Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 15
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
FJÓRIR nemendur Ijúka nú námi við Myndlistaskólann, þau
Hafdís Jónsdóttir, Sölvi Hrafn Ingimundarson, Margrét Kroyer
og Guðrún Fjóla Halldórsdóttir.
Fjórir ljúka námi við Myndlistaskólann
Y orsýningin hafin
ÁRLEG vorsýning Myndlistaskól-
ans á Akureyri verður opnuð í dag,
fimmtudag, kl. 14 í húsakynnum
skólans í Kaupvangsstræti 16.
Að þessu sinni verður áhersla
lögð á að kynna hið yfirgripsmikla
starf sem unnið er í skólanum, í
dagdeildunum þremur og á marg-
víslegum námskeiðum. í vetur
stunduðu 38 nemendur nám í dag-
deildum, fornámsdeild, málunar-
deild og grafískri hönnun. Nám-
skeið skólans voru fjölsótt í vetur
og lætur nærri að 400 nemendur
á ólíkum aldri hafi tekið þátt í þeim.
Þrettán nemendur ljúka eins árs
námi í fornámsdeild og fjórir
þriggja ára námi í sérnámsdeildum,
þau Sölvi Hrafn Ingimundarson og
Guðrún Fjóla Hannesdóttir úr mál-
unardeild og Margrét Kroyer og
Hafdís Jónsdóttir úr grafískri
hönnun.
Allir eru boðnir velkomnir á sýn-
inguna til að kynna sér starfsemi
Myndlistaskólans og skoða úrval
þeirra verka sem nemendur skólans
hafa unnið í vetur. Vorsýningin
stendur til 19. maí og er opin kl.
14-18 alla sýningardagana.
Rockwood*
NÝTT FELLIHÝSI FRÁ USA.
Evró kynnir í dag og næstu
daga Rockwood fellihýsi meö
90.000. kr. kynningarafslætti.
Tryggiö ykkur hús I tíma. Fyrsta
sending uppseld. Örfá hús til
ráðstöfunar úr næstu sendingu.
EVRÓ HF
SUBURLANDSBRAUT 20.
S: 588 7171 opid um helgar.
- kjarni málsins!
Hafnarframkvæmd-
ir í Krossanesi
Katla átti
lægsta
tilboð
FIMM tilboð bárust í fram-
kvæmdir við steyptan kant og
polla í Krossanesi en tilboðin
voru opnuð hjá Akureýrarhöfn
í gær. Katla ehf. átti lægsta
tilboðið en aðeins tvo þeirra
voru undir kostnaðaráætlun
Hafnarmálastofnunar.
Katla bauðst til að vinna
verkið fyrir kr. 4.084.551,- eða
tæp 82% af kostnaðaráætlun
sem hljóðaði upp á kr.
4.997.587.-. Þorgils Jóhannes-
son bauð kr. 4.530.007.- eða
rúmlega 90% af kostnaðaráætl-
un.
Guðlaugur Einarsson ehf. og
Sprettur hf. buðu rúmlega 6,2
og 6,3 milljónir í verkið og SJS
verktakar ehf. buðust til að
vinna verkið fyrir rúmlega 9,6
milljónir króna.
Fundur Is-
lenskrar ætt-
leiðingar
FUNDUR félagsins íslensk
ættleiðing, þar sem fulltrúar
stjórnar koma til Akureyrar og
hitta félagsmenn búsetta á
Norðurlandi, verður næstkom-
andi laugardag á Hótel KEA
og hefst hann kl. 14.
„Gamlir" félagar sem vilja
endurnýja tengsl við félagið svo
og aðrir kjörforeldrar eru boðn-
ir velkomnir og einnig er fund-
urinn opinn nýjum félagsmönn-
um.
Nemenda-
sýning
SYNING á verkum nemenda
Arnar Inga verður í Klettagerði
6 á Akureyri næstkomandi
laugardag, 18. maí frá kl. 14
til 18.
Sýnd verða verk unnin með
olíulitum, akrýllitum, pastellit-
um og leikverk eftir börn og
fullorðna.
■ NÁMSKEIÐ fyrír svæða-
nuddara verður haldið á Ak-
ureyri dagana 17., 18. og 19.
maí. Þar verða punktar
sænska svæðanuddarans
MajLis Hagenmalm kenndir
ásamt upprifjun á hefðbundnu
svæðanuddi. Einnig verður
kennt hvernig hægt er að sam-
eina svæðanudd og orkubraut-
ir líkamans með flæðipunkt-
um. Samskonar námskeið
verður haldið í Reykjavík
næsta ^ haust. Leiðbeinendur
verða Á. Svava Magnúsdóttir
og Sigurósk H. Svanhólm.
Glæsileaur
I., _ I. M I
bilafloti aleið
I 9 ■ yt
um landið
Á næstu vikum gefst landsmönnum tækifæri til
að kynnast nokkrum af forvitnilegustu bílum
landsins þegar sölumenn Jöfurs taka hringinn.
Skoda Felicia GLX, Skoda Felicia Pick-Up,
Peugeot 306 Style, Peugeot 406,
Jeep Cherokee Turbo Diesel, Grand Cherokee Diesel,
Dodge Ram 1500, Chrysler Neon.
16. maí: Blönduós 20. maí: Húsavík 23. maí: Höfn
Sýningarstaöur: Vélsmiðja Húnvetninga Sýningarstaður: Olís-skáli
frá kl. 10:00 til 17:00. frá kl. 10:00 til 17:00.
17. maí: Sauðárkrókur
Sýningarstaður: Skagfirðingabúð
frá kl. 10:00 til 17:00.
18.-19. maí: Akureyri
Sýningarstaður: Skálafell
laugardag frá kl. 12:00 til 17:00,
sunnudag frá kl. 12:00 til 17:00.
21. maí: Egilsstaðir
SýningarstaðDr: Bílasalan Fell
frá kl. 10:00 til 17:00.
22. maí: Eskifjörður
Sýningarstaður: Shell-skáli
frá kl. 10:00 til 17:00.
Sýningarstaður: Bifreiðverkstæði
Ingvars og Gunnars
frá kl. 10:00 til 17:00.
24. maí: Kirkjubæjarklaustur
Sýningarstaður: Skaftárskáli
frá kl. 10:00 til 12:00.
24. maí: Vík í Mýrdal
Sýningarstaöur: Víkurskáli
frá kl. 14:30 til 17:00.
1 9 4 6 - 1 9 9 6
Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600
Ekki missa afþessu tækifæri til að sjá nokkra glæsilegustu bíla landsins í nærmynd.
Komdu og reynsluaktu.