Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 39 AÐSEIMDAR GREINAR Ofursægreifar kasta af sér klæðunum Ófriðlega láta þeir Undanfarnar vikur hafa landsmenn orðið varir við félagsskap er kennir sig við útvegs- bændur eða útvegs- menn afmarkaða víðs vegar um landið. Hefur félágsskapurinn látið mjög ófriðlega, raunar svo ófriðlega að lands- menn em farnir að spyrja: „Hvað er að hjá þeim?“ „Hvers vegna eru þeir svona reiðir?“ Svarið er einfalt: Þeir hafa verið minntir rækilega á að þeir eiga ekki fiskinn í sjónum. Úrslit kosninga í kosningabaráttunni, fyrir réttu ári, snerust umræður um sjávarút- vegsmál nánast eingöngu um mál- efni afiamarksbáta og krókabáta. Það vel leist mönnum á málstað trillukarla að frambjóðendur nú þingmenn í öllum flokkum og ráð- herrar kepptust við yfirlýsingar til stuðnings smábátaútgerðinni. Rík- isstjórn var mynduð og bráðaverk- efnaskrá hennar gefin út. Ekkert benti til annars en að sátt væri um að bæta stöðu smábátaútgerðarinn- ar. í Morgunblaðinu 26. apríl 1995 var frétt er bar fyrirsögnina: „Verk- efnaskrá sjávarútvegsins." Þar seg- ir m.a.: „í verkefnaskrá sjávarútvegs- ráðuneytisins, sem Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra lagði fram á fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar, er kveðið á um að lög um stjórn fiskveiða verði þegar endurskoðuð." Síðan eru talin upp nokkur atriði sem þurfi að endurskoða m.a. eftir- farandi: „IJinnig á að skapa svigrúm til að bæta hlut þeirra báta sem orðið hafa fyrir mestri skerðingu afla- heimilda vegna minnkandi þorsk- veiða (aflamarksbáta innsk. ÖP). Þá verður banndagakerfið tekið til endurskoðunar og leitað annarra leiða við stjórnun en að fjölga bann- dögum.“ Lögum breytt Sátt tókst um að úthluta strax til aflamarksbáta eftirstöðvum línu- tvöföldunarinnar um 5.000 þorsk- ígildum og ekki var ágreiningur um að næstu fjögur fiskveiðiár yrði 5.000 tonn af þorski úthlutað til aflamarksskipa. Rétt er að taka fram að sá háttur hefur verið hafð- ur á frá 1994 að allur afli sem út- hlutaður er fyrir utan hlutdeild er dreginn frá reiknuðum heildarafla áður en skipt er á grundvelli afla- hlutdeildar. Það gildir einnig um 5.000 tonnin sem hér um ræðir. Akvörðunin rýrði því hlutdeildar- kvóta til þeirra sem nú láta ófrið- lega. Ofursægreifar sátu hins vegar á sér og hvorki mótmæltu né hót- uðu alþingismönnum. Varðandi aðgerðir til handa krókamönnum tókst ekki sem skyldi. Breytingar voru gerðar og við blasti lagaákvæði sem hefði slegið útgerð þeirra af kæmi það til framkvæmda. í því fólst að bann- dögum fiskveiðiársins yrði fjölgað úr 136 í 240. Allir voru sammála um að slíkt mátti ekki ganga eftir þar sem í kjölfarið mundu fylgja óviðráð- anleg vandamál á ann- að þúsund fjölskyldna sem af útgerð króka- báta lifa. Málinu var skotið fyrir horn með lagabreytingu sem ljóst var að Alþingi yrði að endurskoða að ári. Smábátaeigendur mót- mæltu lagabreyting- unni harðlega. Þeir bentu á að hún hefði í för með sér allt að helmings skerðingu á veiðiheimild- um og ekki væri tryggt að sama staða kæmi ekki upp að ári. Heimilt að róa 2 vikur af 9 Veiðikerfi krókabáta voru nú tvenns konar. Annars vegar 403 bátar á einstaklingsbundnum þor- skaflahámörkum og hins vegar 677 bátar í blönduðu kerfi banndaga og sóknardaga. Hjá siðari hópnum er fiskveiðiárinu skipt í fjögur tíma- bil. Byijað var í banndagakerfi (sept.