Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 10
FNWH**** 10 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996______________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Taktu mynd af mér! SJALDAN er reynt að koma í veg fyrir að ljósmyndarar Morgun- blaðsins vinni störf sín. Þessi kött- ur, sem varð á vegi Asdísar As- geirsdóttur, var þó ekki á því að hleypa henni framhjá, heldur velti sér við fætur hennar, þar til hún lét undan og smellti af honum mynd. Þá stóð hann upp, sperrti rófu og gekk keikur á brott. Athugasemd frá Orkustofnun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Jakobi Björnssyni, orkumálastjóra: „í frétt í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 15. maí sl. er haft eftir iðnaðarráðherra að hann hafi sagt í umræðum á Alþingi að tilgangur- inn með ráðgerðum breytingum á Orkustofnun væri m.a. „að tryggja að meiri fjármunir verði til ráðstöf- unar til beinna rannsókna en nú eru, þrátt fyrir hugsanlegan sam- drátt í fjárveitingum á næsta ári, í stað þess að reka stjórnsýslustofn- un og eyða peningum í utanlands- ferðir og nokkuð bruðl í rekstri." í tilefni af þessari frétt vill Orku- stofnun taka eftirfarandi fram: 1. Orkustofnun er, eins og aðrar ríkisstofnanir, undir endurskoðun Ríkisendurskoðunar. í árlegum greinargerðum hennar hefur aldrei nokkru sinni verið gerð athuga- semd um fjármálaiega óreiðu í rekstri Orkustofnunar eða eitthvað það sem kalla mætti „bruðl“. 2. Iðnaðarráðuneytið, sem stofn- unin heyrir undir, hefur aldrei gert athugasemdir við fjármálalegan rkstur stofnunarinnar. 3. Yfir Orkustofnun er sérstök stjóm sem ráðherra skipar. Hún fer í umboði hans reglubundið yfir verkefna- og fjárhagsáætlanir stofnunarinnar og hún þarf að sam- þykkja slíkar áætlanir til að þær öðlist gildi. Frá stjórn hefur aldrei komið athugasemd um neinskonar fjármálaóreiðu. 4. Orkustofnun hefur aðeins einu sinni sótt um aukafjárveitingu og þá til að mæta sérstökum útgjöld- um sem iðnaðarráðuneytið gaf henni fyrirmæli um að taka á sig en voru ekki á fjárhagsáætlun hennar. 5. Allar utanferðir sem Orku- stofnun greiðir eru farnar sam- kvæmt sérstakri skriflegri heimild sem bæði orkumálastjóri, þ.e. for- stjóri stofnunarinnar og iðnaðar- ráðuneytið þrufa að samþykkja hveiju sinni. Orkustofnun sendir ekki menn utan nema orkumála- stjóri telji það nauðsynlegt. Mörg- um beiðnum einstakra starfsmanna um slíkar ferðir er synjað. 6. Ríkisendurskoðun hefur aldrei gert athugasemdir við kostnað Orkustofnunar af utanferðum." Ólafur Egilsson eftir fund með tyrkneska dómsmálaráðherranum Ahugi á að eðlilegar lykt- ir fáist hið allra fyrsta Á FUNDI með Ólafi Egilssyni, sendiherra íslendinga í Tyrklandi, sýndi dómsmálaráðherra Tyrk- lands skýran áhuga á því að eðlileg- ar lyktir fengjust í forræðismáli Sophiu Hansen hið allra fyrsta. Ólafur segir að dómsmálaráðherr- ann hafi vakið athygli á lagalegum úrræðum við málareksturinn og heitið fullum stuðningi við réttar- framkvæmdina. Nú bíður Ólafur eftir að ná fundi utanríkisráðherra Tyrklands í Ankara. Ólafur segist hafa farið ítarlega yfir forræðismálið á tveimur fund- um með Hasíp Kaplan, lögmanni Sophiu í Istanbúl, áður en komið var til Ankara. „Eg átti svo fund með tyrkneska dómsmálaráðherr- anum Mehmet Agar í dómsmála- ráðuneytinu