Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ - kjarni málsins! Skógræktar sj óður Húnavatnssýslu FRÁ Fjósum í Svartadal. SUMARHÚSASVÆÐI að Fjósum. því rétt rúmlega 10 ára. Gróður- sett hefur verið árlega síðan á bil- inu 2-4000 plöntur. Árangur af þessu starfi er smám saman að koma í ljós þrátt fyrir ýmis vanda- mál við ræktunina sem við hefur verið að glíma en það eru m.a. þurrkar á vormánuðum og gras- vöxtur og sina sem varð gífurleg eftir að beit á landinu létti. Framkvæmdanefnd Stjórn Skógræktarfélags ís- lands hefur skipað framkvæmda- nefnd en í henni sitja nú fulltrúar úr sýslunum tveimur Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu auk full- trúa frá Skógræktarfélagi íslands. Nefndin fer með öll helstu ákvörð- unarmál sjóðsins en nefndarfundir hafa verið 2-3 á ári. Stefnt er að því að fuligróðursett verði í landi sem ætlað er að gróðursetja í fyr- ir árið 2010. í nefndarstarfi sjóðs- ins kom fram hugmynd fyrir nokkrum árum um að afla sjóðnum tekna með því að leggja einnig land undir sumarbústaði á Fjósum. Með þeim hætti mætti líta svo á að skógurinn þjónaði einnig því hlutverki að laða að fólk í héraðið og að hann nýttist sem útivistar- svæði fyrir bústaðaeigendur. Skipulag I því skyni að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd fékk sjóð- urinn landslagsarkitekt til að gera skipulag þar sem haganlega er komið fyrir einum 15 bústöðum í sumarbústaðahverfi og er hver lóð 2500 m2 að stærð. Svæðið sem tekið verður frá fyrir bústaði er um 5 ha og ein akstursleið verður að bústöðunum. Bústaðahverfið er því hugsað með þeim hætti að það tengist skóginum, sem er að vaxa umhverfis svæðið, með göngustígum og leiðum um jörð- ina. Aflað hefur verið allra tilskil- inna leyfa til að hefja framkvæmd- ir. Næstu skref Framkvæmdanefnd Skógrækt- arsjóðs Húnavatnssýslu hefur hug á að kanna hvort áhugi er fyrir uppbyggingu á sumarbústaða- hverfi á Fjósum. Það er hinsvegar deginum ljósara að mikið framboð hefur verið á bústöðum og landi undir þá víða um land. Samkeppni um viðskiptavinina hefur vaxið og eins víst að eftirspurn fari minnk- andi. Það sem er hinsvegar eftir- sóknarvert hér er að á jörðinni er skógrækt komin vel á skrið og á þessu svæði landsins er ekki mikið um bústaði. Skógurinn sem upp vex á Fjósum mun eigi að síður þegar frá líður verða sú verðuga minning sem þeir bræður óskuðu en jafnframt staðfesting á mögu- leikum á skógrækt í Húnavatns- sýslum. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfclags Islands. Ætlar þú að taha áhœttuna í sólarlandaferð eða sólhekknum án 98% ALOE VERA gelifrá Jason? Þin besta trygging er með 98% ALOE VERA gelfrá Jason í farteskinu. Ftest í öllum apátekum á landinu og í: 2. hæð, Bcwgarivinglunni, simar854 2117 og 566 8593. * &*§?** SfkáH *» káðáném HEIMILDIR úr annálum benda til þess að kjarr og skógar hafi vaxið á 18. öld á um helmingi býla í Húnavatnssýslu eins og kom fram í erindi Grétars Guðbergsson- ar á ráðstefnu um birkiskóga landsins 19. apríl síðastliðinn. Samkvæmt heimildum vex þar náttúrulegt birki einungis á 6 stöð- um. Húnavatnssýslur hafa lengi vel ekki mikið verið orðaðar við skógrækt. Þar eru engu að síður starf- andi tvö skógræktar- félög. Skógræktarfé- lög Vestur- og Austur- Húnavatnssýslu og hafa um áratugaskeið unnið að framgangi skógræktar. Bæði þessi félög vinna nú ötullega að Landgræðsluskógrækt. Þegar ekinn er þjóðvegur 1 frá Blöndu- ósi inn Langadalinn sést handan við Blöndu, á hægri hönd, árang- urinn af starfi Skógræktarfélags Austur-Húnavatnssýslu en þar blasir við jörðin Gunnfríðarstaðir þar sem félagið hefur unnið að skógrækt undanfarna áratugi. Á Hvammstanga eru skógræktar- skilyrðin erfiðari en þar hefur Skógræktarfélag V-Húnavatns- sýslu unnið að tijá- og skógrækt við Kirkjuhvamm, útivistarsvæðið á Hvammstanga. Stutt er síðan skógrækt hófst í Kirkjuhvammi en svæðið býr yfir mikilli fjöl- breytni í landslagi. Á.F. Kofoed-Hansen skógrækt- arstjóri, en hann var fyrstur manna til að gegna því embætti hér á landi, hafði trú á skógrækt í Húnavatnssýslu því ella hefði hann ekki hrundið í framkvæmd merkum