Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 31 Æfingar á verki Jims Cartwright hafnar í Borgarleikhúsinu Heimsfrumsýningin hér í sumar ÆFINGAR eru hafnar á nýjasta verki breska leikskáldsins Jims Cartwright, „Stone Free“, sem frumsýnt verður í Borgarleik- húsinu 12. júlí. Uppfærsla verksins hér er sú fyrsta í heim- inum og hefur höfundur sýnt henni sérstakan áhuga að sögn aðstandenda Borgarleikhúss- ins. Verkið „Stone Free“ ber höf- undi sínum sterkt vitni og þykir að mörgu leyti svipa til fyrri verka hans, svo sem Taktu iag- ið Lóa og BarPar sem notið liafa vinsælda hér á landi. Leik- sljóri sýningarinnar er Magnús Geir Þórðarson. Blanda gamans og alvöru Kynnt var á þriðjudag hvaða leikarar verða í hlutverkum í uppfærslunni á „Stone Free“ en þeir eru níu talsins. Með hlut- verkin fara Ingvar Sigurðsson, Eggert Þorleifsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Emilíana Torr- ini, Daníel Ágúst Haraldsson, Kjartan Guðjónsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og Gísli Rúnar Jóns- son. Leikritið „Stone Free“ er blanda gamans og alvöru og tónlist sjöunda áratugarins fléttað inn í verkið. Um fimmtíu manns munu kom að uppsetn- ingu verksins og mun Borgar- leikhúsið efna til opinnar áheyrnarprufu í húsnæði sínu um helgina til þess að ráða í aukahlutverk. Einnig á eftir að ráða fjölda tækni- og sviðs- manna. Morgunblaðið/Sverrir HLUTI leikara og aðstandenda sýningarinnar. Mig dreym- ir ekki vitleysu MIG DREYMIR ekki vitleysu, ein- þáttungur eftir Súsönnu Svavars- dóttur, verður fluttur í Höfunda- smiðjunni í Borgarleikhúsinu næst- komandi laugardag, 18. maí. Að sögn Sús- önnu fjallar leikrit- ið um kærleikann, raunveruleikann og skuldbindingar í heimi skipulags, forsjárhyggju og hæfni. Þar segir frá tvennum full- orðnum hjónum sem standa frammi fyrir því að þurfa að búa hvert á sínum stað. „Það má segja að þetta sé ádeila á þjóðfé- lag þar sem öllu er stjórnað með hagfræðinni; fyrirtækjum. stofnun- um, félagasamtökum og mannlegum samskiptum. Hið svokallaða „gæða- mat“ hefur gert það að verkum að hver mínúta í vinnudegi einstaklinga er skilgreind til að framleiðni og afköst verði í hámarki. Við höfum verið svo upptekin af því að læra innihaldslausar skilgreiningar sem hljóma smart, að manneskjan hefur orðið útundan. Þettá sést þvað best í heilbrigðisþjónustunni og hinum svokallaða félagsmálageira, en það eru einmitt svæði í þessari sjálfs- virku vélmennsku, sem hjónin þurfa að kljást við. Verkið ijallar um við- brögð þeirra og þær leiðir sem þau fara til að þola ástandið." Með hlutverkin í sýningunni fara Rúrik Haraldsson, Margrét Ólafs- dóttir, Theodór Júlíusson og Jó- hanna Jónas. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. Samkvæmt hefð Höfundasmiðj- unnar hefst flutningurinn á Mig dreymir ekki vitleysu kl. 16. og tek- ur um það bil fjörutíu mínútur. ---------------- Tónleikar og kaffisala í Stapa Á UPPSTIGNINGARDAG munu lúðrasveitir og Léttsveit Tónlistar- skólans í Keflavík halda tónleika í Stapanum og hefjast þeir kl. 15. Foreldrafélag Léttsveitarinnar mun verða með kaffisölu og rennur ágóð- inn í ferðasjóð sveitarinnar. í tónlistarskólanum eru starf- ræktar þrjár lúðrasveitir. Sú yngsta er skipuð nemendum sem byrjuðu í haust. Stjórnandi hennar er Áki Ásgeirsson. Næsta sveit er skipuð nemendum sem hafa lært í eitt til þijú ár. Stjórnandi hennar er Sigrún Sævarsdóttir. Elsta sveitin er skipuð nemendum sem lært hafa um árabil og eru á aldrinum 11-19 ára. Stjórn- andi þeirrar sveitar er Karen Stur- laugsson en hún stjórnar einnig Létt- sveitinni sem er á leið til Bandaríkj- anna í tónieikaferð nú um Hvíta- Súsanna Svavarsdóttir Óvenju langdrægur þráðlaus sími á kysningarverði: Veggsímar í fjölmörgum litum; á kynningarverði: Fyrir fagurkera. 1.890 Heimilistæki hafa nú á boðstólnum fjölbreytt UŒÆlflMB úrval sfmtækja frá danska Símsvari á símafyrirtækinu CONNEXION. 7.900 Þessi símtæki eru ekki aðeins stórskemmtilega hönnuð heldur eru þau einnig á verði sem þú varla hefur heyrt né séð. Símanúmera birtir og þú veist hver hringir í þig! 5400 Sími með símsvara á kynningarverði: Mjúkir, fallegir og sérlega vinalegir símar í mörgum útgáfum. Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 SlMI 5691500 Eftirtaldir aðilar selja einnig CONNEXION símtæki: Hljómsýn, Akranesi, Póllinn, Isafirði, Glóey, Reykjavik, Stapafell, Keflavík, KF Árnesinga, Selfossi, Verslunin Brimnes, Vestmannaeyjum, Eyjaradió, Vestmannaeyjum. TELECOM SYSTEMS Wave Trend Team sunnuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.