Morgunblaðið - 09.06.1996, Page 51

Morgunblaðið - 09.06.1996, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. .IÚNÍ 199fi íí 1 IÞROTTIR A C O • A C 0 KORFUBOLTI Rodman tryggði annan vinning Sigur Chicago Bulls hékk á blá- þræði er örfáar sekúndur lifðu af annarri viðureign þess gegn Seattle Super Sonic í úrslitakeppni NBA í fyrrinótt. Eftir að Scottie Pippen hafði átt tvö misheppnuð skot þegar níu sekúndur voru eftir var það hinn baldni og litskrúðugi framheiji Bulls sem sá til þess að leikmenn Seattle fara heim með tvo tapleiki á bakinu. Eftir barning á milli Rodmans og Sam Perkins fékk hann vítaköst er 3,7 sekúndur voru eftir, skoraði úr öðru þeirra og þar með var sigurinn í höfn. „Rodman á hól skilið, hann vann leikinn fyrir Bulls,“ sagði George Karl þjálfari Seattle að leikslokum. Rodman tók 20 fráköst og jafnaði met er hann náði 11 sóknarfráköst- um. „Alltaf hélt Rodman áfram að taka fráköst, hveiju sem á gekk, það hélt að vissuleyti í okkur líf- inu,“ sagði Phil Jackson, þjálfari Chicago. Eins og oft áður var það Michael Jordan sem skoraði flest stig Chicago, að þessu sinni 29, Scottie Pippen kom honum næstur með 21, Ron Harper gerði 12 og Toni Kuckoc 11. Auk þess tók Jord- an sjö fráköst, átti átta stoðsend- ingar og stal knettinum tvisvar sinnum. Shawn Kemp var atkvæða- mestur í liði Seattle með 29 stig auk þess að taka 13 fráköst og Hersey Hawkins kom næstur með 16 stig. „Eg mun ekki minnast þessa leiks fyrir annað en að við höfðum betur,“ sagði Michael Jordan að leikslokum. Leikurinn var jafn lengst af og staðan í hálfleik var 46:45 Bulls í hag. I þriðja leikhluta sigu liðsmenn Chicago framúr með góðum kafla þar sem þeir gerðu tíu stig í röð gegn einu. Króatinn Toni Kukoc fór á kostum í þeim leikhluta og gerði m.a. átta stig. Er flautað var til leiks í fjórða leikhluta var Chicago 11 stigum yfir, 76:65, og náði mest 13 stiga forystu snemma leikhlut- ans. En barátta leikmanna Seattle hafði nærri borið árangur, þeir gerðu sjö stig í röð og minnkuðu muninn niður í þijú stig undir lokin en komust ekki nær. „Eg er ánægð- ur með leik okkar í ijórða leik- hluta,“ sagði Karl þjálfari Seattle. Næstu þrír leikir fara fram í Seattle og verður við ramman reip að draga þá hjá heimamönnum því aðeins tvisvar sinnum í sögu úrslita- keppni NBA hefur lið sem lent hef- ur 2:0 undir náð að snúa taflinu við, sér í vil, Boston Celtics árið 1969 og Los Angeles Lakers árið 1977. „Þetta verður barningur en ég geri mér vonir um að takist okkur að laga hittni okkar í næstu leikjum verði allt í lagi hjá okkur,“ sagði Jordan er hann var beðinn um álit á næstu viðureignum. ÞRIÞRAUT Keppt í Kópavogi PRJÁLSÍÞRÓTTA- og sunddeild Breiðabliks standa fyrir fjölskyldu- og almenningsþríþraut 13. júní. Þrautin stendur saman af 400 m sundi, 8 km hjólreiðum og 2,5 km hlaupi. Keppni skiptist í fjölskyldu- og einstaklings- keppni. í fjölskyldukeppninni skipta þrír úr fjölskyldu með sér þrautinni. Keppt verður í karla-, kvenna-, pilta- ?g stúlknaflokkum. Skráning fer fram 1 Sundlaug Kópavogs. T1LBOÐS jfik m M A Wm-ÆmÉ __ wbb&m ia m Mánudagur/Þriðjudagur/Miðvikudagur ♦SUMARftSÓL y P i . JST ■ ék' Wjmk. LEO SSllltOlVIIR Íw§lg% veru ira iJÍiallUUf Pentium U n t*a sisss nr Geisleskritarar (CD WriteP) Verð írá MICROTGK Skannap Upplausn frá 2400 dpi COMPACl .. Ferðatolvur WriUrí 99.900 ~ IfjirKtofc Frábær verö Þessi tilboð eru aðeins hluti þess sem í boði er. BKSprfll lyrir æsolntsiti f|§ SKIPHOLT117 105 REYKJAVIK SÍMI: 562 7333 • FAX: 562 8622 Elsta tölvufyrírtæki á Islandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.