Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Blíndraletur á íslandi Hlutur Vinafélags Blindra- bókasafns Islands í vexti og viðgangi þess BLINDRALETUR hefur þá sér- stöðu að einungis örfámennur hóp- ur í hveiju þjóðfélagi les það. Það var fundið upp í Frakklandi árið 1825 og hefur staðist tímans tönn. Stöðugt er verið að bæta aðstöðu til bókagerðar á blindraletri og hafa ýmsir lagt hönd á plóginn til þess að Blindrabókasafn Islands verði í fremstu röð framleiðenda blindraleturs í Evrópu. Á aðalfundi Vinafélags Blindra- bókasafns Islands, sem haldinn var 2. maí síðastliðinn, afhenti stjóm félagsins sérstakan pappírs- hníf að gjöf. Hnífur þessi vinnur með eftirfarandi hætti: Hann sker pappír jafnóðum og hann kemur út úr prentvél safnsins. Einnig er hægt að stilla hann þannig að hann skeri pappírinn eftir að prentað hefur verið á hann. Eins og menn vita er blindraletrið gert úr upphleyptum punktum. Þessi hnífur er þannig hannaður að punktarnir bælast ekki. Blindraletur barst hingað til lands skömmu fyrir 1930. Senni- lega hefur Þórsteinn Bjarnason, sem síðar varð formaður Blindra- vinafélags Islands um 5 áratuga skeið, orðið fyrstur til að kenna blindraletur hér á landi. Ragnheið- ur Kjartansdóttir nam blindra- kennslu í Danmörku eftir árið 1930 og varð kennari við Blindra- skólann sem Blindravinafélag Is- lands stofnaði árið 1933. Nokkrir urðu á þessum árum til þess að Iæra að skrifa blindraletur. Það var þannig gert að tvö blöð voru sett í einfaldar blindra- ritvélar og var þannig hægt að búa til tvö eintök af sömu bók- inni. Á árunum 1934-41 voru þannig skrifaðar um 80 bæk- ur eða bókarhlutar. Af einhverjum ástæðum lagðist síðan bókagerð af að mestu leyti. Þegar Einar Halldórsson, blindra- kennari, kom til starfa árið 1956 fékk hann Lionsklúbb Reykjavík- ur til þess að gefa tæki til bókagerðar blindra. Um var að ræða sérstaka ritvél sem notuð var tii þess að skrifa letrið á málmþynnur. Papp- ír var síðan lagður á milli þynn- anna og punktunum þrýst á hann með því að renna þynnunum gegn- um þvottavindu. Þegar þessi tæki höfðu runnið sitt skeið á enda árið 1965 voru keyptar hingað til lands blindrarit- vélar frá Bandaríkjunum. Þá var á ný farið að skrifa bækumar á pappír. En um leið var keypt sér- stök fjölföldunarvél sem gerði kleift að fjölfalda blindraletrið á sérstakar plastþynnur. Þessi ódýra fjölföldunaraðferð hafði þá nýlega verið kynnt í Bandaríkjunum og urðu íslendingar fyrstir Evrópu- þjóða til þess að tileinka sér hana. Plastþynnurnar höfðu þann ókost að einungis var hægt að setja letr- ið öðrum megin á þær. Þær urðu einnig stamar og urðu því hraðlæs- ir einstaklingar að dreifa yfír þær púðri (talkúmi) til þess að ná meiri lestrarhraða. Þær höfðu og hafa þó þann ótvíræða kost að hægt er að búa til upphleyptar myndir með þeim. Bókaútgáfa á blindraletri var með nokkrum blóma á ár- unum 1957 til 1965. Þá var svo komið að blindir nemendur þurftu á öllum mann- afla að halda til bóka- framleiðslu og lagðist því almenn bókagerð að mestu af. Þegar Blindra- bókasafn íslands var stofnað árið 1983 var fljótlega farið að huga að nýjung- um. Fenginn var lítill, tölvustýrður blindraletursprentari til safnsins haustið 1984 og hófust þá tilraun- ir til að nota tölvur til þess að prenta út