Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Birgir Steindórs-
son fæddist í
Siglufirði 8. júlí 1950.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Siglufjarðar 9.
maí síðastliðinn.
Birgir var sonur
Steindórs Hannes-
sonar, bakarameist-
ara á Siglufirði, og
konu hans, Sigríðar
Jónsdóttur. Eftirlif-
andi eiginkona Birg-
is er Asta Margrét
Gunnarsóttir og áttu
þau fjóra syni. Þeir
eru Halldór, f. 28.10
1967, sambýliskona
hans er Esther Ingólfsdóttir og
eiga þau eina dóttur, Astu Björk,
tvíburamir Jónas og Steindór, f.
10.7.1975, ogÞórður, f. 4.2.1983.
Birgir fór ungur til Kaup-
mannahafnar og var þar við nám
og störf í tengslum við verslun,
lærði m.a. útstillingar. I septem-
ber 1978 keypti Birgir Aðalbúð-
ina á Siglufirði og sameinaði
Ævidegi vinar míns, Birgis Stein-
dórssonar, er lokið. Degi hans lauk
löngu áður en kom að ævikvöldi.
Eigi að síður var hvíldin kær, því
ekkert var lengur framundan í þess-
um heimi annað en meiri þrautir
þess sjúkdóms, sem svo marga legg-
ur að velli. Einnig í þeirri baráttu
nutu sín hans góðu kostir, sem birt-
ust í raunsæi, yfirvegun og kjarki.
Hversu erfiðar sem ytri aðstæður
gátu verið brást hann við af ábyrgð
og festu. Það var kappsmál að stand-
ast hverja raun. Ég kynntist Birgi í
félagsstörfum þar sem leiðir okkar
lágu saman. Einkum var það í marg-
háttuðum trúnaðarstörfum hans fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn, þar sem hann
var traustur og heill í afstöðu til
manna og málefna. Af þeim vett,-
vangi er hann kvaddur með þakk-
læti og virðingu.
Birgir var einlægur í því að vinna
Siglufirði allt sem hann mátti. Hann
horfði til framtíðar bæjarins, leitaði
umbóta, framfara og hvatti aðra til
hins sama. Framganga hans og
áhugi hreif aðra með. Drifkraftur
starfa hans fyrir samfélagið byggðist
á trúnaði við fólkið og staðinn, sem
fóstraði hann. Þar kom einnig til virð-
ing fyrir sögu, lífi og þess sérstaka
í menningu bæjarins sem hann vildi
gjaman draga fram. Þessum áhuga
deildi hann með góðum félagsskap
heimamanna, sem hefur unnið at-
hyglisvert starf að ferðamálum og
uppbyggingu síldarminjasafnsins.
Þessi sami hugur og vilji bjó að baki
öllum félagsstörfunum. Rík ábyrgð-
artilfinning ásamt heillyndi og trú-
verðugleika gerðu hann að góðum
félaga og forystumanni. Það sýndi
hann með óyggjandi hætti í félags-
og þjónustustörfum sinum. Engu
breytti þótt hann væri sjálfur með
umfangsmikinn einkarekstur, sem
þyngdist og yki við áhyggjur, þegar
samdráttur varð í þjóðfélaginu. Nota-
legt andrúmsloftið, yfirsýnin á mál-
efnin sem ræða þurfti ásamt hlýleika
þeirra hjóna Birgis og Ástu Margrét-
ar gerðu ferðimar til Siglufjarðar
ánægjulegar. Það var tilhlökkunar-
efni að koma við hjá þeim í Aðalbúð-
inni.
Góðar minningar eru okkur dýr-
mætar og þannig er og verður minn-
ingin um Birgi Steindórsson.
Ég kveð hann með virðingu og
þökk og votta Ástu Margréti, son-
urium og öllum ástvinum öðrum
dýpstu samúð.
Hjálmar Jónsson.
Afi er dáinn, farinn og ég, sem
er bara fímm ára, á svoiítið erfítt
með að skilja þetta. Þú sem varst
svo góður við mig. Oftast kom ég
með mömmu og pabba í heimsókn
til ykkar ömmu á Lindargötuna um
helgar og þá var svo spennandi þeg-
ar við skruppum á rúntinn og komum
við í búðinni, bara við tvö, og ekki
spillti það ánægjunni þegar Doddi
viidi koma með okkur. Einnig minn-
hana Bókaverslun
Hannesar Jónasson-
ar og hóf sjálfstæð-
an atvinnurekstur.