í gærmorgun [þriðju- dagsmorgun]. Hann sýndi erind- rekstri íslenskra stjórnvalda þann velvilja að koma sérstaklega í ráðu- neytið til þess að við gætum hist fljótt eftir komu mína hingað. Ann- ars var hann að fara út á land,“ sagði hann. Hann sagði að gott tækifæri hefði gefist til að fara yfir kjarna- atriði málsins á hálfrar stundar löngum fundi með ráðherranum. „Agar, dómsmálaráðherra, var áð- ur æðsti yfirmaður lögreglumála í Ankara og Istanbúl. Hann þekkti því nokkuð til málsins fyrir. Honum kom á óvart að heyra að á sex ára tímabili hefði Sophia aðeins verið með dætrum sínum í 19 klukku- stundir þrátt fýrir það að dómstóll- inn í Istanbúl hefði lengst af þessa tímabils úrskurðað henni um- gengnisrétt við börnin.“ Bjartsýnni en áður „Ut úr fundinum kom annars vegar að dómsmálaráðherra benti á lagaleg úrræði varðandi mála- reksturinn sem hann taldi vænlegt að reyna, en staðfest var á fund- inum að brot á umgengnisrétti væri saknæmt samkvæmt tyrk- neskum lögum og varðaði fangels- isrefsingu þegar um ítrekuð brot væri að ræða. Hins vegar hét ráð- herrann því að veita fullt liðsinni sitt varðandi réttarframkvæmdina. Hann áréttaði það sem raunar var kunnugt, að samkvæmt stjórnar- skrá Tyrklands, eins og annarra ríkja, geti framkvæmdavaldið ekki hlutast til um störf dómstóla," sagði Ólafur og hann tók fram að afrakstur fundarins væri til nánari íhugunar og athugunar hjá þeim sem næstir stæðu Sophiu. Eftir fundinn sagðist Ólafur bjartsýnni en áður á að eitthvað gæti rofað til í málinu á næstunni. Fyrirheit ráðherrans um stuðning styrkti stöðuna fyrir Sophiu og dætur hennar. „Þetta er í fyrsta skipti sem unnt hefur verið að ræða mál Sophiu og dætra hennar Söfnun til styrktar Sophiu Hansen Loforð fyrir 12 milljónum ALLS hefur verið safnað loforðum fyrir framlög að verðmæti um 12 milljónir króna til styrktar Sophiu Hansen frá því sl. föstudag. Lands- söfnun vegna forræðismáls Sophiu í Tyrklandi fór fram á öllum út- varpsstöðvunum þann dag. María Normann, þjónusturáð- gjafi í Búnaðarbankanum, sagði að framlagsloforð hefðu haidið áfram að berast eftir að formlegu söfnuninni lauk og myndu væntan- lega fara yfir 12 milljónir. Loforðin voru til helminga í gegnum gíró- seðla og greiðslukort. Gíróseðlarnir voru sendir út á mánudag. Búnaðarbankinn er fjárgæsluað- ili söfnunarinnar. Þeir sem ekki náðu inn í söfnuninni geta lagt framlög til stuðnings Sophiu inn á bankareikning nr. 9000 í Búnaðar- banka Íslands í Kringlu. við dómsmálaráðherra Tyrklands og jákvæðar undirtektir hans eru þess vegna mikils virði," sagði hann og tók fram að ráðherranum hefði fundist með ólíkindum að forræðis- málið skyldi hafa þróast eins og það hefði gert. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að íslensk yfirvöld yrðu áfram í sambandi við dóms- málaráðherrann vegna málsins. Með Ólafi á fundinum var Faruk Okandan aðalræðismaður íslend- inga í Ankara í Tyrklandi. Hann hefur ásamt Miinir Hamamcioglu, ræðismanni íslendinga í Istanbúl, veitt aðstoð vegna málsins. Afhendir bréf frá Halldóri Ásgrímssyni „Ég bíð þess núna að heyra frá utanríkisráðuneytinu um það hve- nær ég geti hitt annaðhvort ráð- herrann Emre Gönensay eða ein- hvern af æðstu mönnum ráðuneyt- isins til þess að afhenda bréf, sem ég hef meðferðis frá Halldóri