Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 68
>8 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BREF • FORSETAKJOR
Guðrún Agnarsdóttir
sameinar kosti allra
frambjóðenda
Frá Ásgeiri Helgasyni:
VALUR Pálson, leiðandi
^ kontrabassaleikari í Fílharmoníunni
'X okkar hér í Stokkhólmi, skrifaði í
jibréfi til blaðsins fyrir nokkru að
k hann styddi Guðrúnu Agnarsdóttur
a til forseta íslands öðrum fremur,
; vegna þess að hún væri eini fram-
'.bjóðandinn sem hefði pólitíska
f Vreynslu án þessa að vera bundin á
þann hægri-vinstri bás sem skipað
hefur þjóðinni í fylkingar í ára tugi.
| Þó erfitt sé að vera ósammála
jVal um þetta tel ég að aðrir kostir
■Guðrúnar Agnarsdóttur vegi ekki
jsíður þungt á metunum. Guðrún
jsameinar nefniléga í einni konu alla
jþá kosti sem hinir frambjóðendum-
|ir vilja lyfta fram sem sínum sér
„einkennum. Hún hefur pólitíska
’reynslu Ólafs Ragnars án þess þó
|að hafa bendlað sig við hægri-
| vinstri togstreituna eins og Valur
‘sbendir á. Hún hefur stefnufestu
Guðrúnar Pétursdóttur (sem Guð-
rún Pétursdóttir hefur óneitanlega
fram yfir Ólaf Ragnar) og síðast
en ekki síst þá hefur hún alla burði
til að vera það sameiningartákn á
erfíðum tímum sem Pétur Hafstein
vill markaðssetja sig með. Það er
eitt helsta persónuleikaeinkenni
Guðrúnar Agnarsdóttur að vilja
sætta og sameina stríðandi öfl.
Að lokum vil ég benda á að stuðn-
ingsmenn Guðrúnar Agnarsdóttur
hafa opnað kosningaskrifstofu á
Norðurlöndum með aðsetur í Stokk-
hólmi. Að sjálfsögðu höfum við sett
upp heimasíðu á alnetinu þar sem
hægt er að senda inn fyrirspumir
og fræðast um persónu og stefnu-
mál Guðrúnar Agnarsdóttur.
Slóð heimasíðunnar er hér innan
sviga (http://www.met.kth.se/
mattek/gifs/ Agnarsdottir.html).
ÁSGEIRR. HELGASON,
Svíþjóð.
Forsetaframboð!
;] Frá Karli Ormssyni:
ÞAÐ eru margir sem velta fyrir sér
þessa dagana hvem þeir vilja fá sem
næsta forseta íslenska lýðveldisins.
Það ætti ekki að vera vandasamt
að velja sér forseta úr þeim hópi
sem nú hefur tilkynnt framboð sitt.
Það hefur öllum forsetaframbjóð-
endunum verið gefinn kostur á að
koma fram í smáyfírheyrslu í Dags-
ljósi sjónvarpsins. Miðvikudaginn
17. apríl síðastliðinn talaði Logi
Bergmann Eiðsson við frambjóð-
andann Pétur Kr. Hafstein. Undir
lokin sagði Logi Bergmann: „Pétur,
nú hefur þú einn frambjóðenda ver-
ið sagður alveg vammlaus að öllu
leyti. Ekkert hefur verið hægt að
segja misjafnt um þig, þú hefur
ekki verið stjórnmálamaður né
umdeildur að neinu leyti. Og þá
segir fólk að þú sért kannski nokk-
uð stífur og ekki nógu spennandi,
hvernig viltu svara því?“ Pétur svar-
aði þessu á sinn einstaklega hóg-
væra hátt: „Það er ekki mitt að
dæma um hvort ég sé spennandi
en ég er bara svona.“
Það var nefnilega svona, Pétur
Kr. Hafstein er bara vammlaus svo
ekki er hægt að segja neitt mis-
jafnt um hann. Nú vill svo til að
undirritaður er alæta á fjölmiðla
og þekkir að auki vel til Péturs, ég
þekkti föður hans ákaflega vel,
hann var einstakur öðlingsdrengur
sem ekki mátti vamm sitt vita í
neinu. Ég þekkti líka föðurbróður
hans, Jakob, sem nú er látinn, og
Hannes Þ., sem lengi var forstjóri
Slysavarnafélags íslands, hef ég
þekkt af öllu góðu í áratugi. Ef það
er ekki kostur fyrir forseta að vera
svo vammlaus að ekkert sé misjafnt
hægt að segja um hann þá er illa
farið fyrir okkar þjóð, varla vill
ábyrg þjóð fá einhvern og einhvern
sem forseta, bara ef hann er spenn-
andi? Ég þekki menn úr öllum
stjórnmálaflokkum sem styðja Pét-
ur Kr. Hafstein í komandi kosning-
um, einmitt fyrir hans drenglyndi
sem þeir þekkja hann af. Fráleitt
væri að halda að Pétur væri skap-
laus maður, það getur enginn haft
þann feril sem hann nema að vera
ákveðinn, traustur og kjarkaður.
