Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Frystihús KEA í Hrísey * Arni ráðinn fram kvæmdastjóri Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Skák o g mát ÁRNI Ólafsson hefur-verið ráðinn framkvæmdastjóri frystihúss KEA í Hrísey og tekur hann við starfinu af Magnúsi Helgasyni einhvern næstu daga. Árni er fæddur á Akureyri árið 1970, hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1990 og stundað síðan nám við físk- vinnsluskólann á Dalvík. Hann starfaði um tíma í Alaskafylki í Bandaríkjunum og við verkstjórn í frystihúsum KEA, en hann hefur einnig unnið síðustu níu sumur með námi hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga og komið þá að ýmsum störf- um, m.a. hefur hann starfað á LENGSTA einstaka háspennulögn sem lögð hefur verið hér á landi verður lögð í sumar þegar 33 kW jarðstrengur verður lagður frá Kópaskeri að Brúarlandi í Þistil- firði, en hann er alls 52 kílómetrar að lengd. Strengurinn kemur í stað núverandi línu sem liggur svipaða leið og strengurinn. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er 130 milljónir króna. Aukið öryggi í afhendingu raforku Núverandi lína þjónar Þórshöfn, Bakkafirði og Þistilfirði og er orð- in fulllestuð vegna álagsaukning- ar. Þar við bætist að línan var ekki traustbyggð í upphafi og hef- ur verið erfið í rekstri á undanförn- um árum. Mjög tíðar truflanir hafa verið á línunni, sem liggur um erfitt ísingasvæði, og hafa við- gerðir og endurbætur verið nær árvissar. Línan er tveggja víra og þriðji fasinn rekinn til jarðar, en vegna þess hefur einangrun iín- unnar einnig verið að gefa sig. Afhendingaröryggi raforku á þessu svæði mun aukast verulega með nýjum streng, en flutnings- geta hans verður um 6MW til Þórshafnar sem er tvöfalt meira en núverandi lína flytur. Verkinu flýtt í framkvæmdaáætlun RARIK til næstu ára var búið að gera ráð fyrir lagningu strengs á árinu 1998, en vegna þess hve línan fór vegum félagins í Grímsey og Hrís- ey, en síðstu fimm sumur hefur hann verið verkstjóri í frystihúsum félagsins. Árni lauk námi í iðnrekstrar- fræði við Tækniskóla íslands árið 1992 og nú síðar í þessum mán- uði útskrifast hann sem útflutn- ingsmarkaðsfræðingur BS frá Tækniskólanum. Eiginkona hans er Elín Árnadóttir úr Hrísey. „Það má búast við nokkuð erfið- um róðri framundan, botnfisk- vinnslan hefur gengið illa að undanförnum, hún hefur verið að tapa peningum vegna óhagstæðs gengis,“ sagði Árni. illa i ísingaveðrinu í október síð- astliðnum var ákveðið að flýta lagningunni. Ljóst er að kosta hefði umtalsverðu fjármagni til línunnar ella til að gera hana rekstrarhæfa næstu tvö ár. STJÖRNUDAGUR var í Síðuskóla nýlega, en það er Foreldra- og kennarafélag skólans sem fyrir honum stóð. Farin var skrúðganga um hverfið og þá var gestum boð- ið að fá andlit sitt málað í öllum regnbogans litum, spákona var á Undirbúningur vegna þessa verks hefur staðið frá því fyrir áramót, en m.a. voru rör lögð í Hölkná, Sandá og' Svalbarðsá í vetur til að draga strengina í og valda þannig sem minnstu raski svæðinu, keppt var í götukörfu- bolta og farið í ýmsa leiki, en auk þess voru lögreglumenn á staðnum og skoðuðu reiðhjól barnanna. Hann Víkingur, sem brá sér í gervi Batmans, notaði daginn m.a. til að tefla við hettuklæddan félaga sinn. yfir laxveiðitímabilið. Sá Arnarfell hf. um lagningu röranna í árnar. Lagðir verða þrír einleiða- strengir með 150 mm2 álleiðurum, hver um 52 kílómetrar, en streng- urinn er nú í framleiðslu hjá Alcat- el í Noregi en tengiefni kemur frá Raychem. Gert er ráð fyrir um 165 tengingum á strengnum. Áætlaður verktími við lagningu strengsins er frá miðjum júlí næstkomandi og til 1. október. Jafnframt þessu verður settur upp nýr spennir í aðveitustöðina á Kópaskeri. Átta tilboð Átta tilboð bárust í lagningu strengsins frá Kópaskeri að Brúar- landi en þau voru opnuð í gær. Austfirskir verktakar á Egilsstöð- um áttu lægsta boð, tæpar 19 milljónir króna eða 56,7% af áætl- uðum kostnaði, Ingileifur Jónsson, Svínavatni, bauð 24 milljónir eða 71,9% af kostnaði, Eik hf. Blöndu- ósi bauð 26,9 milljónir sem er 80,5% af kostnaði, Guðjón Jóns- son, Hvolsvelli, bauð 28,3 milljónir sem er 84,7% af áætluðum kostn- aði, Guðmundur Hjálmarsson, Akureyri, bauð 29 milljónir eða 87,1% af kostnaði, BHS, Húsavík, bauð 29,1 milljón, 87,2% af kostn- aði, tilboð Sigurverks í Mosfellsbæ var upp á tæplega 31 milljón sem er 92,8% af kostnaði og Vinnuvél- ar Pálma Friðrikssonar, Sauðár- króki, buðu 41,8 milljónir sem er 125,4% af áætluðum kostnaði sem er tæplega 33,4 milljónir. Slys í Krossanes- verksmiðjunni Brunninn eftir að olía spýttist yfir hann KARLMAÐUR á sjötugsaldri, starfsmaður Krossanesverksmiðj- unnar, liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir að sjóðheit olía spýttist yfir hann. Slysið varð skömmu eftir miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Maðurinn var einn við vinnu sína í vinnslusal verksmiðjunnar, en vinnufélagar hans komu þegar á vettvang. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri er talið að slysið megi rekja til bilun- ar sem varð í rafmagnsmótor í þurrkara, þegar olían hitnaði sprakk gler í hæðamæli með þeim afleiðingum að hann sprakk og glussinn spýttist út. Maðurinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í fyrri- nótt, en hann er mikið brunninn og liggur þungt haldinn á Land- spítalanum. -----» --------. Lýkur 8. stigi í fiðluleik ÞRÚÐUR Gunnarsdóttir heldur út- skriftartónleika á sal Tónlistarskól- ans á Akureyri á laugardag, 18. maí, og hefjast þeir kl. 17. Þrúður er að ljúka lokaprófi frá skólanum með 8. stig í fiðluleik. Á tónleikunum leikur hún verk eftir J.S. Bach, Beethoven, César Franck, Pablo de Strasate og Þor- kel Sigurbjörnsson. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur með á píanó. Þrúður Gunnarsdóttir hóf fiðlu- nám hjá Lilju Hjaltadóttur, sem var aðalkennari hennar til 13 ára ald- urs, en síðan hefur hún verið hjá Önnu Podhajska. Þrúður hefur leik- ið með Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar, Kammerhljómsveit Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands auk Kammerhljómsveitar Tónlistar- skólans. Þrúður lýkur stúdentsprófi af tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri nú í vor. Rúmlega 50 kílómetra strengur lagður frá Kópaskeri að Brúarlandi í Þistilfirði Lengsta ein- staka háspennu- lögn landsins Áróló Norðlenskir gigtarsjúklingar minnast 20 ára afmælis Fundir norðan- lands og raðganga Sinubruni Einn bruna- vörður inni EINN slökkviliðsmaður var inni þegar beðið var um aðstoð vegna töluverðs sinubruna við bæinn Þórustaði í Eyjafjarðarsveit síðdeg- is á þriðjudag. Aðrir á vaktinni voru að sinna sjúkraflutningum. Verið var að brenna rusl við bæinn þegar eldurinn komst í sinu. Mikill tijágróður er í landinu og var óttast að hann skemmdist. Sá sem var á vaktinni dreif sig á einum slökkvibíl á staðinni en fékk ágæta aðstoð frá lögreglumönnum. MESSUR HJÁLPRÆÐISHERINN: Lof- gjörðarsamkoma í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30. Barnastarf á föstudag, 11+ kl. 17.30 og unglingaklúbbur kl. 19.30. ÞAÐ er kominn vorhugur í fé- lagana Hinrik, Árna Snæ og Sig- urð Sævar sem voru úti að róla sér á leikvellinum í Grímsey á dögunum. Ti! stendur seinna í vor að betrumbæta leikvöllinn og smíða ný leiktæki, sem eflaust gleður börnin í eynni. í TILEFNI af 20 ára afmæli Gigtar- félags íslands á þessu ári ætla fé- lagar í gigtarfélaginu á Akureyri að heimsækja Húsvíkinga næst- komandi laugardag, 18. maí, og efna þar til fundar sem hefst kl. 14. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni á Akureyri kl. 11 og þurfa þátttakendur að tilkynna sig hjá Ingibjörgu Sveinsdóttur á Akureyri eða Guðrúnu Guðmundsdóttur á Hallandi. Byijað verður að fara í sundlaug- ina á Húsavík og verður hún 34 gráður af því tilefni, en það er kjör- hiti fyrir gigtarsjúklinga. Ætlunin er að heimsækja fleiri staði á Norð- urlandi síðar á árinu og sagði Ingi- björg Sveinsdóttir að hugmyndin væri að fá forráðamenn fleiri sund- lauga til að hita laugarnar í þennan kjörhita einn dag í sumar. Gigtar- sjúklingar hafa einn tíma á viku í Glerárlaug og er hún þá hituð upp áður en farið er ofan í. Afmælisins verður einnig minnst síðar í sumar með raðgöngu frá Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit og til Akureyrar. Aðalbaráttumál gigtarsjúkra á Akureyri hefur verið að fá fastráð- inn gigtarsérfræðing til starfa við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og er það nú í höfn því Björn Guð- björnsson gigtarsérfræðingur hefur verið ráðinn yfirlæknir lyflækninga- deildar. Ingvar Teitsson læknir hef- ur verið aðaldriffjöðrin í starfsemi félagsins, að sögn Ingibjargar, en hún vildi hvetja sem flesta til að ganga í félagið til að efla starfsem- ina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.