Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR NÝLEGA voru hvalveiðar rædd- ar á Alþingi, í umræðu sem fékk mjög takmarkaðan tíma, sam- kvæmt þingsköpum. Miklu skiptir hvernig haldið er á þessu máli, því þar undir eigum við bæði hags- muni og rétt gagnvart alþjóðasam- þykktum. Hagsmunaárekstrar Hagsmunir okkar eru margsl- ungnir. Við hvalveiðar voru tals- verð umsvif þar til bann alþjóða hvalveiðiráðsins (IWC) hófst 1986. Umsvifin voru síðan miklu minni við takmarkaðar hvalveiðar í vís- indaskyni um nokkur ár, en nú hafa hvalveiðar frá íslandi verið bannaðar með öllu um sjö ára skeið. Ályktað hefur verið að mannafli við þessa sérhæfðu og árstíða- bundnu starfsemi mundi samsvara 100-200 ársstörfum. Frá því hval- veiðar voru stöðvaðar hefur at- vinnuleysi verið mikið. Þó nú sé smám saman að rofa til er enn lít- il eftirspurn eftir vinnuafli miðað við það sem við áður þekktum. Ekki verður hjá því komist að skefjalaus verndun sjávarspen- dýrastofna, sem eru ofarlega í líf- keðjunni og frekir til fæðunnar, mun raska jafnvægi í lífríki sjáv- ar. Meðal afleiðinga þess verður fæðusamkeppni sumra hvalateg- unda við fiskistofna og aðra nytja- stofna, og aukið afrán annarra hvalategunda af þeim. Ýmsir segja þetta þegar gengið á og benda á að skemmdir sela og hvala á veið- arfærum og afla fara vaxandi. Á hinn bóginn eru varnaðarorð þeirra sem telja að við munum verða fyrir miklum áföllum á mörkuðum okkar fyrir aðrar sjáv- arafurðir, vegna ákvörðunar um að hefja hvalveiðar á ný. Þar hafa okkar menn fáliðaðir att kappi við vel smurðar og vel fjármagnaðar áróðursvélar ofstækismanna og annarra sem hafa atvinnu af vemdar- og áróðursstarfseminni. Nýlega ákvað stórt fjölþjóðafyrirtæki, ráðandi í matvælavið- skiptum, að útiloka þá sem vinna bræðslu- fisk. Það sýnir svo ekki verður um villst að áróðursvélarnar vinna sitt verk. Tíminn er á okkar bandi Bandaríkjamenn hafa löggjöf um af- skipti af veiðum ann- arra þjóða og viðskipt- arefsingar við veiðum stofna í útrýmingar- hættu. Vorið 1994 voru háttsettir embættismenn og stjórnmálamenn mjög galvaskir um að þeim mundi verða beitt gegn íslandi. Nú hafa margir málsmetandi stjórnmála- menn mótmælt því að þessum ráð- um verði beitt við okkur íslendinga vegna endurupptöku hvalveiða. Leiðandi þingmenn í mikilvægum þingnefndum hafa gert opinber- lega grein fyrir þessari afstöðu sinni og rakið lagalegar ástæður hennar. Þeir hafa bent á, að vís- indalegar forsendur eru fyrir hval- veiðum, og þótt alþjóða hvalveiði- ráðið hafi ákveðið að hafa þær að engu gefi það ekki forseta Banda- ríkjanna heimild til að sniðganga þær einnig og beita aðrar þjóðir refsingum af tilfinningaástæðum. í Bandaríkjunum hafa á síðustu árum komið fram á sjónarsviðið öflug samtök almennings sem berjast gegn ofstækisfullri vernd lifandi náttúruauðlinda, og beijast fyrir nýtingu þeirra á forsendum sjálfbærrar þróunar. Þessi al- mannasamtök starfa í öllum fylkj- um Bandaríkjanna og hafa á að skipa um eða yfir tug milljóna félagsmanna, sem margir hveijir hafa haft atvinnu af nýtingu slíkra auðlinda, ýmist á sjó eða landi. Þessi samtök hafa haft mikil áhrif á umræðu um um- hverfismál, nýtingu og vernd náttúruauð- linda. Fleiri raddir hafa bæst í hóp þeirra sem benda á villur og