Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTiR Stjórnarfrumvarp um Ofanflóðasjóð FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 13 '1 ............................«» Stórás 7, Garðabæ 800 milljóna kr. lán vegna snjóflóðavama OFANFLÓÐASJÓÐI verður breytt í Forvarnasjóð sem fær heimild til að taka 800 milljónir króna að láni á þessu ári til að standa straum af kostnaði við snjóflóðavarnir í sumar, samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt var fram á Alþingi á þriðjudag. I greinargerð frumvarpsins kem- ur fram að heildarkostnaður Ofan- flóðasjóðs vegna húsakaupa á Súða- vík sé áætlaður 423 milljónir, og 151 milljón vegna húsakaupa í Hnífsdal. Kostnaður við gerð varnarvirkja á Flateyri er áætlaður um 400 milljón- ir, og kostnaður vegna varnarvirkja við Seljalandshverfi við ísafjörð er áætlaður 350 milljónir. Loks hafa hreppsnefndir Súðavíkur og Flateyr- ar óskað eftir stuðningi sjóðsins við greiðslu svokallaðra mismunabóta til þeirra húseigenda sem ekki fengu fullnægjandi bætur hjá Viðlaga- tryggingu, og er hlutur Ofanflóða- sjóðs í þeim kostnaður áætlaður allt að 100 milljónir. Samanlagt gæti heildarkost.naður vegna snjóflóðavarna á þessu ári því numið allt að 1,5 milljörðum króna ef farið yrði í gerð varnarvirkja á Flateyri og Isafirði. Þar af yrði hlut- ur viðkomandi sveitarfélaga 10% eða um 150 milljónir og Ofanflóðasjóðs um 1.350 milljónir. í sjóðnum eru 300 milljónir þannig á að 1.050 milljónir vantar. Af því er gert ráð fyrir að 250 milljónir komi ekki til greiðslu úr sjóðnum fyrr en á næsta ári en því á, samkvæmt frumvarp- inu, að veita sjóðnum heimild til að taka 800 milljóna króna lán á árinu. Nýr tekjustofn Frumvarpinu er einnig ætlað að leysa úr brýnustu þörf Ofanflóða- sjóðs fyrir fjármuni, en unnið er að heildarendurskoðun laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, Samkvæmt frumvarpinu á að skapa Forvarnarsjóði sem tekur við hlut- verki Ofanflóðasjóðs, sjálfstæðan tekjustofn með því að leggja sérstakt gjald á brunatryggðar fasteignir, sem nemur 0,2 prómill af vátrygginga- verðmæti. Gert er ráð fyrir að viðbót- artekjur sjóðsins vegna þessa nemi 400 milljónum á ári. Þá fær sjóðurinn á næstu fimm árum 38% af heildariðgjaldatekjum Viðlagatryggingar íslands, en 5% eftir það. Jafnframt verður lagt sér- stakt 10% aukaálag á iðgjöld við- lagatrygginga á næstu fimm árum. Er gert ráð fyrir að tekjur Forvarna- sjóðs vegna þessa geti numið 200 milljónum árlega. Að auki er gert ráð fyrir árlegu framlagi til sjóðsins á íjárlögum í samræmi við fram- kvæmdaáætlun sem lögð er fram við gerð fjárlaga hveiju sinni. I einkasölu þetta glæsilega og vandaða einbhús um 200 fm á einni og hálfri hæð auk bílskúrs um 35 fm. Húsið er byggt 1965. Húsið er skemmtilega innréttað, innréttingar eru allar vandaðar. Mögulegt er að hafa tvær íbúðir í húsinu og selja það í tvennu lagi. Bjarni og Día sýna húsið í dag milli kl. 13 og 17. Verð 15,2 millj. Fasteignasala, Árna Grétars Finnssonar, hrl., Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl., Strandgötu 25, Hafnarfirði, sími 555 1500, bréfsfmi 565 2644. Blað allra landsmanna! |Mfiripiif»ILmfoi$» - kjarni málsins! Umframhækkanir opinberra starfs- manna áhyggjuefni AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- sambandsins samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun: „A síðustu sex árum hefur tek- ist að yfirvinna djúpstæða kreppu í íslensku efnahagslífi. Hún orsak- aðist af aflasamdrætti eftir óhóf- lega sókn í fiskistofna, lítilli fram- leiðni og nýsköpun í atvinnu- rekstri vegna lítillar arðsemi og almennu aðhaldsleysi í stjórn efna- hagsmála. Við þessar aðstæður höfðu samningsaðilar á almennum vinnumarkaði forgöngu um mótun launa- og efnahagsstefnu sem miðaði að styrkari samkeppnis- stöðu fyrirtækja, lítilli verðbólgu, fjölgun starfa, auknum útflutningi og bættum kjörum. I samvinnu við stjórnvöld hefur þessi stefnu- mörkun náð fram að ganga og skilað miklum og sýnilegum ár- angri. Það er hlutverk samningsaðila á hinum almenna vinnumarkaði að móta launastefnu hveiju sinni, því svigrúm fyrirtækja á einka- markaði er ákvarðandi um verð- mætasköpun í samfélaginu í heild. Það er því áhyggjuefni að for- svarsmenn ríkis og sveitarfélaga hafi hvað eftir annað talið fært að hækka laun opinberra starfs- manna umfram það sem um hefur samist á einkamarkaði. Umfram- hækkanir opinberra starfsmanna auka ekki svigrúm fyrirtækja til samninga. Þvert á móti leiða þær fyrr eða síðar til skattahækkana, aukins halla eða minni þjónustu. Hækkun tryggingagjalds um 0,5% á þessu ári er til marks um það. Aðalfundur VSÍ styður löngu tímabæra endurskoðun á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og er þess fullviss að nútímalegri leik- reglur á vinnumarkaði muni greiða fyrir gerð kjarasamninga, þótt um sinn ríki ekki full sátt um breyting- amar. VSÍ leggur áherslu á endur- skoðun skattalaga sem miði að auknum hagvexti, örvun áhættu- fjárfestinga og virkari vinnumark- aði. Endurskoða þarf samhengi tekjuskattkerfis og bótagreiðslna þannig að einstaklingar hafí í öll- um tilvikum ótvíræðan hag af framtaki og vinnu. VSÍ telur sam- ræmdan eignatekjuskatt vera mik- ið framfaramál, þar sem allar tekj- ur af fjármunum verði loks skatt- lagðar með sama hætti, hvort heldur um er að ræða vexti, leigu, söluhagnað eða arð af hlutafé. Þjóðfélagið á mikið undir því að einstaklingar telji áhættunnar virði að festa fé í íslenskum fyrir- tækjum og skattalögin eiga að hvetja til þess. Ávinningur landsmanna af gild- andi kjarasamningum hefur orðið meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Verðlag er stöðugt og kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst um yfir 4% hvort ár samn- ingstímans sem er meira en gerist meðal nágrannaþjóða. Markmið komandi kjarasamninga hlýtur því að vera áframhaldandi stöðugleiki og vaxandi kaupmáttur byggður á traustum forsendum og sam- keppnishæfu atvinnulífí. Stöðug- leikinn í efnahagslífinu hvílir á því að launakostnaður hækki að jafn- aði ekki meira en í viðskiptalönd- unum og í takt við framleiðniþró- un. Sú stefna hefur skilað ótvíræð- um árangri og sú þróun getur haldist, ef launabreytingar miðast við raunverulega aukningu á verð- mætum til skipta. VSI mun starfa áfram í þeim anda og hvetur aðra aðila vinnumarkaðarins til að víkja ekki af braut raunsæis í kjaramál- um. - kjarni málsins! HVERNIG LÍTUR ÞÍN MYND ÚT EFTIR 100 ÁR ? VANÐAÐD VALIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.