og heimildir um viðfangsefni, en einn nemandi hefur kosið að vinna með hljóð og ljós til GRAFISK hönnun að skapa sterkar en einfaldar inn- setningar. Hin ýmsu tæknilegu ráð til að koma viðfangsefnunum til skila endurspegla þannig sjálfstæði ein- staklinganna. Líkt og áður eru leirlist qg textíll líflegir þættir í sýningunni. I leirlist- inni má bæði sjá nytjahluti og högg- myndir, þar sem t.d. hefðbuiidin form eins og báturinn, kistillinn og hin þungaða kona eru myndvakinn. Textílhópurinn býr að mikilli tækni á sínu sviði, sem kemur fram í jafn ólíkum verkum og fínlegri efnishönn- un, gerð lampa, brúðarkjóla og kö- flóttra áklæða á húsgögn, þar sem fágun í úrvinnslu er aðals- merki heildarinnar. Verk nemenda úr málun mynda ekki sterka heild í salnum sem þó mun vera þeirra heimavöllur, og er einn daufasti þáttur sýning- arinnar. Hér er flest fremur alvöruþrungið og kunnug- legt - mismunandi taktfast og litríkt óhlutbundið lita- flæði um flötinn og tilraunir með samspil ólíkra efna. Helsti neistinn er í drunga- legri en afar persónulegri sýn á mannlífið, þar sem þó er einnig stutt í kímni ungr- ar listakonu. Sýningarskráin er stór og umfangsmikil sem fyrr, en mest af vinnunni við hönn- un, umbrot og frágang hef- ur verið í höndum nemenda sjálfra. Arangurinn er nokk- uð þurr að þessu sinni - beinar upplýsingar um skól- ann og lítið annað; vegna nemend- anna er hún þó auðvitað heimild sem ef til vill verður fróðlegt að líta til í framtíðinni. Hér getur að líta upphaf þess sem síðar á eftir að verða; reynslan segir að framhaldið kann ýmist að verða í sama anda eða gjöróiíkt, þannig að nú er vert að líta inn til að hafa nokkurt viðmið upp á síðari tíma. Eins og fyrri útskriftarsýningar stendur þessi stutt, og er rétt að hvetja sem flesta til að líta við í Laugarnesinu um helgina. Eiríkur Þorláksson Þórður frá Dagverðará sýnir á Egil- stöðum ÞÓRÐUR frá Dagverðará opn- ar sýningu í Rarik-salnum, Þverklettum 2-4 á Egilsstöð- um, föstudaginn 17. maí. Sýningin stendur yfir í tvo daga, henni lýkur 19. maí. Sýningin er opin frá kl. 16-21 á föstudag, en laugardag og sunnudag verður opið frá kl. 10-18. ÞEIR leikhúsgestir sem leggja leið sína í Theatre Royal í Strat- ford á næstunni verða óþyrmi- lega varir við hvert sögusvið verksins „Þvílíkt, bölvað frelsi" er. Það gerist á öskuhaugum og hefur myndarlegum hrauk verið komið fyrir á sviðinu, sem lyktar „eins og verslun góðgerð- arsamtaka á rökum vetrardegi" svo að ekki sé tekið dýpra í árinni. Leikritið er eftir Tom Kempinski og fjallar um sam- skipti utangarðsfólks. Undirtit- ill þess er „Arás á þá örvænt- ingu og heimspeki tilgangsleys- isins sem hinn mikli Samuel Beckett aðhylltist“. Grísku kvöldunum að ljúka ZORBAHÓPURJNN hefur nú flutt ljóðadagskrána „Vegur- inn er vonargrænn“ fyrir fullu húsi frá frumsýningu sem var 20. janúar s.l. í Kaffi- leikhúsinu. Næstu sýningar verða föstudaginn 17. maí, 25. maí og 1. júní sem verður 30. sýning hópsins og jafn- framt sú síðasta. Dagskráin er helguð hinu heimsfræga gríska ljóð- og tónskáldi Mikis Þeodorakis og er hún flutt á íslensku, grísku og á íslensku tákn- máli. Aður en dagskráin hefst er boðið upp á grískan mat, en matur hefst um kl. 19.30 og sjálf dagskráin kl. 21. Þórður frá Dagverðará • • Oskuhaugur í salnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.