rangfærslur í máli of- stækisfullra verndar- sinna og tala- máli skynsamlegrar nýt- ingar. Þar á meðal eru virtir vísindamenn í náttúrufræðum sem segjast hafa átt starfsfrið og starfs- frama undir því að láta í ljós slík sjón- armið sem ekki nutu stuðnings þar til fyrir skömmu. Þannig hefur hljómgrunnur um- ræðunnar um umhverfis- og nátt- úruvernd í Bandaríkjunum gjör- breyst á skömmum tíma. Rödd skynseminnar hefur náð að hljóma. Afstaða almennings og einkum stjórnmálamanna er að breytast til betri vegar. Hugsandi menn sjá í gegnum áróðurinn og telja skynsamlegt að nýta auðlind- ir jarðar. Þann byr eigum við að færa okkur í nyt, til sigurs. Alþjóðasamtök ísland var meðal fyrstu aðildar- ríkja alþjóða hvalveiðiráðsins. Er ísland tók afstöðu til hvalveiði- bannsins árið 1983 varð sú niður- staða á Alþingi, með 29 atkvæðum gegn 28, að mótmæla því ekki. Þar með hafði ísland skuldbundið sig til að hlíta því. Bannið var tímabundið, frá 1986 út árið 1990. Haustið 1990 felldi ráðið tillögu vísindanefndar þess um að afnema bannið því ekki væru vísindalegar ástæður til þess. Ráðið ákvað síðan að bannið skyldi standa áfram ótímabundið. Ráðið felldi einnig tillögur sem vísindanefndin mælti með, um nýtt stjórnkerfi hvalveiða byggt á vísindalegum grunni um ástand hvalastofna. Upp úr þessu sagði ísland sig úr ráðinu í lok árs 1991 og tók úrsögn gildi 30. júní 1992. Síðan hefur ísland staðið að uppbyggingu samtaka um stjórn veiða á sjávarspendýrum ásamt Noregi, Færeyjum og Grænlandi. Ég tel að þau muni ekki fá viður- kenningu sem svæðisbundin al- þjóðasamtök um hval- og selveið- ar. M.a. vegna þess, að öll hin löndin hafa jafnframt mismunandi aðild að alþjóða hvalveiðiráðinu og hafa ekki uppi áætlanir að hverfa þaðan. Einnig vegna grundvallarmunar á þjóðréttar- legri stöðu landanna ijögurra. Grænlendingar teljast frum- byggjaþjóð og njóta því sérstakra hvalveiðiheimilda, þeir og Færey- ingar eru og ekki sjálfstæðir. Við eigum að ákveða formlega, segir Árni Ragnar Arnason, að heff a hvalveiðar á þessu ári. Norðmenn mótmæltu banninu og eru því ekki skuldbundnir af því. Samtök tveggja sjálfstæðra ríkja fá ekki slíka viðurkenningu. Það er skoðun mín, að virðing okkar í samfélagi þjóðanna liggi við, að við göngum aftur í alþjóða hvalveiðiráðið. Við höfðum áður gengist undir alþjóðlegan sáttmála sem er grundvöllur þess og brott- hvarf okkar þaðan hefur ekki fært okkur minnsta ávinning, heldur einungis kallað fram efasemdir um heilindi okkar í alþjóðlegu sam- starfi. Við létum hins vegar hjá líða að mótmæla banninu. Við inn- göngu eigum við að mótmæla hinu framlengda banni, sem ekki er lengur byggt á vísindalegum for- sendum heldur tilfinningalegum. Við framiengingu á breyttum for- sendum var eðli þess og inntaki breytt og því fullkomin ástæða til að við mótmælum því, þó við höf- um ekki mótmælt upphaflega banninu löngu fyrr. Við eigum einnig að yfirlýsa að við hefjum hvalveiðar á ný, á forsendum sjálf- bærrar þróunar og veiðistjórnar á vísindalegum grunni. Hefjum hvalveiðar Hafrannsóknastofnunin hefur fylgst vel með viðgangi hvala- stofna við ísland, þó ástand þeirra hafi ekki verið eitt af helstu við- fangsefnum hennar síðustu ár. Skýrslur hennar um ástand nytja- stofna okkar sýna, að flestir hvala- stofnar