blindraletur. Veturinn 1985 var Hilmari Skarphéðins- syni, verkfræðingi, falið að gera úttekt á þeim kostum sem fyrir hendi væru vegna tölvuprentunar blindraleturs. Niðurstaðan varð sú að ákveðið var að hanna sérstakt umbreytiforrit til þess að breyta texta í blindraletur. Skilaði Hilmar forritinu til prófunar í september 1985 og hefur það verið notað síð- an rneð litlum breytingum. Árið 1986 var fengin til safnsins tölvustýrð prentvél frá Bandaríkj- unum að mestu leyti fyrir fé sem safnaðist vegna sölu hljómplöt- unnar Ástarjátningar sem þau hjónin Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir gáfu út til styrktar þessu málefni. Ekki skal gleymt þætti Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra, en hann studdi Blindraletur, segir Arn- þór Helgason, hefur aldrei verið jafnmikið notað hér á landi og um þessar mundir. þetta mál ásamt öðrum. Því miður var þessi prentvél dæmd ónýt haustið 1989. Blindrabókasafnið efndi þá til eins konar lokaðs út- boðs og varð niðurstaðan sú að keypt var ný blindraletursprentvél frá fyrirtækinu Braillo Norway. -Sú vél hefur þjónað safninu síðan í mars 1990. Nýlega hefur vélin verið endurbyggð. Skipt hefur ver- ið um tölvubúnað í henni og annar rafbúnaður endurnýjaður. Gera þessar breytingar safninu unnt að veita notendum blindraleturs mun víðtækari þjónustu en áður. Og nú kemur þessi ómetanlegi hnífur sem starfsmenn safnsins hefur dreymt um að eignast í bráðum 10 ár. Ef fyrir hendi væri betri búnaður til þess að gata pappírinn fyrir gormabindingar væri aðstaða við frágang bókanna nær fullkom- in. Með því að fjárfesta í prentvél safnsins árið 1990 var keypt tæki sem væntanlega mun duga safn- inu fram á næstu öld. Ætla má að hið sama gildi um pappírshníf- inn sem einnig er keyptur frá Bra- illo Norway, en það fyrirtæki hef- ur breytt hnífnum lítillega til þess að hann henti betur til skurðar á pappír með blindraletri. Vinafélag Blindrabókasafns ís- Arnþór Helgason lands hefur reynst útgáfustarf- semi á blindraletri haukur í horni. Árið 1993 gaf félagið tölvu, skima og hugbúnað sem notaður er til þess að skima bækur beint inn á tölvur. Fyrsta árið sparaði þessi búnaður blindrabókasafni íslands um hálfa milljón króna í lyklun á texta. Nú er svo komið að þær bækur, sem við fáum ekki á diskl- ingum frá útgefendum, eru skim- aðar inn. Þetta gerir vinnuferlið mun hraðvirkara og eykur fram- boð á lesefni fyrir þá sem eru háðir blindraletri. Einungis lesa blindraletur um 15 manns hér á landi. Ef við ber- um fjölda þeirra saman við það sem gengur og gerist í nágranna- löndum okkar ættu lesendur blindraleturs að vera 50-60. Ýms- ar skýringar eru á þessu; stijál bókaútgáfa framan af og ef til vill ekki nægilega markviss þjálfun og endurhæfíng. Þar sem um svo fáa einstaklinga er að ræða er þjónusta við notendur blindralet- urs einstaklingsbundin. Blindra- bókasafnið er í þeirri stöðu að geta útvegað lánþegum að mestu þær bækur sem þeir biðja um. Blindraletur hefur aldrei verið jafnmikið notað hér á landi og um þessar mundir. Flestir notendur þess hafa nú yfir að ráða sérstök- um blindraletursbúnaði sem tengdur er við tölvur. Einnig er nú miklu meira prentað af blindra- letri en nokkru sinni áður. Fyrir árið 1986 voru sjaldan framleiddar fleiri en 5.000-6.000 