Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
EVRÓPUKEPPIMIN í KNATTSPYRNU - E-RIÐILL
Standast Kró-
atar álagið?
MARGIR bíða spenntir eftir
framgöngu Króatíu í Evrópu-
keppninni í Englandi og liðinu
er spáð velgengni. Þegar Mi-
roslav Blazevic tók við þjálfun
liðsins 1994 að ósk vinar síns,
Franjo Tudjman forseta Króat-
íu, sagði hann að Króatía ætti
marga af bestu knattspyrnu-
mönnum heims og liðið yrði
Evrópumeistari f Englandi.
Blazevic, sem er 59 ára, fyrrum
þjálfari Nantes í Frakklandi,
1989 til 1991, hefur síðan dreg-
ið nokkuð í land.
|argir af leikmönnum Króatíu
voru lykilmenn í unglinga-
landsliði Júgóslavíu, sem varð heims-
meistari 1987 í Chile. Robert Pros-
inecki, leikmaður Barcelona, er þar
fremstur í flokki. Hann var mjög
öflugur hjá Rauðu Stjörnunni frá
Belgrad, fór þaðan til Real Madrid,
en náði sér þar aldrei á strik vegna
þrálátra meiðsla. Það var ekki fyrr
en fyrir ári að hann sýndi hve hæfí-
leikaríkur leikmaður hann er, er hann
lék með Real Oviedo. Johan Cruyff
fékk hann þá til liðs við Barcelona.
Leikmenn Króatíu hafa yfir mik-
illi tækni að ráða og eru sókndjarfir,
fljótir að snúa leiknum sér í hag,
með leiftursóknum. Fremstir í flokki
eru Zvonimir Boban, AC Milan, áður-
nefndur Prosinecki og Davor Suker,
Sevilla, sem mun leika með Real
Madrid næsta keppnistímabil. Hann
var keyptur á sínum tíma til Sevilla
til að leysa Diego Maradona af hólmi.
„Fyrsti leikur okkar, gegn Tyrkjum,
Sukur
sterkasta
vopn
Tyrkja
TYRKLAND hefur ekki verið með
í hópi þeirra stóru síðan 1954 í HM
í Sviss. Undir stjóm Fatih Terim,
sem tók við landsliðinu 1993 af
Sepp Piontek, fyrrum landsliðs-
þjálfara Danmerkur, rættist draum-
ur Tyrkja. Terim gerði tólf breyt-
ingar á landsliðshópnum, valdi unga
og metnaðarfulla leikmenn, sem
snéru blaðinu við. „Ég hef alltaf
sagt við mína leikmenn, að það er
baráttan sem skilar árangri. Ég vil
að leikmenn mínir mæti í hvern
leik til að leggja sín hundrað pró-
sent fram,“ sagði Terim, sem vill
hafa landsliðið eins samhent og
félagslið væri.
Stjarna Tyrkja er Hakan Sukur,
markaskorarinn mikli, sem segir
eftir hvert mark sem hann skorar:
„Þetta var gert fyrir þig, þjálfari!"
Sukur, 24 ára, sem leikur eins og
enskur miðherji, fór frá Galatasaray
til Torínó fyrir tveimur árum, en
náði sér ekki á strik þar, fékk heim-
þrá - fór heim á ný eftir að hafa
leikið fimm leiki og aðeins skorað
eitt mark. ítalskur blaðamaður
skrifaði þegar Sukur fór, að hann
ætti eftir að skora mikið þegar
hann væri kominn heim á ný. Hann
hitti naglann á höfuðið, því að Suk-
ur gerði fimm mörk í fyrstu þremur
leikjum Galatasary og hélt upptekn-
um hætti með landsliðinu. Hann er
sterkasta vopn Tyrkja í EM.
Tyrkir eru með fljóta og leikna
leikmenn, sem verða undir mikilli
pressu í EM. Menn efast um að
þeir hafi styrk til að standast álag-
ið, að það fari fyrir þeim eins og
Grikkjum í HM í Bandaríkjunum -
þeir nái sér ekki á strik.
hefur mesta þýðingu. Ef við náum
okkur á strik verður erfítt að stöðva
okkur,“ segir þjálfarinn Bazevic.
