Morgunblaðið - 16.05.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.05.1996, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson SKÓLAHLJÓMSVEIT Brúarásskóla flytur lagið Mengunarsjó- ræninginn eftir þýsku söngkonuna Ninu Hagen. Textann þýddu nemendur sjálfir og staðfærðu hann. Mengnnarsj óræningj - arnir umhverfisverk- efni í Brúarásskóla Vaðbrekku, Jökuldal - Nemend- ur Brúarásskóla hafa í vetur verið að vinna að umhver'fisverkefni um lífið í sjónum er nefnist Mengunar- sjóræninginn eftir lagi er Nina Hagen gaf út á plötu á sínum tíma og fjallar lagið eins og nafnið gef- ur til kynna um mengun. Öm Þorleifsson, kennari í Brúarási, var verkefnisstjóri yfir verkefninu og aðstoðaði krakkana við efnisöflun og uppsetningu þess en áttundi bekkur var leiðandi í því þótt allir bekkir skólans, frá fyrsta til níunda, væru þátttakend- ur. Gréta Siguijónsdóttir sá um að aðstoða krakkana við að setja upp tónlistina er flutt var samhliða verkefninu Krakkarnir tóku lagið Mengun- arsjóræningjarnir eftir Ninu Hag- en, þýddu textann við það og stað- færðu og notuðu hugmyndafræði textans sem þema við verkefnið. Verkefnið samþætti margar náms- greinar við skólann, svo sem tungumál, íslensku, myndmennt, líffræði og stærðfræði. Síðan skrif- uðu krakkamir ritgerðir um flesta nytjafiska við ísland og máluðu myndir af þeim og kynntust um leið hvernig umhverfið tengist dag- legu lífi og sjálfbærri þróun. Elduðu sjávarfang Það var síðan fyrsta maí síðast- liðinn sem sett var upp sýning á vinnu nemenda og niðurstöðu verk- efnisins. Þar voru meðal annars sýndar myndir og ritað mál er verkefninu tengdist, meðal annars stór veggmynd af flestum nytja- fiskum við Island. Þá flutti hljóm- sveit skólans lagið Mengunarsjó- ræninginn eftir Ninu Hagen með texta eftir krakkana. í tilefni dagsins var sjávarrétta- hlaðborð þar sem Iðunn Kröyer kokkur og Halldís Hrafnkelsdóttir matráðskona elduðu alls konar sjávarfang með aðstoð krakkanna og starfsfólks skólans. Gestum fannst gaman að sjá lifandi áhuga krakkanna á verkefninu og hvað mikinn metnað þeir höfðu lagt í það og tónlistina, sem þeir tengdu svo listilega við verkefnið. Evrópusambandið styrkir unglinga á Hvammstanga Tíundi bekkur til Finnlands Hvammstanga - Allir nemendur 10. bekkjar í Grunnskóla Hvammstanga lögðu upp í Finn- landsferð þann 1. maí og dvelja með finnskum ungmennum í tvær vikur. Ferðin er vandlega undirbúin og hafa ungmennin lagt hart að sér með að afla fjár. Ein leiðin var að afla áheita fyrir maraþonsund en þar safn- aðist verulegur sjóður meðal staðarbúa og fyrirtækja. Nor- ræna félagið lagði fram 200 þúsund krónur en mestu munaði um svonefndan Lingue-styrk frá ESB og er kenndur við Sókrat- es. Styrkurinn, sem er 700 þús- und krónur, er ætlaður til að efla samskipti meðal ungmenna með ólík tungumál. Gert er ráð fyrir að ferðin kosti um 1.100 þúsund krónur. Ungmennin eru 18 og með þeim þrír fararsljórar og leið- beinendur. Þau munu dvelja í grennd við Tammerfors, ferðast um svæðið, kynnast jafnöldrum á þeirra heimaslóð og vinna að verkefnum sem skila þarf, m.a. til styrkveitenda. Að ári er ráð- gert að finnsk ungmenni komi hingað og verði þá heimsóknin endurgoldin. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson UNGMENNIN ferðbúin í Grunnskóla Hvammstanga. Grundar- fjarðarhöfn gefin björg- unarvesti Grundarfirði - Rúnar S. Magnússon, skipstjóri, færði Grundarfjarðarhöfn fimm björgunarvesti að gjöf fyrir hönd Soffaníasar Cecilssonar hf. Tilgangurinn með gjöfinni er að börn og unglingar sem eru að leik við höfnina komi á hafn- arvogina og fái björgunarvestin til að nota á meðan þau dvelja á hafnarsvæðinu, til að fyrir- byggja slys. Rúnar afhenti Elísi Guðjónssyni hafnarstjóra björg- unarvestin. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Framhaldsskóli Vestfjarða Ráðstefna um skóla og atvinnulíf FRÁ minningarathöfninni á Flateyri. A Rauði kross Islands leggur minningar- blómsvelg á Flateyrí Flateyri - Falleg og iátlaus athöfn átti sér stað á Flateyri núna fyrir skemmstu þegar Rauði kross ís- lands lagði minningarblómsveig á grasið fyrir framan Flateyrarkirkju í minningu þeirra sem létust í snjó- flóðinu. Með þessu vildi allar deildir innan Rauða kross íslands votta þeim látnu hiuttekningu sína og samúð. Viðhöfð var þögn í eina mínútu. Guðjón O. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins, flutti stutta ræðu þar sem hann lét þess getið að þáttur Rauða krossins í neyðarvömum væri mönnum mun ljósari nú en áður. Hægt væri að læra af þeirrr reynslu sem orðið hefði, hversu sársaukafull sem hún væri, þá væri hún engu að síður Morgunblaðið/Egill Egilsson mjög dýrmæt. Reynslan undirstrik- aði að þegar á reyndi værum við öll sem ein fjölskylda. Að lokinni ræðu Guðjóns flutti Magnea Guðmundsdóttir oddviti stutta ræðu þar sem hún þakkaði fyrir allan þann hlýhug sem Rauði kross hefði sýnt og einnig þá ómældu aðstoð sem Flateyringum hefði verið sýnt. Þrátt fyrir þá at- burði sem orðið hefðu héldu menn áfram lífinu og vegurinn væri áfram og hér mundu menn halda áfram að dafna. ísafirði - Haldin verður ráðstefna á laugardag í Framhaldsskóla Vestijarða um tengsl framhalds- skólastigsins við atvinnulífið undir yfirskriftinni: Hvað á framhalds- skólinn að gera fyrir atvinnulífið? Ráðstefnan verður í bóknáms- húsinu frá kl. 13-18. Björn Teits- son, skólameistari, setur ráðstefn- una. Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra, flytur ávarp, Gerður G. Oskarsdóttir, kennslustjóri við HÍ, fjallar um nýjar leiðir í starfs- menntun og Gunnar Örn Kristjáns- son, sjávarútvegsfræðingur, um menntun fiskvinnslufólks. Þá ræðir Benedikt Kristjánsson, formaður Kaupmannasamtak- anna, um verslun og framhalds- skóla, Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, um verkalýðshreyfinguna, framhalds- menntun og símenntun og Elsa Guðmundsdóttir, atvinnuráðgjafi, um framhaldsskólann og ný at- vinnutækifæri. Að loknum fram- söguerindum verða pallborðs- umræður. ( í I k ' N I ' v I \i < \i i < \i U i M I < M I ! < V < < | < H 4<
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.