Að lokum vildi ég skora á fólk að
kynna sér störf og mannkosti Pét-
urs Kr. Hafstein. Þá er ég ekki
hræddur um að fólk verði í vafa
um hvern frambjóðendanna þeir
eigi að velja.
KARL ORMSSON
Gautlandi 5,
Reykjavík.
FLOTT
FoT 'A
FÍNU
VÍRÐÍ
i
A
K/AKKA
ENGLABORNIN
Bankastræti 10 • Sími 552 2201
«»1»
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WINDOWS
Tölvufyrirtækið OZ
valdi Stólpa bókhaldskerfið
H KERFISÞRÚUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!
Trefjagifsplötur til notkunar á veggi, loft og gólf
* ELDTRAUSTAR
* HLJÓÐEINANGRANDI
* MJÖG GOn SKRÚFUHALD
* UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR
VIÐURKENNDAR AF
BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS
Þ. ÞORGRÍMSSON &CO
ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK
SÍMI 553 8640/560 6100
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Þakkir til
Alþingis
MIG LANGAR að koma á
framfæri þókkum til Al-
þingis fyrir að samþykkja
ný nafnalög. Þá langar mig
að spyija þá sem eru á
móti lögunum hvað þeir
geti haft á móti því að ís-
lendingar beri t.d. íslensk
ættamöfn. Er það óís-
lenskara en endingin sonur
og dóttir?
Ragnheiður
Dónaleg
framkoma
ÉG OG vinkona mín kom-
um í Gleraugnasöluna,
Laugavegi 65, á sólríkum
sumardegi til að skoða sól-
gleraugu. Við vorum ný-
komnar inn og ég fer að
máta gleraugu. Ég set upp
ein, síðan önnur og set þau
á sinn stað á eftir. Þá kem-
ur til mín maður og spyr
hvort hann geti aðstoðað
mig. Ég spurði hvort hann
gæti mælt með einhveiju
sérstöku en hann benti
autt pláss í hillunni og
spurði hvort ég væri með
gleraugun sem hefðu átt
að vera á þessum stað. Ég
sagði það ekki svo og benti
á gleraugun sem ég hafði
mátað og baðst velvirðing-
ar ef ég hefði sett þau á
rangan stað. Hann sagði
okkur þá að það vantaði
gleraugu í rekkann og
spurði ítrekað hvort ég
hefði ekki mátað þessi til-
teknu gleraugu. Ég varð
mjög hissa og sagði honum
að ég hefði ekki snert þau.
Ég hélt kannski að hann
hefði misskilið mig, því
hann talaði ekki fullkomna
íslensku, og reyndi að út-
skýra betur hvaða gleraug-
um ég hafði haft hönd á
og hvar ég hefði sett þau.
Þá spurði vinkona mín
hvort hann væri að þjóf-
kenna okkur og sagði hann
svo vera. Mér var mjög
brugðið, rétti honum jakk-
an minn og bað hann vin-
samlega að leita í honum
til að hreinsa mig af áburð-
inum. Hann sagðist þá trúa
því að ég hefði ekki tekið
nein gleraugu og vildi ekki
leita.
ítrekað bað ég hann að
leita í jakkanum mínum
svo ég gæti gengið út úr
búðinni án þess að vera
með þjófstimpil á bakinu
en hann vildi það alls ekki.
Þá kom að annar maður
og fóru þeir tveir að tala
saman og virtu okkur ekki
meir viðlits. Við fengum
enga afsökunarbeiðni og
vorum skildar eftir eigin-
lega í lausu lofti þama á
gólfínu.
Ég var svo miður mín
vegna þessa áburðar og
dónalegu framkomu að ég
get ekki orða bundist.
Sveindís Jóhannsdóttir,
Blöndubakka 7,
Reykjavík.
Tapað/fundið
Fjallahjól tapaðist
TAPAST hefur nýlegt 18
gíra Caprieorn-fjallahjól.
Það var horfíð frá Kjarr-
hólma 36 að morgni sum-
ardagsins fyrsta. Ef ein-
hver hefur séð hjólið er
hann vinsalega beðinn að
hafa samband í síma
564-1614. Fundarlaun.
Veski og bankabók
SVART veski með þremur
bankabókum tapaðist við
strætisvagnabiðstöð í
Mjódd, í Kaupgarði eða við
Landspítalann. Veskið var
vafíð innan í tvo hvíta
plastpoka. Hafi einhver
fundið veskið er hann beð-
inn að hringja í síma
587-0624.
Lyklar
fundust
LYKLAR fgndust á
Sunnuveginum fyrir
nokkru. Kippan er merkt
Toyota. Upplýsingar í síma
581-2201.
Gleraugu
fundust
KVENGLERAUGU fund-
ust laugardaginn 4. maí sl
í Bókabúð Steinars, Berg-
staðastræti 7. Upplýsingar
í síma 551-2030 milli kl.
13 og 18.