-nóv.), en skipt yfir í sóknar- dagakerfi 1. febrúar sl. Fiskveiðiár- inu lýkur með tveimur 2ja mánaða tímabilum, er hefjast 1. maí og 1. júlí þar sem heimilt er að róa í 13 daga á hveiju tímabili fyrir sig. Aldrei í sögunni hafa krókabátar þurft að þola jafn þröngar skorður eins og hér er greint frá þ.e. að mega aðeins nýta 2 vikur af 9 til róðra svo dæmi sé tekið og það á þeirra hábjargræðistíma - sumrinu. Smábátar eiga skilið annað og betra Já, lesandi góður, það er von að þú spyrjir; hvers végna er verið að fjargviðrast yfir veiðum þessara báta? Vitaskuld er það alveg dæma- laust. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að málefni smábátaút- gerðarinnar verður að leysa úr því hún er skilgreind sem vandamál við stjórn fiskveiða. Hvað er til ráða? Bátarnir eru staðreynd og útgerð þeirra hefur verið eina haldreipi margra byggðarlaga þegar hráefn- isgjafanum_ hefur verið breytt í frystiskip. Útgerð þeirra hefur einn- ig leyst margan sjómanninn sem lent hefur í „hagræðingu" frá því ömurlega hlutskipti að mæla göt- urnar og þiggja atvinnuleysisbætur. Fáir efast um að með veiðum smá- báta er tekin lágmarksáhætta hvað varðar röskun á vísindalegu ferli í Ofurgróðahyggj a sægreifanna bíður skipbrot, segir Örn Pálsson, sem segir að frjálsar veiðar smá- báta með línu og hand- færi geti ekki skaðað þorskstofninn. formi aflareglu sem fiskifræðingar hafa sannfært stjórnvöld um að rétt sé að fylgja við uppbyggingu þorskstofnsins. Hvers vegna er þá yfirleitt verið að líta á veiðar smá- báta sem vandamál? Því ekki að hafa veiðar þeirra fijálsar? Við þess- um spurningum eru mörg svör, en ekkert hef ég heyrt sem hnikar þeirri sannfæringu minni að fijálsar veiðar smábáta með línu og handfæri geta aldrei skaðað þorskstofninn. Krefjast 15 milljarða en fá 13 Ábyrgðarfull fiskveiðistjórnun með uppbyggingu fiskistofna að leiðarljósi er ekki ástæða ofsafeng- inna viðbragða ofrusægreiðanna. Reiði, gremja og frekja hefur hel- tekið þá og ástæðan — það er sagt nei við þá. Ofurgróðahyggja þeirra bíður skipbrot. Þeir töldu víst að með 20% kvótaaukningu í þorski myndi verðgildi varanlegra veiði- heimilda þeirra aukast um 15 millj- arða. Nú stefnir í að málsstaður trillukarla verði til þess að milljarð- arnir verði einungis 13! Með 20% aukningu verður trillukörlum tiyggð 4300 tonn af þeim 31 þús- und tonnum sem til skiptanna verða. Að láta það hvarfla að sér að trillukarla fái ekki að njóta þorsk- batans er með ólíkindum. Ágæti lesandi! Ofanritað tel ég rétt að þú hafir ávallt í huga þegar ofursægreifar láta ófriðlega. Þeirra hagsmunir snúast ekki um að koma