Morgunblaðið - 01.06.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 33
SJÓNVARPSRÁSIR
Yilyrði um bráðabirgða-
leyfi Stöðvar 3 afturkallað
HER fer á eftir bréf Utvarpsréttar-
nefndar til Islenska sjónvarpsins
hf. dagsett 30. maí.
„í bréfi Útvarpsréttarnefndar til
yðar dags. 29. ágúst 1995 var
yður tilkynnt að á fundi nefndar-
innar 28. ágúst 1995 hefði verið
samþykkt að veita íslensku sjón-
varpi hf. leyfi til þriggja ára til
dreifingar fimm sjónvarpsdag-
skráa á 2,5 GHz tíðnisviðinu. Þrjú
leyfi til yðar vegna endurvarps
voru gefin út 13. nóvember 1995
og þann sama dag almennt sjón-
varpsleyfi vegna Stöðvar 3. Þann
24. nóvember 1995 var yður veitt
fjórða leyfið til endurvarps. í ofan-
greindu bréfi til yðar kemur einnig
fram að nefndin samþykkti á fundi
sínum að veita yður til viðbótar
vilyrði fyrir allt að þremur leyfum
til bráðabirgða til endurvarps til
eins árs. í bréfi Útvarpsréttar-
nefndar til yðar dags. 17. apríl
1996 var yður tilkynnt að einungis
væri unnt að veita yður vilyrði fyr-
ir bráðabirgðaleyfi til endurvarps
á einni erlendri sjónvarpsdagskrá
og afturkallaði nefndin þar með
vilyrði sitt fyrir veitingu tveggja
bráðabirgðaleyfa til yðar.
Enn er minnt á það sem fram
hefur komið á fundum fulltrúa
nefndarinnar með forsvarsmönn-
um íslenska sjónvarpsins hf. að
bráðabirgðaleyfi eru veitt með því
skilyrði að nefndin hefur rétt til
þess að endurskoða leyfisveiting-
una og getur ákveðið að leyfishafi
skili fyrirvaralaust og bótalaust
þeim bráðabirgðaleyfum sem veitt
eru áður en leyfistími er fullnaður,
ef það að mati nefndarinnar er
nauðsynlegt til þess að sporna
gegn fákeppni. Það sama á við að
mati nefndarinnar varðandi vilyrði
vegna bráðabirgðaleyfa.
Á fundi Útvarpsréttarnefndar
29. mai sl. komst nefndin að þeirri
niðurstöðu m.a. í ljósi fyrirliggjandi
umsókna um leyfi til endurvarps
að afturkalla yrði þriðja vilyrði til
yðar um bráðabirgðaleyfi vegna
endurvarps sem yður var veitt í
bréfi dags. 29. ágúst 1995.
Til upplýsinga er yður jafnframt
þessu bréfi send bókun sem Út-
varpsréttarnefnd gerði á fundi sín-
um í gær.
F.h. Útvarpsréttarnefndar
Kjartan Gunnarsson,
formaður"
Bréf Útvarpsréttarnefndar
vegna leyfisumsóknar
I
Bíórásinfær |
leyfi fyrir )
þremurrásum
HÉR fer á eftir bréf Útvarpsréttr
arnefndar frá því á fimmtudag
til Bíórásarinnar.
„Á fundi Útvarpsréttarnefndar
29. maí sl. var fjallað um umsókn
yðar um leyfi til endurvarps, dags.
19. apríl sl. og bréf yðar dags 3.
maí 1996.
Nefndin samþykkti að veita
yður vilyrði fyrir 3 leyfum til að
endurvarpa viðstöðulaust óbreytt-
um og óstyttum heildardagskrám
þriggja erlendra sjónvarpsstöðva
á þjónustusvæði sem nær um allt
landið undanskildu Akureyri og
'nágrenni, þar sem yður er veitt
vilyrði fyrir 2 leyfum til endur-
varps, í samræmi við ákvæði 2.
mgr. 2. gr. útvarpslaga nr.
