Morgunblaðið - 16.05.1996, Side 13

Morgunblaðið - 16.05.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTiR Stjórnarfrumvarp um Ofanflóðasjóð FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 13 '1 ............................«» Stórás 7, Garðabæ 800 milljóna kr. lán vegna snjóflóðavama OFANFLÓÐASJÓÐI verður breytt í Forvarnasjóð sem fær heimild til að taka 800 milljónir króna að láni á þessu ári til að standa straum af kostnaði við snjóflóðavarnir í sumar, samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt var fram á Alþingi á þriðjudag. I greinargerð frumvarpsins kem- ur fram að heildarkostnaður Ofan- flóðasjóðs vegna húsakaupa á Súða- vík sé áætlaður 423 milljónir, og 151 milljón vegna húsakaupa í Hnífsdal. Kostnaður við gerð varnarvirkja á Flateyri er áætlaður um 400 milljón- ir, og kostnaður vegna varnarvirkja við Seljalandshverfi við ísafjörð er áætlaður 350 milljónir. Loks hafa hreppsnefndir Súðavíkur og Flateyr- ar óskað eftir stuðningi sjóðsins við greiðslu svokallaðra mismunabóta til þeirra húseigenda sem ekki fengu fullnægjandi bætur hjá Viðlaga- tryggingu, og er hlutur Ofanflóða- sjóðs í þeim kostnaður áætlaður allt að 100 milljónir. Samanlagt gæti heildarkost.naður vegna snjóflóðavarna á þessu ári því numið allt að 1,5 milljörðum króna ef farið yrði í gerð varnarvirkja á Flateyri og Isafirði. Þar af yrði hlut- ur viðkomandi sveitarfélaga 10% eða um 150 milljónir og Ofanflóðasjóðs um 1.350 milljónir. í sjóðnum eru 300 milljónir þannig á að 1.050 milljónir vantar. Af því er gert ráð fyrir að 250 milljónir komi ekki til greiðslu úr sjóðnum fyrr en á næsta ári en því á, samkvæmt frumvarp- inu, að veita sjóðnum heimild til að taka 800 milljóna króna lán á árinu. Nýr tekjustofn Frumvarpinu er einnig ætlað að leysa úr brýnustu þörf Ofanflóða- sjóðs fyrir fjármuni, en unnið er að heildarendurskoðun laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, Samkvæmt frumvarpinu á að skapa Forvarnarsjóði sem tekur við hlut- verki Ofanflóðasjóðs, sjálfstæðan tekjustofn með því að leggja sérstakt gjald á brunatryggðar fasteignir, sem nemur 0,2 prómill af vátrygginga- verðmæti. Gert er ráð fyrir að viðbót- artekjur sjóðsins vegna þessa nemi 400 milljónum á ári. Þá fær sjóðurinn á næstu fimm árum 38% af heildariðgjaldatekjum Viðlagatryggingar íslands, en 5% eftir það. Jafnframt verður lagt sér- stakt 10% aukaálag á iðgjöld við- lagatrygginga á næstu fimm árum. Er gert ráð fyrir að tekjur Forvarna- sjóðs vegna þessa geti numið 200 milljónum árlega. Að auki er gert ráð fyrir árlegu framlagi til sjóðsins á íjárlögum í samræmi við fram- kvæmdaáætlun sem lögð er fram við gerð fjárlaga hveiju sinni. I einkasölu þetta glæsilega og vandaða einbhús um 200 fm á einni og hálfri hæð auk bílskúrs um 35 fm. Húsið er byggt 1965. Húsið er skemmtilega innréttað, innréttingar eru allar vandaðar. Mögulegt er að hafa tvær íbúðir í húsinu og selja það í tvennu lagi. Bjarni og Día sýna húsið í dag milli kl. 13 og 17. Verð 15,2 millj. Fasteignasala, Árna Grétars Finnssonar, hrl., Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl., Strandgötu 25, Hafnarfirði, sími 555 1500, bréfsfmi 565 2644. Blað allra landsmanna! |Mfiripiif»ILmfoi$» - kjarni málsins! Umframhækkanir opinberra starfs- manna