Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 33 _______LISTIR____ Með hamsleysi og krafti TONLIST Ilafnarborg KAMMERTÓNLEIKAR Tríó Reykjavíkur lék verk eftir Beet- hoven, Jónas Tómasson og Tchaikov- sky. Sunnudagurínn 12. mai,1996. TRÍÓ Reykjavíkur hélt sína síð- ustu tónleika á þessum starfsvetri og tileinkaði þá forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Gunnar Kvaran ávarpaði forsetann og þakkaði 16 gifturík ár. Tónleikarn- ir hófust með þriðja píanótríóinu (op.l, nr.3 ) glæsilegu verki, sem Tríó Reykjavíkur lék mjög vei og náði Tríó Reykjavíkur að túlka vel þann kraft og óþol, sem einkenndi alla tíð tónlist Beethovens, nema þá helst undir það síðasta. Allt þetta kemur skýrlega fram í c- moll tríóinu, sérstaklega þó í fyrsta kaflanum og reyndar þeim síðasta. Þrátt fyrir að J.S. Bach væri ekki uppgötvaður fyrr á róman- tíska tímabilinu, þekktu bæði Moz- art og Beethoven ýmis verk meist- arans og það sem meira er, að tveir synir Johanns Sebastians, Carl Philipp Emanuel og Johann Christian höfðu mikil áhrif á klass- ísku meistarana. Johann Christian, sem Mozart mat mjög mikils og það svo mjög, að hann hnuplaði frá honum ýmsum steijum og vist er að Mozart varð fyrir áhrifum af píanókonsertum og sinfóníum Johanns. Haydn og Beethoven sóttu ýms- ar hugmyndir til Carls Philipps Emanuels, sem heyra má glöggt í sumum hægu þáttunum í píanó- sónötum Haydns. Ýmislegt í tónst- íl Beethovens minnir mjög sterk- lega á Philip Emmanuel, t.d. er upphafsstefið í 1. sinfóníupni og Prometheus forleiknum beinlísnis útfærla á upphafstefinu í c-moll sinfóníunni eftir Philipp Emanuel. Annað tónverkið á tónleikunum var frumflutningur á verki eftir Jónas Tómasson, er hann nefnir “í kyrrð norðursins“. Þetta er sér- lega kyrlátt verk, þó heyra megi stundum þungan undirtón, eins konar ógnandi vá, sem býr að baki friðsæld kyrrðarinnar. Þetta er hugþekkt verk en var vel flutt. Tónleikunum lauk með stór-tríó- inu í a-moll, eftir Tchaikovsky, sem hann samdi fyrir frú Meck. Verkið er bæði erfitt og langt, þó það sé aðeins í tveimur köflum. Seinni kaflinn eru tilbrigði, þar sem Tchaikovsy spinnur með mikilli hugkvæmni mörg áhrifamikil til- brigði og umturnar einföldu stefinu í dansa og fúgato þætti og klæðir það í margvíslegar rómantískar stemmningar. Verkið er sérlega erfitt fyrir píanóið og þar fór Peter Máté á kostum. I þessu verki “forte“ ráðandi og gerir það strengjunum oft erfitt fyrir. Það getur verið eftitt að halda styrk- leikanum uppi á strengjahljóðfæri, án þess að það kosti eitthvað í blæmótun og tónstöðu. í gegnum þessa boða hamsleysis hjá Tcha- ikovsky sigldu Guðný Guðmunds- dóttir og Gunnar Kvaran með glæsibrag, þó oft syði á keipum, eins og sjómenn sögðu, þegar djarft var siglt. Tónleikarnir í heild voru afburða góðir og glæsileg kveðja til sumarkomunnar og for- seta íslands, frú Vigdísar Finn- bogadóttur. Jón Asgeirsson Fjölbrautaskóli Suðurnesja ^Sunnubraut 36 230 Keflavík Sími 421 3100 Fax 421 3107 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 20 ára Afmælisárgangar FS - Afmælisárgangar FS - Afmælisárgangar FS Fjölbrautaskóli Suðurnesja er tuttugu ára og af því tiiefni verður afmælisfagnaður í íþróttahúsinu í Keflavík 24. maí nk. og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Skemmtiatriði og dans í lokin. Lærðir þú að verða: Smiður, sjúkraliði, flugliði, vélstjóri, vélavörður, -meistari, hár- greiðslukona/maður, tækniteiknari, netagerðarmaður eða laukstu stúdentsprófi eða einhverju öðru námi frá Fjölbrauta skóla Suðurnesja? Eigið þið útskriftaraf- mæli í ár? Varstu kannski í stjórn FS? Þeir árgangar og fyrrverandi stjornarmenn NFS sem eiga 5, 10, 15 ára útskriftaraf mæli eða voru í fyrstu útskriftarhópum skólans haustið 1978 og vorið 1979 og hafa hug á því að taka þátt í afmælisfagnaðinum, láti vita á skrifstofu skólans fyrir 22. maí nk. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans eða í síma 421 3100. Afmælisnefnd FS. BEINT FLIIG: AUSTURRÍKI pr. mann. ■■■ Beint Jlug tíl Klagenfurt. Innifalið: Flug ogflugv.skattar. Faxafeni 5 FERÐIR 108 Reykjavík. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 O o Drauma- bíllinn Ríkulega búinn eðalvagn sem þú ^Jjarft ekki lengur L að láta þig dreyma um. Margir eiga sér draum um að eignast eðalvagn, stóran bíl sem tekur öðrum fram í útliti og aksturseiginleikum. Við getum boðið þér bíl sem á við þessa lýsingu. Og við getum boðið þér hann á svo góðu verði að þér er óhætt að vakna upp af góðum draum og láta hann rætast. Allt þetta fyrir aðeins 1.678.000 kr. á götuna Rafknúnar rúður Rafknúnir hliðarspeglar Samlæsing í hurðum hjófavörn Vökva- og veltistýri Tveir styrktarbitar í hurðum Útvarp/kassettutæki Gerið eigin samanburð, þið komist eflaust að sömu niðurstöðu og aðrir ánægðir Sonata eigendur. ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 HYuriDni til framtíðar með 4 hátölurum Rafknúið loftnet Litað gler Statíf fyrir drykkjarmál Hólf milli framsæta Stafræn klukka Snúningshraðamælir o.m.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.