með afla til vinnslu í land né að sem flestir íslendingar hafi atvinnu af nýtingu þeirra á auðlindinni. Nýj- asta dæmið hjá þeim er að koma ofurarðinum úr landi, þar sem þeir telja rekstrarumhverfið sér vinveitt- ara en hér á íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smáb&taeigenda. KfMTiwunncnDUR nútrlay... að koma taman oy upplifa ótvikna kánlrqtldnminyu öll fimmtudapi oy tunnnudaptkvöld KflnTRyDROTTiunGin Anna Vilhjálmt ÁSAMT STRÁKUNUM SÍNUM Í FRÁBÆRU FORMI Hljómsveiiin spilar frá kl. 22.00 -01.00 Lítiilkr. 300.-/ Itórkr. 400.- Heimasíða ísl. kántrýklúbbsins er: http://www.vortex.is/ice.country nauftkjallarinn Vesturgötu 6-8 S.552-3030 Örn Pálsson HRINGDU í SÍMA 5GB 5ZG6 □ G VIÐ GERUM ÞÉR TIL. B □ €3 VEISLUSALUR. FÓSTBRÆÐRA FÓBTBRÆORAHEIMILINU, LANGHULTSVEQI 1 09- 1 1 1 Guðrún Guðrún Pétur Kr. Agnarsdóttir Pétursdóttir Hafstein Guðmundur Rafn Geirdal Ólafur Ragnar Grímsson SA-álfur vinnur fyrir okkur öll GÓÐIR íslendingar! Það er nöturleg staðreynd, en vímuefnaneysla íslenskra ung- menna hefur aldrei verið jafnmikil og útbreidd og á síðastliðnu ári. Tískuefnin hafa heldur aldrei verið eins skaðleg, og í vetur gerðu frétt- ir um sjálfsvíg, grófar líkamsmeið- ingar, skipulagða glæpastarfsemi og aðra dapurlega fylgifiska vímu- gjafanna skammdegið enn myrkara en við eigum að venjast. Góðu heilli hefur vakning orðið meðal þjóðarinnar um að sporna við þessari öfugþróun. Stjórnvöld, félagasamtök, foreldrar og fram- haldsskólanemar hafa tekið hönd- um saman og eftir nýjustu upplýs- ingum að dæma er baráttan þegar farin að bera árangur. Ljóst er þó að framundan er langvinnt stríð ef takast á að sigra þennan harðsvír- aða vágest. í því stríði ber okkur ekki síst að leggja áherslu á öflug- ar forvarnir. Um helgina sem nú fer í hönd efnir SÁA til árlegrar álfasölu sinnar. Eins og áður rennur allur ágóðinn til uppbyggingar hins víðtæka for/arnastarfs sem fram fer á vegum samtakanna. Við hvetj- um landsmenn til að taka vel á móti álfasölufólkinu, hvort sem er í heimahúsum eða á förnum vegi og stuðla þannig að heilbrigðari uppvaxtarskilyrðum barna okkar í framtíðinni. Höfundar hafa lýstyfir framboði sínu íkjöri til embættis forseta íslands. SAFWKASSA BYLTING NEUDORF safnkassamir eru úr tvöföldu plastl með holrúmi á milli, sem hitaeinangrar líkt og hitabrúsi. Afar hátt hitastig, allt að 70° sér um að lífrænn úrgangur rotnar fljótt og vel. NEUDORF kassarnir eru vandaðir og ^þægilegir í samsetningu. Tvær stærðit fáanlegar. NEUDORF í Þýskalandi framleiðir einnig efnið “Radivit". Það inniheldur lífræna gerla sem flýta rotnun lifræns úrgangs til muna. 165 Itr. kr. 6.300,- stgr. 420 Itr. kr. 11.900,- stgr. Hamraborg 1-3, Kópavogi. S. 5641864 VETRARSOL Ertu með bakverkZ Kosmodisk Kosmodisk er búnaður sem minnkar eða stillir sársauka i hryggnum. Meðferdin tektir ylirlem tim 20 daga el Kosinodisk-bunaðunnn 01 notaðui i 3 klst. a dag. Upplýsingar og pöntun i sima 552 4945
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.