Morgunblaðið - 16.05.1996, Side 14

Morgunblaðið - 16.05.1996, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Frystihús KEA í Hrísey * Arni ráðinn fram kvæmdastjóri Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Skák o g mát ÁRNI Ólafsson hefur-verið ráðinn framkvæmdastjóri frystihúss KEA í Hrísey og tekur hann við starfinu af Magnúsi Helgasyni einhvern næstu daga. Árni er fæddur á Akureyri árið 1970, hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1990 og stundað síðan nám við físk- vinnsluskólann á Dalvík. Hann starfaði um tíma í Alaskafylki í Bandaríkjunum og við verkstjórn í frystihúsum KEA, en hann hefur einnig unnið síðustu níu sumur með námi hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga og komið þá að ýmsum störf- um, m.a. hefur hann starfað á LENGSTA einstaka háspennulögn sem lögð hefur verið hér á landi verður lögð í sumar þegar 33 kW jarðstrengur verður lagður frá Kópaskeri að Brúarlandi í Þistil- firði, en hann er alls 52 kílómetrar að lengd. Strengurinn kemur í stað núverandi línu sem liggur svipaða leið og strengurinn. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er 130 milljónir króna. Aukið öryggi í afhendingu raforku Núverandi lína þjónar Þórshöfn, Bakkafirði og Þistilfirði og er orð- in fulllestuð vegna álagsaukning- ar. Þar við bætist að línan var ekki traustbyggð í upphafi og hef- ur verið erfið í rekstri á undanförn- um árum. Mjög tíðar truflanir hafa verið á línunni, sem liggur um erfitt ísingasvæði, og hafa við- gerðir og endurbætur verið nær árvissar. Línan er tveggja víra og þriðji fasinn rekinn til jarðar, en vegna þess hefur einangrun iín- unnar einnig verið að gefa sig. Afhendingaröryggi raforku á þessu svæði mun aukast verulega með nýjum streng, en flutnings- geta hans verður um 6MW til Þórshafnar sem er tvöfalt meira en núverandi lína flytur. Verkinu flýtt í framkvæmdaáætlun RARIK til næstu ára var búið að gera ráð fyrir lagningu strengs á árinu 1998, en vegna þess hve línan fór vegum félagins í Grímsey og Hrís- ey, en síðstu fimm sumur hefur hann verið verkstjóri í frystihúsum félagsins. Árni lauk námi í iðnrekstrar- fræði við Tækniskóla íslands árið 1992 og nú síðar í þessum mán- uði útskrifast hann sem útflutn- ingsmarkaðsfræðingur BS frá Tækniskólanum. Eiginkona hans er Elín Árnadóttir úr Hrísey. „Það má búast við nokkuð erfið- um róðri framundan, botnfisk- vinnslan hefur gengið illa að undanförnum, hún hefur verið að tapa peningum vegna óhagstæðs gengis,“ sagði Árni. illa i ísingaveðrinu í október síð- astliðnum var ákveðið að flýta lagningunni. Ljóst er að kosta hefði umtalsverðu fjármagni til línunnar ella til að gera hana rekstrarhæfa næstu tvö ár. STJÖRNUDAGUR var í Síðuskóla nýlega, en það er Foreldra- og kennarafélag skólans sem fyrir honum stóð. Farin var skrúðganga um hverfið og þá var gestum boð- ið að fá andlit sitt málað í öllum regnbogans litum, spákona var á Undirbúningur vegna þessa verks hefur staðið frá því fyrir áramót, en m.a. voru rör lögð í Hölkná, Sandá og' Svalbarðsá í vetur til að draga strengina í og valda þannig sem minnstu raski svæðinu, keppt var í götukörfu- bolta og farið í ýmsa leiki, en auk þess voru lögreglumenn á staðnum og skoðuðu reiðhjól barnanna. Hann Víkingur, sem brá sér í gervi Batmans, notaði daginn m.a. til að tefla við hettuklæddan félaga sinn. yfir laxveiðitímabilið. Sá Arnarfell hf. um lagningu röranna í árnar. Lagðir verða þrír einleiða- strengir með 150 mm2 álleiðurum, hver um 52 kílómetrar, en streng- urinn er nú í framleiðslu hjá Alcat- el í Noregi en tengiefni kemur frá Raychem. Gert er ráð fyrir um 165 tengingum á strengnum. Áætlaður verktími við lagningu strengsins er frá miðjum júlí næstkomandi og til 1. október. Jafnframt þessu verður settur upp nýr spennir í aðveitustöðina á Kópaskeri. Átta tilboð Átta tilboð bárust í lagningu strengsins frá Kópaskeri að Brúar- landi en þau voru opnuð í gær. Austfirskir verktakar á Egilsstöð- um áttu lægsta boð, tæpar 19 milljónir króna eða 56,7% af áætl- uðum kostnaði, Ingileifur Jónsson, Svínavatni, bauð 24 milljónir eða 71,9% af kostnaði, Eik hf. Blöndu- ósi bauð 26,9 milljónir sem er 80,5% af kostnaði, Guðjón Jóns- son, Hvolsvelli, bauð 28,3 milljónir sem er 84,7% af áætluðum kostn- aði, Guðmundur Hjálmarsson, Akureyri, bauð 29 milljónir eða 87,1% af kostnaði, BHS, Húsavík, bauð 29,1 milljón, 87,2% af kostn- aði, tilboð Sigurverks í Mosfellsbæ var upp á tæplega 31 milljón sem er 92,8% af kostnaði og Vinnuvél- ar Pálma Friðrikssonar, Sauðár- króki, buðu 41,8 milljónir sem er 125,4% af áætluðum kostnaði sem er tæplega 33,4 milljónir. Slys í Krossanes- verksmiðjunni Brunninn eftir að olía spýttist yfir hann KARLMAÐUR á sjötugsaldri, starfsmaður Krossanesverksmiðj- unnar, liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir að sjóðheit olía spýttist yfir hann. Slysið varð skömmu eftir miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Maðurinn var einn við vinnu sína í vinnslusal verksmiðjunnar, en vinnufélagar hans komu þegar á vettvang. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri er talið að slysið megi rekja til bilun- ar sem varð í rafmagnsmótor í þurrkara, þegar olían hitnaði sprakk gler í hæðamæli með þeim afleiðingum að hann sprakk og glussinn spýttist út. Maðurinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í fyrri- nótt, en hann er mikið brunninn og liggur þungt haldinn á Land- spítalanum. -----» --------. Lýkur 8. stigi í fiðluleik ÞRÚÐUR Gunnarsdóttir heldur út- skriftartónleika á sal Tónlistarskól- ans á Akureyri á laugardag, 18. maí, og hefjast þeir kl. 17. Þrúður er að ljúka lokaprófi frá skólanum með 8. stig í fiðluleik. Á tónleikunum leikur hún verk eftir J.S. Bach, Beethoven, César Franck, Pablo de Strasate og Þor- kel Sigurbjörnsson. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur með á píanó. Þrúður Gunnarsdóttir hóf fiðlu- nám hjá Lilju Hjaltadóttur, sem var aðalkennari hennar til 13 ára ald- urs, en síðan hefur hún verið hjá Önnu Podhajska. Þrúður hefur leik- ið með Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar, Kammerhljómsveit Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands auk Kammerhljómsveitar Tónlistar- skólans. Þrúður lýkur stúdentsprófi af tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri nú í vor. Rúmlega 50 kílómetra strengur lagður frá Kópaskeri að Brúarlandi í Þistilfirði Lengsta ein- staka háspennu- lögn landsins Áróló Norðlenskir gigtarsjúklingar minnast 20 ára afmælis Fundir norðan- lands og raðganga Sinubruni Einn bruna- vörður inni EINN slökkviliðsmaður var inni þegar beðið var um aðstoð vegna töluverðs sinubruna við bæinn Þórustaði í Eyjafjarðarsveit síðdeg- is á þriðjudag. Aðrir á vaktinni voru að sinna sjúkraflutningum. Verið var að brenna rusl við bæinn þegar eldurinn komst í sinu. Mikill tijágróður er í landinu og var óttast að hann skemmdist. Sá sem var á vaktinni dreif sig á einum slökkvibíl á staðinni en fékk ágæta aðstoð frá lögreglumönnum. MESSUR HJÁLPRÆÐISHERINN: Lof- gjörðarsamkoma í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30. Barnastarf á föstudag, 11+ kl. 17.30 og unglingaklúbbur kl. 19.30. ÞAÐ er kominn vorhugur í fé- lagana Hinrik, Árna Snæ og Sig- urð Sævar sem voru úti að róla sér á leikvellinum í Grímsey á dögunum. Ti! stendur seinna í vor að betrumbæta leikvöllinn og smíða ný leiktæki, sem eflaust gleður börnin í eynni. í TILEFNI af 20 ára afmæli Gigtar- félags íslands á þessu ári ætla fé- lagar í gigtarfélaginu á Akureyri að heimsækja Húsvíkinga næst- komandi laugardag, 18. maí, og efna þar til fundar sem hefst kl. 14. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni á Akureyri kl. 11 og þurfa þátttakendur að tilkynna sig hjá Ingibjörgu Sveinsdóttur á Akureyri eða Guðrúnu Guðmundsdóttur á Hallandi. Byijað verður að fara í sundlaug- ina á Húsavík og verður hún 34 gráður af því tilefni, en það er kjör- hiti fyrir gigtarsjúklinga. Ætlunin er að heimsækja fleiri staði á Norð- urlandi síðar á árinu og sagði Ingi- björg Sveinsdóttir að hugmyndin væri að fá forráðamenn fleiri sund- lauga til að hita laugarnar í þennan kjörhita einn dag í sumar. Gigtar- sjúklingar hafa einn tíma á viku í Glerárlaug og er hún þá hituð upp áður en farið er ofan í. Afmælisins verður einnig minnst síðar í sumar með raðgöngu frá Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit og til Akureyrar. Aðalbaráttumál gigtarsjúkra á Akureyri hefur verið að fá fastráð- inn gigtarsérfræðing til starfa við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og er það nú í höfn því Björn Guð- björnsson gigtarsérfræðingur hefur verið ráðinn yfirlæknir lyflækninga- deildar. Ingvar Teitsson læknir hef- ur verið aðaldriffjöðrin í starfsemi félagsins, að sögn Ingibjargar, en hún vildi hvetja sem flesta til að ganga í félagið til að efla starfsem- ina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.