Birgir sinnti marg-
víslegur félagsstörf-
um. Hann var
stjórnarmaður og
síðast formaður
Bj örgunars veitar-
innar Stráka á Siglu-
firði. Þá var hann
einn aðalhvatamað-
ur að uppbyggingu
Síldarminjasafnsins.
Hann sat í bæjar-
stjórn Siglufjarðar
1982-1986 og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Siglufjarðarkaupstað. Birgir var
formaður fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna á Siglufirði og
gegndi margvíslegum störfum
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjör-
dæminu svo og á landsvisu.
Utför Birgis verður gerð frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
ist ég allra sundferðanna okkar sam-
an og stundum fengu amma og Doddi
að koma með, en nú verður skritið
að fara í sund og enginn afí Biggi.
Eitt er það sem verður erfítt, en það
er þegar sunnudagaskólinn byrjar
næsta haust og enginn afi sem kem-
ur og nær í mig á sunnudagsmorgn-
um til að fara í barnamessu, eins og
þú, elsku afi, hefur gert síðan ég var
2 ára. Það voru ekki margar mess-
umar sem ég missti af, enda fékk
ég alltaf verðlaun fyrir mætingar
yfír veturinn eða réttara sagt vorum
það við sem fengum þessi verðlaun.
Ótrúleg var þolinmæði þín við mig
ailan þennan tíma, því ekki var ég
alltaf stillt og prúð, og eitt má ekki
gleymast, það, hvað þú varst góður
að lofa Eiríki frænda mínum og besta
vini að koma með, en það var ekki
alltaf auðvelt að hafa okkur ormana
saman. Alltaf enduðu þessar messu-
ferðir okkar á Lindargötunni hjá
ömmu Ástu, sem var alltaf tilbúin
með eitthvert góðgæti handa okkur
til að taka með í nesti heim.
Elsku afí Biggi, nú eru þrautir
þínar á enda, en mikið óskaplega
sakna ég þín sárt, og það gera
mamma og pabbi líka, en nú vitum
við að þér líður vel.
Hvíl í friði, elsku besti afi minn.
Þín
Ásta Björk.
Biggi afí er dáinn. Ég minnist þín
með söknuði. Þú varst afi hennar
Ástu frænku minnar sem var einu
ári eldri en ég og ég fékk að kalla
þig afa líka eins og hún. Ég minnist
þeirra mörgu sunnudaga sem ég
beið í glugganum heima eftir að þú
kæmir að ná i mig til að fara með
mig í sunnudagaskólann. Þá varstu
búinn að ná í Ástu frænku mína og
við fórum öll saman.
Alltaf var þolinmæði þín næg við
mig, þó ég ætti stundum erfítt með
að sitja kyrr og allar þær myndir sem
ég litaði í sunnudagaskólanum litaðir
þú líka með mér og eru þær mér
mjög mikils virði nú. Að loknum
messum fórum við svo alltaf heim
til ömmu Ástu á Lindargötuna og
fengum eitthvert góðgæti. Nú verða
þessar stundir ekki fleiri en dýrmæt-
ar minningar um þig, elsku afí Biggi,
geymi ég í huga mínum.
Elsku amma Ásta, Jónas, Stein-
dór, Doddi, Halldór, Esther og Ásta
Björk, ég sendi ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur og bið Guð að styrkja
ykkur á þessari miklu sorgarstund.
Hvíl í friði.
Eiríkur Ingi.
Vinur okkar og nágranni, Birgir
Steindórsson, er látinn, aðeins 45 ára
að aldri.
Við spyijum okkur hver sé tilgang-
urinn að leggja á fólk slíka raun sem
illkynja sjúkdómur er. Er sá sem öllu
stýrir að reyna á þolrifin í mannanna
bömum? Éf svo er hefur Birgir
Steindórsson staðist hveija þraut.
Æðruleysi hans og hetjuskapur í
baráttu hans við ólæknandi sjúkdóm
vakti aðdáun og virðingu okkar.
Aldrei heyrðum við hann kvarta eða
vorkenna sjálfum sér í stuttri en erf-
iðri banalegu. Frá því að sjúkdómur
sá sem dró hann til dauða uppgötvað-
ist liðu aðeins 3 mánuðir þar til hann
var allur.
Það er mikils virði að eiga góða
að á erfíðleikastundum og þar var
Birgir lánsamur. Eiginkona, synir,
tengdadóttir og barnabam stóðu við
hlið Birgis og af sama æðruleysi og
hann tóku þau því sem að höndum
bar. Megi góður Guð gefa þeim styrk
í þeirra miklu sorg.
Fallinn er í valinn öndvegisdreng-
ur, sem vakti athygli fyrir prúðmann-
lega framkomu og snyrtimennsku.