á íslandsmiðum komast vel af og allir þeir sem nýttir voru síðustu áratugi þola veiðar í líkum mæli og áður. Eðlilegt er, að ásamt ákvörðun um að hefja hvalveiðar að nýju, verði jafnframt ákveðið að auka rannsóknir á hvalastofn- um líkt og á öðrum nytjastofnum. Ég tel að við íslendingar höfum öll skilyrði til þess að aðrar þjóðir fallist á að við hefjum hvalveiðar á ný. Vísindamenn okkar hafa stundað miklar rannsóknir á hvalastofnum á íslandsmiðum ásamt rannsóknum á öðrum nytja- stofnum og því mikil þekking fyr- ir hendi um ástand og viðkomu stofnanna, um veiðiþol þeirra, heil- brigði, dreifingu, fæðunám o fl. Við höfum vísindalegan grunn til að byggja á. Við höfum stjórn- kerfi við fiskveiðar sem staðist hefur í öllum aðalatriðum. Innviðir þess eru ákvörðun um aflaheimild- ir á grunni vísindalegra upplýsinga um ástand nytjastofnanna, eftirlit með veiðum og nýtingu og rann- sóknir sem veita nýjar upplýsingar um stofnana. Við getum auðveld- lega fellt hvalveiðar undir þau lagaákvæði sem það er byggt á. Við eigum að ákveða formlega að hefja hvalveiðar á þessu ári. Einnig að ganga aftur inn í al- þjóða hvalveiðiráðið, mótmæla hvalveiðibanninu og yfirlýsa að við munum hefja hvalveiðar sem fyrst, á grundvelli sjálfbærrar þróunar og veiðistjórnar á vísindalegum grunni. Höfundur er alþingismadur Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. HVALVEIÐAR? Árni Ragnar Árnason Hagsmunir sjúklinga bornir fyrir borð! Þórólfur Helgi Guðnason Sigurðsson FRUMVARP til laga um rétt- indi sjúklinga liggur nú fyrir til afgreiðsiu á Alþingi. í frumvarp- inu segir að markmið þess sé „að tryggja sjúklingum tiltekin rétt- indi í samræmi við almenn mann- réttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagn- vart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber á milli sjúklinga og heil- brigðisstarfsmanna.“ Frumvarpið veldur vonbrigðum og ekki verður betur séð en að það skerði réttindi sjúklinga og veiki trúnaðarsam- band sjúklings og læknis. Hagsmunir fjárveitinga- valdsins vega þyngra en hagsmunir sjúklinga Samkvæmt lykilgrein frum- varpsins eiga sjúklingar „rétt á fullkomnustu meðferð sem á hveijum tíma er völ á að veita innan þess fjárhagsramma sem heilbrigðisþjónustunni er sniðinn á hveijum tíma.“ Þessi grein end- urspeglar andann á bak við frum- varpið. Hagsmunir fjárveitinga- valdsins vega þyngra en hags- munir sjúkiinga með því að taka fram að rétturinn sé háður fjár- hagsramma þjónustunnar. Þar með er frumvarpið ekki réttarbót fyrir sjúklinga því í því felst skerðing á réttindum miðað við fyrstu grein núgildandi laga um heilbrigðisþjónustu „allir lands- menn skulu eiga kost á fullkomn- ustu heilbrigðisþjónustu, sem á hveijum tíma eru tök á að veita“. Til að undirstrika að andi frum- varpsins ver hagsmuni stjórn- valda má benda á staðhæfingar í greinargerð með frumvarpinu „óeðlilegt er að heilbrigðisstarfs- menn beiti sjúklingum fyrir sig í mótmælum gegn ákvörðunum fjárveitingavaldsins eða yfir- stjórnar stofnunar. Sömuleiðis er siðlaust að ónáða sjúklinga með skoðunum 'heilbrigðisstarfs- manna á ákvörðun fjárveitinga- valdsins um framlög til heilbrigð- ismála.“ Sjúklingum mismunað? í frumvarpinu er þess getið að „sjúkl- ingur á rétt á meðferð og aðbúnaði sem mið- ast við ástand hans, aldur og horfur á hveijum tíma og bestu þekkingu sem völ er á.