Morgunblaðið - 01.06.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 13
FRÉTTIR
Fimmtugasta rótarý-
þingið haldið í Kópavogi
FIMMTUGASTA umdæmisþing Rót-
arýhreyfingarinnar á íslandi fer fram
í Kópavogi dagana 7. og 8. júní
næstkomandi. A sama tíma verður
haldið umdæmisþing Inner Wheel á
ísiandi, en það er félagsskapur eigin-
kvenna rótarýmanna. Gert er ráð
fyrir að þingin sæki allt að 400
manns víðs vegar af landinu auk
erlendra gesta.
Hin alþjóðlega Rótarýhreyfing
barst til Islands á kreppuárunum.
Rótarýklúbbur Reykjavíkur var
stofnaður hinn 13. september árið
1934, og næsta áratuginn voru stofn-
aðir klúbbar á ísafirði, Siglufirði,
Akureyri, Húsavík og í Keflavík.
Klúbbarnir heyrðu undir danska rót-
arýumdæmið og sóttu umdæmisþing
þess. Þegar sambandið við Dan-
mörku rofnaði á stríðsárunum, hó-
fust tilraunir til að fá því framgengt
að ísland yrði sjálfstætt rótarýum-
dæmi. Þær báru árangur í kjölfar
lýðveldisstofnunarinnar, og fyrsta
umdæmisþingið var haldið 1947. Þá
störfuðu sex klúbbar hér á landi og
félagsmenn voru aðeins 133, en nú
þegar fimmtugasta þingið er haldið
eru þeir um þúsund talsins í 26
klúbbum.
Kynningar- og
ákvarðanamót
Umdæmisþing rótarýhreyfingar-
innar eru í senn kynningar- og
ákvarðanamót, þar sem skemmtiat-
riði og menningarviðburðir eru á
dagskrá. Fyrsti umdæmisstjþrinn var
dr. Helgi Tómasson yfirlæknir, en
annar í röðinni var séra Óskar J.
Þorláksson. Þeir gegndu báðir emb-
ættinu tvö ár hvor, en síðan .hafa
umdæmisstjórar starfað í eitt ár.
Núverandi umdæmisstjóri er Ásgeir
Jóhannesson framkvæmdastjóri en
við starfinu mun taka af honum í lok
þingsins Jón Pétursson frá Egilsstöð-
um. Starfsárið 1997-1998 mun Birg-
ir ísleifur Gunnarsson bankastjóri
gegna embættinu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kristjáni Guðmundssyni, formanni
SVIPMYND frá fyrsta umdæmisþinginu sem fram fór fyrir hálfri
öld. Yst til hægri við háborðið er Vilhjálmur Þór, sem var for-
seti Rótarýklúbbs Reykjavíkur og því gestgjafi þingsins. Stand-
andi fyrir miðju er fulltrúi Rotary International, en honum á
hægri hönd stendur Helgi Tómasson, fyrsti umdæmisstjóri Rótarý-
hreyfingarinnar á íslandi.
undirbúningsnefndar þing-
haldsins í Kópavogi, verður
um að ræða viðameiri hátíð
en venjulega í tilefni af af-
mælinu. Reynt verður að
hafa þinghaldið stutt og
hnitmiðað en önnur dag-
skráratriði fjölbreytt og
skemmtileg. Formót rótarý
verður í Félagsheimili Kópa-
vogs föstudaginn 7. júní, en
sjálft umdæmisþingið verð-
ur sett í Digraneskirkju dag-
inn eftir og því síðan fram
haldið í Smáranum. Hátíðar-
ræðu þingsins flytur Styrmir
Gunnarsson ritstjóri.
Boðið verður upp á
skemmtisiglingu og kynnis-
ferðir. Bæjarstjórn Kópa-
vogs tekur á móti fulltrúum
og gestum og á laugardags-
kvöldið verður hátíðarsam-
koma.
ÁSGEIR Jóhannesson, umdæmisstjóri
Rótarýhreyfingarinnar, býður frú Vig-
dísi Finnbogadóttur, forseta íslands,
velkomna sem félaga í rótarýklúbbn-
um Reykjavík-Miðborg 16. nóvember
1995. Alls eru nú rúmlega 30 konur í
fjórum rótarýklúbbum hér á landi.
SFR-félagar 1 starfi hjá
innheimtumönnum ríkissjóðs
Kanna möguleika
á stéttarfélagi
STARFSMENN innheimtumanna
ríkissjóðs, sem eru félagsmenn í
Starfsmannafélagi ríkisstofnana,
eru að kanna möguleika á að segja
skilið við félagið og stofna eigið
stéttarfélag. Að sögn Grétars Guð-
mundssonar, deildarstjóra hjá
Tollstjóranum í Reykjavík, var
gerð skoðanakönnun sl. haust sem
benti til þess að 75,5% þess um
það bil 300 manna hóps sem um
er að ræða, vildi segja skilið við
SFR. Forsvarsmenn hópsins hafa
þegar rætt málið við ráðuneytis-
stjóra fjármálaráðuneytisins og
áttu á fimmtudag fund með for-
ystu SFR til a’ð ræða sín mál.