Þó svo að margir séu bjartsýnir á
gengi Króatíu, vilja leikmenn vara
við of mikilli bjartsýni. „Við þurfum
að hafa heppnina með okkur til að
komast í átta liða úrslit,“ sagði Sla-
ven Bilic, sem leikur fyrir West Ham.
Foringi liðsins og fyrirliðinn Suker
segir að það yrði frábært ef Króatía
kæmist í átta liða úrslitin.
Sex leikmenn eru í liðinu, sem
urðu heimsmeistarar unglinga í
Chile. Prosinecki, hjarta liðsins, sem
hefur ljón húðflúrað á hægri fót,
vamarmaðurinn Robert Jami, Real
Betis, Dubravko Pavlicic, Hercuies,
Igor Stimac, Derby County, sem
hefur verið orðaður við Manchester
United, Suker og Boban.
Boban og Prosinecki eru lykil-
mennimir á miðjunni í 3-5-2 leikað-
ferð, en koma til með að fá aðstoð
frá Aljosa Asanovic eða Mario Stanic,
miklum markaskorara hjá CS
Briigge í Beigíu. Útheijar eru Jarni
og Nikola Jurcevic, sem eru sterkir
bæði í sókn og vöm. Jarni er geysi-
lega fljótur og leikinn.
Vinstri framheiji er Suker, sem
skoraði tólf mörk í tíu leikjum í und-
ankeppni EM - oft kallaður „mar-
tröð markvarðanna." Peter
Schmeichel, markvörður Dana, hefur
sagt að skot Suker séu óútreiknanleg
og hann geti skorað mörk í öllum
regnbogans litum. Við hlið Suker
leikur Alen Boksic, eitraður sóknar-
leikmaður, sem Juventus hefur
ákveðið að kaupa frá Lazíó.
DAVOR Suker, hinn hættulegi framherjl og fyrirllöl Króatíu,
er sá sem Peter Schmeichel, markvörður Dana, óttast mest.
Annad ævintýri?
NÆR landslið Portúgals að end-
urtaka ævinýrið fyrir þrjátíu
árum - frá HM í Englandi 1966,
þegar „Svarta perlan" Eusebio
og félagar náðu að slá f gegn,
en urðu að játa sig sigraða í
undanúrslitum fyrir Englending-
um, sem urðu heimsmeistarar.
Portúgalar töpuðu einnig í und-
anúrslitum í EM í Frakklandi
1984. Þjálfari liðsins Antonio
Oliveira vonar að betri árangur
náist nú. „Þá þarf heppnin að
vera með okkur."
Landslið Portúgals er byggt upp
á leikmönnum sem hafa fagnað
tveimur heimsmeistaratitlum 20 ára,
1989 og 1991, og heimsmeistaratitli
unglingalandsliða 1989. Kunnustu
leikmenn liðsins eru miðvallarleik-
mennirnir Luis Figo, Barcelona, og
Paulo Sousa, Juventus. „Við höfum
verið að auka sjálfstraust okkar og
ná yfirvegun og festu í leik okkar -
og munum reyna að fylgja því fast
eftir í öllum leikjum okkar,“ segir
Oliveira. Þegar Figo var spurður um
möguleikana í EM, sagði hann: „Það
getur allt gerst. Við höfum leikið vel
í undankeppninni og erum ákveðnir
að gera það einnig í Englandi.“
Rui Costa, Fiorentína, mun að öll-
um líkindum leika við hliðina á Figo
og Sousa á miðjunni, ásamt Oceano
Cruz, Sporting Lissabon. Joao Pinto,
Benfíca, á einnig eftir að leika stórt
hlutverk - frábær leikmaður, með
mikla yfírferð.
Margir telja að fyrirliði og mark-
vörður liðsins, Vitor Baia, sem leikur
með Porto, en er á förum til Barcel-
ona, sé sá leikmaður, sem á eftir að
vera mest í sviðsljósinu - ekki vegna
þess að hann fái eitthvað meira en
gera en aðrir markverðir, heldur
vegna þess að þarna er á ferðinni
glæsilegur knattspyrnumaður, með
mikið öryggi og sjálfsaga. Hann ligg-
ur yfir myndböndum af leikjum sem
hann hefur fengið á sig mark í,
ákveðinn að láta ekki mistök endur-
taka sig. íþróttafréttamann völdu
hann besta markvörð Evrópu 1995.