“ Það má túlka þessa grein á þá leið að í henni felist veru- leg skerðing á réttind- um. I því sambandi má nefna að nágrann- ar okkar í Danmörku hafa skert meðferðarvalkosti hjá eldri ein- staklingum. Er með frumvarpinu verið að undirbúa jarðveginn fyrir slíkar brejtingar hér á landi? Torveldar vísindarannsóknir í 7. grein frumvarpsins kemur fram að óheimilt sé að varðveita lífræn sýni úr sjúklingum til ann- arra nota en meðferðar eða grein- ingar nema til komi sérstakt sam- þykki sjúklings. Þessi grein vinnur gegn vísindarannsóknum um or- sök og eðli sjúkdóma og þar með er unnið gegn hagsmunum sjúkl- inga í framtíðinni. Eðlilegra væri að tryggja að upplýsingar fengnar Frumvarpið veldur vonbrigðum og ekki verður betur séð, segja Helgi Sigurðsson og Þórólfur Guðnason, en að það skerði rétt- indi sjúklinga og veiki trúnaðarsamband sjúkiings og læknis. frá lífrænum sýnum væru ekki aðgengilegar fyrir utanaðkomandi aðila eins og tryggingafélög eða atvinnurekendur. I Svíþjóð er ein- mitt þessa dagana verið að tryggja réttindi sjúklinga og einstaklinga gegn slíkri notkun á upplýsingum fengnum frá lífrænum sýnum. Lítið er gert úr trúnaðar- sambandi sjúklings og læknis Trúnaðarsamband sjúklings og læknis er einn af hornsteinum lækninga og þar með heilbrigðis- þjónustunnar. Læknar eru sam- kvæmt lögum og alþjóðlegum samþykktum ábyrgir fyrir grein- ingu og meðhöndlun sjúkdóma. Á sama hátt bera læknar ábyrgð á að sjúklingar séu upplýstir um allt er varðar meðferð og sjúk- dómshorfur. í frumvarpinu er far- ið inn á leið, sem getur leitt til ófarnaðar, þar sem þessari ábyrgð lækna er dreift á alla heilbrigðis- starfsmenn, samanber eftirfarandi dæmi: (1) „Sjúkiingur á rétt á samfelldri meðferð og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfs- manna og stofnana sem koma að meðferðinni.“ (2) „Nú hafnar sjúklingur meðferð og skal heil- brigðisstarfsmaður þá upplýsa hann um afleiðingar þeirrar ákvörðunar," (3) „Sjúklingi skal gerð grein fyrir hvaða heilbrigðis- starfsmaður beri meginábyrgð á meðferð hans á heilbrigðisstofn- 'un.“ Verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd er hætt við að dragi úr ábyrgð lækna á greiningu og meðferð sjúklinga. Lokaorð Á tímum réttlætis og jafnréttis er það ekki til eftirbreytni að í nefndinni, sem samdi lögin um réttindi sjúklinga, var enginn full- trúi sjúklinga eða aldraðra. Enda kemur í ljós að það vantar í lögin bitastæð ákvæði til styrktar rétt- arstöðu sjúklinga, eins og þau sem eru til staðar í sambærilegu frum- varpi til laga frá Noregi - t.d. um biðlistaákvæði með meiru. Lög af þessu tagi þurfa lýð- ræðislega umfjöllun og umræðu og það væru ófagleg vinnubrögð að samþykkja frumvarpið á yfir- standandi þingi. Það er engin til- viljun að lög af þessu tagi hafa ekki enn verið samþykkt í Noregi eða Svíþjóð. í þeim löndum hefur þó verið í gangi um árbil mun meiri umræða um þessi mál, en hér á landi. Eðlilegra væri að bíða átekta um sinn og taka mið af og kynna sér betur þá umfjöllun, sem þessi mál eru að fá í nágranna- löndum okkar. Helgi er varaformaður Lækna- ráðs Landspítalans og Þórólfur er stjórnarmeðlimur Læknaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.