Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ 4“ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKYR AFSTAÐA NIÐURSTÖÐUR skoðanakönnunar Gallup um kjara- samninga og stéttarfélög, sem birtar voru í Morgun- blaðinu í gær, eru mjög athyglisverðar, ekki síst í ljósi þeirra umræðna sem átt hafa sér stað um þessi mál að undanförnu. í könnuninni kemur fram augljós vilji almennings um að auka völd almennra félaga í verkalýðsfélögum á kostn- að stjórna þeirra og trúnaðarmannaráða og jafnframt veruleg óánægja með núverandi fyrirkomulag kjarasamn- inga. Alls sögðust 67%, eða tveir þriðju þeirra er tóku af- stöðu, vera óánægðir með núverandi fyrirkomulag kjara- samninga. Einungis 23% lýstu yfir ánægju með núver- andi fyrirkomulag. Þá voru 63% þeirra er tóku afstöðu sammála þeirri fullyrðingu að auka ætti völd almennra félagsmanna. 26,8% voru ósammála fullyrðingunni. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur lagst harðlega gegn frumvarpi félagsmálaráðherra um stéttarfélög og vinnudeilur og litið á það sem aðför að verkalýðshreyfing- unni. Þrátt fyrir það má færa sterk rök fyrir því að ein- ungis sé verið að færa vinnulöggjöfina í nútímalegra og eðlilegra form og í takt við ríkjandi viðhorf í samfélag- inu. Gallup-könnunin bendir til að gagnrýni verkalýðs- hreyfingarinnar eigi sér ekki víðtækan hljómgrunn með- al almennings. Það er sjálfsögð og eðlileg þróun að völd almennra félagsmanna verði aukin, sem ástæðulaust er fyrir verka- lýðsforystuna að óttast. Þjóðfélagið hefur tekið gífurleg- um stakkaskiptum á síðustu árum, að ekki sé talað um frá árinu 1938 er núverandi vinnulöggjöf varð að lögum. Það getur, svo dæmi sé nefnt, ekki talist eðlilegt í nútíma þjóðfélagi að kjarasamningar séu bornir upp á fámennum fundum og samþykktir eða felldir af broti félagsmanna í viðkomandi stéttarfélagi. Auðvitað ætti það að vera verkalýðsleiðtogunum keppikefli að sem flest- ir félagsmanna þeirra taki þátt í mikilvægum ákvörðun- um á borð við verkfallsboðun eða samþykkt kjarasamn- inga. Það er þjóðfélaginu og vinnandi fólki nauðsynlegt að í landinu sé starfrækt öflug og virk verkalýðshreyfing. Sú hreyfing verður hins vegar að sækja afl sitt til fólks- ins, eigi að vera mark á henni takandi. LAUN OG LÍFSKJÖR KAUPMÁTTUR launa hér á landi hefur smám saman verið að styrkjast næstliðin misseri eftir allnokkra rýrnun á gengnum kreppuárum. í Hagvísum Þjóðhags- stofnunar segir að kaupmáttur launa hafi að meðaltali verið 2,8% meiri á árinu 1995 en árið 1994. Að auki eru horfur á að kaupmáttur aukizt um 3,5% til 4% milli ár- anna 1995 og 1996. Enginn vafi er á því að sígandi lukka í þessum efnum rekur rætur til byijandi bata í þjóðarbú- skapnum, stöðugleika í verðlagsmálum [verðlag hækkaði á fyrsta fjórðungi þessa árs um 0,51%, sem samsvarar um 2,1% verðbólgu á heilu ári] og aukinnar samkeppni í verzlun með nauðsynjar fólks. Undanfarið hafa stéttarfélög lagt vaxandi áherzlu á samanburð launa og lífskjara hér og í grannríkjum, ekki sízt í Danmörku, en þangað fluttu um eitt þúsund Islend- inar á árinu 1994. Nú hefur Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, falið Þjóðhagsstofnun að gera ítarlegan saman- burð á launum og lífskjörum fólks hér og í Danmörku. Vanda þarf slíkan samanburð og hann þarf að ná til allra þátta, sem máli skipta, launa, skatta, verðlags og félagslegra aðstæðna. Frumkvæði forsætisráðherra ber að fagna. Marktækur samanburður af þessu tagi getur orðið góður vegvísir að „samningum til aldamóta", sem æskilegt er að ná með nýju ári. Samningum sem hafi fyrst og fremst tvennt að markmiði. I fyrsta lagi að varðveita stöðugleikann í efnahagslífi okkar, sem er forsenda þess að tryggja sam- keppnisstöðu atvinnulífsins og fjölga störfum. I annan stað að ná á samningstímanum svipuðum launum og lífs- kjörum hér og á öðrum Norðurlöndum. Það er þjóðar- búskapnum mikilvægt í vaxandi