Baia, 26 ára, var dæmdur í tveggja
mánaða keppnisbann í mars sl. fyrir
slagsmál í deildarleik í Portúgal, þá
fékk hann í fyrsta skipti á knatt-
spyrnuferli sínum að sjá rauða
spjaldið. Hann á metið í að halda
markinu hreinu í Portúgal, lék í
1.192 mín. með Porto keppnistíma-
bilið 1991-92 án þess að fá á sig
mark. Sóknarleikmenn liðsins eru
mjög markagráðugir - fremstur er
Domingos Oliveira, Porto, sem hefur
nautn af því að sjá knöttinn í net-
möskvunum og við hlið hans leikur
Joao Vieira Pinto, Benfica. Þeir eru
báðir fljótir og grimmir.
Leikmenn Portúgals, sem eru ung-
ir og léttleikandi, geta komið
skemmtilega á óvart í EM, eins og
gömlu refirnir gerðu í HM í Eng-
landi 1966.
Danir fá
mikinn
stuðning
Evrópumeistararnir frá Dan-
mörku hefja titilvörn sína í
Englandi með aðeins þijá leikmenn
sem voru í meistaraliðinu 1992 í
Svíþjóð, markvörðinn Peter
Schmeichel, Manchester United,
Kim Vilfort, Bröndby og Brian
Laudrup, Glasgow Rangers. „Press-
an verður meiri á okkur nú, heldur
en í Svíþjóð þar sem við komum inn
á síðustu stundu fyrir Júgóslava,
sem voru settir í bann,“ segir Rich-
ard-Möller Nielsen, þjálfari Dana.
„Við leikum gegn þremur þjóðum
sem leika mjög hraða og skipulagða
knattspyrnu, þannig að ekkert lið
í riðlinum getur bókað sigur fyrir-
fram.“
„Ég óttast Króata, sem eru um
þessar mundir með besta landslið
Evrópu,“ segir hershöfðinginn og
lykilmaður þeirra Dana, Michael
Laudrup. Danir hafa aðeins tapað
einum af síðustu sextán landsleikj-
um sínum, unnið tíu af fjórtán á
síðustu sautján mánuðum. Éini leik-
urinn á þessu tímabili sem þeir
hafa tapað, er fyrir Þjóðveijum í
mars, 0:2.
Nokkar nýjar stjörnur hafa skot-
ist fram í sviðsljósið að undan-
förnu, eins og hinn markagráðugi
Mikkel Beck, sem leikur með Fort-
una Köln og Erik Bo Andersen,
markakóngur í Danmörku 1995,
sem tók skotskóna með sér til
Glasgow Rangers.
„Eg vii engu spá um framgöngu
okkar í Englandi, árangur okkar
ræðst af hvort við höfum heppnina
með okkur,“ sagði Nielsen, sem
stjórnar danska liðinu í síðasta sinn
í Englandi - við starfi hans tekur
Bo Johansson, fyrrum landsliðs-
þjálfari íslands.
Þá er líklegt að Michael Laudrup
kveðji einnig, hann er á leið til
Japans eftir góð ár hjá Barcelona
og Real Madrid. Það mæðir mikið
á þessum snjalla leikmanni á miðj-
unni og þá mun markvörðurinn
Peter Schmeichel eflaust verða í
sviðsljósinu.
Danir fá mikinn stuðning, þar
sem reiknað er með að yfir 15.000
rauðir og hvítir stuðningsmenn
þeirra haldi yfir Norðursjó að hætti
Víkinga forðum, til að hetja á velli
í Englandi. „Við höfum alltaf leikið
best þegar við höfum komið saman
á mótum og haft mikinn stuðning
frá fjölmörgum löndum okkar, sem
gera allt til að skemmta sér sem
best eins og við - andrúmsloftið
þjappar okkur saman,“ sagði
Schmeichel. Það er enginn öruggur
að skora hjá þessum snjalla mark-
verði, sem óttast aðeins einn leik-
mann - Króatann Davor Suker.
„Hann er óútreiknanlegur."
