Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 61 MINNINGAR í stórum systkinhópi úti í Grímsey, en auk hennar fjölskyldu voru þá að alast upp í Grímsey mörg frænd: systkini hennar og jafnaldrar. í gegnum sögur sem Ella sagði frá æskuárunum í Grímsey hef ég skynjað vel hversu merkilegt sam- félag þetta hefur verið. Ættmóðirin Inga Jóhannesdóttir, móðuramma Ellu, hélt um taumana og fylgdist með öllum sínum ættingjum, ekki aðeins þá heldur alla tíð, en hún varð 100 ára gömul og ættingjar dreifðir um land allt. Síðastliðið sumar var haldið fjöl- sótt ættarmót afkomenda Ingu og hennar systkina. Þar kom glöggt fram samheldni þeirra sem ólust upp með Ellu í Grímsey. Þetta var glaðvær hópur sem hafði margt að rifja upp og frá mörgu að segja og entist vart sólarhringurinn til. Það eru einmitt slíkar myndir af Elínu sem allir sem þekktu hana munu geyma með sér, þar sem hún var hrókur alls fagnaðar í söng og frá- sögn. Sögur af lífinu í Grímsey og vísur sem voru ortar þar um menn og málefni, og ekki allar dýrt kveðn- ar, voru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Elín var vinnusöm manneskja og rösk til allra verka. Það voru allir hlutir í röð og reglu í kringum hana. Hún var mikil ræktunarmanneskja og hefur garðurinn við húsið þeirra á Borgarholtsbrautinni margoft fengið verðlaun fyrir góða ræktun og hversu fallegur hann er. Umhirð- an um garðinn og húsið var verk þeirra hjóna beggja, Odds og Elín- ar, og góður vitnisburður um sam- starf þeirra. Það var gæfa Elínar að eignast jafn traustan lífsföru- naut og Oddur Brynjólfsson er. Það var líka gæfa okkar sem tengdumst ijölskyldu þeirra að geta átt þau að og notið samvista við þau, hvort sem var yfir vöfflunum hans Odds á rólegum helgarmorgni með heim- spekilegum vangaveltum um lífið og tilveruna; á hlýjum sumardegi í garðinum eða þegar næddi um og þörf var fyrir skjól í sviptivindum lífsins. Alltaf var athvarf til reiðu og stuðningur eins og þörf var fyrir. Það er mikill sjónarsviptir að Elínu Jakobsdóttur. Hennar munu margir sakna, ekki síst barnabörnin sem alltaf áttu vísan stuðning og skjól hjá afa og ömmu. Missir þeirra Odds og Elínar litlu er þó mestur en minningin um fórnfúsa ömmu og mikilhæfa konu mun hjálpa þeim á næstu misserum. Jóhann Antonsson. Heimili ömmu og afa hefur alltaf verið fastur punktur í lífi mínu. Ég nánast fæddist þar, ólst þar upp að verulegum hluta og dvaldi þar langdvölum langt fram eftir aldri. í raun og veru vildi ég hvergi ann- ars staðar vera en hjá ömmu. Svo rammt kvað að þessu að ég hélt því staðfastlega fram þegar ég sem lítill strákur bjó erlendis að Island væri hvergi annars staðar en hjá ömmu og afa. Þá var ég vanur að segja þegar við nálguðumst húsið þeirra: „Jæja, þá erum við komin til íslands." Oft var ég að þvælast í kringum þau ömmu og afa þar sem þau voru úti í bílskúr að skera af net- um. Ég lét afa kenna mér að ná biti í hníf og eftir það var amma vön að kalla á mig og fá mig til að brýna fyrir sig; sagði að ég væri svo hraðlyginn. Ég var að berjast við að gera niður teinana með þeim og að drösla til netum og teinum en ég held að ekki hafi verið mikil hjálp í mér við það. Amma var söngelsk í meira lagi og oft sátum við saman inni á dívan og hún spilaði á gítarinn og við sungum saman. Seinna tókst hún á við það tafsama verk að kenna mér að spila á gítarinn og svo fór að ég var kominn a.m.k. með tærn- ar þar sem hún hafði hælana. En í performans við gítarleik og söng hafði ég ekki roð við henni. Amma söng reyndar með öllum barnabörn- um sínum sem hún kom höndum yfir til þess og lagði mikið upp úr því að kenna þeim vísur og lög. Ég minnist þess sérstaklega á niðja- mótinu í Grenivík síðastliðið sumar þegar við Elín frænka mín komum fram saman; ég spilaði á gítar og hún söng. Amma var á nálum áður en við komum fram, en eftir flutn- inginn var hún greinilega hrærð og ánægð með okkur. Amma virtist alla tíð hafa trú á mér, hvort sem ég hafði innstæðu fyrir því á hverjum tíma eða ekki. Hún hafði óbilandi trú á tæknikunn- áttu minni og handlagni og ósjaldan tíndi hún fram eitthvað sem þurfti viðgerðar við þegar ég kom til henn- ar. Hún var líka ákveðin í að ég væri mikill tunguinálamaður og fékk mig oft til að þýða fyrir sig hitt og þetta eða skrifa fyrir sig jólakort og slíkt á útlensku. Hún hringdi líka oft í mig til að bera undir mig ýmis álitamál í íslensku, þá gjarnan eitthvað sem hún hafði heyrt í útvarpinu eða verið að deila um í vinnunni. Hún var mikill áhugamaður um íslenska tungu og vandaði sig við að tala og leiðrétti aðra í gríð og erg. Það var gott að heimsækja þau afa og ævinlega fórum við Hafdís heim frá þeim mett; frá þeim fór enginn svangur; klyfjuð af gjöfum, matvælum eða blómum. Ef það dróst að við heimsæktum þau hringdi hún gjarnan í okkur og spjallaði. Amma átti aldrei í neinum erfiðleikum með að tala og ef vel lá á henni mátti maður hafa sig allan við að skjóta inn orði og orði. Hún var mjög lagin við að segja sögur og sagði sögur af öllum sköp- uðum hlutum og oft tókst henni svo vel upp að ekki var annað hægt en að veltast um af hlátri. Elsku amma, ég vil þakka þér allt sem þú hefur gefið mér og kennt mér og allar þær stundir sem við áttum saman. Pétur. Elsku amma mín. