Morgunblaðið - 18.05.1996, Side 23

Morgunblaðið - 18.05.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ1996 23 ERLENT Metkjörsókn á Gíbraltar eftir mjög harða kosningabaráttu Jafnaðarmenn vinna sigur og fella sljórnina Gíbraltar. Reuter. FLOKKUR jafnaðarmanna vann stórsigur í kosningum á Gíbraltar á fimmtudag og batt þar með enda á átta ára stjórnarsetu sósíalista. Hart var tekist á í kosningabaráttunni, sem leiddi til metkjörsóknar, yfir 90%. Peter Caruana, leiðtogi jafnað- armanna og næsti forsætisráðherra Gíbraltar, hét því í gær að stjórn sín myndi leggja mesta áherslu á að skapa fleiri störf og að ijúfa ekki tengslin við Bretland en Gíbraltar er bresk nýlenda á suðurodda Spán- ar. Hefur oft skorist í odda með lönd- unum tveimur vegna Gíbraltar en Spánverjar fuliyrða að eiturlyf og annar smyglvarningur eigi greiða leið til Spánar frá Norður-Afríku um Gíbraltar. Hét Caruana því að bæta samskiptin við spænsk yfirvöld en sagði jafnframt að ekki kæmi til greina að verða við kröfum Spán- veija um yfirráð á Gíbraltar. Flokkur Caruana, sem telst til hægri í stjórnmálum, hlaut 52% at- kvæða í kosningunum en sósíalistar 43%. Er þetta mikill ósigur fyrir þá síðarnefndu, sem hlutu 73% atkvæða í síðustu kosningum. Ástæðu tapsins má m.a. rekja til ásakana á hendur leiðtoga sósíalista, Joe Bossano, um spillingu. Fullyrt er að hann hafi ekki beitt sér sem skyldi í barátt- unni við smyglara. Caruana er lögfræðingur að mennt. Hann hefur heitið því að leggja minni áherslu á að ijúfa tengslin við Breta en Bossano, sem nýtur lítillar hrifningar Breta fyrir herskáar yfirlýsingar sínar. Hann hefur m.a. krafist þess að hinir 18.400 íbúar Gíbraltar fái að hafa meiri áhrif í viðræðum Spánveija og Breta um framtíð Gíbraltar. Reuter STUÐNINGSMAÐUR kyssir Joe Bossano, leiðtoga sósíal- ista á Gíbraltar, þegar hann mætti á kjörstað á fimmtudag. Forsetakjör í Domin- íska lýðveldinu Sljórnar- andstæð- ingnr sig- urstrang- legur Santo Domingo. Reuter. FYRSTU tölur í forsetakosningun- um í Dóminíska lýðveldinu á fimmtudag bentu til sigurs fram- bjóðanda stjórnarandstöðunnar, Jose Francisco Pena Gomez í Dóm- iníska byltingarflokknum. Var hann með rúm 45% fylgi er búið var að telja 5% atkvæða. Leonel Fernandez, frambjóðandi Dóminíska frelsisflokksins, var næstur með rúm 36% en Jacinto Peynado varaforseti var þriðji með tæp 18,5%. Hinn 89 ára gamli for- seti landsins síðustu áratugina, Jo- aquin Balaguer, sem er blindur og lítt fær um gang, mun ekki hafa stutt varaforseta sinn en veðjað á Fernandez. Fyrir tveim árum sigraði Balagu- er Pena mjög naumlega og var al- mennt talið að beitt hefði verið kosningasvikum. Niðurstaðan varð sú að kjörtímabil Balaguers var stytt í tvö ár og hann hét því að fara ekki fram á ný. Fái enginn frambjóðandi meiri- hluta verður kosið á ný milli tveggja efstu. Erlendir eftirlitsmenn töldu að allt hefði farið lýðræðislega fram að þessu sinni en kjörkössum var þó rænt í kjördæmi þar sem Pena var talinn öflugur. Dominíkumaður af haítískum uppruna var skotinn til bana er deilur hófust um kynþátt hans og rétt til að kjósa en Haítimenn eru flestir svártir eða blandaðir. And- stæðingar Pena hafa reynt að gera hann tortryggilegan vegna svarts litarháttar hans en meðal Dómin- íkumanna, sem eru spænskumæl- andi og flestir hvítir, er andúð á haítísku grönnunum útbreidd. Ha- ítímenn tala franska mállýsku en ríkin eru bæði á eyjunni Hispaníólu. Þrefaldur 1. vinningur! A T H V G í Ð t -vertu viðbúinm) vinningi Vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður \icegt að kaupa lottómða til kl. 21.45 í kvöld' HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.