Króatía Danmörk Portúgal Tyrkland
Markverðir: Markverðir: Markverðir Markverðir:
1 Drazen Ladic (Croatia) 1 Peter Schmeichel (Man. United) 1 Vitor Baia (Porto) 22 Rustu Recber (Fenerbahce)
22 Tonci Gabric (Hajduk) 16 Lars Högh (Óðinsvé) 22 Rui Correia (Braga) 21 Sanver Goymen (Altay)
12 Marijan Mrmic (Varteks) 22 Mogens Krogh (Bröndby) 12 Alfredo Castro (Boavista) 1 Adnan Erkmen (Ankaragucu)
Varnarleikmenn: Varnarmenn: Varnarmenn: Varnarmenn:
3 Robert Jarni (Real Betis) 2 Thomas Helveg (Udinese) 2 Carlos Secretario (Porto) 3 Alpay Ozaian (Besiktas)
5 Nikola Jerkan (Real Oviedo) 3 Marc Rieper (West Ham) 16 Helder Cristovao (Benfica) 2 Recep Cetin (Besiktas)
4 Ogor Stimac (Derby) 5Jes Högh (Fenerbahce) 5 Fernando Couto (Parma) 20 Biilent Korkmaz (Galatasaray)
6 Slaven Bilic (West Ham) 20Jacob Laursen (Silkeborg) 21 Paulo Madeira (Belenenses) 8 O. Temizkanoglu (Trabzonsp.)
15 Dubravko Pavlicic (Hercules) 4 Lars Olsen (Bröndby) 3 Paulinho Santos (Porto) 13 Rahim Zafer (Genclerbirligi)
2 Nikola Jurcevic (Freiburg) 12 Torben Piechnik (Árhus) Miðvallarspilarar: Miðjumenn:
18 Elvis Brajkovic (1860 Miinchen) 14 Jens Risager (Bröndby) 4 Oceano Cruz (Sporting) 15 Tayfun Korkut (Fenerbahce)
20 Dario Simic (Croatia) Miðjumenn: 6 Jose Tavares (Boavista) 10 Oguz Cetin (Fenerbahce)
14 Zvonimir Soldo (Croatia) 8 Claus Thomsen (Ipswich) 13 Dimas Teixeira (Benfíca) 16 Sergen Yalcin (Besiktas)
Miðjumenn: 18 Kim Vilfort (Bröndby) 20 Luis Figo (Barcelona) 19 Tolunay Kafkas (Trabzonspor)
10 Zvonimir Boban (AC Milan) 13 Henrik Larsen (Lyngby) 19 Paulo Sousa (Juventus) 17 Abdullah Ercan (Trabzonspor)
8 Robert Prosinecki (Barcelona) 7 Brian Steen Nielsen (Öðinsvé) 7 Vitor Paneira (Guimaraes) 5 Tugay Kerimoglu (Galatasaray)
7 Aljosa Asanovic (Hajduk) 10 Michael Laudrup (Real Madrid) Sóknarleikmenn: 4 Vedat Inceefe (Karabukspor)
16 MÍaden Mladenovic (Salzburg) 17Allan Nielsen (Bröndby) 15 Domingos Oliveira (Porto) Sóknarleikmenn:
13 Mario Stanic (FC Briigge) 6 Michael Schjönberg (Oðinsvé) 8 Joao Vieira Pinto (Benfiea) 6 Ertugrul Saglam (Besiktas)
Sóknarmenn: Sóknarmenn: 18 Antonio Folha (Porto) 7 Hami Mandirali (Trabzonspor)
9 Davor Suker (Reai Madrid) 11 Brian Laudrup (Rangers) 14 Pedro Barbosa (Sporting) 11 Orhan Cikirikci (Trabzonspor)
11 Alen Boksic (Lazíó) 9 Mikkel Beck (Fortuna Köln) 9 Ricardo Sa Pinto, (Sporting) 9 Hakan Sukur (Galatasary)
19 Goran Vlaovic (Padova) 15 Erik Bo Andersen (Rangers) 17 Hugo Porfirio (Uniao Leiria) 18 Arif Erdem (Galatasaray)
21 Igor Cvitanovic (Croatia) 19 Stig Töfting (Árhus) 10 Rui Costa (Fiorentína) 14 Saffet Sancakh (Kocaelispor)
17 Igor Pamic (Osijek) 21 Sören Andersen (Álaborg) 11 Jorge Cadete (Celtic) 12 Faruk Yigit (Kocaelispor)
Þjálfari: Miroslav Blazevic. Þjálfari: Richard-Möller Nielsen. Þjálfari: Antonio Oliveira. Þjálfari: Fatih Terim.