síður á ári en á undanförnum árum hefur framleiðslan aldrei_ verið minni en 25.000 síður. Áhugi á lestri bóka á blindraletri mætti hins vegar vera meiri. Vinna þarf að því að efla hann með öllum tiltækum ráðum. Þar verða allir að leggja sitt lóð á vogarskál- arnar. Höfundur er deildarsérfræðingur hjá Blindrabókasafni íslands. Nýjar leiðir í iðju- þjálfun geðsjúkra IÐJUÞJÁLFUN er mikilvægur þáttur í meðferð og endurhæf- ingu geðsjúkra. Iðju- þjálfun geðsjúkra og einstaklinga sem eiga við sálfélagsleg vandamál að stríða hefur hingað til ein- göngu verið bundin við geðdeildir sjúkrahús- anna og Reykjalund. Eingöngu þeir sem leggjast inn eða eru í tengslum við sjúkra- húsin hafa átt kost á iðjuþjálfun. Og þá spyrja eflaust margir: Hvað í ósköpunum er iðjuþjálfun fyrir geðsjúka og hafa einhveijir aðrir en sjúklingar á sjúkrahúsum þörf fyrir slíka iðju- þjálfun? Til að útskýra nánar þörf- ina á iðjuþjálfun utan sjúkrahúsa er best að byija á að skoða hvað fram fer í iðjuþjálfun á geðdeild. Iðjuþjálfun á geðdelld Iðjuþjálfar á geðdeild vinná við 11« flísar < » tl \U u u =H- Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 að greina eðli vanda- mála sjúklinga sinna, þjálfa, hæfa og endur- hæfa þá sem þurfa þess með. Viðfangs- efni iðjuþjálfa eru at- hafnir hins daglega lífs, athafnir sem nauðsynlegar eru öll- um til að geta lifað sjálfstæðu lífí. Sjúkl- ingarnir fá þjálfun sem miðar að því að þeir nái tökum á dag- legu lífí sínu. Þessi þjálfun getur verið af ýmsum toga, t.a.m. starfsþjálfun, sjálfs- bjargarþjálfun eða jafnvel félagsþjálfun, allt eftir hver þörf viðkomandi einstaklings er. Þegar leitað er lausna á þeim vandamálum sem há sjúklingnum vinna iðjuþjálfí og sjúklingur sam- an út frá styrk, hæfileikum eða jafnvel áhugamálum viðkomandi. Allir hafa hæfíleika á einhveijum sviðum, hæfíleika sem geta verið meðvitaðir eða ómeðvitaðir. Það er líka hægt að segja að verið sé að aðstoða einstaklinginn við að vinna upp eða auka við þá færni sem fyrir var áður en hann veikt- ist. Þegar sjúkdómar eða vanda- mál koma upp gerist það því mið- ur oft að viðkomandi einstaklingur missir niður fæmi og hæfileika sem sjálfsagðir þykja í hinu dag- lega lífi. Athafnir sem við fram- kvæmum nánast hugsunarlaust, eins og t.d. að taka til í kringum okkur og elda mat, eiga samskipti við annað fólk og sækja vinnu, verða flóknar og óyfírstíganlegar. Kvíði fyrir athöfnum sem áður voru einfaldar og léku í höndum viðkomandi verður svo mikill að framkvæmd þeirra rennur út í sandinn áður en hafíst er handa. Stundum er sagt að lykillinn að lífsgæðum sé að sem mest jafn- vægi sé milli tómstunda, féíags- lífs, vinnu og fjölskyldulífs. í iðju- þjálfun er unnið markvisst að að auka lífsgæði einstaklingsins. Ýmist er um að ræða einstaklings- þjálfun eða hópþjálfun sem er al- gengasta meðferðarformið í dag. Draumahús í dag er hér á landi eingöngu hægt að fá geðræna iðjuþjálfun á sjúkrahúsum eða stofnun. Víða erlendis viðgengst annarskonar geðræn iðjuþjálfun, það er að segja iðjuþjálfun sem fram fer utan sjúkrahúsa og stofnana. Sparnað- ur í heilbrigðiskerfinu í þessum löndum leiddi til þess að leitað var nýrra leiða, nýrra úrræða sem eru hagkvæmari en bjóða um leið upp á fjölbreyttari þjónustu við geð- sjúka. Þessi nýja tegund