Morgunblaðið - 25.06.1996, Side 26

Morgunblaðið - 25.06.1996, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Schubert var góður á gítar“ Morgunblaðið/Ásdís „ÞAÐ ER gott að vera gítarleikari nú um stundir," segir Þórólfur Stefánsson. „ÞAÐ ER gott að vera gítarleikari nú um stundir," segir Þórólfur. „Það hófst mikil uppsveifla milli 1970 og 1980 og í dag er gítarmenningin orðin góð en gallinn er að markaður- inn er of lítill á íslandi. Samt sem áður hefur gítarinn fengið þá viður- kenningu sem hann þurfti og það var ekki síst fyrir atbeina frum- kvöðfa á borð við Joseph Flung, Gunnar H. Jónsson og fleiri. Gítarinn hefur verið jaðárhljóðfæri lengi, en nú _er komin upp kynslóð gítarleikara á íslandi sem stenst vel erlendan samanburð," segir Þórólfur þegar talið berst að gítarleik í víðu sam- hengi. Mikil gróska En hvað er helst á döfinni í gítar- heiminum í dag? „Erlendis eru uppgötvanir á gleymdum gítarverkum mjög fyrir- ferðamiklar auk heilmikillar rann- sóknatvinnu, sem fram fer á sviði gítarbókmenntanna. Einnig hafa fundist fjölmörg verk sem voru upp- haflega samin fyrir lútu en umskrif- uð fyrir gítar þannig að það er af nógu að taka,“ segir Þórólfur. Sjálfur hefur Þórólfur fengist við umritanir á verkum Griegs, Mend- elsohns og Schuberts og segir hann verk þeirra vera vandmeðfarin. „Svo hef ég fengið styrk frá Landssam- bandi íslendingafélaga í Svíþjóð til að útsetja íslensk þjóðlög fyrir gít- ar,“ segir Þórólfur. Starf spænska gítarsnillingsins Andrés Segovia er orðið víðfrægt en hann umritaði fjölda lútu- og sembal- verka fyrir gítar og í daglegu tali er hann sagður hafa fært gítarinn inn í tónleikahallirnar af götunni. Er þetta ekki bara þægileg klisja? Þórólfur kveður það ekki ofmælt þó að flestir klassískir gítarleikarar eigi Segovia mikið að þakka. „Gítarinn er í huga margra spænskt alþýðu- hljóðfæri og tengist ótjúfanlegum böndum við sígauna eða flamingó- Þórólfur Stefánsson gít- arleikari hélt sína fyrstu sjálfstæðu tónleika hér- lendis um miðjan mán- uðinn eftir áralanga fjarveru á erlendri grund. Þórólfur hélt tvenna tónleika í Reykjavík og á Akureyri ------------------T5------- fyrir skömmu. Orlygur Sigurjónsson ræddi við Skagfírðinginn Þórólf í tilefni þess. dans, en þetta er bara eitt af mörgum menningarsvæðum þar sem gítarinn var notaður," segir Þórólfur. „Beethoven var Giuliani píanósins“ Gítarinn átti sitt blómaskeið frá 1800-1850 í Austurríki og sömdu ýmis tónskáld frá rómanfíska tímabil- inu fýrir gítar t.d. Schubert, Weber og Berlioz. „Þetta er dæmi um sér- heim sem gleymdist vegna tilkomu slaghörpunnar,“ segir Þórólfur. Sem dæmi um vinsældir gítarsins í Vínar- borg á 19. öld, nefnir Þórólfur sögu sem gítarleikurum fínnst ógurlega skemmtileg, en hún er á þá leið að gítartónskáldið Giuiliani hafi verið það vinsæll að Beethoven var nefndur Giul- iani píanósins. „Síðan féllu vinsældir gítarsins á þessu tiltekna menningar- svæði og píanóið tók við. Gítartón- skáldið Johan Kaspar Mertz náði í skottið á blómaskeiði gítarsins en hann starfaði í Vínarborg síðustu fimmtán ár ævi sinnar,“ segir Þórólfur. Spítalakonsertarnir Þórólfur gegnir hálfri stöðu í tón- listarskólanum í Vadstena, sem er lítill bær í austurhluta Svíþjóðar, en einnig hefur hann leikið á tónleikum í samvinnu við aðra tónlistarmenn. „Ég öðlaðist góða reynslu hérna um árið þegar menningardeild sjúkra- stofnana í Stokkhólmi fjármagnaði fjörutíu tónleika. Það er nú þannig að sjúklingar á sænskum spítölum eru ekki Síður taldir eiga rétt á