Allt sem hann gerði, hvort sem var
heima við, í versluninni eða í mörgum
félagsskapnum, sem hann tók þátt
í, gerði hann af trúmennsku og ná-
kvæmni.
Við höfum þekkt Birgi og fjöl-
skyldu hans í mörg ár og á milli fjöl-
skyldnanna hefur myndast sterkur
vinskapur, sem aldrei mun bresta.
Við söknum góðs vinar en erum
jafnframt þakklát fyrir að hafa
kynnst Birgi og fjölskyldu hans.
Hólmfríður Alexandersdóttir,
Runólfur Birgisson.
Þó að kali heitur hver
hylji dali jökull ber
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.
Kæri vinur og skólabróðir.
Þetta litla ljóð skrifaðir þú í minn-
ingabókina mína þegar við vorum
aðeins 12 ára börn sem áttum lífíð
framundan. Við áttum yndisleg
æsku- og uppvaxtarár á Siglufirði
og þó leiðir skildu þegar alvara lífs-
ins tók við og langt liði á milli þess
er við hittumst gleymdum við aldrei
hvort örðu. Nú hefur þú kvatt þenn-
an heim en minninguna um góðan
vin og skólabróður tekur enginn frá
mér og aldrei mun ég gleyma þér.
Þegar ég frétti um veikindi þín
vildi ég ekki trúa, ég vildi trúa því
að næst þegar ég kæmi til Siglufjarð-
ar tækir þú mér eins og alltaf áður,
með bros á vör og glettnina í augun-
um. Við myndum setjast saman og
skoða myndimar þínar frá gömlu
góðu dögunum eins og við vorum
búin að ákveða. En veruleikinn er
annar og þú farinn svo alltof alltof
fljótt.
Þegar ég nú sit og hugsa til þín
opnast sjóður minninganna frá ár-
unum heima á Sigló. Það eru minn-
ingar sem gott verður að orna sér
við þar til við hittumst á ný.
Manstu! Tómstundaheimilið,
kvöldin er við áttum þar í leik og
starfí skólasystkinin? Þar kepptum
við í bobbi, spiluðum vist og þú á
kafí í ljósmyndun, og má þakka
áhuga þínum á ljósmyndun að mörg
atvik voru fest á fílmu í þá daga.
Manstu útilegurnar? Þegar okkur
unglingunum fannst nóg að komast
í ferðalag „fram á Fjörð“ eða inn í
Fljót, þar sem við undum saman úti
í náttúrunni. Manstu skólaleikritið í
„Gagganum"? Þegar bekkurinn setti
upp leikritið „Þorlákur þreytti" og
við urðum allt í einu svo feimin hvort
við annað þegar við áttum að kyss-
ast. Jú, ég veit þú manst! og manst
líka þegar eitthvað kastaðist í kekki
milli okkar eitt sýningarkvöldið og
ég setti svo mikinn rauðan varalit á
mig að þú varðst allur útklíndur þeg-
ar kossaatriðið var búið, þú varst
nú ekki mjög glaður við mig þá. En
við gátum fljótt hlegið saman aftur
og allt var gleymt.
Manstu þegar bekkurinn okkar
hittist þegar við urðum fertug og
skemmtum okkur saman eins og í
gamla daga? Það voru yndislegir
dagar og margar minningar rifjaðar
upp þá með skólafélögunum sem
ekki virtust deginum eldri en tvítug-
ir, að okkur fannst sjálfum.
Elsku Biggi, það er svo erfítt að
sjá á eftir þér, en ennþá erfiðara er
það fyrir fjölskylduna þína, sem sér
á eftir heimilisföðurnum í blóma lífs-
ins.
Kæra Ijölskylda. Ég veit að engin
orð eru þess megnug að lina sorg
ykkar, en ég veit að góður drengur
hverfur ekki, hann lifír áfram í hjört-
unum. Ég votta ykkur mina dýpstu
samúð.
Far þú í friði, kæri vinur.
Jóhanna B. Jóhannsdóttir.
Mitt í veðurblíðunni barst sorgar-
fregnin frá Siglufirði, Birgir Stein-
dórsson var látinn. Illvígur sjúkdóm-
ur hafði lagt hann að velli í blóma
lífsins, aðeins 45 ára að aldri. Það
dimmdi í huga mínum. Svo mun fleir-
um hafa farið.
Kynni okkar Birgis hófust
skömmu eftir að hann kvæntist eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Ástu Gunn-
arsdóttur. Henni hafði ég kynnst
áður, því hún ólst upp að nokkru hjá
vinafólki mínu á Leysingjastöðum í
Þingi.
