Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 59 að taka í notkun tækjageymslu Björgunarsveitarinnar í apríl sl. og minnist ég þess hve stoltur hann var þegar slysavarnafélagið bauð Sigl- firðingum til samsætis af því tilefni. Birgir vissi þá að hveiju dró, en það var ánægjulegt að hann fékk að sjá þennan draum sinn rætast. Hann var mikill áhugamaður um ferðamál og var umboðsmaður Flug- leiða, Flugfélags Norðurlands og Ferðaskrifstofunnar Ú rvals/Útsýn- ar. Hann var einn af stofnendum FÁUM sem byggði Síldarminjasafnið í Siglufirði. Birgir lét sér annt um Siglufjarð- arkirkju og starfaði sem meðhjálpari í afleysingum. Birgir var sjálfstæðismaður og sat fyrir flokkinn í bæjarstjórn Siglu- fjarðar 1982-1986, hann var for- maður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna á Siglufirði og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í kjör- dæminu og á landsvísu. Birgir starfaði í Lionsklúbbnum Tý meðan hann bjó í Reykjavík og var félagi í Lionsklúbbi Siglufjarðar og gegndi þar störfum ritara 1980-81 og gjaldkera 1988-1989 og átti að taka við ritarastörfum í vor. Birgir tjáði mér að hann ætlaði að reyna að lifa með þennan sjúkdóm og njóta þess tíma sem honum væri ætlaður. Hann seldi verslunina og undirbjó sig og íjölskylduna eins vel og hann gat fyrir það sem framundan var. Hann ætlaði að minnka störf, vera meira úti við og hafði ferðaskrifstof- una opna hálfan daginn. Ég útvegaði honum veiðileyfi í byijun júní, en honum var ekki ætluð sú veiðiferð. Veit ég hans verður sárt saknað af veiðifélögunum sem eru félagar úr Stangveiðifélagi Sigl- firðinga. Birgir var kvæntur Ástu Margréti Gunnarsdóttur, og eignuðust þau þijá drengi. Lionshreyfingin hefur misst áhugasaman félaga á besta aldri, hans er nú sárt saknað og vottum við eftirlifandi eiginkonu sonum og öðrum ættingjum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. F.h. Lionsklúbbs Siglufjarðar, Sverrir Sveinsson. Kveðja frá Sjálfstæðisfélögunum í Siglufirði Mann brestur orð þegar maður heyrir svo váleg tíðindi sem þau að hann Birgir Steindórsson sé látinn, aðeins 45 ára. Mín fyrstu kynni af Birgi voru þegar við byrjuðum að starfa saman fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1981. Birgir var kosinn bæjarfulltrúi árið 1982 og sat í bæjarstjórn Siglufjarð- ar til ársins 1986 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Siglufjarðar- kaupstað. Birgir var formaður full- trúaráðs sjálfstæðismanna í Siglu- firði og gegndi margvíslegum störf- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjör- dæminu svo og á landsvísu. Sjálfstæðisfélögin í Siglufirði þakka Birgi fyrir vel unnin störf og votta Ástu Gunnarsdóttur og fjöl- MINIMIIMGAR skyldu sína dýpstu samúð. Þeirra er söknuðurinn sárastur. Megi algóður Guð gefa þeim styrk í erfiðri raun. Guðmundur Skarphéðinsson. Það eru innan við þrír mánuðir frá því við Birgir Steindórsson hittumst á biðstofu læknis á Sjúkrahúsi Siglu- ijarðar og fórum að tala um erindi okkar þar og sagði Birgir mér þá að eitthvað hefði sést óeðlilegt í maga hans og ætti hann að fara í myndatöku. Stuttu seinna sagði hann mér að þetta hefði reynst illkynja og ætti hann að fara í frekari rann- sóknir. Ég var undrandi þá þegar, af hvað mikilii yfirvegun hann virtist taka þessum tíðindum. Stuttu seinna fór Birgir til Reykjavíkur þar sem reiknað var með að gerð yrði aðgerð á honum. Niðurstaða lækna var sú að meinið væri það útbreitt að að- gerð mundi ekki skila árangri. Þegar Birgir kom heim og sagði vinum og kunningjum hvernig komið væri, var það með jafn mikilli ró