Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 35 Valdar andlits- myndir SÝNINGU Listasafns Sigutjóns Olafssonar á völdum andlits- myndum lýkur nú á sunnudag. „Sýningin yeitir einstakt tækifæri til að bera saman þrí- víðar, mótaðar andlitsmyndir Siguijóns við máhrerk af nokkr- um þjóðkunnum íslendingum eftir eldri meistara á borð við Ásgrím Jónsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson og Kristján Davíðsson. Hér gefur að líta málverk Jóns Stefáns- sonar og Kristjáns Davíðssonar af Halldóri Laxness við hliðina á bijóstmynd Siguijóns af skáldinu, hin þekkta sjálfs- mynd Ásgríms Jónssonar kall- ast á við verk Siguijóns í bronsi af þessum fyrsta myndlistar- kennara hans, og eru báðar myndir frá árinu 1947. Af öðr- um aðfengnum verkum má nefna portrett Ásgríms af Páli ísólfssyni og mynd Kjarvals af Ragnari Jónssyni í Smára“, segir í kynningu. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Tónleikar hjá Fíladelfíu í KVÖLD kl. 20 verða vortón- leikar Lofgjörðarhóps Fíladelf- íu í Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2. Hópurinn samanstendur af um 20 manns og hafa þau kom- ið víða við í vetur. Hópurinn sér um alla al- menna tónlist í Fíladelfíukirkj- unni en auk þess hafa þau meðal annars komið fram í poppmessu í Vídalínskirkju og einnig tekið þátt í messu í Oháða söfnuðinum. Undanfar- in ár hefur hópurinn æft undir stjórn Óskars Einarssonar píanóleikara og mun hann stýra honum í kvöld ásamt hljóm- sveit. „Þetta er nokkurskonar upp- skeruhátíð Lofgjörðarhópsins en jafnframt munu nokkrir gestir taka þátt. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Snorri Freyr sýnir í Galleríi Horninu SNORRI Freyr Hilmarsson opnar sýningu á drögum að umhverfislistaverki fyrir Lista- hátíð í Reykjavík 1996 í Gall- eríi Horninu að Hafnarstræti 15. Sýningin ber yfirskriftina „Þar sem er reykur, þar er eld- ur undir“ og samanstendur af tillögum að reykháfum á þijár stórbyggingar í Reykjavík; Þjóðleikhúsið, aðalbyggingu Háskólans og verksmiðjuhús Kletts í Laugarnesi. Sýningin stendur til 5. júní og verður opin alla daga kl. 11-23.30. Milli kl. 14 og 17 er opinn sérinngangur í galleríið, en á öðrum tíma er farið í gegn- um veitingahúsið. „Gallerí Greip í átta daga“ GUNNAR Andrésson opnar sýningu í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82, laugardaginn 18. maí kl. 16. „Hér er um ræða hljóðinn- setningu sem byggir á setning- um og samtalsbrotum sem Gunnar hefur „hierað" víðsveg- ar að úr umhverfinu", segir í kynningu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 nema mánudaga. Sýningin stendur aðeins í átta daga eða til 26. maí. KIRKJUKOR Húsavíkurkirkju. Morgunblaðið/Silli Kirkjukór Húsavíkur í Reykjavík Húsavík. Mor^unblaðið. KIRKJUKOR Húsavíkurkirkju heimsækir Kirkjukór Víðisstaðakirkju næstkomandi sunnudag og munu kórarnir halda sameigin- lega tónleika í Víðistaðakirkju kl. 17. Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir Mendelssohn og Mozart, auk nokkurra laga í stærra formi, sem kórarnir flytja sameigin- lega. Einsöngvarar verða Signý Sæmunds- dóttir og Natalía Chow. Sljórnendur eru Natalia Chow og Ulrik Ólason, en undirleikarar Helgi Pétursson og Úlrik Ólason. Um síðustu helgi söng Húsavík- urkórinn í Húsavíkurkirkju við mikla aðsókn og góðar viðtökur. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. rili JARÐBORANIR HF Almenn sala á hlutabréfum í Jarðborunum hf. Seljendur: Ríkissjóður íslands og Reykjavíkurborg Umsjón með sölunni: Kaupþing hf. Ármúla 13A, 108 Reykjavík. Sími: 515 1500 Fax: 515 1599 Sölutímabil: 21. maí 1996-21.júní 1996. Nafnverð hlutabréfanna: 43.660.000 kr. eða 18,5% af heildarhlutafé. Sölugengi: Verður tilkynnt á fyrsta söludegi. Á sölutímabilinu verða hlutabréfin seld á föstu gengi. Skilmálar: Aðrir sölustaðir: Skráning: Hlutabréfin verða seld gegn staðgreiðslu. Lágmarksupphæð er 10.000 kr. að nafnverði, en hámarksupphæð, sem einn aðili má kaupa, er 111.000 kr. að nafnverði. Hverjum aðila er einungis heimilt að kaupa hlutabréf fyrir hönd þriggja annarra, að því tilskyldu að sá hinn sami hafi fullgilt umboð þess efnis. Ef sala að loknu tímabili sölutilboðs hefur ekki náð kr. 43.660.000,- að nafnvirði verður óskað eftir tilboðum í það sem óselt er. Þar sem stefnt er að sem mestri dreifingu eignaraðildar að félaginu, áskilja seljendur sér þann rétt að synja sölu ef hún leiðir til að einn aðili eignist meira en 10% af nafnvirði hlutafjár. Kaupþing Norðurlands hf, Fjárfestingarfélagið Skandia hf., Handsal hf., Landsbréf hf., Verðbréfaviðskipti Búnaðarbankans og Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf. Félagið er skráð á Verðbréfaþingi Islands Sölulýsing liggur frammi hjá söluaðilum KAUPÞING HF löggilt verðbréfafyrirtœki Ármúla 13A, 108 Reykjavík - Sími 515-1500, fax 515-1509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.