Birgir og Ásta byggðu upp heim-
ili sitt við Lindargötu og keyptu
Aðalbúðina og Bókaverslun Hann-
esar Jónassonar við Aðalgötu og
ráku þar bókaverslun. Tæpast kom
ég svo til Siglufjarðar að ég liti ekki
ipn til Birgis í Aðalbúðinni, oft var
Ásta þar líka og stundum kom ég
heim til þeirra. Rausn og hlýja var
þeim báðum eðlislæg og þau virtust
ákaflega samhent. Það var ánægju-
legt að fylgjast með bjartsýni þeirra
og gleði við uppbyggingu heimilisins
og verslunarinnar.
Birgir hafði fleiri járn í eldinum
og var sívinnandi. Hann vann m.a.
að ferðamálum og var umboðsmaður
flugfélaga, einnig var hann liðsmað-
ur Björgunarsveitinnar Stráka og
formaður hennar siðustu árin. Birgir
var sterkur liðsmaður Sjálfstæðis-
flokksins, tók vaxandi þátt í félags-
starfi flokksins í kjördæminu og var
formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfé-
laganna í Siglufirði og sat í bæjar-
stjóm .Siglufjarðar eitt kjörtímabil.
Birgir Steindórsson unni sinni
heimabyggð og vildi veg hennar sem
mestan. Prúðmennska, gjörhygli og
traust einkenndu hann öðru fremur.
Hann gaf ekki alltaf upp álit sitt
samstundis þegar eftir var leitað,
heldur hugsaði sitt ráð og lét síðan
vita um afstöðu sína sem þá varð
yfírleitt ekki haggað. Hann var lík-
legur til að verða vaxandi burðarás
í sínu samfélagi ef eigi hefði svo
skjótt „sól brugðið sumri".
Með fátæklegum orðum flyt ég
þakkir fyrir vináttu, margvíslegan
stuðning og samskipti. Það verður
tómlegra að koma til Siglufjarðar
eftir fráfall Birgis Steindórssonar og
heimabyggðin hans hefur mikið misst.
Mestur er þó missir þeirra sem
næstir standa. Við Helga sendum
Ástu og sonum þeirra hjóna dýpstu
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja þau í þungri sorg.
Pálmi Jónsson.
Fallinn er frá á besta aldri Birgir
Steindórsson. Allur aldur er góður
aldur ef menn nýta hann vel. Ævi-
skeiðið frá þijátíu og fímm ára tii
fimmtugs er mörgum notadijúgt í
þjónustu fyrir samfélagið. Birgir
Steindórsson var einn þeirra sem
utan dagslegs vinnutíma lét samfé-
lagsmál til sín taka af áhuga og virkri
þátttöku. Margt má nefna í þeim
efnum en ég vil aðeins fjalla um í
fáum orðum þátt hans í uppbyggingu
Síldarminjasafnsins á Siglufirði og
afskipti 'af ferðamálum.
Frá því að Birgir flutti aftur heim
á æskuslóðirnar var hann einn ötul-
asti baráttumaður fyrir að leitað yrði
leiða til að laða að ferðamenn og
greiða götu þeirra á einn eða annan
hátt. Hann lét ekki sitja við hug-
myndir einar heldur beitti sér í fram-
kvæmd þeirra.
Alla tíð hafði Birgir ríka tilfinn-
ingu fyrir sögu Siglufjarðar og
hvernig við gætum fært okkur í nyt
hina glæsilegu fortíð. Hann var því
einn af stofnendum Félags áhuga-
manna um minjasafn árið 1989 og
var í stjórn þess alla tíð. Birgir var
ákaflega mikilvægur í öllu því sam-
starfí, tillögugóður og raunsær, sér-
staklega er á reyndi eða á móti blés,
þá var hann hinn traustasti félagi.
Það var mikið gleðiefni er árangur
safnstarfseminnar fór að skila sér í
vaxandi ferðamannastraumi og já-
kvæðum áhuga fjölmiðla á Siglu-
firði. Þá sá Birgir gamla drauma
og baráttumál verða að veruleika.
Birgir hafði orð á því í síðasta
samtali okkar að gaman væri að
BIRGIR
STEINDÓRSSON
fylgjast með því gerast sem við Sigl-
firðingar hefðum á pijónunum í
ferðamálum í sumar. En hann féll
fyrir illvígum sjúkdómi fyrr en flest-
ir ætluðu.
Örlögum sínum mætti hann af ein-
stakri hugpiýði og lauk störfum fyr-
ir samfélag okkar með reisn. Ég vil
fyrir hönd Félags áhugamanna um
minjasafn kveðja traustan félaga og
votta eiginkonu hans og sonum inni-
legustu samúð.
