Morgunblaðið - 01.06.1996, Side 18
18 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Bygging álvers á Keilisnesi aftur komin á dagskrá hjá Atlantálhópnum
Tvöfalda þarf raforkufram-
leiðslu verði af framkvæmdum
EIN af álverksmiðjum Alumax í Kanada
LANDSVIRKJUN þyrfti að tvöfalda
núverandi raforkuframleiðslugetu
sína ef af byggingu álvers á Keilis-
nesi verður. Bygging álversins hefur
fengið byr undir báða vængi að nýju,
en þessum áformum var ýtt til hliðar
árið 1991 eftir að ál féll í verði. Fyrir-
tækin þijú sem mynda Atlantálhóp-
inn, þ.e. bandaríska álfyrirtækið Al-
umax, sænska fyrirtækið Gránges,
og hollenska fyrirtækið Hoogovens,
vinna nú að endurskoðun á þeim hag-
kvæmniathugunum sem gerðar voru
á sínum tíma og er gert ráð fyrír því
að ákvörðun geti legið fyrir snemma
á næsta ári.
Á fundi með hópi fjárfesta í Lond-
on á miðvikudag sagði Allen Bom,
forstjóri Alumax, að þær athuganir
sem nú stæðu yfir miðuðust við að
framkvæmdir gætu hafíst árið 2000
og yrði lokið árið 2002, samkvæmt
frétt í The Financial Times sl. fimmtu-
dag. Hann lagði hins vegar áherslu
á að þetta væri einungis einn af
mörgum kostum sem fyrirtækið væri
að kanna. Annar möguleiki væri
stækkun álvers fyrirtækisins í
Kanada, þar sem umframraforka
væri nægjanleg.
Hann sagði hins vegar að Alumax
horfði ekki einungis til íslands vegna
lágs raforkuverðs heldur skipti það
einnig máli að staðsetning álvers þar
myndi opna Alumax leið inn á Evr-
ópska efnahagssvæðið, en álinnflutn-
ingur til aðildarríkja Evrópusam-
bandsins ber í dag 6% tolla.
í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Bob Hagley, upplýsingafulltrúi
Alumax, að ekkert nýtt væri að frétta
af undirbúningsvinnu fyrírtækjanna
en stefnt væri að því að niðurstaða
lægi fyrir snemma á næsta ári.
Stóraukinnar raforku-
framleiðslu yrði þörf
Upphafleg áform Atlantálhópsins
gerðu ráð fyrir byggingu álvers með
um 210 þúsund tonna framleiðslugetu
á ári auk möguleika á stækkun í 400
þúsund tonn. Hljóðuðu kostnaðar-
áætlanir á sínum tíma upp á um 1
milljarð Bandaríkjadala eða sem nem-
ur um 68 miiljörðum íslenskra króna
miðað við núverandi gengi. Var gert
ráð fyrir að 650 manna starfslið þyrfti
til þessarar framleiðslu.
Nú er hins vegar rætt um reisa
álver með um 330 þúsund tonna fram-
leiðslugetu í tveimur jafnstórum
áföngum og yrði raforkuþörf slíks
álvers um 4.700 GWh á ári sem er
álíka mikið og öll raforkuframleiðsla
Landsvirkjunar á síðasta ári.
Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir það alveg ljóst
að koma þyrfti til meiri háttar virkj-
anaframkvæmda til þess að mæta
þeirri raforkuþörf. Nú sé verið að
athuga hvaða virkjanakostir væru
hagkvæmastir í þeim efnum en þar
sem enn sé alveg óljóst hvort af þess-
um framkvæmdum verði hafi ekki
verið ráðist í mikla undirbúningsvinnu
enn.
Aðspurður hvort Landsvirkjun geti
fullnægt þessari raforkuþörf innan
þeirra tímamarka sem um er rætt,
segir Halldór að það sé einn af þeim
þáttum sem skoða verði í tengslum
við hugsanlegar virkjanaframkvæmd-
ir. Hins vegar hafi Landsvirkjun
nokkur ár til þess að ljúka þeim fram-
kvæmdum sem til þurfí, ef af bygg-
ingu álversins verði.
Ákvörðun ætti að liggja fyrir
snemmaárs 1997
Garðar Ingvarsson, forstöðumaður
Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis-
ins og Landsvirkjunar, segir að þessi
mál séu nú í ákveðnum farvegi hjá
samningsaðilum. Langt sé um liðið
frá því að áformum um byggingu
álvers á Keilisnesi var slegið á frest
og því þurfi að kanna fjölmarga þætti.
„Það er reiknað með því að þess-
ari vinnu verði lokið undir áramót.
