Morgunblaðið - 25.06.1996, Page 25

Morgunblaðið - 25.06.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ1996 25 ERLEIUT Misjafnar móttökur Berlín. Reuter. JÓHANNES Páll páfi II lauk í gær vikulangri heimsókn í Þýskalandi. Var honum vel fagnað af kaþólsku fólki en ýmsir hópar aðrir efndu til mótmæla vegna komu hans og gerðu að honum hróp. Þýskir gyð- ingar voru ánægðir með þau um- mæli hans, að allt of fáir kaþólikk- ar hefðu haft hugrekki til að snú- ast gegn Hitler og nasismanum á sínum tíma. Hundruð manna hrópuðu ókvæð- isorð að páfa þegar hann ók á sunnudag að Brandenborgarhlið- inu, „frelsishliðinu", sem er tákn- rænt fyrir baráttu hins pólska páfa gegn kommúnismanum á sínum tíma. Þar flutti hann nokkur orð og hvatti til lýðræðis og virðingar fyrir mannréttindum. Á sunnudagsmorgni flutti páfi messu fyrir um 130.000 manns á Ólympíuleikvanginum, sem Hitler lét gera vegna leikanna 1936, og blessaði þá tvo presta, sem létu líf- ið vegna andstöðu við nasismann. Jóhannes Páll páfi átti einnig fund með leiðtogum mótmælenda- kirkjunnar í Paderborn á laugardag og hvatti þá til að halda áfram við að brúa bilið á milli kirkjudeild- anna. Hann tók þó fram, að Páfa- garður gæti ekki verið sammála mótmælendum um ýmsar kenning- ar Marteins Lúters, sem hóf baráttu sína fyrir siðaskiptunum 1517. Reuter PÁFI kemur til messunnar á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Búrma Rannsaka lát konsúls Kaupmannahöfn. Reuter. DANIR og Norðmenn sögðust í gær myndu senda fulltrúa sína til Búrma til þess að grafast fyrir um dauða sameiginlegs konsúls ríkj- anna þar, Leo Nichols, sem lést í fangelsi á laugardaginn. Sögðu búrmískir embættismenn hann hafa fengið hjartaáfall. Nichols var vinur Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýðræðissinna í Búrma. Nichols var 65 ára gamall fjár- málamaður af búrmískum og breskum uppruna. Hann var hand- tekinn af búrmískum yfirvöldum í apríl og dæmdur í þriggja ára fang- elsi fyrir að hafa notað síma og faxtæki á heimili sínu án leyfis. Diplómatar og stjórnarandstæð- ingar telja þó líklegt að raunveruleg ástæða þess, að Nichols var hand- tekinn, hafi verið vinátta hans við Suu Kyi, og að hann hafði veitt Lýðræðisfylkingu hennar fjárhags- legan stuðning. Nichols var einnig fulltrúi Sviss í Búrma og hafði sinnt erindrekstri fyrir Finnland, þótt ekki væri hann opinber konsúll Finnlands. Danska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að sendiherra Danmerkur í Thaílandi myndi fara til Rangoon, höfuðborgar Búrma, „eins fljótt og auðið er.“ Sendifull- trúi Norðmanna í Singapore, sem fór til Rangoon á föstudag til þess að bjóða Suu Kyi stuðning, kom aftur til Singapore í gær, en átti að halda rakleiðis aftur til Rango- on. KilchenAid Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. [ jfjf Einar | mSm" | Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 * 562 2901 og 562 2900 Þrýstingur eykst á Bandaríkjaforseta vegna FBI-skjala Clinton reiður undirmönnum Nashville, Tennessee. R^uter. BILL Ciinton Bandaríkjaforseti er „mjög reiður" yfir því að undirmenn sínir í Hvíta húsinu skuli ekki geta veitt fullnægjandi svör við því hvern- ig á því standi að skrár y_fir rúmlega fjögur hundruð manns voru fengnar frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, með óréttmætum hætti, að því er blaðafulltrúi forsetans, Mike McCurry, sagði í gær McCurry sagði við blaðamenn í flugvél forsetans á leið frá Washing- ton til Nashville að forsetaembættið myndi ekki kanna málið frekar, en forsetinn vonaði að Kenneth Starr, sem skipaður var saksóknari í Whitewater-málinu og á nú að kanna þetta mál, kæmist til botns í því. Það kom í ljós að skrárnar hefðu verið fengnar frá FBI þegar þing- nefnd var að rannsaka annað mál, sem varðar brottrekstur þeirra, sem sáu um ferðamál forsetaembættis- ins, snemma árs 1993. Á skránum voru meðal annars repúblikanar, sem höfðu starfað í stjórninni í for- setatíð George Bush, þar á meðal James Baker, utanríkisráðherra. Síðan hefur Bob Dole, væntanleg- ur forsetaframbjóðandi repúblikana, ítrekað gagnrýnt Clinton fyrir að virða ekki réttindi borgaranna. McCurry sagði að repúblikanar hefðu meiri hug á að nota málið í pólitískum tilgangi, en að leiða það til lykta. Ýmsir málsmetandi demókratar hafa.hins vegar sagt að þeim lítist ekki á að starfsmenn forsetans safni upplýsingum um háttsetta and- stæðinga á laun. Tveir demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, Paul Simon og Patrick Leahy, sögðu um helgina að það ætti að reka þann, sem hef- ur umsjón með öryggismálum varð- andi starfsfólk, Craig Livingstone. Hann var reyndar sendur í leyfi á launum í síðustu viku eftir að FBI gagnrýndi vinnubrögðin í Hvíta húsinu harðlega í skýrslu fyrir að afla skjalanna eftir ólögmætum leiðum. ‘Krossar á íeiði íRjjðfrítt stát — varanCegt efni tKJrossarnir eru framteiddir úr fivítfiúðuðu, ryðfríu státi. Minnisvarði sem endist um ófcomna tíð. Sóltfoss m/geisCum. SCceð 100 sm. frájörðu. 'TvöfaCdur ífoss. ðíœð 110 smfrájörðu. Hringið í síma 431 1075 og fáið litabækling. BLIKKVERK Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431 1075, fax 431 3076. Laxá i Þingeyjarsýslu „Ég nota GSM símann minn í borg- inni og kemst ekki af án hans. En þegar ég set vöðlurnar og stöngina i bílinn og skrepp í lax pá tek ég alltaf með mér NMT stmann minn. Það er ábyrgðarhlutur að vera sambandslaus í óbyggðum og ég gœti ekki hugsað mér að vera án langdrœgninnar og öryggisins sem fylgir pví að vera með NMT far- sima með sér. Svo er alltaf gaman að hringja í kunningjana og stríða peim aðeins pegar sá stóri hefur tekið.“ Þormóður Jónsson, laxveiðimaður „Get ekki verið án langdrœgm og öryggis NMT í veiðinm“ NMT farsímamir hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt á íslandi. Dreifikerfið fyrir NMT farsímana er víðtækt og símarnir eru langdrægir. Þessir kostir gera NMT að ákjósanlegum valkosti fyrir þá sem eru á ferð um sveitir landsins, óbyggðir og ekki síður á hafi umhverfis landið. íslenska NMT síma má einnig nota á Norðurlöndum. NMT símar - þegar langdrægni og öryggi skipta máli. PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.