Morgunblaðið - 16.05.1996, Side 50

Morgunblaðið - 16.05.1996, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ - kjarni málsins! Skógræktar sj óður Húnavatnssýslu FRÁ Fjósum í Svartadal. SUMARHÚSASVÆÐI að Fjósum. því rétt rúmlega 10 ára. Gróður- sett hefur verið árlega síðan á bil- inu 2-4000 plöntur. Árangur af þessu starfi er smám saman að koma í ljós þrátt fyrir ýmis vanda- mál við ræktunina sem við hefur verið að glíma en það eru m.a. þurrkar á vormánuðum og gras- vöxtur og sina sem varð gífurleg eftir að beit á landinu létti. Framkvæmdanefnd Stjórn Skógræktarfélags ís- lands hefur skipað framkvæmda- nefnd en í henni sitja nú fulltrúar úr sýslunum tveimur Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu auk full- trúa frá Skógræktarfélagi íslands. Nefndin fer með öll helstu ákvörð- unarmál sjóðsins en nefndarfundir hafa verið 2-3 á ári. Stefnt er að því að fuligróðursett verði í landi sem ætlað er að gróðursetja í fyr- ir árið 2010. í nefndarstarfi sjóðs- ins kom fram hugmynd fyrir nokkrum árum um að afla sjóðnum tekna með því að leggja einnig land undir sumarbústaði á Fjósum. Með þeim hætti mætti líta svo á að skógurinn þjónaði einnig því hlutverki að laða að fólk í héraðið og að hann nýttist sem útivistar- svæði fyrir bústaðaeigendur. Skipulag I því skyni að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd fékk sjóð- urinn landslagsarkitekt til að gera skipulag þar sem haganlega er komið fyrir einum 15 bústöðum í sumarbústaðahverfi og er hver lóð 2500 m2 að stærð. Svæðið sem tekið verður frá fyrir bústaði er um 5 ha og ein akstursleið verður að bústöðunum. Bústaðahverfið er því hugsað með þeim hætti að það tengist skóginum, sem er að vaxa umhverfis svæðið, með göngustígum og leiðum um jörð- ina. Aflað hefur verið allra tilskil- inna leyfa til að hefja framkvæmd- ir. Næstu skref Framkvæmdanefnd Skógrækt- arsjóðs Húnavatnssýslu hefur hug á að kanna hvort áhugi er fyrir uppbyggingu á sumarbústaða- hverfi á Fjósum. Það er hinsvegar deginum ljósara að mikið framboð hefur verið á bústöðum og landi undir þá víða um land. Samkeppni um viðskiptavinina hefur vaxið og eins víst að eftirspurn fari minnk- andi. Það sem er hinsvegar eftir- sóknarvert hér er að á jörðinni er skógrækt komin vel á skrið og á þessu svæði landsins er ekki mikið um bústaði. Skógurinn sem upp vex á Fjósum mun eigi að síður þegar frá líður verða sú verðuga minning sem þeir bræður óskuðu en jafnframt staðfesting á mögu- leikum á skógrækt í Húnavatns- sýslum. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfclags Islands. Ætlar þú að taha áhœttuna í sólarlandaferð eða sólhekknum án 98% ALOE VERA gelifrá Jason? Þin besta trygging er með 98% ALOE VERA gelfrá Jason í farteskinu. Ftest í öllum apátekum á landinu og í: 2. hæð, Bcwgarivinglunni, simar854 2117 og 566 8593. * &*§?** SfkáH *» káðáném HEIMILDIR úr annálum benda til þess að kjarr og skógar hafi vaxið á 18. öld á um helmingi býla í Húnavatnssýslu eins og kom fram í erindi Grétars Guðbergsson- ar á ráðstefnu um birkiskóga landsins 19. apríl síðastliðinn. Samkvæmt heimildum vex þar náttúrulegt birki einungis á 6 stöð- um. Húnavatnssýslur hafa lengi vel ekki mikið verið orðaðar við skógrækt. Þar eru engu að síður starf- andi tvö skógræktar- félög. Skógræktarfé- lög Vestur- og Austur- Húnavatnssýslu og hafa um áratugaskeið unnið að framgangi skógræktar. Bæði þessi félög vinna nú ötullega að Landgræðsluskógrækt. Þegar ekinn er þjóðvegur 1 frá Blöndu- ósi inn Langadalinn sést handan við Blöndu, á hægri hönd, árang- urinn af starfi Skógræktarfélags Austur-Húnavatnssýslu en þar blasir við jörðin Gunnfríðarstaðir þar sem félagið hefur unnið að skógrækt undanfarna áratugi. Á Hvammstanga eru skógræktar- skilyrðin erfiðari en þar hefur Skógræktarfélag V-Húnavatns- sýslu unnið að tijá- og skógrækt við Kirkjuhvamm, útivistarsvæðið á Hvammstanga. Stutt er síðan skógrækt hófst í Kirkjuhvammi en svæðið býr yfir mikilli fjöl- breytni í landslagi. Á.F. Kofoed-Hansen skógrækt- arstjóri, en hann var fyrstur manna til að gegna því embætti hér á landi, hafði trú á skógrækt í Húnavatnssýslu því ella hefði hann