Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 31

Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 31 Æfingar á verki Jims Cartwright hafnar í Borgarleikhúsinu Heimsfrumsýningin hér í sumar ÆFINGAR eru hafnar á nýjasta verki breska leikskáldsins Jims Cartwright, „Stone Free“, sem frumsýnt verður í Borgarleik- húsinu 12. júlí. Uppfærsla verksins hér er sú fyrsta í heim- inum og hefur höfundur sýnt henni sérstakan áhuga að sögn aðstandenda Borgarleikhúss- ins. Verkið „Stone Free“ ber höf- undi sínum sterkt vitni og þykir að mörgu leyti svipa til fyrri verka hans, svo sem Taktu iag- ið Lóa og BarPar sem notið liafa vinsælda hér á landi. Leik- sljóri sýningarinnar er Magnús Geir Þórðarson. Blanda gamans og alvöru Kynnt var á þriðjudag hvaða leikarar verða í hlutverkum í uppfærslunni á „Stone Free“ en þeir eru níu talsins. Með hlut- verkin fara Ingvar Sigurðsson, Eggert Þorleifsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Emilíana Torr- ini, Daníel Ágúst Haraldsson, Kjartan Guðjónsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og Gísli Rúnar Jóns- son. Leikritið „Stone Free“ er blanda gamans og alvöru og tónlist sjöunda áratugarins fléttað inn í verkið. Um fimmtíu manns munu kom að uppsetn- ingu verksins og mun Borgar- leikhúsið efna til opinnar áheyrnarprufu í húsnæði sínu um helgina til þess að ráða í aukahlutverk. Einnig á eftir að ráða fjölda tækni- og sviðs- manna. Morgunblaðið/Sverrir HLUTI leikara og aðstandenda sýningarinnar. Mig dreym- ir ekki vitleysu MIG DREYMIR ekki vitleysu, ein- þáttungur eftir Súsönnu Svavars- dóttur, verður fluttur í Höfunda- smiðjunni í Borgarleikhúsinu næst- komandi laugardag, 18. maí. Að sögn Sús- önnu fjallar leikrit- ið um kærleikann, raunveruleikann og skuldbindingar í heimi skipulags, forsjárhyggju og hæfni. Þar segir frá tvennum full- orðnum hjónum sem standa frammi fyrir því að þurfa að búa hvert á sínum stað. „Það má segja að þetta sé ádeila á þjóðfé- lag þar sem öllu er stjórnað með hagfræðinni; fyrirtækjum. stofnun- um, félagasamtökum og mannlegum samskiptum. Hið svokallaða „gæða- mat“ hefur gert það að verkum að hver mínúta í vinnudegi einstaklinga er skilgreind til að framleiðni og afköst verði í hámarki. Við höfum verið svo upptekin af því að læra innihaldslausar skilgreiningar sem hljóma smart, að manneskjan hefur orðið útundan. Þettá sést þvað best í heilbrigðisþjónustunni og hinum svokallaða félagsmálageira, en það eru einmitt svæði í þessari sjálfs- virku vélmennsku, sem hjónin þurfa að kljást við. Verkið ijallar um við- brögð þeirra og þær leiðir sem þau fara til að þola ástandið." Með hlutverkin í sýningunni fara Rúrik Haraldsson, Margrét Ólafs- dóttir, Theodór Júlíusson og Jó- hanna Jónas. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. Samkvæmt hefð Höfundasmiðj- unnar hefst flutningurinn á Mig dreymir ekki vitleysu kl. 16. og tek- ur um það bil fjörutíu mínútur. ---------------- Tónleikar og kaffisala í Stapa Á UPPSTIGNINGARDAG munu lúðrasveitir og Léttsveit Tónlistar- skólans í Keflavík halda tónleika í Stapanum og hefjast þeir kl. 15. Foreldrafélag Léttsveitarinnar mun verða með kaffisölu og rennur ágóð- inn í ferðasjóð sveitarinnar. í tónlistarskólanum eru starf- ræktar þrjár lúðrasveitir. Sú yngsta er skipuð nemendum sem byrjuðu í haust. Stjórnandi hennar er Áki Ásgeirsson. Næsta sveit er skipuð nemendum sem hafa lært í eitt til þijú ár. Stjórnandi hennar er Sigrún Sævarsdóttir. Elsta sveitin er skipuð nemendum sem lært hafa um árabil og eru á aldrinum 11-19 ára. Stjórn- andi þeirrar sveitar er Karen Stur- laugsson en hún stjórnar einnig Létt- sveitinni sem er á leið til Bandaríkj- anna í tónieikaferð nú um Hvíta- Súsanna Svavarsdóttir Óvenju langdrægur þráðlaus sími á kysningarverði: Veggsímar í fjölmörgum litum; á kynningarverði: Fyrir fagurkera. 1.890 Heimilistæki hafa nú á boðstólnum fjölbreytt UŒÆlflMB úrval sfmtækja frá danska Símsvari á símafyrirtækinu CONNEXION. 7.900 Þessi símtæki eru ekki aðeins stórskemmtilega hönnuð heldur eru þau einnig á verði sem þú varla hefur heyrt né séð. Símanúmera birtir og þú veist hver hringir í þig! 5400 Sími með símsvara á kynningarverði: Mjúkir, fallegir og sérlega vinalegir símar í mörgum útgáfum. Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 SlMI 5691500 Eftirtaldir aðilar selja einnig CONNEXION símtæki: Hljómsýn, Akranesi, Póllinn, Isafirði, Glóey, Reykjavik, Stapafell, Keflavík, KF Árnesinga, Selfossi, Verslunin Brimnes, Vestmannaeyjum, Eyjaradió, Vestmannaeyjum. TELECOM SYSTEMS Wave Trend Team sunnuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.