tón- leikum en aðrir og gildir einu hvort þeir séu ferðafærir eður ei. Um þetta leyti starfaði ég með söngkonunni Susönnu Levonen, sem hlaut Jenny Lind-styrkinn, og eftir spítalakon- sertana byggðum við upp efnisskrá sem við fluttum um Norðurlöndin," segir Þórólfur. Þeir tónleikar sem standa upp úr í minningunni hjá Þórólfi að öðrum ólöstuðum er flutningur á Jóhannes- arpassíunni eftir Bach. „Það var haft samband við mig með stuttum fyrirvara en ég átti áð spila í forföll- um fyrir lútuleikarann. Ég hafði aldr- ei heyrt verkið í heild sinni þannig að þetta var hin mesta áskorun. Þarna fannst mér fara saman góð túlkun færra listamanna á löngu verki og þetta var mjög eftirminni- legt,“ segir Þórólfur. „Afsakið að ég kom of seint“ Þórólfur tekur að lokum áskorun um eina dagsanna ýkjusögu eins og Skagfirðingi sæmir en hún er svo- hljóðandi: „Einhveiju sinni stóð ég fyrir framan spegilinn og var að taka mig til í rólegheitunum fyrir tónleika sem áttu að hefjast klukkan tvö - að ég hélt. Síminn hringir svo kl. fimmtán mínútur yfir eitt og var þá á línunni Susanna Levonen fyrrnefnd og spyr hvort ég sé galinn því tónleik- arnir áttu að hefjast klukkan eitt! Ég sprett upp og þýt út, en þegar ég kem inn í tónleikasalinn stendur Susanna uppi á sviði og er að reyna að hafa ofan af fyrir áheyrendum ' með ýmsum gamanmálum. Þegar ég kem svo upp á sviðið, frakkaklæddur með gítartöskuna undir hendi, lítur hún á mig stingandi augnaráði og segir svo við salinn að nú sé gítarleik- arinn kominn en hann sé frá Is- landi. Þarna þótti mér hart að mér vegið svo ég bjargaði mér með því að segja: „Afsakið að ég kom of seint - en það er bara um langan veg að fara frá íslandi!" Síðan lékum við og sungum sem aldrei fyrr og allt gekk svona ljómandi vel.“ LAUGAVEGI 170 • S(MI 54D 50 BO Skandia KEYPTIR PLJ SPARISKÍRTEINI AF ÖINIIMU HEIÐPAL n 986? Anna og aðrir ráðgjafar Skandia bjóða skiptikjör á spariskírteinum og geta auk þess bent á aðra fjárfestingarmöguleika. Það er óþarfi að standa í biðröð vegna innlausnar spariskirteina ríkissjóðs, komdu við og fáðu þér kaffibolla og ráðgjafar Skandia munu finna lausn sem hentar þér. Við erum að Laugavegi 170. ZITA og Didier Laloux flytja franska revíu- og vísnatónlist í Kaffileikhúsinu á fimmtudag Frönsk revíutónlist í Kaffileikhúsinu FRÖNSKU listamennirnir, söngkonan Zita og slagverks- leikarinn Didier Laloux flytja franska revíu- og vísnatónlist í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan- um, fimmtudaginn 27. júní. Tón- leikarnir hefjast kl. 21, húsið opnar kl. 20. Zita og Didier eru búsett í París, fyrstu tónleikar þeirra hér á landi verða í Kaffileikhús- inu en þau munu koma fram víða um land. Zita hefur sérhæft sig í túlkun franskra vísnasöngva svo sem söngva Piaf, Orlan, Fenré og Brel. Auk þess hefur hún notið vinsælda sem revíusöngkona og meðal annars starfað mikið með leikstjóranum J.R. Martin. Didier Laloux starfar sem slagverksleikari og tónskáld í París. Hann er slagverkskennari við ýmsa tónlistarskóla í París og hefur tekið þátt í fjölda tón- leika á flutningi samtimatónlist- ar. Zita og Didier Laloux hafa undanfarin tíu ár komið víða fram sáman, en þá sérstaklega á veitinga- og revíuhúsum París- arborgar. ♦ ♦♦-------- Nýjar bækur • ÚT er komin rafbókin Poemz 1983-1996 eftir Michael Dean Óðin Pollock á internetinu. Bókin er ókeypis og þeir sem hafa áhuga geta nálgast hana á þessu netfangi: http://www.tre- kent.is/orri/Poemz/Poemz.html.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.