Ás- grímssyni, utanríkisráðherra, þar sem hann gerir ítarlega grein fyrir málinu og óskar eftir eindregnum stuðningi við að fá málinu lokið á farsælan hátt án frekari tafa,“ sagði Ólafur. Hann sagðist því til viðbótar hafa gert ráðstafanir til að hitta starfsbræður sína í Ankara í ferðinni. Ólafur sagði að stjórnmála- ástandið í Tyrklandi hefði ekki hindrað erindi hans. „Það er mikið skrifað í tyrknesku blöðin um stjórnmálaástandið og ásakanir sem hafa verið bornar á fyrrver- andi forsætisráðherrann Tanzu Ciller og sömuleiðis liggur nú fyrir úrskurður stjórnlagadómstóls Tyrklands um að ekki hafi verið staðið rétt að atkvæðagreiðslu í þinginu þegar leitað var eftir stuðn- ingi þess við myndun ríkisstjórnar- innar. Þannig að nokkur óvissa hvílir yfir framtíðarsamstarfi stjórnarflokkanna tveggja, en þó búast viðmælendur hér við að stjórnin muni sitja enn um sinn. Ástandið hefur ekki hindrað neitt minn erindrekstur hérna.“ Stjórn Sérfræðingafélags íslenskra lækna um frumvarp til laga um rétt sjúklinga Réttur til heilbrigð- isþjónustu skertur? MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Sérfræðingafélags íslenskra lækna: „Nýlega var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um rétt- indi sjúklinga en markmið þess er „að tryggja sjúklingum tiltekin rétt- indi í samræmi við almenn mann- réttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber milli sjúklinga og heilbrigðisstarfs- rnanna" (1. grein). Ef frumvarp þetta verður að lögum í óbreyttri mynd mun réttur sjúklinga og landsmanna allra skerðast, ekki síst vegna þess að frumvarpið blandar fjárhagslegum hagsmunum þriðja aðila (fjárveitingavaldsins) inn í ákvarðanir um líf og heilsu sjúkl- inga. Jafnframt dregur frumvarpið úr mikilvægi starfs og ábyrgðar lækna og trúnaðarsambands þeirra við sjúklinga. Frumvarp þetta er samið af 8 manna nefnd (fjórir hjúkrunarfræð- ingar, einn læknir, einn lögfræðing- ur, félagsráðgjafi og fulltrúi frá Neytendasamtökunum). Enginn klínískur læknir starfaði í nefndinni og ekki hefur verið leitað til Sér- fræðingafélags íslenskra lækna um álitsgerð. Nefndin mun hafa starfað undir miklum þrýstingi, sem að hluta til kann að skýra éndanlegt útlit frumvarpsins. Nokkur dæmi skulu tekin hér um meinbugi á frumvarpinu: 3. grein: „Sjúklingur á rétt á fullkomnustu meðferð sem á hverjum tíma er völ á að veita innan þéss fjárhags- ramma sem heilbrigðisþjónustunni er sniðinn á hveijum tíma. Sjúkling- ur á rétt á meðferð og aðbúnaði sem miðast við ástand hans, aldur og horfur á hveijum tíma...“ Þetta ákvæði stangast á við almennt sið- ferði og 19. grein sama frumvarps, sem segir að forgangsröðun skuli fyrst og fremst byggjast á læknis- fræðilegum sjónarmiðum. 20. grein: „Þrátt fyrir að byggt sé á skiptingu landsins í heilsu- gæsluumdæmi samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu getur sjúkl- ingur leitað til þess heilsugæslu- eða heimilislæknis sem honum hentar best. Sjúklingur velur sér- fræðing þegar slíkrar þjónustu er þörf...“ I þessari grein er opnaður möguleiki til setningar reglugerðar sem takmarki rétt sjúklinga til þess að leita beint til sérfræðinga með því að opinberir aðilar skilgreini hvenær slíkrar þjónustu sé þörf eða hver eigi að meta það. Samkvæmt fyrirliggjandi lögfræðilegu áliti væri skerðing á valfrelsi sjúklinga eða mismunun milli lækna brot á stjórnarskrá og stjómsýslulögum. 