Morgunblaðið - 01.06.1996, Page 38

Morgunblaðið - 01.06.1996, Page 38
38 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Opnunartími í sumar: Alla virka daga frá kl. 8.30-18 og laugardaga frá kl. 10-14. REYKJAVÍIOJR APÓTER I.VFJABl I) UÁSKÓLA ÍSLANIÍS mmm STOt'XAD 1760 SlMI • )51 1700 I A\» 551 IJH DEMPARAR Idempara- og pústkerfaþjónusta Við seijum demparana og setjum þá í á staðnum Mjög hagstætt verð Verslið hjá fagmanninum. Athugið SÉRSMÍDUM PÚSTKERFI Bílavörubú6in FJÖÐRIN Skeifunni 2, verkstæði sími 588-25Í verslun sími588-25Í , Trjáplöntur — runnar alað.go — túnþökur Tiiboð á eftirtöldum tegundum: Runnamura kr. 295. Gljámisplll kr. 160-180. Alparifs kr. 190. Blátoppur kr. 220-280. Birki kr. 240-290. Hansarós kr. 330. Rifsberjarunnar l(r, 450. Fjalfafura kr. 1.200. Birkikvistur kr. 290. Sírena kr. 390. Yllir kr. 350. Sólbroddur kr. 300. Skriðmispill kr. 340. Rauöblaðarós kj. 300. Himalayaeinir kr. 900-1.600. Gljávíðir kr. 85. Dökk viðja kr. 79. Brekkuvíðir kr. 79. Hreggstaðavíðir kr. 79. Aspir kr. 490. Verðhrun á Aiaskavíði, brúnn, (tröllavíðir) kr. 69. Ennfremur fjölbreytt ú sóttar á staöinn i feöa rval furu og greni. Einnig túnþökur, fluttar heim. Mjög hagstætt verð. IVerið velkomin. Tjáplöntu- og túnþökusalan, Núpum, Ölfusi. (Beygt til hægri við Hveragerði). Sími 892 0388 og 483 4388. // c o a ri s stæroir 36-48 ÆGIR Léttir og sterkir leðurskór fyrir lengri gönguferðir SEGLAGERÐIN Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5 I I 2200 NY SUMARBLOM í GRÓÐRARSTÖÐVUM eru núna komnar ýmsar nýjar teg- undir af sumarblómum. Þó að stjúpur séu alltaf jafn fallegar og harðgerðar er gaman að prófa eitthvað nýtt. Sú tegund sem mest ber á núna er surfinia sem er hengitóbakshorn. Hún hefur fengist hér síðustu tvö til þrjú árin, en er óvenju áberandi í sumar. Hún er tilvalin í stóra potta, hengipotta eða svalakassa og sem þekjuplanta í blómabeð, því hún vex jarðlægt. Hún þykir þola rigningu betur en venjulegt tóbakshorn. Stönglar hennar eru stökkir og geta því brotnað. Blóm surfiniu eru í bleikum og fjólubláum litum og blómstrar hún ríkulega en þó sérstaklega ef visnuð blóm eru tínd af, en það gildir líka um flest blómstr- andi blóm. Ef þau eru ekki tínd af fer plantan að mynda fræ og það dregur úr áframhaldandi blómgun. Meyjablómi (godetia) er nokk- uð ný á markaðnum. í ræktun er m.a. yrkið „satin“ sem er með blóm í blönduðum bleikum litum. Þau eru trekt- laga og silkigljá- andi, ákaflega fal- leg. Hún er falleg í beð en einnig í hengipotta. Möggubrá (Arg- yranthemum frut- escens) er af körfu- blómaætt með blóm líkt og baldursbrá. Hún er fjölær en verður að vera inni á vetrum. Hún getur orðið nokkuð há og má sjá eina slíka í gróðurskála _ Grasagarðsins í Reykjavík. Í Skandinavíu er plantan kölluð Margarita eftir Margréti krónprinsessu Svía, sem var móðir Ingiríðar fyrrum Danadrottningar. Margrét kom frá Englandi og hafði mikið dá- læti á þessari plöntu. Hún hefur reynst mjög harðgerð og blóm- viljug í Reykjavík. Tárablóm (fuchsia) er nýtt sem sumarblóm en hefur verið ræktað í mörg ár sem stofublóm. Nú eru komnar tegund- ir sem eru nokkuð harðgerðar. Tára- blómið blómstrar ríkulega og eru blómin tvílit, bleik og blá eða bleik og hvít. Þeim er oft líkt við ballettdansmey svo glæsileg þykja þau. Stjörnuklukka (Campanula posc- harskyana) er líka nýleg hér á landi. Hún myndar brúska sem verða alþaktir ljósbláúm blómum. Síðan mynd- ast langir blaðstönglar og blómstra þeir síðar. Fleiri nýjar tegundir má finna á markaðnum, svo sem hengi- járnurt (verbena) og portulaca sem ekki hefur fengið íslenskt nafn, blómatóbak og glæsisalvíu, en þessar tvær síðastnefndu eru frekar viðkvæmar og ættu ef til vill frekar heima í garðskála. Þegar að við veljum okkur sumarblóm er mikilvægt að hafa gæði þeirra í huga. Ekki er nauð- synlegt að plantan sé blómstrandi þegar að hún er keypt, heldur að hún sé þéttvaxin og frískleg. Planta í miklum blóma snemma sumars gæti hafa lent í áföllum svo sem þurrki. Langar teygðar plöntur hafa ef til vill staðið of þétt eða verið í of miklum hita. Mislit blöð geta verið merki um að hún hafí ekki fengið nógan áburð eða lent í kulda. Ails ekki ætti að kaupa plöntur sem eru þurrar í pottum eða bökkum. Ef blóm eru ræktuð í kössum þarf að varast að rífa ræturnar í sund- ur því þær eru viðkvæmar, heldur ætti að skera á milli plantnanna. Svo megum við ekki vera of fljót á okkur að kaupa viðkvæmar plöntur of snemma, eins og t.d. brúðarauga eða flauelsblóm, því frostnætur geta komið, jafnvel í byijun júní þótt erfítt sé að trúa því í þessu blíðviðri. Sýning í Eden Þjóðlífsmyndamálarinn Bjarni Jónsson hefur opnað sýningu á litlum myndum í Eden - Hveragerði. Sýnlngin stendur frá 20. maí til 2. júní.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.