SKÁK
Omsjón Margeir
Pétursson
Hvítur leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp á stór-
móti sem nú stendur yfir í
Madrid á Spáni. Fremsti
skákmaður Spánveija,
Miguel Illescas Cordoba
(2.635), var með hvítt og
átti leik, en Viktor
Kortsnoj, 64 ára, hafði
svart.
27. Rxg6! og
Kortsnoj gafst
upp, því eftir 27.
- Kxg6 28. gxf5
- gxf5 29. Dg4+
- Bg5 30. Hxf5
er hann varnar-
laus með öllu.
Staðan eftir fjór-
ar umferðir á
mótinu var
þannig:
1. Gelfand,
Hvíta-Rússlandi,
3 v., 2.-3. Salov,
Rússlandi, og II-
lescas, Spáni,
2'U v„ 4.-8.
Topalov, Búlgaríu, Adamst
Englandi, Azmajparashvili,
Georgíu, Shirov, Lettlandi,
og Morosjevitsj, Rússlandi,
2 v., 9. Kortsnoj l‘/2 v. 10.
San Segundo, Spáni, ‘/2 v.
HÖGNIHREKKVÍSI
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJA var bent á það í til-
efni frétta af Óslóarferð Önnu
Mjallar Ólafsdóttur, söngkonu, að
það væri tímanna tákn að skömmu
eftir að við fögnuðum því að 25 ár
voru frá heimkomu handritanna,
sendi ríkissjónvarpið íslenzka til
keppni lag, sem heitir Sjúbídú. Og
það sem meira væri, ekkert annað
dygði en að fá bandarískar bak-
raddir til að tryggja íslenzka laginu
brautargengi.
Allt um það óskar Víkveiji söng-
konunni ungu góðs gengis í Ósló.
xxx
VÍKVERJA hefur borist eftir-
farandi bréf frá Kristjáni
Pálssyni alþingismanni sjálfstæðis-
manna í Reykjaneskjördæmi:
„í Víkveija fyrir nokkru voru til
umfjöllunar fyrirhugaðar fram-
kvæmdir við Reykjanesbraut og
gert lítið úr nauðsyn lýsingar og
talið nær að leggja þá peninga til
hliðar fyrir tvöföldun.
Ég vil upplýsa Víkveija um það
að ef litið er á eina einstaka fram-
kvæmd með tilliti til kostnaðar þá
er ódýrasta og jafnframt fljótleg-
asta leiðin til að auka öryggi á
brautinni að lýsa hana.
Ef að líkum lætur þá mun lýsing
kosta um 120-140 millj. kr. og allt
það öryggi á brautinni um 30%
miðað við erlenda öryggisstaðla.
Það var því talið við núverandi
aðstæður vera eina aðgerðin sem
gæti skilað umtalsverðum árangri
í öryggismálum á brautinni, fyrir
þá _peninga sem til eru.
Ég er einn af þeim sem sé enga
aðra varanlega lausn á öryggismál-
um á brautinni en að tvöfalda hana.
Slík framkvæmd kostar um 1,5
milljarða króna og mun auka ör-
yggið um 80%, miðað við sömu
staðla. Að leggja út í slíkan kostn-
að er að mínu mati fyllilega rétt-
lætanlegt og fjöldinn af rökum sem
mæla með því önnur en öryggis-
málin.
Til að nefna einhver þá eru Suð-
urnesin með rúmlega 20 þúsund
íbúa, þegar herstöðin á Keflavíkur-
flugvelli er meðtalin. Þar er nánast
allt millilandaflug landsins og far-
þegar um 200 þúsund á ári. Suður-
nesin eru einnig að verða mikill
ferðamannastaður með Bláa lónið
og fjölda annarra áhugaverðra
staða fyrir ferðamenn að skoða. Á
Suðurnesjum eru einnig tvær
stærstu verstöðvar landsins og
stærstu vinnustaðir landsins hjá
verktökum á Keflavíkurflugvelli og
hjá Flugleiðum.
Höfuðborgarsvæðið og Suður-
nes eru orðin eitt atvinnusvæði þar
sem fólk fer á milli til vinnu sinnar
daglega. Á Suðurnesjum er einnig
eitt stærsta gufuforðabúr landsins
og það eina sem er það nálægt
höfn að hagkvæmt geti talist að
virkja hana til stóriðju.
Það verður því áfram forgangs-
verkefni að tvöfalda Reykjanes-
brautina. Á meðan aflað er fjár-
magns til þess eru minni fram-
kvæmdir nauðsynlegar og við sem
keyrum Reykjanesbrautina dag-
lega, í öllum veðrum í svartasta
skammdeginu, vitum hve erfitt það
er.
Ég bið höfund Víkverja að taka
þetta til athugunar og minnast
þess að á mestu álagstímum er
umferðin um veginn sennilega um
14.000 bílar á sólarhring og þegar
slydda, myrkur og saltaustur fara
saman þá er Reykjanesbrautin
hættulegasti vegur landsins. Lýs-
ing er því sannkölluð himnasend-
ing, ljós í myrkrinu."