og yfirvegun sem einkennt hafði hann frá því að veikindin komu í ljós. Nú tók við ótrúlegur kafli í lífi Birgis. Það var að undirbúa brottför sína héðan úr þessari jarðvist. í samtölum sem við áttum um hin ýmsu mál sagði hann ,já, en ég hef svo lítinn tíma“. Eins og nærri má geta var erfitt að sitja hjá honum og hlusta á hann segja þetta og finna hve skipulega hann var farinn að und- irbúa brottförina. Að sjálfsögðu var það fjölskyldan sem þá bar hæst eins og jafnan áður. Við Birgir vorum saman í bæjar- stjórn Siglufjarðar í eitt kjörtímabil ásamt því að starfa saman fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í á annan áratug. Þar vann hann störf sín af áhuga og samviskusemi og ekki síst nutu kraftar hans sín vel við útgáfu mál- gagns sjálfstæðismanna, Siglfirð- ings, þar sem hann var ábyrgðar- maður um tíma, en Birgir hafði lært hönnun og útstillingu í Kaupmanna- höfn á ánam áður. Helstu áhugamál hans sem bæj- arfulltrúa voru umhverfismál en seinna hefur áhugi hans beinst að Félagi áhugamanna um byggingu minjasafns og Björgunarsveitinni Strákum, þar sem hann var formað- ur nú seinustu árin. Þar mætti hann á aðalfund, fársjúkur, fyrir hálfum mánuði til að segja af sér sem for- maður. Árið 1978 fluttust þau Ásta og Birgir hingað heim á ný eftir 'að hafa byijað sinn búskap í Reykjavík, þar sem hann starfaði hjá Heimilis- tækjum hf. Þau keyptu Aðalbúðina og sameinuðu fjölskyldufyrirtæki Birgis og ráku fram undir síðasta dag. Þegar þau byijuðu reksturinn, full bjartsýni, var íbúatala bæjarins u.þ.b. tvö þúsund og fjögur hundruð íbúar, nú eru þeir komnir niður fyrir átján hundruð, auk þess sem verslun hefur í alltof ríkum mæli flust frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæð- isins og segja þessi tvö atriði sína sögu um hvers vegna reksturinn gekk ekki sem skyldi hin seinni ár. En í öllum hans störfum kom vel fram að fyrst og fremst var það fjöl- skyldan sem skipaði æðstan sess hjá Birgi, konan, drengirnir og nú síðast litla Ásta. Við Ásdís vottum fjölskyldunni innilega samúð og biðjum góðan Guð að styrkja hana í sorginni. Björn Jónasson. Góður vinur er látinn, það er erf- itt fyrir okkur sem eftir lifum að horfast í augu við þá staðreynd, en við verðum að gera það engu að síð- ur. Biggi er horfínn frá okkur og kemur ekki aftur. En við eigum minningarnar, bæði margar og góð- ar, og við þær getum við yljað okkur um ókomin ár. Hlýtt faðmlag, bros og hlýtt handaband, var það sem tók á móti okkur þegar við „tengdalið- ið“, eins og hann kallaði okkur, kom- um í heimsókn á fallega heimilið þeirra Ástu og Bigga á Lindargöt- unni. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum til þeirra norður á Siglu- ijörð í heimsókn, bæði um páska og í sumarfrí. Biggi tók okkur öllum eins og við værum hans systkini, allt var gert til að láta okkur líða sem best, bæði Ásta og Biggi lögðu sig í líma við að gera dvöl okkar hjá þeim sem ánægjulegasta, og þeim tókst það líka svo sannarlega. Biggi var afskaplega ljúfur mað- ur, hann gat verið kíminn og þá ljóm- uðu í honum augun, sérstaklega þeg- ar hann var að gera góðlátlegt grín að okkur „tengdaliðinu". Hann hafði mikinn áhuga á félagsstörfum og starfaði vítt og breitt á þeim vett- vangi, bæði í Lions, Björgunarsveit- inni Strákum og íþróttahreyfingunni, einnig vann hann ötullega fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Þau verkefni sem hann tók að sér voru unnin af krafti og áhuga, hann bar hag Siglufjarðar fyrir bijósti í einu og öllu, það fór ekki framhjá þeim sem hann ræddi við um félags-, íþrótta-, eða