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Takk fyrir að leyfa mér að búa hjá þér í Kópavoginum í vetur. Ég mun alltaf muna eftir þér sem yndislegri manneskju sem vildi alltaf hjálpa öðrum. Þú hefðir átt að lifa lengur en ég vil kveðja þig með þessu ljóði sem ég samdi handa þér: Þú ert sem neisti í hjarta minu minningar sem ég ber og allt sem þú hefur kennt mér. Ég vona að þú sofir og hvílist þar til ég ferðast með þér. Tinna Hrund. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SUMARLIÐI BJÖRNSSON, Litluhlíð, Skaftártungu, sem lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 9. maí, verður jarðsunginn frá Grafarkirkju laugardaginn 18. maí kl. 14.00. Þórgunnur Guðjónsdóttir, Guðgeir Sumarliðason, Anna S. Þorbergsdóttir, Bjarndís Sumarliðadóttir, Birgir Hjaltason, Valgerður Sumarliðadóttir, Árni R. Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t JÓN JÓSEFSSON frá Núpi, Laugarnesvegi 106, Reykjavík, sem lést á sjúkradeild Hvítabandsins 7. maí, verður jarðsunginn frá Kvenna- brekku; Miðdölum, laugardaginn 18. maí kl. 14.00. Hulda Guðbjörnsdóttir og systkinabörn hins látna. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JENS KRISTINN SIGURÐSSON skipstjóri, verður jarösunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 17. maí kl. 15.00. Sigrún Jensdóttir, Jens S. Jensson, Anna Jensdóttir, Helga Jensdóttir, Karl Jensson, Guðrún Elísabet Jensdóttir, Hilmar Guðjónsson, Kristín Sigurgeirsdóttir, Páll Jensson, Rúnar Gunnarsson, Guðrún Sturlaugsdóttir, Baldur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ELÍN JAKOBSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 17. maí kl. 13.30. Oddur Brynjólfsson, Svanfríður Jónasdóttir, Jóhann Antonsson, Margrét Jónasdóttir, Brynjar Kristmundsson, Brynjólfur Oddsson, Sandra Barbosa, Vilborg Kr. Oddsdóttir, Alan James, Jakob Oddsson, Ragnheiður R. Ólafsdóttir og barnabörn. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK Þ. JÓNSSON fyrrv. verkstjóri, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 17. maí kl. 15.00. Guðbjörg J. Guðmundsdóttir, Marvin H. Friðriksson, Kolbrún Sigurbjörnsdóttir, Hilmar Friðriksson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Jón Örn Friðriksson, Guðbjörg M. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona, frænka og dótturdóttir, SANDRA DRÖFN BJÖRNSDÓTTIR, Kárastfg 8, Hofsósi, sem lést af slysförum mánudaginn 13. maí sl., verður jarðsungin frá Hofs- óskirkju laugardaginn 18. maí nk. kl. 14.00. Sigrún ívarsdóttir, Björn ívarsson, Kristfn S. Björnsdóttir, Skúli Skúlason, Aðalbjörg J. Björnsdóttir, Valur Júlíusson, Hafdís Hrönn Björnsdóttir, Valdimar Júliusson, Björn Emil Jónsson, Kolbrún Sif Skúladóttir, Kristín Sigurjónsdóttir, ívar Antonsson. + Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI GRÍMSSON fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður, Herjólfsgötu 14, Vestmannaeyjum, sem lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 9. maí sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 18. maí kl. 14.00. Sigurður Guðnason, Lilja Ársælsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Gunnar Rafn Einarsson, Lovisa Sigurðardóttir, GuðmundurSv. Hermannsson, Guðni Sigurðsson, Olga Sædís Bjarnadóttir og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, mágkonu og tengdadóttur, KRISTÍNAR LÁRU RAGNARSDÓTTUR, Tjarnargötu 14, Reykjavík. Hörður Harðarson, Guðrún Harðardóttir, Oddgeir Harðarson, Guðrún Guðjónsdóttir, Sigurður Ólafsson, Áslaug Harðardóttir, Guðjón Þór Ragnarsson, Guðrún Björg Ragnarsdóttir, Lárus Kristinn Ragnarsson, Málfriður Sigurðardóttir, Hörður Þorgilsson. + Innilegar þakkir til ykkar allra, sem auðsýndu okkur hlýhug, vin- áttu og samúð vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, fósturföður, afa og langafa, DANÍELS JÓELSSONAR, Laugavegi 132, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Krabbameins- félagsins. Guð blessi ykkur öll. Kristín Þorvarðardóttir, Sigrún Þóra Indriðadóttir, Kristín Þórsdóttir, Rannveig Þórsdóttir, Hjörtur Skúlason, Sigrún Halldórsdóttir, Þórður Guðmundsson, Thelma Dögg Haraldsdóttir, Daniel Þór Valdimarsson, Guðmundur Vignir Þórðarson. Lokað Lokað föstudaginn 17. maí frá kl. 12.00 vegna útfarar ELÍNAR JAKOBSDÓTTUR. - / Bakarí Friðriks Haraldssonar/ Ömmubakstur, Kársnesbraut 96, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.