68/1985 sbr. lög nr. 82/1993,
enda veiti viðkomandi útvarps-
stöðvar samþykki sitt til endur-
varpsins, sbr. 3. mgr. 6. gr. út-
varpslaga. Leyfistími verði þrjú
ár frá dagsetningu leyfisbréfa.
Vilyrði sem yður eru veitt með
bréfi þessu eru ekki framseljanleg
og er þannig óheimilt að fram-
selja þau með sölu, leigu eða láni
eða með neinum öðrum hætti
þannig að annar aðili, einstakling-
ur eða lögaðili öðlist eða fái afnot
af þeim réttindum, sem hér er
ijallað um.
Þess er óskað að þér gerið
nefndinni sem fyrst grein fyrir
hvaða dagskrám þér hyggist
dreifa og leggið fram staðfesta
samninga við þá aðila. ítrekað er
að með öllu er óheimilt að dreifa
dagskrám erlendra sjónvarps-
stöðva án leyfis Útvarpsréttar-
nefndar.
Að gefnum tilefnum tekur Út-
varpsréttarnefnd fram að út-
varpsleyfum sem veitt eru af
henni í samræmi við útvarpslög
nr. 68/1985 með áorðnum breyt-
ingum fylgja ekki sjálfkrafa'
senditíðnir af neinni tegund. Út-
hlutun og ráðstöfun senditíðna
er alfarið í höndum Fjarskiptaeft-
irlits ríkisins og yfirvalda fjar-
skiptamála í samræmi við gild-
andi lög á hveijum tíma. Útvarps-
leyfi er því ekki ávísun á sendi-
tíðni né heldur eru fjarskiptayfir-
völd skyldug til að tryggja hand-
hafa útvarpsleyfis senditíðni. Það |
er hins vegar sameiginlegur skiln- 1
ingur Útvarpsréttarnefndar og ;
yfirvalda fjarskiptamála að send- i
itíðnum til útvarps, hljóðvarps og \
sjónvarps, til annarra en Ríkisút- *
varpsins og útvarps Varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli verði aðeins
og einvörðungu úthlutað til þeirra
sem hafa fengið úthlutað fullgildu
útvarpsleyfi frá Útvarpsréttar-
nefnd.
Hafi Útvarpsréttarnefnd ekki
borist staðfestir samningar við
erlendar sjónvarpsstöðvar um
endurvarp dagskráa þeirra þann-
ig að unnt sé að gefa út leyfis-
bréf fyrir 30. nóvember 1996 fell-
ur ofangreind ákvörðun nefndar-
innar úr gildi.
F.h. Útvarpsréttarnefndar
Kjartan Gunnarsson,
formaður"
Mótmælum
vísað ábug’
ÚTVARPSRÉTTARNEFND fjallaði á fundi
sínum á fimmtudag um kröfu íslenska sjón-
varpsins að nefndin endurupptæki þá ákvörð-
un að afturkalla vilyrði fyrir veitingu bráða-
birgðaleyfa og mótmæli gegn styttingu á
gildistíma bráðabirgðaleyfa. Bréf nefndarinn-
ar til íslenska sjónvarpsins, dagsett í gær,
30. maí, fer hér á eftir:
„Útvarpsréttamefnd hefur nú fjallað um
bréf yðar dags. 18. apríl sl. og 24. apríl sl.,
þar sem þér gerið þá kröfu, með vísan til
stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að Útvarpsrétt-
amefnd endurupptaki þá ákvörðun að aftur-
kalla vilyrði fyrir veitingu bráðabirgðaleyfa,
sem yður voru veitt hinn 25. ágúst 1995
með bréfi Útvarpsréttamefndar. Þá mótmæl-
ið þér styttingu á gildistíma bráðabirgðaleyfa
í 6 mánuði úr 12 mánuðum, sbr. bréf Út-
varpsréttarnefndar til yðar dags. 17. apríl sl.
