Morgunblaðið - 09.06.1996, Page 33

Morgunblaðið - 09.06.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1996 33 BERGUR GUÐNASON + Bergur Guðna- son var fæddur á Hellissandi 27. september 1931. Hann lést við sumarbústað sinn á Þingvöllum 1. júní sl. Foreldrar hans voru Guðni Gísla- son, sjómaður, 10.9. 1932, og Ásta Vigfúsdóttir, 10.10. 1903, d. 16.10. 1977. Systk- ini hans eru Guð- rún, f. 30.1. 1930, Ragna, f. 18.11. 1932, Sævar Snæbjörnsson, f. 1.5. 1936, og Guðbjartur Ogmundsson, f. 13.12. 1939, d. 30.5. 1957. og fimm ára farsælt starf fyrir fyrirtækin og er það skrítin til- finning þegar skarð er óvænt rofið i starfs- mannahópinn. En ég trúi því að Begga séu ætluð önnur störf á öðru tilverustigi. Elsku Kolla. Við Guðrún vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og biðj- um góðan Guð að veita ykkur styrk i sorg ykk- ar. Hinn hæsti blessi minningu Bergs Guðnasonar. Krislján S. Sigmundsson. Það var góður dagur, það var bjartur dagur. Þú varst glaður og þér leið vel. Þú varst á drauma- staðnum og betra gat það ekki verið fyrir þig. Berglind Rós Magnúsdóttir. Vinur okkar, Bergur Guðnason, mágur og sviii er dáinn. Sjaldnast erum við viðbúin slíkum tíðindum, og þegar kallið kemur með jafn snöggum hætti og hjá vini okkar, drúpum við höfði við dánarbeð vin- arins og finnum til smæðar okkar, en viljum að hann viti, að margt var ósagt og ógert. Það eru liðin rúm 40 ár síðan fundum okkar Bergs bar fyrst saman. Hann hafði þá kynnst syst- ur minni og þau kynni leiddi til sambúðar þeirra til hinstu stundar. Vinátta okkar hófst við fyrstu kynni sem þróaðist í félagsskap með gagnkvæmu trausti. A þess- ari kveðjustund viljum við Helga þakka honum samfylgdina og vin- áttu alla. Ánægjustundirnar í sum- arbústað þeirra hjóna sem var þeim svo kær, ferðalögin innanlands og sólarlandaferðirnar sem urðu að- eins tvær enda þótt hugurinn stefndi á fleiri. Bergur var vel les- inn og hafsjór af fróðleik og minn- ist ég margra ánægjustunda við Breiðholtslaugina er hann lét gamminn geysa. Um tíma vorum við Bergur vinnufélagar, en hann var laginn, vinnusamur og góður leiðbeinandi enda vel liðinn á sínum vinnustað. Kallið er komið. Við kveðjum þig með söknuði, kæri vinur, en jafnframt með virðingu og þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér. Guð geymi þig á þeirri ferð sem þú hefur nú lagt upp í. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæra systir. Við hjónin vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa ykkur. Jón og Helga. Bergur kvæntist 15. ágúst 1958 eftirlifandi eiginkonu sinni Kolbrúnu Ernu Jónsdótt- ur, afgr.konu, f. 28.11. 1935. Þau bjuggu sitt fyrsta ár í Olafsvík og síðan í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Jón Guðni, f. 2.9. 1954,^ búsettur á Sel- fossi, giftur Ásdísi Oskarsdótt- ur og eiga þau þijú börn. 2) Magnús Baldur, f. 23.12. 1955, búsettur á Selfossi, giftur Guð- rúnu Harðardóttur og eiga þau þrjú börn. 3) Árni Þór, f. 24.10. 1959, giftur Sigrúnu Lindqvist og eiga þau eitt barn, en Árni á þrjú önnur. 4) Bergur Orn, f. 14.11.1961. Aukþess á Berg- ur dóttur, Sigrúnu Ósk, f. 4.5. 1954, búsett í Árósum, gift Lars Frank Jörgensen og eiga þau eitt barn saman. Útför Bergs fer fram frá Fossvogskirkju 10. júní nk. og hefst athöfnin kl. 15. Það voru sorglegar fréttir sem mér bárust, þar sem ég er stadd- ur, ásamt fjölskyldu minni, erlend- is í fríi. Að hann Beggi væri dáinn var ótrúlegt. Beggi starfaði hjá Halldóri Jóns- syni ehf. frá árinu 1970 og síðan Lystadún-Snælandi ehf. frá stofn- un þess árið 1991. Hann var einn af þessum mönnum sem ekki fór mikið fyrir, var hlédrægur og bar tilfinningar sínar ekki á torg. En oft var stutt í húmorinn hjá Begga og átti hann til að lauma léttum skotum, sérstaklega yfir spila- mennskunni í kaffi- og matartím- um. Beggi hafði ákveðnar skoðan- ir á hlutunum og fór ekki dult með þær, ef því var að skipta, hvort heldur umræðán var pólitík eða ýmis landsmál. Beggi átti að baki yfir tuttugu Blab allra landsmanna! -kjarnimálsins! Robert Henderson, Corey Cerovsek, hljómsveitarstjóri fiðla x K_yinfo Uxfnisskrd &> infóníuhljómsveit Islands Johannes Brahms: Fiðlukonsert Igor Stravinsy: Eldfuglinn SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói viö Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN / Háskólabíói fimmtudaginn 13. júní kl. 20.00 % Tf V V Sérverslun með stök teppi og mottur. Persía Suðurlandsbraut 46 - Sími: 568 6999. ' ' Bláu húsin við Faxafen. UPPÞVOTTAVÉL, 12 manna, Aquarius Ultima Qe Luxa. Verö kr. o / . / 0 Ostgr. Verö kr. 32.000.- stgr. HEKLUHUSINU . LAUGAVEGI 172 • l 05 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5775 ÞURRKARI 5 kg. De Luxe. MeB barka. Veitir í báÖar áttir. Söluadilar um lantí allt ÍSSKÁPUR 232 L, h. 135 cm. ÞVOTTAVÉL 1000 SNÚNINGA Aquarius De Lúxe.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.