ekki hrundið í framkvæmd merkum tilraunum í Vatnsdal en þar var birkifræi sáð árið 1927 og sér þess stað í dag á Eyjólfs- stöðum, á Hofi og að Haukagili. Tilraunir Kofoed-Hansens í Vatnsdal, ollu ekki neinum straumhvörfum en það er hinsveg- ar skemmtilegt til þess að vita að áhugi á sáningum og tilraunum í þá att hefur vaknað á ný tæpum 70 árum síðar. Ef til vill hafa til- raunir og ræktun K-Hansens einn- ig átt einhvern þátt í að vekja áhuga og valdið þvi að einstakling- ar hafa viljað stuðla að skógrækt í sýslunum og jafnvel þrátt fyrir að þeir væru löngu horfnir úr sinni fæðingarbyggð. Römm er sú taug, segir í kvæði. Eitt dæmi í þessa veru skal hér rakið. Landið skal klætt skógi Skógræktarsjóður Húnavatns- sýslu var stofnaður árið 1970 sam- kvæmt ósk bræðranna Guðmund- ar M., Einars og Friðriks V. Bjömssona frá Múla í Miðfirði og er stofnfé sjóðsins dánargjöf þeirra en bræðurnir létu eftir sig stóra húseign, Skólavörðustíg 25 í Reykjavík, og nokkurt lausafé. Þeir bræður munu hafa haft mikinn áhuga á skógrækt og þar sem þeim varð ekki barna auðið ákváðu þeir að öllum þeirra eigum skyldi varið til skógræktar á þeirra heimaslóðum. Þetta eitt sýnir að hugur þeirra hefur oft hvarflað á æskuslóðir þar sem þeir ólust upp. Að ósk þeirra bræðra var _ Skóg- ræktarfélagi íslands falin varsla sjóðsins og til fróðleiks er hér birt skipulagsskrá eins og hún var samþykkt 1973. 1. gr. Sjóðurinn heitir Skóg- ræktarsjóður Húnavatnssýslu. 2. gr. Sjóðurinn er stofnaður samkvæmt erfðaskrá bræðranna Einars Björnssonar, kaupmanns, Friðriks Björnssonar, læknis og Guðmundar M. Björnssonar, stór- kaupmanns. 3. gr. Stofnfé sjóðsins er það fé, sem honum fellur til samkvæmt erfðaskrá bræðranna. 4. gr. Verksvið sjóðsins er að rækta skóg í Húnavatnssýslu. Stjórn sjóðsins velur þá staði, sem teknir verða undir skógrækt. 5. gr. Til að vinna að markmiði sjóðsins er stjóm hans heimilt að kaupa lönd eða jarðir til skógrækt- ar eða taka á leigu til langs tíma í sama skyni. Nota má eignir sjóðs- ins til þess að girða og friða þau landsvæði, sem sjóðurinn tekur til skógræktar, svo og til gróðursetn- ingar og ræktunarstarfa í sam- bandi við skógrækt. 6. gr. Stjórn Skógræktarfélags íslands fer með stjórn sjóðsins samkvæmt erfðaskrárákvörðun. Stjórnin færir reikninga sjóðsins. Reikningsár hans er almanaksár- ið. Endurskoðendur Skógræktarfé- lags íslands endurskoðar reikning- ana, og skulu þeir árlega lagðir fram á aðalfundi félagsins, ásamt skýrslu um starfsemi sjóðsins. Meðan kvaðir þær, sem um ræðir í 8. gr., hvíla á sjóðnum, skulu ársreikningar hans sendir yfirfjár- ráðandanum í Reykjavík. 7. gr. Höfuðstól sjóðsins og arð af honum skal varðveita í fasteign- um, tryggum verðbréfum eða á þann hátt annan, sem stjórn hans telur öruggan, að því leyti, sem honum er ékki varið til fram- kvæmda. Stjórn sjóðsins aflar honum annarra tekna eftir því, sem unnt er á hveijum tíma. 8. gr. Sjóðurinn tekur á sig og stendur undir þeim kvöðum sem Brynjólfur Jónsson •lOINtiO GRtWiMYNT) KvwMlilMð Ml t«M UfttiM, léiubfanpMMUM r.IiA *ki4mr*». m KémtúH ÍMÍH* Sumarhúsahverfi á Fjósum í Svartárdal er í athugun. Brynjólfur Jónsson skrifar um það efni sem og skógrækt á þessu svæði. lagðar hafa verið á stofnfé hans samkvæmt erfðaskrá þeirri, sem mælir fyrir um stofnun hans. 9. gr. Leita skal staðfestingar forseta íslands á skipulagsskrá þessari. Land til skógræktar Í fundargerðum stjórnar Skóg- ræktarfélags íslands sést að mönnum er í mun að láta tilgang sjóðsins rætast. í því skyni er far- ið að huga að jarðarkaupum í Húnavatnssýslum. Árið 1971 er ákveðið að kaupa jörðina Fjósa í Svartárdal í því skyni að hefja skógræktarframkvæmdir. Jörðin Fjósar er í mynni Svartárdals, um 4 km ijarlægð frá þjóðvegi 1 við Bólstaðarhlíð. Árið 1972 var hafinn undirbún- ingur að girðingarstæði og lokið við 4,5 km girðingu árrö 1973 en innan hennar eru 60 ha. Á árunum 1974-78 var eitthvað gróðursett innan girðingar en varsla brást og eyddust tijáplöntur af búfé. Árið 1985 er komin fullnægjandi varsla á landinu og gróðursetning hefst á ný. Elstu tijáplöntur eru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.