21. grein. „... Sjúklingur skal reyna eftir megni að fylgja fyrir- mælum læknis og annarra heil- brigðisstarfsmanna...“ Sjúklingur- inn verði lögþvingaður til þess að fara að tilmælum læknis sem hann leitar þó til af fijálsum vilja. Ákvæði sem þetta setur lækninn í drottn- andi stöðu yfir sjúklinginn, sem er alls óásættanlegt fyrir þá sem til læknis þurfa að leita sem og fyrir læknana sjálfa. Auk þeirra atriða frumvarpsins, sem hér að ofan eru dregin fram sérstaklega, eru á frumvarpinu fleiri alvarlegir meinbugir, þ. á m. ákvæði sem skaðleg eru mikilvæg- um vísindalegum rannsóknum, óframkvæmanleg ákvæði um sjúkraskrár auk orðalags, sem dregur úr mikilvægi og ábyrgð lækna. Læknar hafa í þúsundir ára þró- að siðalögmál, með það að mark- miði fyrst og fremst að tryggja að hagsmunir sjúklinga séu ætíð hafð- ir í fyrirrúmi, en hagsmunir lækn- anna sjálfra (eða annarra aðila) verði ekki látnir hafa áhrif á ákvarðanir sem varða líf og heilsu einstakra sjúklinga. í samræmi við siðamál lækna var á 34. heimsþingi lækna í Lissabon 1981 samþykkt yfirlýsing, sem á að tryggja rétt sjúklingsins. I yfirlýsingunni kemur fram siðfræðileg hugsun lækna í aldanna rás, en yfirlýsingin er enn í fullu gildi: „Þó að læknir beri kennsl á að fyrir geti legið raunhæf- ur, siðfræðilegur eða lögfræðilegur vandi, ber honum ávallt að breyta samkvæmt samvisku sinni og ávallt í þágu bestu hagsmuna sjúklings- ins. Eftirfarandi yfirlýsing felur í sér sum þau meginréttindi, sem læknstéttin leitast við að veita sjúklingum. Hvenær sem löggjöf eða stjórnvaldsaðgerð sviptir sjúkl- inga þessum réttindum, ber lækn- um að leitast við með viðeigandi ráðum að tryggja eða endurheimta þessi réttindi. a. Sjúklingurinn á þann rétt, að vera fijáls að því að velja sér lækni. b. Sjúklingurinn á þann rétt, að fá meðferð hjá lækni, sem er fijáls að því að taka klínískar og siðfæði- legar ákvarðanir án utanaðkomandi afskipta. c. Sjúklingurinn á þann rétt, að vænta þess að læknir hans virði trúnað um allar upplýsingar er varða læknisfræðileg atriði og einkahagi. d. Sjúklingurinn á þann rétt, að fá að deyja með sæmd. e. Sjúklingurinn á þann rétt, að taka við eða hafna andlegri eða siðrænni sefjun, þar með talinni hjálp prests hlutaðeigandi trúardeildar." Einn mikilvægasti þáttur sjúkra- þjónustu er trúnaðarsamband lækn- is og sjúklings. Trúnaðarsambandið er sterkast sé sjúklingurinn fijáls að því að velja þann lækni sem hann kýs, en sú er stefna Læknafé- lags íslands. Ástæðulaust og var- hugavert er að dreifa þeirri ábyrgð, sem læknirinn tekur á sig við mynd- un þess sambands, þótt vissulega kom> oft fjölmargir aðilar að heild- arúrlausn vandamáls sjúklingsins. Lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar felur í sér réttindaskerðingu fyrir sjúklinga og hvetur stjórn Sérfræð- ingafélags íslenskra lækna til þess að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað og tíminn nýttur til þess að vinna að frumvarpsgerð þar sem réttindi sjúklinga séu tryggð með raunhæfum hætti. í þeim tilgangi verður að leita samráðs við fulltrúa og samtök allra þeirra aðila, sem frumvarpið snertir með einum eða öðrum hætti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.