iðjuþjálf- unar ætti að henta vel hérlendis við þær aðstæður er nú ríkja: Mik- ið aðhald hefur verið í fjárveiting- um til geðheilbrigðismála og þörf- in fyrir fjölbreyttari úrræði fyrir geðsjúka eftir að meðferð á sjúkra- húsi lýkur hefur ekki minnkað undanfarin ár. Marga iðjuþjálfa hefur lengi Annetta A. Ingimundardóttir dreymt um að koma upp aðstöðu til þjálfunar sem auðveldar geð- sjúkum að fara úr tryggum faðmi heilbrigðisstofnananna út í hinn oft og tíðum kalda veruleika. Víða erlendis er slík aðstaða í boði, oft í svokölluðum athafnahúsum þar sem boðið er upp á margskonar starfsemi. Sem dæmi um starfsemi sem fram fer í slíkum húsum má Með því að færa iðju- þjálfun að hluta til frá sjúkrastofnun inn á heimili má, að mati Annettu A. Ingímund- ardóttur, auka gæði þjónustunnar og ná fram sparnaði. nefna, kaffíhús, ferðaskrifstofu, fræðslumiðstöð, viðgerðir á hús- gögnum og reiðhjólum svo eitt- hvað sé nefnt. Það sem m.a. ein- kennir athafnahúsin er sérdeilis lýðræðislegt rekstrarform. Skjól- stæðingar hússins taka þátt í öll- um ákvarðanatokum og daglegum rekstri. Smám saman eru skjól- stæðingarnir þjálfaðir í að taka meiri og meiri ábyrgð á daglegum rekstri og lokamarkmiðið er að þeir öðlist styrk og getu til að sjá um allan reksturinn. Heima er best Önnur tegund iðjuþjálfunar fyr- ir geðsjúka og fólk með sálfélags- leg vandamál er þjálfun í heima- húsi. Eins og fram kom hér að framan er röskun á athöfnum dag- legs lífs fylgifískur geðrænna vandamála. Með því að veita þjálf- un og jafnvel hluta af endurhæf- ingu inni á heimili viðkomandi eða í nánasta umhverfi hans geta iðju- þjálfar miðað þjálfunina við þann raunveruleika sem viðkomandi býr í. Einnig er mikilvægur forvarna- þáttur fólginn í að iðjuþjálfunin fari fram á heimili skjólstæðings- ins. Með auknu innsæi iðjuþjálfans í daglegt líf skjólstæðingsins auk- ast möguleikar á að hægt sé að fyrirbyggja að vandamálin verði allsráðandi og viðkomandi þurfi e.t.v. á innlögn á sjúkrahús að halda. Iðjuþjálfun í heimahúsi get- ur einnig verið mikilvægur þáttur í meðferð að lokinni innlögn á sjúkrahúsi. Við getum hugsað okkur einstakling sem dvalið hefur um nokkurt skeið á geðdeild og komið er að útskrift. Hvernig mun honum ganga að tileinka sér aftur þær athafnir sem tilheyra því að búa heima, athafnir eins og að sjá um heimilið, sækja vinnu og hitta fjölskyldu og vini á ný, athafnir sem voru svo yfirþyrmandi fyrir innlögn? Það gefur auga leið að viðkomandi kann að þurfa stuðn- ing og jafnvel á þjálfun að halda við ná tökum á þessum athöfnum. Iðjuþjálfi gæti komið heim til við- komandi og aðstoðað hann við að ná tökum á þessum athöfnum og að skipuleggja daginn þannig að sem mest jafnvægi verði á milli allra þeirra athafna sem tilheyra daglegu lífi. Betri og ódýrari þjónusta Eins og fram kemur hér að ofan eru ýmis verkefni sem bíða iðju- þjálfa sem starfa við geðheilbrigð- ismál. Með því að færa iðjuþjálfun að einhveiju leyti frá sjúkrastofn- unum inn á heimili og koma upp sérstökum athafnahúsum er ekki eingöngu verið að auka gæði heil- brigðisþjónustunar heldur má einnig gera ráð fyrir að verulegur spamaður fylgi slíkri tilhögun þeg- ar fram líða stundir. Höfundur er iðjuþjálfí við Geðdeild Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.