Jafnframt krefjist þérjjess í framangreind-
um bréfum að úthlutun Útvarpsréttamefndar
á vilyrðum fyrir bráðabirgðaleyfum til Sýnar
hf. verði stöðvuð í ljósi ákvæða samkeppnis-
laga nr. 8/1993.
Á fundi Útvarpsréttamefndar með fulltrú-
um yðar hinn 14. maí sl., var þeim gefínn
kostur á að gera efnislegar athugasemdir
gagnvart nefndinni vegna máls þessa og
afhentu þeir greinargerð dags. 14. maí sl.
um helstu sjónarmið íslenska sjónvarpsins
hf. vegna afturköllunar á vilyrðum fyrir
tveimur bráðabirgðaleyfum til endurvarps á
örbylgjurásum og úthlutun þeirra til Sýnar
hf.
Útvarpsréttamefnd lítur svo á að ósk yðar
um endurupgtöku málsins lúti að þeim
ákvörðunum Útvarpsréttamefndar, sem með
beinum hætti snerta réttindi og skyldur ís-
lenska sjónvarpsins hf. samkvæmt útvarps-
lögum í þessu tilviki varðandi úthlutun endur-
varpsleyfa. Útvarpsréttarnefnd hafnar þvi
sjónarmiði yðar, sem fram kom á áðurnefnd-
um fundi, að Islenska sjónvarpið hf. teljist
eiga aðild, í skilningi stjómsýslulaga nr.
37/1993, að málum sem til umfjöllunar eru
hjá nefndinni og sem snerta aðra umsækjend-
ur um útvarpsleyfi eða aðra leyfíshafa.
í áðurnefndri greinargerð yðar er mjög
vikið að samkeppnissjónarmiðum. Af því til-
efni vill Útvarpsréttamefnd taka fram að í
útvarpslögum er ekki að fínna nein ákvæði
sem setja neinar almennar reglur um eignar-
hald í íslenskum fjölmiðlafyrirtækjum né
heldur um eigna- og eigendatengsl í slíkum
fyrirtækjum. Til fróðleiks skal þess getið að
í skýrslu Samkeppnisstofnunar um stjómun-
ar- og eignatengsl í íslensku atvinnulifi frá
árinu 1994 er vikið að stöðu ljósvakafyrir-
tækja og eru í skýrslunni ekki höfð uppi
nein sjónarmið eða tillögur um nauðsyn að-
gerða samkeppnisyfírvalda á þessu sviði.
í Ijósi framangreinds tekur Útvarpsréttar-
nefnd nú einvörðungu afstöðu til kröfu ís-
lenska sjónvaipsins hf. um endurupptöku
þeirrar ákvörðunar nefndarinnar að aftur-
kalla vilyrði fyrir tveimur bráðabirgðaleyfum
sem íslenska sjónvarpinu hf. vora veitt 25.
ágúst sl. Hefur nefndin tekið til sérstakrar
skoðunar hvort ákvörðun nefndarinnar kunni
að hafa byggst á ófullnægjandi eða röngum
upplýsingum um málsatvik og eða að atvik
hafi breyst verulega frá því að ákvörðunin
var tekin sbr. 24. gr. stjómsýslulaga nr.
37/1993.