Þá ætlum við okkur að vera komnir
það langt að við getum séð hvaða
aðstæður hafi breyst frá því að síðast
var unnið í þessu. Þá verður tekin
ákvörðun um hvort farið verði í þetta
verkefni eða ekki.“
Garðar segir að samningar hafi
nánast verið tilbúnir til undirskriftar
á sínum tíma og því sé lítil sem eng-
in samningavinna eftir. „Aðstæður
hafa eitthvað breyst og því þarf að
fara yfir þau gögn öll. Þetta er hins
vegar bara spuming um arðsemi,
horfur á álmarkaði og þarfír þessara
fyrirtækja fyrir ál. Það er það sem
ræður.“
Hann segist reikna með því að
hægt verði að ganga frá samningum
strax á fyrsta ársfjórðungi næsta árs
ef niðurstaða undirbúningsvinnunnar
verði jákvæð. Hins vegar sé allt of
snemmt að segja til um hver niður-
staða hennar verði.
Skuldabréfa-
útboð
Nýherja fer
vel af stað
ÚTBOÐ er hafið á skuldabréf-
um Nýheija hf. að upphæð
200 milljónir króna. í boði eru
3 flokkar skuldabréfa til 3, 5
og 7 ára og bera þeir allir
fasta vexti 6,25%. Tilgangur
þessa skuldabréfaútboðs er
fyrst og fremst að lækka
skammtímaskuldir fyrirtækis-
ins og draga úr vaxtakostnaði.
Að sögn Per Henje hjá
Verðbréfamarkaði íslands-
banka, sem er umsjónaraðili
útboðsins, hefur sala bréfanna
gengið mjög vel og er sölu
þegar lokið á um helmingi
þeirra, en útboðið hófst á
fimmtudag.
Um er að ræða vaxta-
greiðslubréf með vaxtagjald-
dögum tvisvar á ári en höfuð-
stóll greiðist upp í einu lagi
að lánstíma loknum. Ávöxtun-
arkrafa bréfanna var á fyrsta
söludegi 6,25% á 3ja ára bréf-
unum, 6,3% á 5 ára bréfunum
og 6,35% á 7 ára bréfunum.
Krafan er hins vegar tengd
ávöxtunarkröfu spariskírteina
í flokki 92/D10 meðan á frum-
sölu stendur og hefur krafan
því lækkað um 0,11% á öllum
flokkunum þremur frá fyrsta
söludegi vegna vaxtalækkan-
anna á peningamarkaði. Bréf-
in verða skráð á Verðbréfa-
þingi íslands að útboðinu
loknu.
Vaxtastig að ná jafnvægi að nýju eftir vaxtalækkanir undangenginna daga
Enn svigrúm til
lækkana á hús-
bréfakröfu
Búnaðarbanki og sparisjóðir lækka vexti
Alitalia
sekkur
enn dýpra
Róm.Reuter.
ÍTALSKA ríkisflugfélagið Alitalia
var rekið með auknu tapi á fyrsta
ársfjórðungi 1996, en verið er að
leggja síðustu hönd á fímm ára
áætlun, sem á að bjarga félaginu.
Tapið á fyrsta ársfjórðungi nam
272.3 milljörðum líra eða 176 millj-
ónum dollara, sem er 48 milljarða
líra aukning síðan á fyrsta
ársfjórðungi 1995.
Hærri eldsneytiskostnaði og
ónógri fjármögnun fyrirtækisins er
kennt um aukið tap.
Björgunaráæltlunin miðar að þvi
að binda enda á átta ára tap. Gert
er ráð fyrir þriggja billjóna líra fjár-
magnsaukningu meirihluta hluthafa
í ríkiseignarhaldsfélaginu IRI.
Með þessari þriðju endurskipu-
lagningu á tveimur árum mun IRI
dæla 1.5 billjónum líra í flugfélagið
og 1.5 billjóna verður aflað á fjár-
málamörkuðum.
Staðfest hefur verið að Alitalia
verði skipt í tvö félög. Bæði verða
að öllu leyti í eigu eifnarhaldsfélags
Alitalia.
------» ♦ ♦------
Cargolux
„bezta frakt-
flugfélagið“
Lúxemborg.
CARGOLUX hefur verið kosið
„bezta fraktflugfélag ársins" af les-
endum blaðsins Air Cargo News í
Bretlandi samkvæmt tilkynningu frá
félaginu.
Verðlaun af þessu tilefni hafa
verið afhent við athöfn í London.
Félagið hefur tvisvar sinnum áður
hlotið þessi verðlaun: 1991-1992 og
1994-1995.
NOKKUÐ hægði á vaxtalækkunum
í gær og virtist sem vaxtastigið
væri óðum að ná jafnvægi eftir hin-
ar miklu lækkanir undanfarna daga.
Lítilsháttar viðskipti áttu sér stað
með 20 ára spariskírteini á ávöxtun-
arkröfunni 5,18%, en að sögn Davíðs
Bjömssonar, deildarstjóra verðbréf-
amiðlunar Landsbréfa, virtist ávöxt-
unarkrafa bréfanna hafa náð jafn-
vægi í kringum 5,2%, enda áttu
tvenn stór viðskipti sér stað á þeirri
kröfu seinni hluta dags í gær.
Davíð segir hins vegar að fjár-
festar horfi nú einkum til ávöxtun-
arkröfu húsbréfa enda ætti þar enn
að vera svigrúm til nokkurrar lækk-
unar. Yfirleitt hafi vaxtamunur á
20 ára spariskírteinum og húsbréf-
um verið á bilinu 0,1-0,2% en nú
sé hann orðinn 0,3% eftir vaxta-
lækkanahrinu undanfarinna daga.