samkeppni landa á milli um hæft starfsfólk, en um 20 þúsund íslendingar eru nú búsettir erlendis við nám og störf. Harðnandi samkeppni siónvarpsstöðv ENSKA knattspyrnan er vinsælasta aðkeypta erlenda íþróttaefnið í ís keppnin um beinar útsendingar frá Englandi aukist til muna. Um liði bikarkeppninnar sýndur beint hjá Stöð 3 og síðar hjá RUV sem hefui sendingu undanfarin ár. Myndin er frá leiknum á Wembley; Stan Colly að marki Manchester United en Nicky Butt og Gary Palli ÓSKADRAl SÖLUMAI' Efbir því sem sjónvarpsstöðvum hefur fjölgað aukist og framboð efnis að sama skapi en íslens] _____ar sýna íþróttir í meira en 1.000 klukku í samantekt Steinþórs Guðbjartssonar um að einkastöðvamar leggja áherslu á að trygi vinsælu erlendu íþróttaefni en ríkissjónvarpið meira að íslensku íþróttaefni en ÞRÓTTAUMFJÖLLUN í sjón- varpi hefur breyst mikið að undanförnu og með tilkomu nýrra stöðva hefur framboð á beinum útsendingum frá íþróttavið- burðum erlendis_ aukist til muna. Rík- issjónvarpið, RÚV, hóf beinar íþrót- taútsendingar erlendis frá fyrir 15 árum og þegat' kom að aukaúrslitaleik í ensku bikarkeppninni í knattspymu vegna þess að laugardagsleiknum lauk með jafntefli fékkst ekki leyfi til að sýna hann þar sem hann fór fram á fimmtudegi, frídegi sjónvarps. 1982 var úrslitaleikurinn í Heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu sýndur beint í júlí en fram að þeim tíma hafði ekk- ert sjónvarp verið í júlímánuði sam- kvæmt reglugerð. Evrópusamband sjónvarpsstöðva, EBU, keypti einka- rétt á beinunt útsendingum frá Evr- ópukeppninni í knattspyrnu í næsta mánuði en RÚV er í EBU og nýtir sér réttinn til að sýna leiki keppninnar beint. Áskrifendur að Fjölvarpi ís- lenska útvarpsfélagsins sem rekur Stöð 2 eiga þess kost að sjá útsending- ar frá BBC Pnme-sjónvarpsstöðinni og hún verður éinnig með leiki Evr- ópukeppninnar í beinni útsendingu. Fylgjast má með íþróttum í sjónvarpi daglega en samkeppnin er ekki aðeins á milli innlendra stöðva heldur verður líka að taka erlendar stöðvar með í reikninginn. Beinar útsendingar frá RÚV Áhugi á íþróttaefni í sjónvarpi er misjafn eftir löndum og landsvæðum en talsmenn innlendra sem erlendra sjónvarpsstöðva og erlendra markaðs- fyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við voru á einu máli um að íþróttaefni hefði mikið að segja hjá sjónvarps- stöðvum og.almennt væri knattspyrnan vinsælust en einstakir atburðir gætu notið meiri hylli á tilteknum svæðum. I því sambandi var til dæmis nefnt að víða er mikill áhugi á Formula 1 kapp- akstrinum, helstu golfmót og tennis- mót vekja athygli, NBA-deildin í körfu- knattleik á stóran áhorfendahóp og einstakir þættir með fjölbreyttu efni ná til margra, ekki síst þeirra sem falla ekki undir ákafa unnendur íþrótta. Og svo má lengi telja. Þegar RÚV var eitt á markaðnum var auðvitað ekki um neina samkeppni að ræða og ekki ráðist í kaup á dýru íþróttaefni. Enska knattspyrnan var yfirleitt á sínum stað á laugardögum á vetuma og er enn, en um liðna helgi var brotið blað í þeirri þjónustu. Stöð 3 keypti sýningarrétt á leikjum ensku bikarkeppninnar til 1998 _og sýndi ma. úrslitaieikinn beint en RÚV komst að samkomulagi við stöðina og hóf út- sendingu frá leiknum liðlega klukku- stund eftir að honum lauk. Stöð 3 tryggði sér einnig sýningar- rétt á sunnudags- og mánudagsleikj- um ensku úrvalsdeildarinnar út næsta tímabil og þar sem fyrirhuguðum leikjum á laugardegi í síðustu umferð var frestað til sunnudags sýndi Stöð 3 tvo leiki á sama tíma, í raun leikina sem réðu úrslitum um röð efstu liða, en RÚV missti laugardagsleikinn. Stöð 3 hóf síðan beinar útsendingar frá innlendum viðburðum með því að sýna úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu beint sl. sunnudag. Eftir viku verður úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu og verður hann í beinni útsendingu hjá Sýn en sl. haust samdi