Örlygur Kristfinnsson.
Kveðja frá skólafélögum
Látinn er skólabróðir okkar, Birg-
ir Steindórsson, langt um aldur fram.
Á slíkri stundu riijast upp í huga
okkar úr Árgangi ’50 margar minn-
ingar, flestar ljúfar, sumar sárar. Á
Siglufírði, þar sem blámóðan sveipar
fjöll, ólumst við upp, upplifðum
bernsku- og unglingsárin í fijálsum
leik milli fjalls og fjöru, unnum í síld-
inni á sumrin, gengum í skóla á vetr-
um. Margt dreif á dagana, sumt
stendur upp úr eins og þegar við í
12 ára bekk vorum sett í að skrúbba
krot af veggjum skólans; þegar við
fórum í skólaferðalagið, sigldum með
Drang út fjörðinn og ókum suður á
land og sungum „Þótt þú langförull
legðir“, auðvitað með okkar lagi;
óvænt útvistarfrí eftir jarðskjálfta
af því að allt var á öðrum endanum
í skólanum; minningar tengdar
þjóðdönsum og uppsetningu skóla-
leikritsins; líka sárar minningar þeg-
ar við fyrst í bamaskóla og síðan í
gagnfræðaskóla sáum á eftir skóla-
félögum yfir móðuna miklu.
En við urðum fullorðin og hópur-
inn tvístraðist snemma eins og geng-
ur og gerist einkum á landsbyggð-
inni. Við fórum ýmsar leiðir í námi
og starfi, giftumst og eignuðumst
börn. Sum okkar sneru aftur heim
til Siglufjarðar og settust þar að.
Einn þeirra var Biggi Steindórs, sem
eftir nám í Danmörku og nokkur ár
við störf í Reykjavík, gerðist kaup-
maður á Siglufirði og sinnti að auki
ýmiss konar þjónustu fyrir Siglfírð-
inga meðal annars á sviði ferðamála.
Hann var einnig virkur þátttakandi
í bæjarmálum og sat um tíma í bæj-
arstjórn og sinnti mörgum trúnaðar-
störfum fyrir bæinn. I Siglufjarðar-
ferðum var það fastur liður að koma
við í Aðalbúðinni hjá Bigga.
Sumarið 1990 var komið að ár-
gangsmóti okkar úr Árgangi ’50.
Við áttum saman eftirminnilega
helgi í dæmigerðu Siglufjarðarveðri
og fundum öll hve ræturnar eru
sterkar og hversu nátengd við vorum,
þrátt fyrir að sum okkar hefðu ekki
sést í mörg ár. Þarna var Biggi eins
og við höfðum alltaf þekkt hann,
einn af mátarstólpunum, traustur,
yfirvegaður, góður félagi, og þannig
munum við ávallt minnast hans. Að
leiðarlokum þökkum við samfylgd-
ina. Fyrir hönd skólafélaga frá Siglu-
firði sendum við þér Asta, sonum
ykkar og fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Anna Þóra og Björg
Skarphéðins.
Birgir Steindórsson kaupmaður er
látinn á Sjúkrahúsi Siglufjarðar eftir
stutta legu, en hann greindist með
krabbamein fyrir örfáum mánuðum.
Birgir ólst upp á Siglufirði og lauk
þaðan gagnfræðaprófí. Hugur hans
stóð strax til verslunarstarfa, enda
varði hann miklum tíma í versluninni
hjá Kristínu Hannesdóttur. Hann fór
ungur til Kaupmannahafnar, þar sem
hann stundaði verslunarstörf og
lærði m.a. útstillingar.
Þegar heim kom vann hann nokk-
ur ár við verslunarstörf í Reykjavík,
m.a. hjá Herrahúsinu og Heimilis-
tækjum hf. þar sem hann var versl-
unarstjóri um tíma.
Birgir kemur aftur til Siglufjarðar
1978 og kaupir hann Aðalbúðina á
Siglufírði og sameinar rekstur Bóka-
búðar Hannesar Jónassonar sem
hann rekur þar til í mars í ár.
Birgir tók virkan þátt í margvís-
legum félagsstörfum Siglufjarðar,
hann var í unglingaráði Knatt-
spyrnufélags Siglufjarðar og fór víða
með yngri flokkunum á knattspyrnu-
mót. Hann var mörg ár stjórnarmað-
ur Björgunarsveitarinnar Stráka og
var formaður sveitarinnar síðastliðið
ár. Honum var það mikið kappsmál