Morgunblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 21
Lestarslys
í Síberíu
UM fimmtíu manns fórust í
lestarslysi skammt frá bænum
Kemerovo í Síberíu í gær.
Slysið varð með þeim hætti
að fjórir bílar, sem voru á
flutningalest, losnuðu og
skullu á farþegalest. Var sagt
að fremsti vagn hennar hefði
lagst saman við slysið.
Skotbardagi í
Xinjiang
TVEIR menn létu lífið fyrr í
vikunni í skotbardaga lögreglu
og sjálfstæðissinna í Xinjiang-
héraði í vesturhluta Kína.
Skaut lögregla sjálfstæðis-
sinna sem sagður var hafa
gert árás á héraðsstjórann í
Xinjiang, sært hann alvarlega
og myrt lögregluþjón.
Afsögn hjá
franska sjón-
varpinu
FRANSKI sjónvarpsmaðurinn
Jean-Pierre Elkabbach, sagði
af sér í gær sem yfirmaður
franska ríkissjónvarpsins,
vegna hneykslismáls í tengsl-
um við greiðslur til skemmti-
krafta. Fékk Elkabbach
nokkra þekkta skemmtikrafta
til að hressa upp á áhorfið og
greiddi þeim sem svarar til 8,3
milljarða ísl. fyrir.
Hálshöggnir
fyrir tilræði
FJÓRIR Saudi-Arabar voru
hálshöggnir í gær en þeir
höfðu verið fundnir sekir um
að hafa staðið að sprengjutil-
ræði í Riyadh í nóvember sem
varð fimm Bandaríkjamönnum
og tveimur Indveijum að bana.
Hungurverk-
fall í Albaníu
FÉLAGAR í albönsku stjórn-
arandstöðunni hófu í gær
hungurverkfall til að kreíjast
þess að þingkosningarnar sem
fram fóru í landinu um síðustu
helgi yrðu lýstar ólöglegar.
Yfir fimmtíu manns taka þátt
í aðgerðunum.
500 öfgamenn
handteknir
EGYPSKA lögreglan hefur
handtekið um 500 menn sem
grunaðir eru um að vera félag-
ar í öfgasamtökum heittrúar-
manna. Þá var gert upptækt
mikið magn vopna.
Vopnahámark
samþykkt
BANDARÍKIN og Rússland
hafa náð samkomulagi um
hámark þess liversu mikið
magn vopna lýðveldi fyrrum
Sovétríkjanna mega hafa yfir
að ráða. Hins vegar hafa Evr-
ópuþjóðir ekki enn samþykkt
skiptinguna.
Leary látinn
TIMOTHY Leary, sem var í
fararbroddi þeirra sem prédik-
uðu um ágæti ofskynjunarlyfja
á sjöunda áratugnum, lést á
heimili sínu í gær. Leary, sem
var prófessor í sálfræði við
Harvard, var 75 ára, en bana-
mein hans var krabbamein í
blöðruhálskirtli.
__________ERLENT
Segir hættuástand
í Norður-Kóreu
Tókýó. Reuter.
WALTER Mondale, sendiherra
Bandaríkjanna í Japan, lýsti því
yfir að ástandið í Norður-Kóreu
væri óljóst, en efnahagsvandi lands-
ins gæti leitt stjórnina í Pyongyang
til að grípa til örþrifaráða með ófyr-
irsjánlegum afleiðingum.
Mondale sagði að vitað væri að
matarskortur væri í Norður-Kóreu,
en óljóst væri hvort skollin væri á
hungursneyð. Það ylti á því hversu
styrk stjórn Kims Jong-ils væri
hvort hún freistaðist til að beita
öflugum her landsins, sem stendur
grár fyrir járnum á landamærum
Suður-Kóreu.
Mondale sagði að hvetja yrði
stjórn Norður-Kóreu til að hvika
ekki frá braut skynseminnar og í
því skyni ætti að leggja kapp á að
tillaga Bills Clintons Bandaríkjafor-
seta um fjórhliða viðræður Banda-
ríkjamanna, Kínveija, Norður-
Kóreumanna og Suður-Kóreu-
manna um framtíð Kóreuskagans
verði samþykkt af öllum aðiljum.
Reuter
Króati játar
stríðsglæpi
UNGUR Króati brotnaði
saman og grét í dómssal
stríðsglæpadómstóls Sam-
einuðu þjóðanna í Haag í
gær, er hann játaði að hafa
tekið þátt í fjöldamorðum
á óvopnuðum múslimum.
Erdemovic er 24 ára og
fyrsti maðurinn sem játar
sig sekan fyrir stríðsglæpa-
dómstólnum í Haag.
Greiðsluskilmálar allt að 3 ár
án útborgunar
Euro og Visa greiðslur
Reyfarakaup! Tilboðsbílar
við hjólbarðaverkstæði
Jöfurs í Skeljabrekku.
Nú eru notaðir bílar að lækka í verði vegna
breytinga á vörugjaldi af bifreiðum.
Rétti tíminn til hagstæðra bílakaupa er
núna. Jöfur býður mikið úrval af notuðum
bílum fyrir sumarið.
Opið mánudaga - föstudaga
frá 09:00 til 18:00
Laugardaga frá 12:00 - 16:00
Notaðir bílar
Nýbýlavegi 2, sími: 554 2600 og 564 2610