fyrirtækið um einkarétt á Islandi á beinum útsendingum frá keppninni á yfirstandandi tímabili og því næsta. Sýn var einnig með úrslita- leikinn í Deildarbikarkeppni KSÍ í beinni útsendingu í gærkvöldi og var það fyrsta beina útsending stöðvarinn- ar frá innlendum íþróttaviðburði. Samningar til lengri tíma Eftir því sem sjónvarpsstöðvum hef- ur fjölgað hefur samkeppnin aukist og framboð efnis að sama skapi en ís- lensku sjónvarpsstöðvamar sýna íþróttir í meira en 1.000 klukkustundir á ári. RÚV hefur misst vinsælt efni til einkastöðvanna en þar sem EBU hefur tryggt sér réttinn á stærstu ein- stöku viðburðunum eins og Evrópu- keppninni í knattspyrnu í júní, Ólymp- íuieikum til 2008, stærstu frjálsíþrótta- mótunum og Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu 1998 er RÚV óbeint aðili að þessum samningum. Hins veg- ar hefur kostnaður aukist til muna og sagði Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri RÚV, að þar sæti stofnunin ekki við sama borð og ýmsar ríkisstöðvar ann- arra þjóða innan EBU. Greiðslustuðull- inn fyrir RÚV væri of hár og unnið væri að því að fá fram leiðréttingu. Vegna þessa hefði verið ákveðið að sýna ekki frá Vetrarólympíuleikunum í Nagano í Japan 1998 en kostnaður RÚV vegna keppninnar hefði ekki ver- ið undir 20 milljónum króna. „Margt að því sem við gerum innan þessa sam- starfs verður óeðlilega dýrt,“ sagði Ingólfur. Hann sagði ennfremur að EBU ætti í viðræðum um sýningarrétt vegna HM í knattspyrnu eftir aldamót en erlendar einkastöðvar hefðu boðið mun betur „og munar gríðarlega mikl- um fjármunum," eins og hann orðaði það. Stöð 2 og Sýn gengu nýverið frá nýjum samningi um útsendingar frá ítölsku knattspyrnunni næstu þijú árin. Samið var um útsendingu á 116 leikjum á hverju tímabili en auk deild- arleikja verða bikarleikir í beinni út- sendingu og ítalska meistarakeppnin. Stöð 2 sýnir frá NBA-deildinni í körfu- knattleik og gildir samningurinn út 1998. Sýn er með samning um Meistara- deild Evrópu sem fyrr sagði auk þess sem stöðin hefur samið um sendingar frá NHL-íshokkídeildinni í Norður- Ameríku og ameríska fótboltanum, NFL. Ennfremur er Sýn með sér- stakan eriendan þátt, sem saman- stendur af alhliða efni, og erlendan golfþátt. Stöð 2 og Sýn eru með að- skilin rekstur en starfa náið saman. Stöð 3 er með einkarétt á fyrrnefnd- um knattspyrnuleikjum og samdi um útsendingar frá þýsku og spænsku knattspyrnunni til 1997, suður-amer- ísku knattspyrnunni og bandarísku mótaröðinni í golfi auk annarra þátta. Úr þegjandi samkomulagi í harða samkeppni Bylting hefur orðið í framleiðslu erlends íþróttaefnis fyrir sjónvarp, bæði hvað magn og gæði varðar. Eft- Réttindakostnaður Evrópusamband sjón vegna Ólympíuleika VETRARLEIKAR 1964 Innsbruck 294,961 US$ 1968 Grenoble 512,822 US$ 1972 Sapporo 1,233,800 US$ 1976 Innsbruck 833,400 US$ 1980 LakePlacid 2,645,000 US$ 1984 Sarajevo 4,100,000 US$ 1988 Calgary 5,700,000 US$ 1992 Albertvilte 18,500,000 US$ 1994 Lillehammer 24,000,000 US$ 1998 Nagano 72,000,000 US$ 2002 Salt Lake City 120,000,000 US$ 2006 135,000,000 USS irspurnin er mikil og samkeppnin um vinsælasta efnið óumflýjanleg. Ingólfur sagði að umhverfið væri ailt annað en áður og RÚV, eins og aðrar sjónvarpsstöðvar, stæði í æ rík- ari mæli frammi fyrir því að velja og hafna efni. Svigrúm til íþróttaútsend- inga væri mjög takmarkað og gæta þyrfti aðhalds í rekstri en þessi mál væru ávallt í stöðugri endurskoðun. „Þetta kallar fyrst og fremst á meiri og sterkari áherslur á íslenskar íþróttir og íslenska íþróttamenn," sagði Ingólfur. „Það hlýtur að liggja í eðli fjölmiðilsins sem ríkisfjölmiðils en innlenda framleiðslan er dýrari. í öðru lagi útheimtir staðan, eins og hjá öðrum, að við þurfum að vera ákveðnari í vali á erlendum viðburð- um, greina hismið frá kjarnanum. Eyða ef til vill meiri Ijármunum í hluta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.