áhyggjuefni AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- sambandsins samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun: „A síðustu sex árum hefur tek- ist að yfirvinna djúpstæða kreppu í íslensku efnahagslífi. Hún orsak- aðist af aflasamdrætti eftir óhóf- lega sókn í fiskistofna, lítilli fram- leiðni og nýsköpun í atvinnu- rekstri vegna lítillar arðsemi og almennu aðhaldsleysi í stjórn efna- hagsmála. Við þessar aðstæður höfðu samningsaðilar á almennum vinnumarkaði forgöngu um mótun launa- og efnahagsstefnu sem miðaði að styrkari samkeppnis- stöðu fyrirtækja, lítilli verðbólgu, fjölgun starfa, auknum útflutningi og bættum kjörum. I samvinnu við stjórnvöld hefur þessi stefnu- mörkun náð fram að ganga og skilað miklum og sýnilegum ár- angri. Það er hlutverk samningsaðila á hinum almenna vinnumarkaði að móta launastefnu hveiju sinni, því svigrúm fyrirtækja á einka- markaði er ákvarðandi um verð- mætasköpun í samfélaginu í heild. Það er því áhyggjuefni að for- svarsmenn ríkis og sveitarfélaga hafi hvað eftir annað talið fært að hækka laun opinberra starfs- manna umfram það sem um hefur samist á einkamarkaði. Umfram- hækkanir opinberra starfsmanna auka ekki svigrúm fyrirtækja til samninga. Þvert á móti leiða þær fyrr eða síðar til skattahækkana, aukins halla eða minni þjónustu. Hækkun tryggingagjalds um 0,5% á þessu ári er til marks um það. Aðalfundur VSÍ styður löngu tímabæra endurskoðun á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og er þess fullviss að nútímalegri leik- reglur á vinnumarkaði muni greiða fyrir gerð kjarasamninga, þótt um sinn ríki ekki full sátt um breyting- amar. VSÍ leggur áherslu á endur- skoðun skattalaga sem miði að auknum hagvexti, örvun áhættu- fjárfestinga og virkari vinnumark- aði. Endurskoða þarf samhengi tekjuskattkerfis og bótagreiðslna þannig að einstaklingar hafí í öll- um tilvikum ótvíræðan hag af framtaki og vinnu. VSÍ telur sam- ræmdan eignatekjuskatt vera mik- ið framfaramál, þar sem allar tekj- ur af fjármunum verði loks skatt- lagðar með sama hætti, hvort heldur um er að ræða vexti, leigu, söluhagnað eða arð af hlutafé. Þjóðfélagið á mikið undir því að einstaklingar telji áhættunnar virði að festa fé í íslenskum fyrir- tækjum og skattalögin eiga að hvetja til þess. Ávinningur landsmanna af gild- andi kjarasamningum hefur orðið meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Verðlag er stöðugt og kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst um yfir 4% hvort ár samn- ingstímans sem er meira en gerist meðal nágrannaþjóða. Markmið komandi kjarasamninga hlýtur því að vera áframhaldandi stöðugleiki og vaxandi kaupmáttur byggður á traustum forsendum og sam- keppnishæfu atvinnulífí. Stöðug- leikinn í efnahagslífinu hvílir á því að launakostnaður hækki að jafn- aði ekki meira en í viðskiptalönd- unum og í takt við framleiðniþró- un. Sú stefna hefur skilað ótvíræð- um árangri og sú þróun getur haldist, ef launabreytingar miðast við raunverulega aukningu á verð- mætum til skipta. VSI mun starfa áfram í þeim anda og hvetur aðra aðila vinnumarkaðarins til að víkja ekki af braut raunsæis í kjaramál- um. - kjarni málsins! HVERNIG LÍTUR ÞÍN MYND ÚT EFTIR 100 ÁR ? VANÐAÐD VALIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.