RÍKISENDURSKOÐUN er að hefja
úttekt á upplýsingakerfum hins opin-
bera og hagkvæmni þeirra. Er gert
ráð fyrir því að um 3-4 starfsmenn
stofnunarinnar muni sinna þessu
verkefni og að það muni standa yfir
næstu þijú ár. Þá er stofnunin einnig
að fíkra sig áfram á sviði umhverfis-
endurskoðunar en það verkefni er
skemmra á veg komið.
Að sögn Sigurðar Þórðarsonar
ríkisendurskoðanda hafa systur-
stofnanir Ríkisendurskoðunar á hin-
um Norðurlöndunum og víðar verið
að fikra sig talsvert áfram í endur-
skoðun upplýsingakerfa. Þar sé víð-
ast hvar búið að koma upp sérstök-
um deildum sem hafí það verkefni
Því sé ekki ólíklegt að ávöxtunar-
krafa bréfanna muni þokast niður
á við á næstu dögum. Ávöxtunar-
krafa húsbréfa var á bilinu 5,47-
5,50% hjá verðbréfafyrirtækjunum
í við lokun í gær.
eitt með höndum að fylgjast með
þróun í upplýsingatækni hjá ríkinu
og leggja mat á hagkvæmni upplýs-
ingakerfanna. Þá hafi þessar deildir
jafnframt verið ráðgefandi um þróun
nýrra upplýsingakerfa og þær kröfur
sem æskilegt sé að þau uppfylli.
Sigurður segir að Ríkisendurskoð-
un hafi enn sem komið er ekki lagt
áherslu á slíka endurskoðun þar sem
næg verkefni hafí verið fyrir hendi
fyrir mannafla hennar. „Miðað við
þá hröðu þróun sem nú á sér stað
í tölvu- og upplýsingamálum ríkisins
er þó ljóst að vart verður setið leng-
ur hjá með að sinna þessu viðfangs-
efni af meiri alvöru en nú er gert.“
Sigurður segir að stór hluti þessa
„Þá eru enn talsverð tækifæri í
skuldabréfum fyrirtækja og sveitar-
félaga, enda hefur ávöxtunarkrafa
þeirra gjarnan verið tengd húsbréfa-
kröfunni. Fjárfestar hafa iíka verið
að kaupa umtalsvert magn af þess-
verkefnis felist í viðamikilli endur-
skoðun á öllum upplýsingakerfum
sem tengjast skattálagningu ríkisins.
Rekstrarkostnaður jókst
um 5% í fyrra
Útgjöld Ríkisendurskoðunar á síð-
asta ári námu 157,1 milljón króna
og jukust um 4,9% á milli ára, er
tekið hefur verið tillit til sértekna
stofnunarinnar. Útgjöldin eru innan
ramma fjárlaga en 9 milljónum
króna undir þeim greiðsluheimildum
sem stofnunin hafði, að því er fram
kemur í starfsskýrslu Ríkisendur-
skoðunar.
Á íjárlögum var veitt 157,4 millj-
ónum króna til reksturs stofnunar-
um bréfum að undanförnu og má
þar nefna að skuldabréfaútboð
tveggja fyrirtækja, Olíufélagsins og
Haraldar Böðvarssonar, voru kláruð
í dag [í gær] en þau voru samtals
að upphæð 750 milljónir króna,"
segir Davíð.
Vaxtalækkanir hjá
Búnaðarbanka og sparisjóðum
Búnaðarbankinn og sparisjóðirn-
ir tilkynntu um 0,1-0,25% lækkanir
á inn- og útlánsvöxtum sínum í gær
en lækkanirnar taka gildi á mánu-
dag. Eftir þessar lækkanir eru kjör-
vextir á almennum víxil- og skulda-
bréfalánum þó áfram lægstir hjá
Landsbanka 8,5%, en hjá íslands-
banka eru kjörvextir þessara lána
8,6-8,7%, 8,6-8,65% hjá sparisjóð-
um og 8,7% hjá Búnaðarbanka.
innar auk þess sem greiðsluheimildir
voru hækkaðar um 9 milljónir vegna
rekstrarafgangs á árinu 1994.
Launakostnaður er langstærsti
útgjaldaliður Ríkisendurskoðunar,
eða tæp 70% af rekstrargjöldum.
Launakostnaður ársins 1995 nam
tæpum 115 milljónum króna og
hækkaði um tæpar 6 milljónir á
milli ára. Þá jókst kostnaður einnig
vegna aðkeyptrar þjónustu og nam
hann tæpum 30 milljónum króna.
Sértekjur Ríkisendurskoðunar
jukust hins vegar um rúmlega 1,3 '
milljónir og námu tæpum 9 milljón- j
um króna á síðasta ári, sem er nær
helmingi hærri fjárhæð en ráð var
fyrir gert í fjárlögum.
Ríkisendurskoðun fikrar sig inn á nýjar brautir
Endurskoðun hafin á upp-
lýsingakerfum ríkisins