tilraunum í Vatnsdal en þar var birkifræi sáð árið 1927 og sér þess stað í dag á Eyjólfs- stöðum, á Hofi og að Haukagili. Tilraunir Kofoed-Hansens í Vatnsdal, ollu ekki neinum straumhvörfum en það er hinsveg- ar skemmtilegt til þess að vita að áhugi á sáningum og tilraunum í þá att hefur vaknað á ný tæpum 70 árum síðar. Ef til vill hafa til- raunir og ræktun K-Hansens einn- ig átt einhvern þátt í að vekja áhuga og valdið þvi að einstakling- ar hafa viljað stuðla að skógrækt í sýslunum og jafnvel þrátt fyrir að þeir væru löngu horfnir úr sinni fæðingarbyggð. Römm er sú taug, segir í kvæði. Eitt dæmi í þessa veru skal hér rakið. Landið skal klætt skógi Skógræktarsjóður Húnavatns- sýslu var stofnaður árið 1970 sam- kvæmt ósk bræðranna Guðmund- ar M., Einars og Friðriks V. Bjömssona frá Múla í Miðfirði og er stofnfé sjóðsins dánargjöf þeirra en bræðurnir létu eftir sig stóra húseign, Skólavörðustíg 25 í Reykjavík, og nokkurt lausafé. Þeir bræður munu hafa haft mikinn áhuga á skógrækt og þar sem þeim varð ekki barna auðið ákváðu þeir að öllum þeirra eigum skyldi varið til skógræktar á þeirra heimaslóðum. Þetta eitt sýnir að hugur þeirra hefur oft hvarflað á æskuslóðir þar sem þeir ólust upp. Að ósk þeirra bræðra var _ Skóg- ræktarfélagi íslands falin varsla sjóðsins og til fróðleiks er hér birt skipulagsskrá eins og hún var samþykkt 1973. 1. gr. Sjóðurinn heitir Skóg- ræktarsjóður Húnavatnssýslu. 2. gr. Sjóðurinn er stofnaður samkvæmt erfðaskrá bræðranna Einars Björnssonar, kaupmanns, Friðriks Björnssonar, læknis og Guðmundar M. Björnssonar, stór- kaupmanns. 3. gr. Stofnfé sjóðsins er það fé, sem honum fellur til samkvæmt erfðaskrá bræðranna. 4. gr. Verksvið sjóðsins er að rækta skóg í Húnavatnssýslu. Stjórn sjóðsins velur þá staði, sem teknir verða undir skógrækt. 5. gr. Til að vinna að markmiði sjóðsins er stjóm hans heimilt að kaupa lönd eða jarðir til skógrækt- ar eða taka á leigu til langs tíma í sama skyni. Nota má eignir sjóðs- ins til þess að girða og friða þau landsvæði, sem sjóðurinn tekur til skógræktar, svo og til gróðursetn- ingar og ræktunarstarfa í sam- bandi við skógrækt. 6. gr. Stjórn Skógræktarfélags íslands fer með stjórn sjóðsins samkvæmt erfðaskrárákvörðun. Stjórnin færir reikninga sjóðsins. Reikningsár hans er almanaksár- ið. Endurskoðendur Skógræktarfé- lags íslands endurskoðar reikning- ana, og skulu þeir árlega lagðir fram á aðalfundi félagsins, ásamt skýrslu um starfsemi sjóðsins. Meðan kvaðir þær, sem um ræðir í 8. gr., hvíla á sjóðnum, skulu ársreikningar hans sendir yfirfjár- ráðandanum í Reykjavík. 7. gr. Höfuðstól sjóðsins og arð af honum skal varðveita í fasteign- um, tryggum verðbréfum eða á þann hátt annan, sem stjórn hans telur öruggan, að því leyti, sem honum er ékki varið til fram- kvæmda. Stjórn sjóðsins aflar honum annarra tekna eftir því, sem unnt er á hveijum tíma. 8. gr. Sjóðurinn tekur á sig og stendur undir þeim kvöðum sem Brynjólfur Jónsson •lOINtiO GRtWiMYNT) KvwMlilMð Ml t«M UfttiM, léiubfanpMMUM r.IiA *ki4mr*». m KémtúH ÍMÍH* Sumarhúsahverfi á Fjósum í Svartárdal er í athugun. Brynjólfur Jónsson skrifar um það efni sem og skógrækt á þessu svæði. lagðar hafa verið á stofnfé hans samkvæmt erfðaskrá þeirri, sem mælir fyrir um stofnun hans. 9. gr. Leita skal staðfestingar forseta íslands á skipulagsskrá þessari. Land til skógræktar Í fundargerðum stjórnar Skóg- ræktarfélags íslands sést að mönnum er í mun að láta tilgang sjóðsins rætast. í því skyni er far- ið að huga að jarðarkaupum í Húnavatnssýslum. Árið 1971 er ákveðið að kaupa jörðina Fjósa í Svartárdal í því skyni að hefja skógræktarframkvæmdir. Jörðin Fjósar er í mynni Svartárdals, um 4 km ijarlægð frá þjóðvegi 1 við Bólstaðarhlíð. Árið 1972 var hafinn undirbún- ingur að girðingarstæði og lokið við 4,5 km girðingu árrö 1973 en innan hennar eru 60 ha. Á árunum 1974-78 var eitthvað gróðursett innan girðingar en varsla brást og eyddust tijáplöntur af búfé. Árið 1985 er komin fullnægjandi varsla á landinu og gróðursetning hefst á ný. Elstu tijáplöntur eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.