Jens Andrésson, formaður SFR,
segir að á fundinum á fimmtudag
hafi m.a verið ræddir möguleikar
á að starfsmennirnir stofnuðu
hagsmunahóp eða deild innan
SFR. „Við eigum meira sameigin-
legt en hitt,“ segir Jens. Hann
sagði félagsstjórnina tilbúna að
koma til móts við starfsmennina
á þann hátt sem mögulegt væri
innan laga félagsins en taldi tor-
merki á að hópurinn yfírgæfí SFR
og stofnaði sérstakt félag. í SFR
eru um 4.700 félagar og starfa
um 300 félagsmenn hjá inn-
heimtumönnum ríkissjóðs.
Sá hópur sem um er að ræða
er starfsfólk tollstjóra, sýslumanns
og lögreglustjóra í Reykjavík og
sýslumannsembættanna úti á
landi, sem hvorki eru lögreglu-
menn né tollverðir né í samtökum
háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna.
Grétar Guðmundsson segir að
' störf hjá innheimtumönnum ríkis-
sjóðs hafi ýmsa sérstöðu, væru
flókin og krefðust sérhæfingar.
Hann sagði að þetta fólk teldi sig
hafa setið eftir gagnvart fólki í
öðrum félögum sem ynni oft við
hlið þess, svo sem lögreglumönn-
um og tollvörðum. Einnig væri
verulegur misbrestur á að fólk hefði
átt kost á námskeiðum, sem í senn
gerðu það það hæfara í starfi og
veittu rétt til launahækkana.
Grétar sagði að umræða um
sérstakt félag fyrir þetta fólk hefði
hafist fyrir nokkrum árum en tek-
ið á sig nýja mynd, sl. haust.
Grétar og félagar hans hafa átt
einn fund með ráðuneytisstjóra
fjármálaráðuneytis.
Eftir þann fund með stjórnend-
um SFR á fimmtudag sagði Grét-
ar að næstu skref væru að ræða
stöðuna við starfsmenn embætt-
anna og kynna því möguleikana.
Stjórnendur SFR hefðu rætt
möguleika á myndun hagsmuna-
hóps innan félagsins með áfram-
haldandi aðild í huga og sagði
Grétar að leitað yrði eftir afstöðu
starfsfólksins til stöðunnar og
framhalds málsins.
Jens Andrésson sagði eftir
fundinn að næstu skref málsins
væru á valdi starfsmannanna.
Hann kvaðst vonast eftir niður-
stöðu á næstunni enda verði samn-
ingar lausir um áramót og undir-
búningur vegna þess sé að heíj-
ast. Hann kvaðst gjarnan vilja sjá
talsmenn starfsmanna tollstjóra
og sýslumanna í starfi fyrir félag-
ið í næstu samningaviðræðum.
„SFR er láglaunafélag. Það á ekki
bara við það, við höfum átt við
ramman reip að draga,“ sagði Jens
þegar leitað var álits hans á um-
kvörtunarefnum starfsmannanna
en kannaðist ekki við að starfs-
menn þessara embætta hefðu setið
sérstaklega eftir.
ÆRI SNILLINGSINS
/ /
TIL SYNIS AISLANDI!
Einkaflygill rússnesk-bandaríska
píanósnNlingsjns Vladimirs Horowitz
er kominn til íslands.
Landsmönnum gefst nú kostur að sjá
/ra hlióðfæri sem verið hefur á
lagi í þrjú ár.
Það er hjóðfæraverslun Leifs H.
Magnússonar sem býður til
sýnmgarinnar. Þar er gestum velkomið
ao leika á flygilinn og efnt verður til
stuttra tónleika hvern sýningardag.
ÓROFABÖND
Vladimir Horowitz (1903-1989) var ekki
einungis frægasti píanóleikari síns tíma,
heldur lék hann nær eingöngu á
sérsmíðaða Steinway-flygiIinn sinn
nr. 314.503 í sextíu ár. Þégar Horowitz
settist við hljóðfærið sitt geislaði hann
af sjálfsöryggi og ástríðuþrungin túlkun
hans hreif aneyrendur af ójarðneskum
krafti. Slíkur Iistgjörningur á sér þrjár
forsendur: flytjanaann, tónskáldio og
hljóðfærið.
SKIP TRYGGING HF
PÍANÓFLUTNINGAR
STEINDÓR GUÐMUNDSSON
SfMI 8523061) / 5576461.
Horowitz unni hljóðfæri sínu mjög.
Sagt var að áður en hann legði upp í
tónleika gengi hann í kringum flygilinn,
stryki honum og klappaði.
Þótti sumum sem hann hefði jafnvel
meiri ást á sérstæðum hljómi flygilsins
en á tónverkunum sjálfum.
Kann að vera að lykillinn að
kynngimagnaðri tjáningu
meistarans sé að einhverju leyti fólginn
í hljóðfærinu ? Því geta þeir sem leggja
leið sína á Gullteiginn næstu daga
svarað hver fyrir sig.
Syningin stendur frá 1. júní-9. júní.
Opio er frá kl. 14-17 báðar helgarnar og
frá kl. 10-18 virka daga.
Gjörðu svo vel að líta inn.
Þú ert aufúsugestur!
hljóðfænwershui
Leifs H. Magmissonar
GULLTEIGI 6. SIMI 568 8611