Svo sem fram kemur í bréfi Útvarpsréttar-
nefndar dags. 30. apríl sl., þá mátti forsvars-
mönnum íslenska sjónvarpsins hf. vera full-
kunnugt um hvers eðlis úthlutun vilyrða
vegna bráðabirgðaleyfa væri og þá fyrirvara
sem þeim vilyrðum og bráðabirgðaleyfum
fylgdu. Á fundum fuljtrúa Útvarpsréttar-
nefndar með fulltrúum íslenska sjónvarpsins
hf., áður Islenskt kapalsjónvarp hf., á síðast-
liðnu ári, var rækilega gerð grein fyrir því
hversu margar örbylgjurásir væra til ráðstöf-
unar fyrir sjónvarp. Jafnframt var gerð ræki-
lega grein fyrir því af hálfu Útvarpsréttar-
nefndar að nefndin leitaðist við í störfum
sínum að gæta jafnræðis milli leyfishafa,
varðandi nýtingu örbylgjusviðsins og spoma
gegn því að leyfi til endurvarps um örbylgju
safnist á hendur fárra aðila. Þetta var for-
svarsmönnum íslenska sjónvarpsins hf. ljóst,
enda sótti félagið um leyfí fyrir tilteknum
fjölda dagskráa. Að mati Útvarpsréttar-
nefndar er enginn eðlismunur á vilyrði fyrir
veitingu bráðabirgðaleyfis og bráðabirgða-
leyfinu sjálfu. Útvarpsréttamefnd telur það
engu breyta að ekki hafi verið búið að ganga
frá samningum við erlendar sjónvarpsstöðvar
til þess að nýta vilyrði fyrir bráðabirgðaleyf-
um sbr. bréf Útvarpsréttamefndar dags 29.
ágúst 1995 og 13. september 1995.
Útvarpsréttarnefnd ítrekar því þá skoðun
sína að forráðamönnum íslenska sjóvnarpsins
hf. hafí frá upphafi samskipta sinna við Út-
varpsréttamefnd verið ljóst að samþykktir
nefndarinnar um vilyrði vegna bráðabirgða-: - ,
leyfa og/eða útgefin bráðabirgðaleyfi væra
háð því afdráttarlausa skilyrði af hálfu nefnd-
arinnar, að þau yrðu afturkölluð, teldi nefnd-
in það nauðsynlegt til þess að tryggja svo
sem verða mætti jafnræði milli umsækjenda
um endurvatpsleyfí. Vilyrði vegna bráða-
birgðaleyfa og bráðabirgðaleyfin sjálf hafa
alltaf verið að þessu leyti eðlisólík endur- 1
varpsleyfum til lengri tíma eða til þriggja
ára við framúthlutun þeirra.
Það er því niðurstaða Útvarpsréttamefnd-
ar að allar upplýsingar sem skiptu máli við
ákvörðun nefndarinnar, þ.m.t. allar þær upp-
lýsingar og staðreyndir sem fram koma í
greinargerð yðar frá 14. maí sl. hafí legið
fyrir og verið ræddar þegar nefndin tók þá
ákvörðun að afturkalla tvö af þremur vilyrð^
um til útgáfu bráðabirgðaleyfa til yðar. Þá •
telur nefndin og að engin atvik hafí breyst
veralega varðandi mál þetta frá því að :
ákvörðun nefndarinnar var tekin og þar til ]
ósk yðar um endurapptöku kom fram þannig |
að skilyrði hafi skapast til endurupptöku þess. *
Niðurstaða Útvarpsréttarnefndar er að i
hafna ósk yðar um endurapptöku þeirrar |
ákvörðunar nefndarinnar að afturkalla vilyrði |
til yðar fyrir útgáfu bráðabirgðaleyfa til end- •*
urvarps á örbylgju. Með vísan til þess, sem í
þegar hefur komið fram af hálfu Útvarpsrétt- j,
amefndar um eðli bráðabirgðaleyfanna er 'j
það ennfremur ótvíræð niðurstaða nendarinn-. '|
ar að hún hafi haft heimild til þess að ákveða fy
gildistíma leyfanna, enda er nýting þeirra í tj
raun algjörlega á valdi umsækjandans, sem j j
hefur alveg frjálsar hendur um það hvort J
hann er reiðubúinn til að nýta leyfin á grund- í|
velli skilyrða nefndarinnar.
F.h. Útvarpsréttarnefndar,
Kjartan Gunnarsson,
formaður"