stjóm- mál. Biggi var mikil félagsvera og léttur í lund í góðra manna hópi. En skjótt skipast veður í lofti, undanfarna þijá mánuði hefur Biggi háð hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm, þar til yfír lauk að morgm hins 9. maí síðastliðinn. Hann var yfírvegaður fram á síðustu stund, sýndi mikinn sálarstyrk og æðru- leysi. „Ég vann ekki úr mínu lífs- hlaupi eins og ég hefði viljað og tíminn sem ég fékk var of stuttur." Þetta sagði Biggi stuttu áður en hann dó. Svo verður saga mín, svipuð og líka þín. Allt, sem við áttum hér, enginn fær burt með sér. Kvöldstundin kemur blíð, kallið á náðartíð, opnast þá æðra svið, eilífðin tekur við. (Valdimar Guðmundsson) Við kveðjum góðan vin með hlýjum huga. Elsku Ásta, Halldór, Jónas, Steindór, Doddi, Esther og Ásta Björk, við sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari sorgarstundu. Guð blessi ykkur öll. Inga og Benedikt, Albert og Ragna, Þorbjörn og Sigríður. Einar Farestveit&Co. hf. Borgartúni 28 « 562 2901 og 562 2900 Efst á óskali :alista brúðhjónanna! KitchenAid mest selda heimilisvélin í 50 ár • 5 gerðir hrærivéla í hvítu, svörtu, bláu, rauðu og gráu §• Fjöldi aukahluta • (slensk handbók fylgir með uppskriftum • Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir • Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með ísaumuðu nafni sínu og brúðkaupsdegi Þú gefur ekki gagnlegri gjöf Reykjavikursvæöi: Byggt og búið, H.G. Guðjónsson, Suðuiveri. Glóey, Ármúla 19, Rafbúðin. Álfaskeiði 31 C Hafnarf. Miðvangur, Hafnarfirði. SUÐURNES: Stapafell hf., Keflavik. Samkaup, Keflavik. Rafborg, Grindavík VESTURLAND : Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. Trésmiðjan Akur, Akranesi. Kf. Borgfirðinga. Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi. Versl. Hamar, Grundarfirði, Versl. E. Stefánssonar, Búðardal VESTFIRÐIR: Kf. Króks fjarðar, Króksfjarðarnesi. Skandi hf„ Tálknafirði. Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri. Laufið, Bolungarvik. Húsgagnaloft ið, isafirði, Straumur hf„ isafirði. Kf. Steingrimsfjarðar, Hólmavík. NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri. Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kf. Húnvetninga. Blönduósi. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. KEA, Akur- eyri og útibú á Norðurlandi. Kf. Þingeyinga, Húsavik. Kf. Langnesinga, Þóshöfn, Versl. Sel„ Skútustöðum AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kf. Fram, Neskaupstað, Kf. Héraðsbúa, Seyóisfirði. Kf. Hér aðsbúa, Egilsstöðum. Rafalda, Neskaupstað. Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði. Kf. Fáskrúðsfjarðar. Kf. A-Skaftfell inga, Djúpavogi. Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Árnesinga, Vík. Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Kf Rangæinga, Rauðalæk, Versl. Mosfell, Hellu, Reynistaður, Vestmannaeyjum. Kf. Arnesinga, Selfossi 0) E (0 «o o XI E Blað allra landsmanna! Jgto?gistiM3ifei$> - kjarni máhins! S K V IM o B R E F K A IM O I A EIMC3IIMIM BIIMDITIIVII - Skyndibréf Skandia eru alltaf innleysanleg og gefa íflestum tilvikum hœrri ávöxtun en bankabœkur og bankareikningar. Skyndibréf Skandia má innleysa hvenær sem er án nokkurs aukakostnaðar og því einfalt að kaupa þau og selja. Nafnávöxtun Skyndibréfa síðustu 6 mánuði var 8,5%. Lokaðu bókinni og skoðaðu Skyndibréf. Ráðgjafar Skandia veita allar frekari upplýsingar. nýtt simanúmer 540 50 60 .fáió nánarí upplýsingar mly Skandia FJÁRFESTINGARFÉLAGIB SKANDIA HF • LAUGAVEGl 170 • SlMI B40 50 SO • FAX BAO 50 S1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.